Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 33

Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 33 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. stundir bæði með fólkinu sínu og heima hjá sér. En loks var þrekið búið, kallið kom og hún varð að hlýða. Börnin hennar og elsta barnabarnið sýndu síðustu sólarhringana sem hún lifði hve mikils virði hún var þeim. Þá dvöldu þau hjá henni og stóðu saman sem einn maður. Blessuð sé minning Siggu systur minnar. Ég veit að nú hefur hún fundið frið og „séð ljómann bak við hel“. Kristín María. Slóðina sem liggur til regnbogans þræði ég; ég þræði söngvaslóð og allt umhverfis mig mun ég sjá fegurð. Ef dimmir skuggar safnast að mér mun ég ætíð geta komist undan þeim eftir slóðinni sem liggur til regnbogans. (Söngur Navajo-indíána.) Uppspretta kærleikans er í dýpstu fylgsn- um vorum og við getum hjálpað öðrum að njóta hans. Eitt orð, ein gjörð eða ein hugsun getur dregið úr þjáningum manns og fært honum fögnuð. (Höf. ók.) Kæra frænka, með þessum til- vitnunum langar mig til að muna eftir þér því þær minna mig á þig, hvað þú varst mér góð vinkona og tókst mér ætíð sem jafningja. Guð geymi þig, þín Málfríður. Mín kæra frænka kveðju færð frá mér og öllum hér. Svo lengi veik, svo lengi særð sönn hetja varstu mér. Að fara burtu svona fljótt fæst viljum við það sjá Guð elskar þau sem hverfa skjótt þau sofa drottni hjá. Svo hress og kát, svo létt sem sól sólskinið fylgdi þér. Endalaus birta, eilíf jól ég vildi að væri hér. Héðinn Waage. Hver dagur skiptir sköpum böls og gleði því skilur enginn dauðans miklu völd en þar sem áður yndi dagsins réði er autt og tómt við harmsins rökkurtjöld. Þar skynjum við í táralausum trega þá trú sem ræður okkar von og þrá og sýnist horfin heillum allra vega sú hugarmynd er fyr við treystum á. Að kvöldi voru hallir dagsins hrundar og húmið lokar útsýn fram á veg þó sjáum við að örlög einnar stundar þau eiga meira vald en þú og ég. Á meðan döpur dægrin litum breyta og dimmir að í hugans þagnarborg skal þreyttur andi lífs og vonar leita í ljósi því sem býr í dýpstu sorg. Að harmsins boði horfna gleðistundin við hljóða kyrð í tómi sorgarlags í nýrri mynd er minningunni bundin og merkt í svip og línur þessa dags. (Sveinbjörn Beinteinsson.) Styrmir, Páll Óskar og fjölskyldur. Ég vaknaði við símann á átt- unda tímanum þennan morgun á góu. ,,Þú getur haldið áfram að sofa, það er allt á kafi í snjó, strætó gengur ekki, og allt skóla- hald fellur niður.“ ,,Ég veit það, Sigga, ég VAR sofnuð aftur,“ sagði ég og sofnaði einu sinni enn. Ég vaknaði svo um níuleytið við dyra- bjölluna. ,,Áttu skóflu? spurði frú Sigríður sem hafði öslað snjóinn utan úr Skerjafirði og inn í Sam- tún, með viðkomu hjá nuddara sem var auðvitað ekki á nuddstof- unni sökum ófærðar. Það var engu tauti við hana komandi, hún mok- aði snjó af tröppunum meðan ég lagaði morgunkaffið. Þeir sem þekktu Siggu frænku efast örugglega ekki um sannleiks- gildi þessarar sögu. Ég dró heldur aldrei í efa orð móður minnar þeg- ar hún sagði: ,,Ég þurfti alltaf að gera allt þegar við vorum litlar, af því að Þuríður var svo gáfuð og fékk alltaf frið til að læra og Sigga slapp við öll verkin af því hún var svo skemmtileg. Og víst var um það – Sigga var skemmtileg. Stundum jafnvel of skemmtileg, eins og t.d. þegar þær systurnar frá Akbraut sátu til fóta hjá mér á fæðingardeildinni og mig beinlínis verkjaði af hlátri. Líf hennar var ekki alltaf sá dans á rósum sem hún helst óskaði sér, en hún dansaði þó sinn gleði- dans af þeim gífurlega krafti og fjöri sem einkenndi hana lengst af. Hún var ein af þeim sem kunni svo sannarlega að brosa gegnum tárin. En það er oft erfitt fyrir þannig fólk að njóta þægilegri stunda og þeirra breytinga sem það skapar sér sjálft. Eftir að Sigga skildi við Jóa og börnin voru orðin stór, var oft ansi þungskýjað hjá henni. