Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 31
Þegar flugvél nálgast íslenska flug-
stjórnarsvæðið, láta flugumferðar-
stjórar á því svæði sem flugvélin kem-
ur frá, vita af væntanlegri komu
flugvélarinnar. Þessar upplýsingar
eru færðar á pappírsræmuna. Eftir
að flugvélin er komin undir stjórn
flugstjórnar hér, berast upplýsingar
um flug hennar eftir fjórum megin-
leiðum. Í fyrsta lagi berast upplýsing-
ar í skeytaformi frá loftskeytastöð-
inni í Gufunesi, sem sér um
talsamband við flugvélar á langdræg-
ari bylgjulengdum. Í öðru lagi getur
flugumferðarstjórinn séð flugvélina á
ratsjám, ef hún er innan ratsjárdræg-
is. Í þriðja lagi getur flugumferðar-
stjóri verið í beinu talstöðvarsam-
bandi við flugvélina. Og í fjórða lagi
hafa sumar nýrri flugvélar sjálfvirkan
gagnasendi, sem sendir upplýsingar
um staðsetningu, stefnu, flughraða og
hæð flugvélarinnar til flugstjórnar-
miðstöðvarinnar í gegnum gervi-
hnetti.
Með FDPS eru þessar upplýsingar
allar færðar sjálfkrafa inn í kerfið
með rafrænum hætti. Þetta hefur
reynst sérfræðingum flóknara úr-
lausnarefni en nokkurn grunaði í upp-
hafi, þar sem flækjuþættir flugum-
ferðarstjórnunar eru mun fleiri en
menn gerðu sér grein fyrir. Enda
þarf að taka tillit til fjölda flugvéla í
mismunandi eða sömu flughæð, hraða
þeirra, stefnu, veðurs o.s.frv. FDPS-
kerfið vinnur sjálfkrafa úr veðurupp-
lýsingum og fylgist með og lætur vita
ef aðskilnaður flugvéla er að nálgast
leyfilegt lágmark. Í kerfi sem þessu
má engu skeika. Þegar flugumferð er
hvað mest yfir íslenska flugstjórnar-
svæðinu eru um 500 þotur að fara um
svæðið á sólarhring, með allt að 100–
150 þúsund farþega sem treysta því
að öryggis þeirra sé gætt.
Áætlað er að FDPS-kerfið hafi að
fullu tekið yfir sem aðalkerfi flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar næsta vor.
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra
gæti tafið málið, en það verður von-
andi ekki í langan tíma. Með FDPS-
kerfinu mun eiga sér stað bylting í
flugumferðarstjórnun á Íslandi, sem
er forsenda framþróunar flugumferð-
arþjónustunnar til framtíðar.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Flugmálastjórnar Íslands.
alheildartekjur flugumferðarstjóra
í júní þegar flugumferð (og þ.a.l.
yfirvinna) er í algjöru hámarki,
stór hluti flugumferðarstjóra er í
sumarorlofi, og allir flugumferð-
arstjórar eru teknir inn í myndina
þ.á m. yfirflugumferðarstjóri,
varðstjórar o.fl. sem toga þessa
tölu eins hátt og greinilega þarf til
þess að sannfæra almenning um að
flugumferðarstjórar þurfi alls
enga launahækkun. M.a.s. hátt-
virtur utanríkisráðherra gekk svo
langt að segja að flugumferðar-
stjórar hafi „frá 500.000 og upp í
900.000 kr.“ í laun á mánuði sem
er ekki aðeins stórlega ýkt heldur
tekur hann einnig þröngan hóp
flugumferðarstjóra inn í myndina.
Það er nefnilega hefð fyrir því að
bera saman byrjunarlaun hópa
eins og kennara og sjúkraliða ann-
ars vegar og svo heildartekjur
flugumferðarstjóra hins vegar, en
staðreyndin er sú að þegar öllu er
á botninn hvolft eru byrjunarlaun
flugumferðarstjóra mun lægri en
framangreindra stétta.
Í öllum siðmenntuðum löndum
tíðkast það að flugstjórar og flug-
umferðarstjórar séu á sambæri-
legum launum og hvar er þá betra
viðmið að finna hér á Íslandi en
hjá flugstjórum Landhelgisgæsl-
unnar? Þeir eru ríkisstarfsmenn
rétt eins og flugumferðarstjórar
en laun þeirra eru allt að því helm-
ingi hærri.
Því vil ég hér með hvetja samn-
inganefnd ríksins og ráðamenn
samgöngu-, utanríkis-, og fjár-
málaráðuneytis til þess að ganga
sem fyrst frá samningum og borga
flugumferðarstjórum það sem þeir
segja þjóðinni að flugumferðar-
stjórar séu með í laun. Þá geta
þeir hætt að ljúga og allir verða
ánægðir.
Höfundur er flugumferðarstjóri.
FRÉTTIR
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi stendur fyrir
fræðslufyrirlestri í húsakynnum
skólans föstudaginn 18. janúar kl.
13 til 16 um innflutning á plöntum.
Fræðslufyrirlesturinn er boðað-
ur vegna nýrrar reglugerðar um-
hverfisráðherra um „innflutning,
ræktun og dreifingu útlendra
plöntutegunda“, en markmið
reglugerðarinnar er að koma í veg
fyrir að útlendar plöntutegundir
valdi óæskilegum breytingum á líf-
fræðilegri fjölbreytni í íslenskum
vistkerfum.
Fyrirlesarar eru: Líneik Sæv-
arsdóttir, formaður sérfræðinga-
nefndar umhverfisráðuneytisins
um framandi lífverur, Guðmundur
Halldórsson, sérfræðingur á Mó-
gilsá, Björn B. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Suðurlandsskóga,
Ólafur Njálsson, garðplöntufram-
leiðandi í Nátthaga, og Margrét
Frímannsdóttir alþingismaður.
Fyrirspurnir og umræður. Skrán-
ing og nánari upplýsingar fást á
skrifstofu Garðyrkjuskólans eða á
heimasíðu hans, www.reykir.is,
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur um inn-
flutning á plöntum
GARÐYRKJUFÉLAG Íslands efnir
til fræðslufundar í Norræna húsinu
miðvikudaginn 16. janúar kl. 20. Jó-
hann Pálsson, fv. garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, flytur erindi í
máli og myndum um garða á Ítalíu, í
Svíþjóð og í St. Pétursborg. Farið
verður í marga áhugaverða garða,
ekki síst í St. Pétursborg, m.a. garða
sem rússnesku keisararnir létu gera
á sínum stórveldistímum. Inngangs-
eyrir er 500 kr. og er boðið upp á
kaffi og te, segir í fréttatilkynningu.
Garðar
í norðri
og suðri
Fræðslufundur
BÓKAFUNDUR Sagnfræðinga-
félags Íslands fer fram í húsi Sögu-
félags í Fischersundi fimmtudaginn
17. janúar kl. 20.30. Þrjár bækur
verða teknar fyrir.
Már Jónsson ræðir um bókina
„Landsins forbetran“ eftir Hrefnu
Róbertsdóttur, Erla Hulda Halldórs-
dóttir um bókina „Björgu“ eftir Sig-
ríði Dúnu Kristmundsdóttur og
Gunnar Karlsson um bókina „Upp-
gjör við umheiminn“ eftir Val Ingi-
mundarson. Höfundarnir verða við-
staddir og gefst því tækifæri til þess
að spyrja þá út í verkin. Fundurinn er
öllum opinn, segir í fréttatilkynningu.
Bókafundur
Sagnfræðinga-
félagsins