Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 6

Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ DRENGUR á þriðja ári, sem slasað- ist í bílslysinu á Kísilvegi síðastliðið föstudagskvöld, var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í gær. Maður sem slasaðist í bílslysinu í Kömbunum sama dag er enn á gjör- gæsludeildinni við Hringbraut. Líðan hans er góð að sögn læknis og verður hann undir eftirliti næstu daga. Þá er maður sem slasaðist í bílslys- inu í Kömbunum á hægum batavegi á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Hann er þó enn tengdur við önd- unarvél. Kominn af gjörgæsludeild ALLS bárust 42 umsóknir um stöðu forstjóra Póst- og fjarskiptastofnun- ar til samgönguráðuneytisins. Af þessum 42 umsóknum barst 41 um- sókn frá körlum en Herdís Þorgeirs- dóttir, þjóðréttarfræðingur, sótti ein kvenna um starfið. 42 sóttu um stöðu forstjóra GRUNUR er um að brotið sé á erlendu verkafólki sem starfar í fyrirtækinu Flúðasveppum á Flúðum. Bæði Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Ís- lands (ASÍ) hafa nú málið til skoðunar. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, sagðist hafa upplýsingar um starfs- og launakjör starfs- manna fyrirtækisins sem gæfu tilefni til að ætla að þeir njóti ekki kjara samkvæmt ákvæðum kjara- og ráðningasamninga sem fylgja atvinnuleyfi þeirra. Gögnin sem um ræðir eru afrit af atvinnuleyfisum- sóknum og ráðningasamningum sem þeim fylgja auk launaseðla frá hluta starfsmannanna. Með því að bera þessi gögn saman hafi að sögn Halldórs komið í ljós að ósamræmis gætti. „Það lítur út fyrir að fyrirtækið hafi ráðið fólkið í fast starf samkvæmt ráðningasamningi, en síðan virðast kjörin ráðast af störfum sem greitt er tíma- kaup fyrir. Þannig að starfsfólkið er ekki að njóta fullra launa samkvæmt kjarasamningum.“ Halldór segir málið til að byrja með í höndum Verkalýðsfélagsins Bárunnar Þórs á Selfossi og mun ASÍ veita þá aðstoð sem til þarf. „Ef grunur okkar reynist réttur verður þess krafist að kjör starfsmanna fyrirtækisins verði leiðrétt í samræmi við það sem þeir eiga rétt til. Fyrirtækið verður einnig að undirgangast það að greiða síðan áfram þau kjör sem lög og kjarasamningar gera ráð fyr- ir.“ Vinnumálastofnun mun kanna atvinnuleyfi starfsmanna Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að fyrir um viku hafi stofnuninni borist fyr- irspurnir frá Verkalýðsfélaginu Bárunni Þór um að í fyrirtækinu kynni að starfa fólk sem væri ekki í fullu starfi og ynni önnur störf en atvinnuleyfi þess hljóðaði upp á. „Við erum núna að fara yfir þetta mál, hvenær fyrirtækið fékk útgefin atvinnuleyfi og hversu mörg.“ Gissur segir að ef í ljós komi að um ólöglegt at- hæfi sé að ræða komi til greina að Vinnumálastofn- un og ASÍ taki höndum saman um rannsókn máls- ins en það sé nú ekki gert með formlegum hætti. „Ef það er rétt að brotinn hafi verið kjarasamn- ingur og ekki greidd laun í samræmi við hann, þá er eðlilegt að verkalýðsfélagið grennslist fyrir um þann hluta. Ef þarna er um að ræða einstaklinga án atvinnuleyfis, eða verið er að brjóta lögin um at- vinnuréttindi að öðru leyti, þá munum við ganga í það mál.“ Heiða Gestsdóttir, lögfræðingur hjá Vinnumála- stofnun, sagði að þar sem málið væri frekar nýtil- komið hjá stofnuninni væri engar frekari upplýs- ingar að hafa að svo stöddu. Málið væri í vinnslu hjá stofnuninni. „Ef um er að ræða útlendinga sem eru að vinna án atvinnuleyfa er þetta orðið lögreglu- mál. En ef um er að ræða brot á samningum snýr málið fyrst og fremst að verkalýðsfélögunum að innheimta eða leiðrétta.