Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bak við gleraugun í kímnu brosinu.
Samtímis stóð ekkert í honum að
taka ákvarðanir og afstöðu. Það var
ekki fyrr en ég var búinn að taka þátt
í námskrárvinnunni í nokkra mánuði
og sitja margan fundinn að ég fór að
hugsa um þessa fágætu eiginleika
Hrólfs, enda voru þeir honum svo eðl-
islægir að maður tók varla eftir þeim.
Þá rifjaðist upp fyrir mér rafeinda-
námskeiðið í Hlíðaskóla forðum og ég
sá í hendi mér að eiginleikarnir sem
drápu svo léttilega og í senn vinsam-
lega í gelgjubelgingi unglingsstráks
úr Híðunum voru nú leiðandi afl í
menntamálum þjóðarinnar. Hrólfur
hafði aukið verulega við menntun
sína bæði hér á landi og erlendis eftir
að hann lauk kennaraprófi og hóf
störf. Traust menntun er að sjálf-
sögðu afar mikilvæg stoð, jafnt við
kennslu sem stjórnunarstörf, en þeg-
ar upp er staðið vegur þó fátt þyngra
en sú vöggugjöf sem farsæll persónu-
leiki er og þar hafði Hrólfur greini-
lega hlotið stóra vinninginn.
Námskrárvinnan fyrir íslenska
tónlistarskóla hefur nú staðið í hart-
nær tíu ár og senn sér fyrir endann á
þessu viðamikla verki. Margar nefnd-
ir hafa starfað og fjölmargir góðir
einstaklingar komið að málum á ólík-
um stigum. Ég mun vera einn um að
hafa fylgt verkefninu frá upphafi, í
gegnum þær þrjár ólíku nefndir sem
leitt hafa starfið. Frá upphafi og á
meðan heilsa leyfði var Hrólfur
Kjartansson okkar næsti yfirmaður.
Þótt ótrúlegt megi virðast veit ég
ekki hvort hann var mikill áhugamað-
ur um tónlist, söngelskur eða yfir höf-
uð músíkalskur. Það kom einfaldlega
aldrei upp í samskiptum okkar, enda
var Hrólfur, eins og sannur atvinnu-
maður, ekkert að leggja sitt einkalíf á
borðið eða opinbera eigin persónu
meira en ástæða var til. Miðað við
velvilja hans og framgöngu í málefn-
um tónlistarinnar er þó erfitt að
ímynda sér annað en að hann hafi
haft tónlistargyðjuna í hávegum.
Hér skal síst gert lítið úr afgerandi
þætti þeirra tveggja menntamálaráð-
herra sem setið hafa frá 1992 eða
annarra sem að námskrármálum tón-
listarskólanna hafa komið. Leiðsögn,
áhugi og skilningur leiðandi embætt-
ismanna getur hins vegar verið af-
drifaríkur styrkur fyrir litla hópa
eins og tónlistarkennara á löngum
göngum ráðuneytanna, þar sem
stöku sinnum getur verið vandratað
fyrir óvana. Ég leyfi mér að segja að
einlægur áhugi og stuðningur Hrólfs
Kjartanssonar hafi verið þungt lóð á
vogarskál íslenskra tónlistarskóla og
tónlistarkólakennara. Hrólfur var
nefnilega ekki bara jákvæður, þægi-
legur og ákveðinn, eins og í Hlíða-
skóla forðum.
Hann hafði í millitíðinni öðlast
gríðarlega reynslu sem stjórnandi og
gagngera þekkingu á refilstigum
kerfisins. Ég held að ég tali fyrir
munn íslenskra tónlistarkennara
þegar ég færi fram hugheilar þakkir
fyrir mikilsvert framlag Hrólfs
Kjartanssonar til þróunar tónlistar-
kennslu á landinu.
Góður drengur er genginn allt of
fljótt. Brosmildrar og farsællar nær-
veru hans verður saknað víða. Fjöl-
skyldu Hrólfs færi ég innilegar sam-
úðarkveðjur. Sjálfur er ég þess
fullviss að tónlistargyðjan mun vaka
yfir þessum vini sínum um ókomna
tíð.
Sigurður Flosason.
Hrólfur minn!
