Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 21 Skráning í fullum gangi Allar nánari upplýsingar og skráning á www.ntv.is eða í síma 555 4980 og 544 4500 Spennandi nám í Forritun- og kerfisfræði k la p p a ð & k lá rt - ij Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Markmiðið með þessu námskeiði er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk til að vinna við forritun og kerfisfræði. Val kennslugreina miðast við að mæta þörfinni þar sem hún er mest, þ.e. í hlutbundinni greiningu, hönnun og forritun (Object Oriented Development). Prófað er í hverri námsgrein og auk þess taka nemendur tvö alþjóðleg sérfræðipróf sem gefa alþjóðlega viðurkenningu: "Sun Certified Java Programmer" og "Certified Delphi Programmer". Nám í forritun og kerfisfræði hjá NTV hefur skilað góðum árangri og má fullyrða að flestir nemendur sem ná prófum fá vinnu á þessu sviði að námi loknu. Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum og þarf að gera ráð fyrir talsverðu heimanámi og vinnu utan skólatíma. Ágæt viðmiðun er að reikna með jafn löngum tíma fyrir heimanám og viðveran er í skólanum. Dagskóli (Hraðferð) Kvöldskóli (Nám með vinnu) Dagskólinn er tvær annir og er kennt frá mánudegi til föstudags kl. 8-12 aðra vikuna og frá mánudegi til fimmtudags kl. 8-12 hina vikuna. Námið er samtals 858 kennslustundir. Í dagskólanum verða nemendur að taka báðar annirnar og í lokin útskrifast nemendur sem Kerfisfræðingur NTV með tveim alþjóðlegum prófgráðum. Kvöldskólinn er þrjár annir og er kennt tvö kvöld í viku (18-22) og hluta úr laugardegi. Hver önn er 264 kennslustundir og er námið þannig skipulagt að hver önn er sjálfstæð og gefur ákveðinn áfanga. Til að fá titilinn Kerfis- fræðingur NTV með tveim alþjóðlegum prófum þarf að ljúka öllum þrem önnunum. Greitt er fyrir hverja önn fyrir sig. Visa & Euro raðgreiðslur ¨ ¨ Býður upp á hagstæð starfsmenntalán. FERÐAMENN taka myndir af risa- stóru skúlptúrverki, sem búið var til úr ís, í borginni Harbin í Heil- ongjiang-héraði í norðausturhluta Kína um helgina. Þessu listaverki hafði verið gefið nafnið „hin ótta- slegna frelsisstytta“ og er ætlað að lýsa þeim harmleik sem átti sér stað 11. september sl. í New York þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin. Reuters Óttaslegin frelsisstytta ÞJÓÐARHER Albana (ANA), samtök herskárra Albana í Makedóníu, varaði í gær við því að liðsmenn hans væru reiðu- búnir í frekari átök ef stjórn- arher landsins gerir sig líkleg- an til að beita albanska minnihlutann í landinu ofbeldi. ANA er andsnúinn friðarsamn- ingi sem gerður var fyrir milli- göngu Vesturveldanna í ágúst á síðasta ári og vill sameina alb- anskan hluta Makedóníu við Albaníu. Margrét drottning í 30 ár MARGRÉT Danadrottn- ing hélt upp á það í gær að hún hefur nú setið þrjátíu ár á valdastóli. Ekki var þó um formleg hátíðahöld að ræða og drottningin sinnti störfum sínum eins og venjulega. Margrét var 31 árs þegar hún var lýst þjóðhöfðingi Dana hinn 14. janúar 1972. Rétt að heyja blóðugt frelsisstríð MEIRIHLUTI Króata telur að rétt hafi verið að heyja blóðuga sjálfstæðisbaráttu á árunum 1991–1995 við Serba í því skyni að öðlast sjálfstæði frá Júgó- slavíu sem var og hét. Sýnir ný skoðanakönnun að 55,3% Kró- ata telja stríðsátökin hafa verið fórnarinnar virði en þúsundir manna féllu í blóðugri styrjöld- inni sem reið yfir Balkanskaga á síðasta áratug síðustu aldar. 