Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 11
VIÐRÆÐUNEFND þriggja stjórn-
málaflokka um framboð undir
merkjum Reykjavíkurlistans í borg-
arstjórnarkosningunum lauk ekki
störfum um helgina eins og að var
stefnt. Enn á eftir að ganga frá
nokkrum atriðum varðandi skipt-
ingu sæta á framboðslista og ann-
arra embætta og fyrr en samkomu-
lag um þau liggur fyrir munu
flokkarnir þrír, þ.e. Framsóknar-
flokkur, Samfylkingin og Vinstri
hreyfingin – grænt framboð, ekki
taka formlega og endanlega afstöðu
til sameiginlegs framboðs.
Að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar
lögmanns, sem leiðir viðræður um
framboð R-listans af hálfu Fram-
sóknarflokksins, á enn eftir að hnýta
nokkra lausa enda og stendur til að
funda um þau mál í vikunni. Kvaðst
Guðjón Ólafur eiga von á því að við-
ræðunefndin skili af sér um eða eftir
næstu helgi.
Allt enn opið, segir formaður
Reykjavíkurfélags VG
Sigríður Stefánsdóttir, formaður
Reykjavíkurfélags VG, segir hins
vegar að enn sé allt opið varðandi
þátttöku í framboðinu af hálfu
Vinstri grænna þótt langt sé frá því
að viðræðunefndin sé á byrjunarreit.
„Þetta er ekki búið fyrr en allt er bú-
ið. Við stefnum enn að því að ná sam-
komulagi til að bera undir fé-
lagsfund, en þangað til öllu hefur
verið lokað vitum við ekki um lyktir
þessara mála,“ sagði hún.
Viðræðu-
nefnd enn
að störfum
Framboð
Reykjavíkurlistans
JÓNA Sigurlín Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka um kvenna-
athvarf, segir stjórn Kvennaat-
hvarfsins ekki hafa tekið ákvörðun
um hvort úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur frá því á mánudag verði
kærður til Hæstaréttar. Í úrskurð-
inum féllst héraðsdómur á útburðar-
kröfu eigenda húss Kvennaathvarfs-
ins.
Kvennaathvarfið hefur keypt nýtt
húsnæði sem afhent verður í júní og á
að vera farið úr núverandi húsnæði
fyrir 1. febrúar. Jóna segir öruggt að
starfsemin haldi áfram ótrufluð þrátt
fyrir að ekki verði flutt inn í nýja hús-
næðið fyrr en í júní.
Myndbirtingar komu sér illa
Vegna málsins í heild sinni hafa
sumir fjölmiðlar birt myndir af húsi
Kvennaathvarfsins. Hefur það vakið
upp spurningar hvort myndbirting-
arnar hafi fælt stjórnina frá því að
kæra úrskurðinn. Jóna segist telja
það hæpið en engu að síður hafi
myndbirtingarnar komið sér illa fyrir
starfsemina.
„Það skapaðist erfitt ástand við
húsið í kjölfar myndbirtinganna,“
segir hún. „Við vitum að unnt er að
komast að því hvar Kvennaathvarfið
er til húsa, en hins vegar hafa fæstir
fyrir því að leggja það á sig. Um lang-
an tíma hefur starfsemin verið laus
við áreiti manna sem eru að leita
kvenna sinna og gruna þær um að
hafa leitað athvarfs hjá okkur. Konur
hafa því verið mjög öruggar hér en
hins vegar gerðist það fyrir skömmu,
að hér voru menn fyrir utan að fylgj-
ast með og vildu hafa samband við
konur þegar þær fóru út úr húsi.
Þetta skapaði óþarfa kvíða meðal
kvenna í athvarfinu og kom sér illa.“
Ekki ákveðið hvort úr-
skurðurinn verði kærður
Fallist á útburðarkröfu á hendur Kvennaathvarfi
SAMSTARFSSAMNINGUR milli
Reykjavíkurborgar og Vest-
urfarasetursins á Hofsósi var und-
irritaður í gær. Samningnum er ætl-
að að efla menningarsamskipti
höfuðborgarinnar og setursins, en
jafnframt að treysta samband ein-
staklinga af sama uppruna sem bú-
settir eru hér á landi og í N-
Ameríku.
Í samningnum er getið um sýning-
arrétt Reykjavíkurborgar á tíma-
bundnum sýningum sem settar eru
upp í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Í
þeim er sögð saga þeirra Íslendinga
sem settust að á tilteknum svæðum í
Norður-Ameríku, s.s. Utah og Norð-
ur-Dakota. Kveðið er á um sýning-
arrétt á minni sérsýningum sem
Vesturfarasetrið tekur til landsins
frá N-Ameríku auk þess sem setrið
mun hafa milligöngu um að útvega
borginni listamenn, fræðimenn og
fyrirlesara sem þekkja til viðfangs-
efnisins og búa í N-Ameríku.
Loks mun setrið beita sér fyrir að
koma á samstarfi milli grunnskóla í
Reykjavík og sambærilegra skóla í
Vesturheimi auk annarra verkefna.
Það voru Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri og Valgeir Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri Vest-
urfarasetursins, sem undirrituðu
samninginn fyrir hönd borgarinnar
og Vesturfarasetursins.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá undirritun samstarfssamnings Reykjavíkurborgar og Vesturfarasetursins á Hofsósi. Á myndinni eru frá
vinstri Páll Samúelsson, Baldur Valgeirsson, Ólafur Thors, Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vest-
urfarasetursins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Signý Pálsdóttir.
Ætlað að
efla menn-
ingarsam-
skipti
Samstarfssamningur
Reykjavíkur og
Vesturfarasetursins