Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 31 bílar REGNSKYNJARAR verða stöðugt útbreiddari í bílum og verða vænt- anlega innan fáeinna ára stað- albúnaður í öllum bílum. En hvernig virkar svona búnaður? Regnskynjarar, sem setja rúðu- þurrkurnar sjálfkrafa af stað þegar bleyta sest á framrúðuna, er ekki aðeins þægindabúnaður heldur ekki síður öryggisbúnaður. Hver hefur ekki orðið fyrir því að fá skyndilega yfir bílinn vatnsgusu þegar stórum flutningabíl er mætt? Þegar regn- skynjari er í bílnum verða óþæg- indin vegna þessa mun minni því áður en ráðrúm gefst til að bregð- ast við svona gusum er rúðuþurrk- an búin að hreinsa rúðuna. Skynjarinn sjálfur er yfirleitt á innanverðri rúðunni aftan við aft- ursýnisspegilinn á því svæði sem rúðuþurrkurnar ná til. Regnskynjari er samsettur úr sendi og móttak- ara. Sendirinn sendir stöðugt frá sér ljós. Ljósið endurspeglast í rúð- unni til móttakarans. Meðan mót- takarinn tekur við jafnmiklu ljós- magni og sendirinn sendir frá sér telst rúðan vera þurr. Þegar rignir eða vatn lendir á framrúðunni af öðrum orsökum breytist yfirborð rúðunnar. Endurspeglunin minnkar eða hverfur alveg, sem leiðir til þess að minna ljósmagn berst til móttakarans. Um leið og þetta ger- ist berast rafboð frá búnaðinum sem setur rúðuþurrkurnar í gang. Þess verður skammt að bíða að afturrúðuþurrkur verði samtengdar við framrúðuþurrkur og geta þar með nýtt regnskynjarann fyrir framrúðuna. Sömuleiðis eru uppi áform um að tengja ljósskynjarann við mælaborðið þannig að ljósmagn frá mælum verði í sem réttustu samræmi við birtustigið úti. En þeir sem hafa keypt bíl með regnskynjara þurfa að muna að slökkva á búnaðinum áður en farið er með bílinn í sjálfvirka þvotta- stöð. Regnskynjarar að verða algengari Vissara er að aftengja regnskynjarann áður en farið er með bílinn í þvott. Skynjarinn er á innanverðri rúðunni í vari fyrir baksýnis- speglinum.  FRAMLEIÐSLA hefst á nýjum Opel Vectra í janúar næstkomandi. Bíllinn er hannaður út frá þörfum öku- mannsins en um leið mun rúmbetri en fyrri gerð og í honum verður að finna ýmsan tæknibúnað sem brýtur blað í bílum í þessum stærðarflokki. Vectra kom fyrst á markað haustið 1995 og er nú að koma í þriðju kyn- slóð. Opel hefur varið um 800 millj- ónum evra í þróun bílsins og verður hann framleiddur í nýrri verksmiðju sem Opel reisti sérstaklega fyrir framleiðslu á Vectra í Rüssels- heim. Bíllinn verður frum- sýndur á bílasýn- ingunni í Genf í mars á næsta ári. Í fyrstu verður bíllinn í boði sem fernra dyra stall- bakur með fjög- urra strokka ECOTEC-bensínvélum, 122–147 hestafla, og 100 og 125 hest- afla dísilvélum. Í boði verður fimm þrepa sjálfskipting með handskiptivali og er það í fyrsta sinn að slík skipting er í boði í Opel. Um mitt sumar bætist svo við spennandi GTS-gerð með 211 hestafla, 3,2 lítra V6-vél. Þetta verð- ur aflmesta Vectra sem nokkru sinni hefur verið framleidd. Vélin togar 300 Nm að hámarki. Fleiri gerðir á næstu árum Á