23,8% íbúa Króatíu voru þessu ósammála og 20,9% kváðust ekki geta gert upp hug sinn. „Gamli mað- urinn“ látinn GREGORIO Fuentes, sem talinn er hafa verið fyrirmynd gamla mannsins í verki Ern- ests Hem- ingways, „Gamli mað- urinn og haf- ið“, lést á sunnudag á Kúbu, 104 ára gamall. Fuentes og Hemingway voru góðir vinir meðan Nóbelsskáldið bjó á Kúbu en Fuentes stýrði báti Hemingways, Pilar. Leyfa aftur bjór í áldósum DANSKA umhverfisráðuneyt- ið afnam í gær bann við sölu gosdrykkja og bjórs í áldósum en bannið hefur verið í gildi í Danmörku frá árinu 1982. Ákvörðunin kemur í kjölfar dómsmáls sem Evrópusam- bandið höfðaði á hendur danska ríkinu fyrir að sinna ekki til- skipunum sambandsins. Mega Danir eiga von á að geta gætt sér á dósabjór þegar í vor. STUTT Vara við átökum Margrét Danadrottning Gregorio Fuentes ALI Khamenei, erkiklerkur í Íran, gaf í gær eftir og náðaði umbótaþing- manninn Hossein Loghmanian en Loghmanian hafði verið fangelsaður fyrir að móðga dómsvaldið, sem er í höndum klerkastjórnarinnar í Íran. Kom náðunin í kjölfar háværra kvart- ana umbótasinnaðra þingmanna þess efnis að dómstólar virtu að vettugi þinghelgi þeirra og reyndu ítrekað að sækja þingmenn til saka fyrir um- mæli sem þeir létu falla í þingsölum eða á stjórnmálafundum. Fulltrúar helsta umbótaflokksins á íranska þinginu sögðu að Loghmani- an, sem situr á þingi fyrir Hamedan- hérað í Vestur-Íran, myndi snúa aftur í þingsali í dag, miðvikudag. Hann hafði verið dæmdur í fangelsi 25. des- ember sl. af íhaldssömum dómstólum landsins fyrir að „móðga dómsvaldið“ í ræðu, sem hann hélt í íranska þinginu. Brugðust þingmenn umbótaflokk- anna ókvæða við fangelsun Log- hmanians en þeir eru þar í meirihluta. Þingforseti hótaði afsögn Fyrr um daginn hafði verið greint frá því að klerkurinn Mahmud Hash- emi-Shahduri hefði lagt til að Log- hmanian yrði náðaður og varð Khamenei síðan við þeirri beiðni. Kom náðunin einungis örfáum klukkustundum eftir að Mehdi Kar- ubi, forseti íranska þingsins, hafði tjáð Khamenei að hann gæti ekki sinnt störfum sínum áfram nema erkiklerkurinn gripi inn í málið. Á sunnudag höfðu um sextíu þing- menn lýst mótmælum sínum vegna aðfara dómstóla með því að mæta ekki til þingfundar. Loghmanian var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir „brot“ sitt. Tveir aðrir þingmenn hafa einnig hlotið dóma en þó ekki verið fangels- aðir og margir til viðbótar bíða rétt- arhalda. Umbóta- sinnaður þingmaður náðaður Teheran. AFP. ÍRINN Pat Cox var í gær kjörinn for- seti Evrópuþingsins, sá 24. frá upp- hafi. Er hann jafnframt leiðtogi þeirra þingmanna, sem tilheyra frjálsum demókrötum í aðildarlönd- um Evrópusambandsins. Cox náði kjöri í þriðju umferð og tekur við af Nicole Fontaine, franskri hægrikonu, sem verið hefur forseti þingsins frá 1999. Af 568 gildum atkvæðum fékk Cox 298, breski Verkamannaflokks- maðurinn David Martin fékk 237 og danski Evrópuandstæðingurinn Jens-Peter Bonde fékk 33. Í ræðu að loknu kjörinu lagði Cox áherslu á mikilvægi þingsins, ekki síst í því að hafa eftirlit með „tæknikröt- unum“, en Evrópuþingið er eina ESB-stofnunin, sem kosið er beint til. Fjárlög ESB verða ekki afgreidd nema með blessun þess og það stend- ur að mestallri löggjöf ásamt ráð- herraráðinu. Nýr forseti Evrópu- þingsins Strassborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.