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þakka þér fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir mig. Alltaf varstu
reiðubúinn að aðstoða mig hvort
heldur við nám eða störf og gilti þá
einu hvort mikið lægi fyrir hjá þér
sjálfum. Það get ég sagt þér að djúp-
vitur tilsvör þín reynast mér gott
veganesti á lífsins göngu. Ég geymi
hjá mér ljúfar minningar um
skemmtilegt spjall í eldhúsinu sem
oftar en ekki voru um gamanvísur
eða broslegar hliðar mannlífsins. Ég
vil kveðja þig með vísu sem þér
fannst upplögð sem niðurlag í verk-
efni sem þú hjálpaðir mér með;
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guðlaug mín, ég votta þér og fjöl-
skyldu þinni mína dýpstu samúð.
Megi Guð veita ykkur styrk í sorginni
og blessa fagra minningu Hrólfs
Kjartanssonar.
Elís Þór Rafnsson.
Kveðja frá
Kennarasambandi Íslands
Fátt er mikilvægara en að eiga
góða samstarfsaðila. Kennarasam-
band Íslands þarf eðli málsins sam-
kvæmt að eiga mikið og náið sam-
starf við menntamálaráðuneytið.
Einn af samstarfsaðilum Kennara-
sambandsins í menntamálaráðuneyt-
inu hefur verið Hrólfur Kjartansson
deildarstjóri sem nú er fallinn frá
langt um aldur fram. Hrólfur hefur
með störfum sínum lagt mikið af
mörkum til eflingar skólastarfs í
landinu og í því sambandi hefur hann
ætíð lagt áherslu á gott samstarf
samtaka kennara og ráðuneytisins.
Hrólfi hefur verið falin forysta um
mörg mikilvæg mál og í því sambandi
langar mig að nefna sem dæmi að
hann var formaður í verkefnisstjórn
sem hafði umsjón með allri vinnu er
tengdist flutningi grunnskólans frá
ríki til sveitarfélaga. Starf verkefn-
isstjórnar var umfangsmikið og
miklu varðaði að víðtæk samstaða
næðist um allar útfærslur. Með lip-
urð, sanngirni og festu tókst Hrólfi að
leiða þetta vandasama verk til lykta á
þann hátt að allir aðilar sem að mál-
inu komu gátu staðið saman að til-
lögum um málsmeðferð. Ofangreint
dæmi er eitt af mörgum þar sem við
höfum notið þess að eiga samstarf við
Hrólf, samstarf sem aldrei bar
skugga á. Nú þegar við kveðjum
Hrólf Kjartansson vil ég fyrir hönd
Kennarasambandsins þakka gott og
árangursríkt samstarf um árabil.
Fjölskyldu Hrólfs votta ég samúð
og óska henni Guðs blessunar.
Eiríkur Jónsson,
formaður.
Kveðja frá Foreldraráði
Hafnarfjarðar
Nú kveðjum við, sem höfum tekið
þátt í foreldrastarfi grunnskólanna í
Hafnarfirði, góðan félaga og braut-
ryðjanda í foreldrastarfi í bænum.
Hrólfur Kjartansson var einn af
stofnendum Foreldraráðs Hafnar-
fjarðar og talsmaður þess frá upphafi
(1991) til 1995. Starf foreldraráðsins
varð fyrirmynd annarra samtaka for-
eldra vítt og breitt um landið, auk
þess sem Hrólfur var stofnandi og að-
aldriffjöðrin í foreldrafélagi Hvaleyr-
arskóla um árabil. Hann hafði ein-
stakt lag á að laða það besta fram í
samstarfsmönnum sínum og allir
voru tilbúnir að leggja sig fram.
Hrólfur mótaði samráðsvettvang for-
eldra fyrstu árin, sem gerði þeim
kleift að samræma vinnubrögð í
grunnskólum bæjarins og læra hverj-
ir af öðrum. Ekki spillti fyrir hvað
hann var fróður um skólamál vegna
starfa sinna í menntamálaráðuneyt-
inu og var alltaf tilbúinn að miðla
okkur af þekkingu sinni, hvort sem
það voru lagaleg atriði eða annað sem
tengdist grunnskólanum. Með störf-
um sínum ávann hann foreldrastarfi
virðingu sem gerði þeim sem á eftir
komu auðveldara að hafa áhrif á
stefnumótun í uppbyggingu skóla-
kerfisins.