“ Kristján Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Bárunnar Þórs á Selfossi, vildi ekki tjá sig um mál- ið að svo stöddu. Ekki náðist í eiganda Flúðasveppa í gær vegna málsins. Grunur um að brotið sé á erlendu verkafólki GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra opnaði í gær nýjan vef íslensks landbúnaðar, landbu- nadur.is Á vefnum verður safnað saman í einn stað upplýsingum um íslenskan landbúnað og er mark- miðið að auðvelda miðlun og öflun upplýsinga sem snerta íslenskan landbúnað. Að vefnum standa Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins auk Lífeyrissjóðs bænda, Aðfangaeftirlitsins og Yf- irkjötmats ríkisins en Hóp- vinnukerfi sáu um hönnun og upp- setningu vefjarins. Fleiri aðilar innan landbúnaðarins eru að und- irbúa tengingu við vefinn á næst- unni Landbunadur.is er eins konar yf- irvefur yfir vefjum þessara sex að- ila og er virk tenging þar á milli þannig að landbunadur.is dregur saman upplýsingar af hinum vefj- unum og menn geta því haft aðgang að öllum upplýsingum á einum stað. Á vefnum er sérstök dagbók um alla fundi og ráðstefnur sem snerta landbúnaðinn. Almennir notendur síðnanna geta sett inn efni á vefinn með einfaldri ritvinnslu og á það jafnt við um fréttir, fræðigreinar, viðburði í dagbók og smáauglýs- ingar. Þá er á landbunadur.is mjög stórt greinasafn með fleiri en eitt þúsund greinum og niðurstöðum úr rannsóknum, auk fréttasíðu. Vefurinn er hugsaður sem vett- vangur þar sem bændur, nem- endur, fræðimenn og starfsmenn landbúnaðarstofnana fá tækifæri til þess að miðla upplýsingum og þekkingu sinni á einum stað. Morgunblaðið/Sverrir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnar vefinn en Þorsteinn Tóm- asson, forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, fylgist með. Nýr vefur um ís- lenskan landbúnað ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, sendi í gær frá sér eftirfar- andi ályktun í tilefni af hækkun neysluvísitölunnar: „Alþýðusamband Íslands lýsir ótta sínum vegna þeirrar miklu hækkunar sem varð á vísitölu neysluverðs nú í byrjun janúar. Þessi hækkun er langt umfram það sem búast mátti við og getur gert að engu þau áform sem fólust í þrí- hliða samkomulaginu sem gert var 13. desember síðastliðinn. Ljóst er að forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga og fyrirtækja í versl- un og þjónustu verða að gjörbreyta viðhorfum sínum til hækkana vöru og þjónustu, ef markmið aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um verðbólgu í maí á að nást. ASÍ bæði krefst þess og hvetur fyrirtæki í verslun og þjónustu til að sjá til þess að hækkun á gengi íslensku krónunnar skili sér bæði hratt og vel í verðlagi til neytenda. Þessir aðilar voru þátttakendur í gerð samkomulagsins 13. desem- ber. Þá voru allir aðilar sammála um að það væri algjört forgangs- verkefni að lækka verðbólgu til frambúðar og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það hefur ekki breyst frá sjónarhóli verkalýðs- hreyfingarinnar. Um leið og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um að þau haldi aftur af sér í verðhækkunum, telur ASÍ einsýnt að opinberir aðilar, ríkis- stjórn og sveitarfélög, hafi gengið of langt í hækkunum á þjónustu- gjöldum, lyfjum og fasteignagjöld- um í byrjun janúar. Tæplega helm- ing verðhækkana í janúar má rekja til ákvarðana þessara aðila. Al- þýðusambandið telur það skyldu ríkis og sveitarfélaga að endur- skoða þessar ákvarðanir sínar, þannig að hægt verði að endur- heimta stöðugleika í efnahagslífinu eins og stefnt var að.