Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBirkir Ívar heima
í viðbragðsstöðu /B1
Óþekktur Spánverji sló
Hewitt út /B4
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
FRÆÐSLURÁÐ samþykkti á fundi á mánudag að
beina því til borgarráðs að fela þriggja manna
nefnd, skipaðri fulltrúum úr borgarráði og fræðslu-
ráði, að gera tillögu um fyrirkomulag tónlistarnáms
í borginni og semja reglur um skiptingu fjármagns
til tónlistarskóla. Þá lagði Sigrún Magnúsdóttir,
formaður fræðsluráðs, fram á fundinum tillögu þess
efnis að samþykkja að veita Tónskóla Hörpunnar
einnar milljónar króna styrk til að gera tilraun um
breytta kennsluhætti fyrir börn á 1. og 2. ári í hljóð-
færaleik. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
Kæra mismunun til tónlistarnáms
Forráðamenn Tónskóla Hörpunnar hafa ítrekað
sótt um styrk frá borginni til reksturs skólans, án
árangurs. Í fréttatilkynningu frá tónlistarskólanum
kemur fram að nú hafa foreldrar eins barns í skól-
anum lagt fram kæru hjá félagsmálaráðuneytinu,
vegna þeirrar mismununar sem viðgengst hjá
Reykjavíkurborg gagnvart börnum í tónlistarnámi
í Reykjavík.
Að sögn Sigrúnar Birgisdóttur, móður stúlkunn-
ar sem um ræðir, höfðu þau, foreldrarnir, haft hug á
því að koma barninu inn í tónlistarskóla í sínu
hverfi, en það reyndist ómögulegt því biðlistar voru
langir. „Skólinn hérna í hverfinu fær hins vegar
rekstrarstyrki frá borginni og einkatímar, í klukku-
tíma í senn, einu sinni í viku, hefðu kostað 55 þús-
und fyrir allt skólaárið þar sem námið er niðurgreitt
af Reykjavíkurborg. Hins vegar kostar námið í
Tónskóla Hörpunnar, sem er í öðru hverfi, 83.500
krónur á ári og þá er miðað við að tveimur nem-
endum sé kennt samtímis, því sá skóli fær enga nið-
urgreiðslu.“ Sigrún segir málið af tvennum toga.
„Annars vegar þarf að jafna aðstöðu til tónlistar-
náms og hins vegar að jafna rekstrarmöguleika tón-
listarskólanna.“ Sigrún segir það ekki möguleika að
flytja dóttur sína í tónlistarskóla hverfisins ef hún
fengi þar pláss, þar sem hún sé einhverf og þoli illa
breytingar.
Foreldrarnir fara fram á að ráðuneytið úrskurði í
málinu og jafnframt gera þau þá kröfu að félags-
málaráðherra víki sæti þar sem þau telja hann vera
vanhæfan vegna tengsla sinna við Sigrúnu Magn-
úsdóttur, formann Fræðsluráðs Reykjavíkur.
„Ég mun að sjálfsögðu verða við þeirri kröfu að
ég víki við úrskurð þessa máls,“ sagði Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra í samtali við Morgun-
blaðið. „Innan skamms verður því tilnefndur nýr fé-
lagsmálaráðherra til að fara með málið. Kæran
verður tekin til afgreiðslu svo fljótt sem verða má.“
Páll segist kunnugur vanda tónlistarskólanna.
„Það er nefnd að störfum sem er að fara yfir verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem um sam-
starfsverkefni er að ræða. Hún á að gera tillögur
um hvernig færa á verkefni til og var fengið það við-
bótarhlutverk að fara yfir tónlistarskólamálin.“
Samþykkt í Fræðsluráði að skipa nefnd til að fjalla um tónlistarnám
Á að tryggja skilvirka
nýtingu á fjármunum
RÚMLEGA tvítugur bandarískur
varnarliðsmaður lést þegar pallbíll
sem hann ók fór út af Grindavíkur-
vegi, skammt norðan við veginn að
Bláa lóninu, á fimmta tímanum í
fyrrinótt.
Talið er að bíllinn hafi oltið 2–3
veltur og kastaðist maðurinn við það
út úr bílnum. Hann var látinn þegar
lögreglan í Keflavík kom á vettvang.
Bíllinn er gjörónýtur. Annar varn-
arliðsmaður sem var farþegi í bíln-
um skrámaðist á höfði við árekstur-
inn.
Mennirnir, sem eru báðir í her-
lögreglunni, voru á leið frá Keflavík-
urflugvelli að fjarskiptastöð varnar-
liðsins skammt frá Grindavík. Að
sögn lögreglu er talið líklegt að öku-
maðurinn hafi misst stjórn á bílnum
þegar hann ók yfir hálkublett.
Niðamyrkur var þegar slysið varð.
Í birtingu hófu herlögreglumenn
af Keflavíkurflugvelli rannsókn á
slysinu, jafnhliða því að lögreglan í
Keflavík framkvæmdi sína vett-
vangsrannsókn.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Pallbíllinn fór 2–3 veltur og er gjörónýtur eftir slysið.
Varnarliðs-
maður lést í
umferðarslysi
FYRSTU konurnar sem hófu nám í
Stóriðjuskóla ÍSAL útskrifuðust
þaðan í gær. Konurnar, sem heita
Sigríður Eiríksdóttir, Anna Jóna Ár-
mannsdóttir og Eyrún Ragnars-
dóttir, létu vel af skólanum þegar
Morgunblaðið hafði samband við
þær í gær, en námið tekur þrjár ann-
ir. Anna og Eyrún starfa í steypu-
skálanum í álverinu í Straumsvík en
Sigríður starfar í kerskálanum.