Þegar kom að því að ákveða hvaða
leið yrði valin í uppbyggingu grunn-
skólanna í Hafnarfirði kom þekking
hans að góðun notum fyrir okkur sem
með honum unnu við val á leiðum, þ.e.
einn eða tveir stórir gagnfræðaskólar
fyrir allan bæinn, blandað kerfi eða
einn heildstæður skóli í hverju hverfi.
Þegar þessi vinna stóð sem hæst var
honum falið, fyrir hönd menntamála-
ráðuneytisins, að leiða samningavið-
ræður við sveitarfélögin í landinu um
flutning grunnskólans til sveitarfé-
laganna og taldi hann því rétt að
segja af sér sem talsmaður Foreldra-
ráðs Hafnarfjarðar.
Það var ekki auðvelt að taka við af
slíkum manni, sem átti svo auðvelt
með að stjórna og vissi allt um
menntakerfið.
Við þökkum Hrólfi fyrir ánægju-
legt samstarf og kveðjum hann með
söknuði. Guðlaugu konu hans og
börnum vottum við samúð okkar.
Þóroddur S. Skaptason.
Kveðja frá Hvaleyrarskóla
Það er mikil gæfa fyrir hvern skóla
sem er að hefja göngu sína að hafa
foreldra sem unna skólastarfinu öllu
af heilum hug. Fyrir rúmum áratug
þegar Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði
var stofnaður vorum við svo gæfusöm
að margir foreldrar voru afar áhuga-
samir um velgengni skólans. Það átti
svo sannarlega við um Hrólf Kjart-
ansson, en hann var frumkvöðull að
nýrri stefnu í samstarfi heimila og
skóla. Stofnaði hann í samvinnu við
stjórnendur Hvaleyrarskóla Samtök
foreldra og barna í skólanum, sem
enn starfa eftir hans fyrirmynd. Til-
gangur þeirra er að styðja vel við
skólann og skólastarfið í heild á já-
kvæðan hátt og að stuðla að velferð
nemenda í leik og starfi. Valdir eru
tengiliðir úr hverjum bekk, en ein-
ingar samtakanna eru bekkjarfélög
sem starfa ýmist sjálfstætt eða í sam-
vinnu sín á milli. Þessi bekkjarfélög
voru nýbreytni á þessum tíma, en
markmiðið með þeim var að foreldrar
gætu sem best einbeitt sér að bekkj-
arstarfi barna sinna.
Minnumst við þess eitt árið er
starfsfólk skólans fór í skólaheim-
sókn út á land að samtök foreldranna
sáu um alla kennslu þann daginn og
kom t.d. einn pabbinn með ógrynni af
uppstoppuðum fuglum og fræddi
börnin á alla lund um þá. Var Hrólfur
í forsvari fyrir þessu öllu. Einnig er
okkur hugstætt er hann fékk foreldra
og börn til að gróðursetja trjáplöntur
og lauka í kringum skólann með okk-
ur.
Fyrir tilstuðlan Hrólfs var For-
eldraráð Hafnarfjarðar stofnað árið
1991. Í því sitja fulltrúar foreldra frá
öllum grunnskólunum í Hafnarfirði.
Foreldraráðið hefur verið lyftistöng
fyrir skólastarf í bænum með því að
fylgjast grannt með því hvað vel er
gert og veita viðurkenningu fyrir
bæði einstökum skólum, einstakling-
um og félagsmiðstöðvum. Til gamans
má geta þess að Hvaleyrarskóli fékk
eitt vorið viðurkenningu Foreldra-
ráðs fyrir jákvætt og lifandi samstarf
heimila og skólans og átti Hrólfur
ekki síst heiðurinn af þeirri viður-
kenningu.
Alltaf var Hrólfur reiðubúinn að
veita stjórnendum ráðleggingar og að-
stoð þegar við leituðum til hans og var
það ómetanlegt, sérstaklega fyrstu ár-
in þegar verið var að leggja grunninn
undir skólastarfið í Hvaleyrarskóla.
Þar sem Hrólfur vann lengst af í ráðu-
neytinu kom það sér oft vel fyrir okkur
þegar erfið mál þurftu að fá skjóta og
góða úrlausn. Við vorum svo lánsöm að
hafa dóttur Hrólfs hér í skólanum,
hana Rannveigu okkar, en bæði Guð-
laug móðir hennar og Hrólfur mættu
ætíð þegar boðað var til skemmtana að
loknum samstarfsverkefnum foreldra,
barna og kennara. Þá voru oft ort ljóð
og eða pistlar samdir heima og í ljóða-
bókinni „Ljóð af Holtinu“, sem gefin
var út á 10 ára afmæli skólans, má
finna Sterkar hliðar mínar eftir þau
feðginin Rannveigu og Hrólf. Þá var
unnið með samstarfsverkefnið: Allir
hafa eitthvað til síns ágætis. Ljóðið er
þannig:
Hverjar eru sterkar hliðar mínar?