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Siggu áskotn- uðust ný tár til að brosa í gegn um. Við sem vorum orðin þreytt á að hringja og banka þegar hún vildi fá að vera í friði, þustum öll að sjúkrabeðnum þegar hún greindist með ólæknandi krabba- mein – og fundum þar fyrir gömlu góðu Siggu frænku, brosandi breiðar en hún hafði gert árum saman. Nokkrum sinnum héldu allir að hún væri að deyja. T.d. þegar hún fór skyndilega í aðgerð (sem átti ekki að treysta henni í) síðdegis á aðfangadag. Ég heimsótti hana á jóladagskvöld. Hún mókti, en rankaði við sér af og til og sagði mér frá jólagjöfunum sem hún hafði gefið barnabörnunum og hvers vegna hver fékk hvað. Þá hugsaði ég: ,,hún er alveg eins og hún á að sér, og er greinilega hætt við að deyja.“ Það gekk eftir og Sigga lifði fjögur jól eftir að hún greindist. Hún kunni örugglega að meta þennan gálgafrest. Það gerði ég svo sannarlega líka og er af- skaplega þakklát, sem og fyrir all- ar aðrar stundir sem ég hef notið Siggu í blíðu og stríðu. Líf mitt hefði orðið fátæklegra án hennar. Guð blessi minningu Siggu frænku og styrki alla þá sem hennar sakna. Laufey Waage. Sigga frænka mín veitti mér at- hvarf og öryggi þegar ég flutti í skarkalann í Reykjavík níu ára gömul. Hún var mér eins konar dag-amma um nokkurt skeið, og upp frá því annað og meira en ömmusystir. Eftir situr dýrmæt mynd af Siggu í huga mínum. Hún var sterk og breysk, eins og við hin, glaðlynd og þung, eins og við hin. En hún kunni að opna hjarta sitt fyrir fólkinu sínu og umvefja það athygli og ástúð á sinn glettna og kankvísa máta. Mér fannst alltaf eins og Sigga sæi hlutina í skýrara ljósi en aðrir, án allra umbúða og hjóms. Það er kannski vegna þess að hún kom til dyranna eins og hún var klædd og sagði það sem henni fannst um menn og málefni, í stað þess að eyða tíma í innantómt kurteisis- hjal. Hún hitti gjarnan naglann svo rækilega á höfuðið að mér þótti hún sjá betur inn í sálu mína en flestir. Ef hún Sigga hefði verið af minni kynslóð, sem gengur að því vísu að konur geri allt sem hugur þeirra og hæfileikar standa til, sé ég fyrir mér að hún hefði orðið skáld. En það var hún að vissu leyti, því lífssýn hennar skilur eftir sig sérstakan sannleika, skráðan í hjörtu þeirra sem hana þekktu. Samúð mín er hjá öllum sem sakna Siggu frænku. Oft verða tárin sjónaukar, sem hjálpa mönnum til að sjá langt inn í himininn. (H.W. Beecher.) Hafðu þökk fyrir allt, Sigga mín. Berglind. ✝ Barði Guðmund-ur Jónsson fædd- ist í Heimabæ í Hnífsdal 15. júlí 1925 en fluttist til Reykja- víkur 10 ára gamall. Hann lést 1. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Barðason, f. 31.8. 1890, d. 27.10. 1935, og Jóna Helga Valdimarsdóttir, f. 26.2.1890, d. 31.3.1977. Systkini Barða voru sex og á hann tvær eftirlif- andi systur, þær Kristjönu Bilson, f. 28.6. 1920, hún er bú- sett í London og Jónu Helgu Con- rad, f. 4.7. 1928, hún er búsett í Bandaríkjunum Hinn 12.1. 1950 kvæntist Barði Laufeyju Eiríksdóttur frá Grjót- læk við Stokkseyri, f. 22.7. 1925, d. 11.5. 1978. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 28.7. 