Alls útskrifuðust sextán starfs-
menn ÍSAL í gær og hafa 75 starfs-
menn ÍSAL lokið námi við skólann.
Þær Sigríður, Anna og Eyrún
segja að fáar konur vinni í verka-
mannavinnu í álverinu í Straumsvík
en skv. fréttatilkynningu frá ÍSAL
eru fimm konur til viðbótar við nám
í Stóriðjuskólanum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrstu konurnar sem brautskráðust frá Stóriðjuskólanum, f.v. Sigríður
Eiríksdóttir, Anna Jóna Ármannsdóttir og Eyrún Ragnarsdóttir.
Fyrstu kon-
urnar útskrif-
ast frá Stór-
iðjuskólanum
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prok-
aria hefur lokið við að raðgreina allt
erfðamengi áður óþekktrar hvera-
bakteríu og fundið í henni yfir 1.500
ný gen. Bakterían framleiðir ensím
sem kunna að þola háan hita en eru
jafnframt virk við lágt hitastig og
ensím með slíka eiginleika má nýta
við ýmsa iðnaðarferla, t.d. í mat-
væla- og fóðuriðnaði, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Prok-
aria.
Bakterían var einangruð í gufu-
baðinu á Jarðbaðshólum við Mývatn
og er latneskt heiti hennar,
Geothermus vaporicella, dregið af
fundarstaðnum. Þessi nýfundna
baktería vex við sýrustig á bilinu
5,6-9,1 og við hitastig á bilinu 37-72
gráður, en það er eitt breiðasta
vaxtarsvið bakteríu sem þekkist í
dag. Þá sýnir bakterían einungis
86% skyldleika við nánasta þekkta
ættingja sinn. Fundist hafa meira
en 1.500 ný gen í genamengi bakt-
eríunnar og þar af sýna 1.100 sam-
svörun við þekkt gen.
Ensím fundin sem sundra
ávana- og fíkniefnum
Geothermus vaporicella flokkast
til nýrrar fylkingar baktería sem
nefnist Thermomicrobia, en þekktar
bakteríufylkingar eru nú alls 23. Þó
að bakteríur innan fylkingarinnar
finnist víða í náttúrunni hafa ein-
ungis tvær aðrar tegundir innan
fylkingarinnar verið ræktaðar og
hvorug þeirra verið raðgreind. Nýja
bakterían getur nýtt sér fjölbreyti-
leg næringarefni sem bendir til þess
að hún hafi yfir fjölbreyttum en-
símum að ráða og bakterían inni-
heldur einnig óvenjuleg fituefni.
Breitt vaxtarsvið bakteríunnar
gefur til kynna að ensím sem hún
framleiðir kunni að þola háan hita
en séu jafnframt virk við lágt hita-
stig. Ensím með slíka eiginleika má
nýta við ýmsa iðnaðarferla, en með-
al ensíma sem fundust í bakteríunni
eru pólýketíð syntasar sem nýtast í
lyfjaiðnaði, en einnig amýlasi, xyl-
anasi, kítinasi, pullulanasi og margir
próteasar sem nýta má m.a. í
sterkjuiðnaði og öðrum matvælaiðn-
aði. Þá þykir forvitnilegt að finna í
bakteríunni mörg ensím sem sundra
ýmsum ávana- og fíkniefnum, s.s.
morfíni, nikótíni og kókaíni, segir í
fréttatilkynningu Prokaria.
Prokaria lýkur raðgreiningu á erfðamengi nýrrar hverabakteríu
Framleiðir hitaþolin en-
sím sem nota má í iðnaði
Á FUNDI í Félagi ísl. heimilislækna
í gær var félagsmönnum kynnt stað-
an í samskiptum félagsins og heil-
brigðisyfirvalda vegna nýlegrar
reglugerðar um greiðslur fyrir lækn-
isvottorð. Þórir B. Kolbeinsson, for-
maður FÍH, tjáði Morgunblaðinu í
gær að samþykkt hefði verið ályktun
þar sem reglugerðinni er mótmælt,
svo og því að heilbrigðisráðherra
skuli hafa sett hana án samráðs við
félagið. Hann sagði félagsmenn líka
hafa efasemdir um að ráðherra hefði
haft lagaheimild til þessara breyt-
inga sem snertu kjör lækna.
Í reglugerðinni er kveðið á um að
greiðslur til lækna vegna vottorða
skuli framvegis renna til heilsu-
gæslustöðva. Segir Þórir fé-
lagsmenn túlka reglugerðina sem
aðför að kjörum heilsugæslulækna
enda sé um kjaraskerðingu að ræða.
Segir hann það skoðun félagsmanna
að kjaranefnd, sem mæla á fyrir um
kjör heilsugæslulækna, hefði fyrst
átt að ákvarða kjörin og síðan hefði
mátt breyta reglugerðum. Þórir
sagði að megn óánægja hefði komið
fram á fundinum um þennan gerning
heilbrigðisráðherra. Þórir segir að
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra hafi beint þeim tilmælum til
félagsins á fundi í fyrradag að það
uni við hana þar til kjaranefnd hefur
kveðið upp úrskurð sinn. Sagði Þórir
að þeim tilmælum hefði verið beint
til kjaranefndar frá ráðherra að hún
miðaði við að kjör lækna yrðu bætt
frá því reglugerðin tók gildi um síð-
ustu áramót.
Heilsugæslulæknar mótmæla
Telja vafa leika á
lagaheimild ráðherra