Ég held ég geti alveg sagt þér það.
Eftir að pabbi hafði sagt mér sínar,
við settum þessa litlu vísu á blað.
Oftast nær er ég til fyrirmyndar
og alla daga er ég þæg og góð,
og þó það blási um mig ýmsir vindar
er ég bara mesta gæðablóð.
(Rannveig og pabbi.)
Mætur maður er genginn. Við
sendum Guðlaugu, dætrunum og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Hvaleyrar-
skóla,
Helga og Marsibil.
HRÓLFUR
KJARTANSSON
Elsku bróðir minn, í
dag hefðir þú orðið 45
ára. Ég á svo erfitt með
að skilja að þú skulir
vera farinn, en ég hugga mig við það
að nú sért þú hjá mömmu og laus við
þessi veikindi. Þegar ég hugsa til
baka streyma minningarnar yfir mig,
t.d. þegar við vorum litlir, ég var 9 eða
10 ára og þú 12 eða 13 ára, þá um
sumarið var sauðburður að hefjast
hjá pabba og afa Þorbergi, og varst
þú beðinn að fara að gá að kindunum,
hvort einhver þeirra væri að bera, en
þú fékkst mig til þess í staðinn enda
hafði ég mikinn áhuga á þessum kind-
um eins og þú vissir. Ég sem sagt fór
en þá var ein kindin búin að bera en
lambið var dautt, og var ég alveg mið-
ur mín en lengi vel stríddir þú mér og
sagðir að það þýddi nú ekkert að
senda hann Eirík til að athuga með
ELVAR
RAGNARSSON
✝ Elvar Ragnars-son fæddist í
Súðavík 16. janúar
1957. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 29. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Súðavíkur-
kirkju 5. janúar.
kindurnar því þá dræp-
ist allt. Var ég frekar
fúll en þú hafðir gaman
af, þú sást alltaf spaugi-
legu hliðarnar á öllu.
Síðastliðið sumar
verður mér minnis-
stætt, þegar ég, þú og
Jónas bróðir fórum á
bátnum á ball í Ögri, þú
varst svo kátur og
skemmtilegur. Við stóð-
um fyrir utan bræðurn-
ir ásamt öðrum og vor-
um að spjalla um liðna
tíð, þú varst hrókur alls fagnaðar, þú
varst svo laginn við að herma eftir
hinum og þessum og var mikið hlegið.
Ekki grunaði mig þá að þú yrðir far-
inn frá okkur eftir aðeins nokkra
mánuði, það var ekki að sjá að neitt
amaði að þér, en þetta er lúmskur
sjúkdómur. Ég veit Elvar minn að þú
varst mjög hamingjusamur enda sást
þú ekki sólina fyrir henni Önnu eig-
inkonu þinni og varst svo stoltur af
börnunum þínum, mér þykir svo leitt
að þú sért farinn og ég sakna þín kæri
bróðir. Nú kveð ég þig að sinni þar til
við hittumst aftur þegar minn tími
kemur.
Þinn bróðir
Eiríkur.
<
8
% 8 3
*3* " "
#%
#%
#%
# #
<
+
"2
=
8
#-
##
*!"
*!"
*
.
%
" "" ,!$ ,!!
%"" ,!! <% "%3<%7!$
)7""" ,!! =3!#%$
((* (((*
<
8
8
3
*3* "
" #%
#%
#%
# #
89 &9+
%*"$!
.
% 3 "A$3!" $
" "8#/%7!! ';%$
&/%%#/%7!!
#/%7!$
%=" %"2!!
A$3!#/%7!$ A$$%="
%
((* (((*
" 4&/%!$
<
8
#-
% 3
" I
M=)>?N
" #%
*
0
;3
#% 9'
=
8
##
"
%
:
-!
##
$!
!"
*"
#
*3*-
-
.
#
% 3
!%(O>?
8$G$!!
=#*%!2%"