næstu tveimur árum bætast síð- an við framleiðslulínuna aðrar gerðir yfirbygginga, véla og gírkassa. Ný Vectra er smíðuð á nýjan und- irvagn sem kallast IDS sem verður eitt af trompum þessa bíls. Að aftan er ný gerð fjölliðafjöðrunar, hjólupp- hengjur eru úr áli sem dregur úr ófjaðrandi þyngd bílsins sem ætti að bæta aksturseiginleikana. Þá er hann með rafstýrðu stýri, sem dregur úr eyðslu og er nákvæmara. Ný gerð stöðugleikastýringar, ESP Plus, verð- ur kynnt í bílnum. Hefðbundin gerð ESP-búnaðar dregur úr alvarlegri undirstýringu með því að beita heml- um á það afturhjól sem er nær beygju, nýja kerfið eykur stöðugleik- ann með því að beita hemlum á allt að þrjú hjól í einu. Opel segir að ný yfirbygging Vectra standist ströng- ustu kröfur sem gerðar eru til bíla í efri millistærðar- flokki á sviði stöð- ugleika, öryggis, þæginda og gæða. Þetta megi þakka notkun léttmálma eins og áls og magnesíums og hástyrktarstáls. Stíf- leiki bílsins sé af þessum sökum 74% meiri en í fyrri gerð. Ýmis búnaður verður í nýjum Vectra sem ekki hefur áður verið í boði, þ.á m. rafstýrð loftstýring með loftgæðaskynjara, breitt úrval af sam- skipta- og afþreyingarbúnaði (leið- sögukerfi, farsímakerfi og hljómkerfi), framsæti sem eru stillanleg á átta vegu, búnaður sem fylgist með loft- þrýstingi í dekkjum og regnskynjara. Meðal öryggisbúnaðar má nefna sex öryggispúða, þar af fjóra hliðar- belgi, fetla sem leggjast niður í gólf við árekstur og virka hnakkapúða, sem draga úr líkum á hálshnykks- meiðslum. Nýja Vectran er 10 cm lengri, 6 cm breiðari og 4 cm hærri en forverinn. Ný hönnun og annað efnisval er í innanrýminu. Ný Vectra lofar góðu í samkeppni við Ford Mon- deo og Passat. Framleiðsla á Vectra hefst í janúar VOLKSWAGEN kynnti nýlega lúxusbíl sinn, sem gengið hefur undir heitinu D1, við nýbyggða verksmiðju sína í Dresden í Þýskalandi. Um leið var kynnt nýtt nafn á bílinn sem skal heita Phaeton í höfuðið á forngrískum guði. Phaeton á að keppa við bíla eins og Audi A8, BMW 7, Jaguar XJ og Mercedes-Benz S. Samkvæmt Der Spiegel hefur VW einnig ákveðið nöfn á tvo aðra bíla sem eru væntanlegir á mark- að. Haustið 2002 kemur á markað fyrsti jeppi Volkswagen og sá skal heita Tuareg, en hann hafði áður gengið undir heitinu Colo- rado. Dýrasta útgáfa þess bíls verður með W12 vél, 420 hestafla. Nýi ofursportbíllinn, sem sýndur var á bílasýningunni í Tók- ýó í október undir heitinu VW W12 fær heitið Nardo. Hann ásamt Phaeton og Tuareg, verður smíðaður í nýju verksmiðj- unni í Dresden. Hann verður með 600 hestafla vél og á að ná 100 km hraða á 3,5 sekúndum. Nýr lúxusbíll VW á að heita Phaeton. Fyrsti jeppi VW á að heita Tuareg. Ofursportbíll VW á að heita Nardo. Ný nöfn á nýja VW-bíla eru  Hreinsivörur  Andlitsvörur  Unglingavörur  Líkamsvörur Um leið og við þökkum þúsundum ánægðra notenda fyrir ánægjulegt samstarf óskum við landsmönnum öllum hjartan- lega gleðilegrar jólahátíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.