1949, kvæntur Sig- ríður Einarsdóttur, f. 18.10. 1950. 2) Eiríkur Björn, f. 27.4. 1953, kvæntur Arnþrúði Þórðardóttur, f. 1.7. 1956. 3) Barði Valdi- mar, f. 12.5. 1959, ókvæntur. 4) Arnar, f. 20.12. 1960, kvæntur Kristínu Ósk Egilsdóttur, f. 14.3. 1961. 5) Helga Björg, f. 29.5. 1962, gift Sverri Sverris- syni, f. 3.4. 1954. 6) Bergur, f, 4.7.1966, kvæntur Guðrúnu Ýr Gunnarsdóttur, f. 24.9. 1967. Barna- börnin eru fjórtán og eitt barnabarnabarn. Barði lauk hefðbundnu skóla- skyldunámi og útskrifaðist frá Stýrimannaskóla Íslands 1948 með full skipstjórnarréttindi. Hann var til sjós alla sína starfs- ævi og mestan hlutann á skipum Sambandsins, þar af aldarfjórð- ung sem skipstjóri. Útför Barða fór fram frá Foss- vogskapellu 8. janúar í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Tengdafaðir minn, Barði G. Jóns- son varð bráðkvaddur á fyrsta degi þessa árs. Ég kynntist Barða haustið 1991 er við Helga Björg dóttir hans vorum á leið til suðurstrandar Frakklands og dvöldum hjá honum næturlangt um borð í MS Skaftafelli, sem þá var í dokk í Hamborg eftir árekstur við annað flutningaskip. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem skip undir hans stjórn lenti í óhappi og var al- veg ljóst að þetta tók mjög á karlinn í brúnni, þótt það lægi fyrir að hitt skipið hafði átt fulla sök á árekstr- inum. Hann var sérstaklega pirraður yfir að þetta skyldi gerast í þessum túr, í ljósi þess að um var að ræða hans síðasta, á löngum og farsælum ferli sem skipstjóra. Samkvæmt læknisráði var hann neyddur til að fara í land nokkrum árum fyrir áætl- uð starfslok. Mér var það strax ljóst að þarna var á ferð sérstakur per- sónuleiki með mikinn karakter og eigi alls skaplaus, enda Vestfirðing- ur að uppruna. Hann hafði farið ung- ur til sjós og má leiða líkur að því að harður heimur sjómennskunnar og þá sérstaklega atburðir sem hann upplifði í seinni heimsstyrjöldinni, ásamt föðurmissi á 10 ára aldri hafi mótað þann persónuleika sem ein- kenndi Barða. Hann hafði mjög sterkar skoðanir á flestu og það þurfti oftast ansi beitt rök og dágóð- an slatta af tíma til að fá hann til að skipta um skoðun. Hann bar sjaldan tilfinningar sínar á borð eins og al- gengt er með hans kynslóð og mér er til efs að hann hafi nokkurn tímann jafnað sig á því áfalli sem hann varð fyrir er Laufey kona hans lést árið 1978, eftir erfiða sjúkralegu. Samband okkar Barða var náið og gott þau 10 ár sem við áttum sam- leið. Við áttum margar góðar stundir saman og þegar vel lá á honum flugu margar skemmtilegar reynslusögur og fór það honum vel að segja frá. Hann naut sín þó best innan um fáa og nána. Mér er sérstaklega minn- isstæð veiðiferð sem frændi hans Harry bauð okkur í sl. sumar. Með í ferð voru einnig synir hans Jón, Barði og Addi, ásamt nokkrum frændum. Ljóst var að Barði hlakk- aði mikið til ferðarinnar því hann ræddi vart annað er við hittumst þegar líða tók að henni. Veiðin reyndist þegar til kom ekki mikil, en það virtist ekki skipta hann máli því bara það að vera með sonum sínum og frændum við veiðar í fallegu um- hverfi við góðar aðstæður, var nóg til að uppfylla þær væntingar sem hann hafði til ferðarinnar. Ég get ímyndað mér að hann hafi notað tímann við árbakkann til að rifja upp veiðiferðir liðinna ára en hann var ástríðufullur stangveiðimaður á yngri árum og hafði frá mörgum góðum veiðiferð- um að segja. Barði var hjá okkur Helgu og börnunum á gamlárskvöld ásamt Barða syni sínum, innan við sólar- hring áður en ferðin yfir móðuna