“ ASÍ ályktar um verðlagsmálin Ríki og sveit- arfélög endur- skoði ákvarð- anir sínar upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, boðaði einn flugumferðarstjóri forföll í flugturninum í Reykjavík en hafði það engin áhrif á stjórnun innan- landsflugsins. Önnur forföll höfðu ekki verið boðuð fyrir komandi kvöld- og næturvakt. Sökum yfirvinnubannsins frestast YFIRVINNUBANN flugumferðar- stjóra, sem tók gildi klukkan sjö á mánudagsmorgun hafði engin áhrif á flugumferð í fyrrakvöld, hvorki í inn- anlandsflugi eða millilandaflugi, sam- kvæmt upplýsingum frá Flugmála- stjórn. Að sögn Heimis Más Péturssonar, undirbúningur á því að taka nýtt flug- gagnakerfi í notkun, sem ætlað er að leysa gamla kerfið af hólmi í síðasta lagi í vor. Bannið er í gildi þar til að kjarasamningar hafa tekist við flug- umferðarstjóra og því óvíst hvenær tekst að taka kerfið í notkun, sem hef- ur verið í undirbúningi í mörg ár. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra Hefur engin áhrif á flugið ÓVENJUMIKIL aðsókn er að hjónanámskeiðum sem séra Þór- hallur Heimisson í Hafnarfjarð- arkirkju hefur verið með und- anfarin ár og varð upppantað í námskeiðin hjá honum fram á vor á einum degi. Þórhallur, sem verið hefur með þessi námskeið í sex ár, sagði að aðsóknin hefði aldrei áð- ur verið jafnmikil og nú og öll sæti á námskeiðunum hefðu fyllst á einum degi. Námskeiðin hefðu verið auglýst í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Skráning hefði hafist á mánudagsmorgni og um kvöldið hefði verið orðið fullt á námskeiðin. Ekki hægt að bæta við námskeiðum Þórhallur sagði að samanlagt væru það um 150 pör sem kæm- ust á námskeiðin. Alltaf hefði ver- ið fullt á þau þann tíma sem hann hefði haldið þau, en það hefði allt- af tekið talsverðan tíma að skrá fólk inn, nokkrar vikur jafnvel. Viðbrögðin hefðu aldrei áður ver- ið eins og nú. Þórhallur sagðist aðspurður ekki kunna neina skýringu á þessum mikla áhuga á hjóna- námskeiðunum nú. Það væri áfram hringt mjög mikið og þau hefðu þurft að vísa fólki frá í allan gærdag, en því miður væri ekki hægt að bæta við námskeiðum. Á námskeiðunum er farið yfir hjónaband, sambúð og fjöl- skyldumál. Þórhallur sagði að þau hefðu líkt þessu við sjálf- styrkingarnámskeið fyrir hjón. Þau hefðu ekki einhvern stóra- sannleik fram að færa á nám- skeiðunum, heldur færi fólk heim með þessar hugmyndir þeirra og ynni áfram með þær þar. Mikil aðsókn að hjónanámskeiðum Upppant- að á ein- um degi ♦ ♦ ♦ ÚTLENDINGAR sem hljóta refsi- dóma fyrir alvarleg fíkniefnalaga- brot á Íslandi afplána að jafnaði að- eins helming refsitímans en Íslendingar afplána að öllu jöfnu 2/3. Þetta á við um þá útlendinga sem Útlendingaeftirlitið vísar úr landi áður en afplánun lýkur. Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að forsendan fyrir þessu sé sú að talið er að útlendingarnir afpláni dóma við lakari kjör en Íslendingar. Þeir séu m.a. á öðru menningarsvæði og eigi við tungumálaerfiðleika að stríða. Þá fá þeir ekki dagsleyfi frá afplánun líkt og Íslendingar og mun færri heimsóknir. „Þeir geta ekki í eins ríkum mæli nýtt sér réttindi fanga eins og Íslendingar,“ segir Þorsteinn. Útlendingar sem hafa nýverið dæmdir fyrir önnur brot, s.s. inn- brot, hafa afplánað helming refsitím- ans, líkt og Íslendingar. Níu útlendingar afplána nú refsi- dóma á Íslandi og fjórir sitja í gæslu- varðhaldi. Útlendingar af- plána helming refsitímans Alvarleg fíkniefnalagabrot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.