miklu hófst. Þetta kvöld verður okk- ur dýrmætt í minningunni, ekki bara sem síðasta kvöldið með honum, heldur einnig vegna þess hversu vel við náðum saman og sérstaklega hversu góðar stundir hann átti með börnunum okkar en þau elskaði hann án fyrirvara og var þeim ákaf- lega góður afi eins og hann var hin- um barnabörnunum. Það er enginn vafi að barnabörn Barða náðu beint inn til hjarta gamla mannsins. Nú ert þú Barði minn líklega kom- inn í faðm þinnar heittelskuðu Lauf- eyjar eftir langan aðskilnað og við trúum því, að ykkur líði vel í þeim heimi sem hulinn er okkur eftirlif- andi eða eins og Laufey dóttir mín orðaði það er hún tilkynnti andlát afa síns á leikskólanum „Hann afi minn er farinn upp í himininn að hitta hana ömmu og englarnir ætla að passa þau“. Ég kveð þig í friði. Sverrir. BARÐI G. JÓNSSON Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elskulegur bróðir minn lést 15. nóvember síðastliðinn. Minning- arnar streyma fram. Við vorum sammæðra. Örlögin höguðu því til að við ólumst ekki upp saman. Ég sá ekki Guðjón fyrr en ég var um fermingaraldur. Þá var hann búinn að búa um tíu ár í Bandaríkjunum og orðinn bandarískur ríkisborgari og þar af leiðandi kominn í herinn. Áður var hann búinn að sigla um heimsins höf. Mamma sagði mér að hann hefði farið með olíuskipi 16 ára gamall og það eina sem hann tók með sér var sængin hans. Hann skrifaði mömmu og sendi stundum myndir af sér. Svo sendi hann okkur einnig sælgæti sem okkur þótti ekki lítið til koma, enda var ekki til amerískt sælgæti hér á þeim tímum. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar Guðjón kom heim, öll- um að óvörum, með kvöldrútunni til Stokkseyrar. Ég var svo montin GUÐJÓN HÖGNI PÁLSSON ✝ Guðjón HögniPálsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember. 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. af þessum unga manni sem mér fannst vera töluvert hermannleg- ur, burstaklipptur, með taktfast göngulag þegar við fengum okkur göngutúra um götur Stokkseyrar. Ekki minnkaði álit mitt á bróður mínum þegar hann fór með okkur systurnar til Reykjavíkur og keypti á okkur fín föt og Elna-saumavél handa mömmu, sem hafði bara átt sína hand- snúnu saumavél, og eitthvað fékk Einar bróðir líka þótt ég muni ekki hvað það var. Guðjón fór síðan að vinna á Keflavíkurflugvelli og svo í Reykjavík. Síðan eignaðist hann sína góðu eiginkonu, Sigríði Jóns- dóttur, og börnin sín fimm og barnabörnin og barnabarnabarnið. Við áttum margar ljúfar og skemmtilegar stundir með ykkur sem vert er að þakka. Síðan breyttust tímar hjá ykkur eins og öðrum. Sigríður veiktist 1994 og varð að fara á hjúkrunar- heimilið Eir síðustu ár ævinnar, en hún lést 21. júlí 2000, blessuð sé minning hennar. Þá hættir þú að koma á Selfoss eins og þið gerðuð svo oft. Þú sagðir: „Ég finn mig ekki í því að fara svona einn.“ Stundum hringdi ég til þín og við spjölluðum ýmislegt saman. Alltaf var allt gott að frétta þótt þú vær- ir veikur. Þú varst ekki að kvarta, það var ekki þinn stíll. Tölvan stytti þér margar stund- ir, sagðir þú mér, og svo lastu allt- af mikið. Elsku Guðjón, þetta eru bara smáminningabrot um hógværan og ljúfan bróður frá litlu systur eins og þú kallaðir mig á ljúfum gleði- stundum. Ég votta börnum þínum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Elsku bróðir, þakka þér fyrir sam- fylgdina á þessari jörð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Bára Steindórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.