Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MOKVEIÐI var á loðnumiðunum út af Austfjörðum í gær og fyrrinótt. Loðnan virðist vera á nokkuð stóru svæði í Reyðarfjarðardýpi, um 50 sjómílur undan landi. Loðnan held- ur sig enn í landgrunnskantinum en hrognafyllingin í henni var í gær orðin um 10% og þess er varla langt að bíða að hún gangi upp á grunnið. Að sögn Ólafs Einarssonar, skip- stjóra á Faxa RE, voru stórar torf- ur á svæðinu í gær og öll skip fengu góðan afla, bæði í nót og flottroll. „Trollskipin eru að fá allt upp í 500 tonn í hali og það er stutt dregið, vanalega ekki lengur en í klukku- tíma.“ Ólafur sagði loðnuna enn halda sig nokkuð djúpt og því væri erfitt að segja til um hvenær loðnan gengi upp á landgrunnið. Það gæti þó gerst á næstu dögum og nokkur trollskipana væru þegar búin að taka nótina um borð en myndu skipta yfir á nót um leið og loðnan grynnkaði á sér. Myndin sýnir Faxa RE á loðnu- miðunum í vikunni. Morgunblaðið/Þorgeir Loðnan mokveiðist TVÆR greinar frá vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar, Land- spítala, Hjartavernd og Hoffmann La Roche hafa birst í netútgáfu bandaríska vísindatímaritsins The American Journal of Human Gene- tics sem fjallar m.a. um genarann- sóknir. Fjalla greinar vísindamann- anna annars vegar um staðsetningu gens sem tengist æðaþrengingu eða æðakölkun og hins vegar um gen er tengist heilablóðfalli. Greinarnar eru byggðar á rann- sóknum sem vísindamenn Íslenskr- ar erfðagreiningar höfðu forgöngu um. Greint var frá þessum uppgötv- unum ÍE snemma á síðasta ári. Vís- indamenn ÍE höfðu árið 2000 kort- lagt erfðavísi sem tengdist heila- blóðfalli og á síðasta ári tókst að einangra ákveðinn erfðavísi á því svæði. Var greint frá því í fréttum ÍE að það væri í fyrsta sinn sem sterkur erfðaþáttur fyndist í al- gengustu gerðum heilablóðfalls. Þá var einnig snemma árs í fyrra greint frá því að ÍE hefði fundið erfðavísi sem veldur æðakölkun. Þar væri um að ræða erfðavísi sem byggi til efnahvata sem gegndi mik- ilvægu hlutverki í því að stjórna fjölgun frumna sem þekja æðar að innan. Greint var frá þessum upp- götvunum áður en greinar eru sendar vísindaritum af viðskiptaleg- um ástæðum. Í framhaldi af slíkum uppgötv- unum og niðurstöðum rannsókna senda vísindamennirnir greinar til vísindatímarita í viðkomandi grein. Voru greinar um áðurnefndar upp- götvanir sendar bandaríska tímarit- inu í maí á síðasta ári. Þær voru samþykktar til birtingar í desember síðastliðnum. Birtust þær í netút- gáfu ritsins 6. febrúar síðastliðinn og munu birtast í tímaritinu sjálfu í næsta mánuði. Greinar um gena- rannsóknir ÍE í bandarísku tímariti HVERFISLÖGREGLUMAÐUR á hverfisstöð lögreglunnar í Mos- fellsbæ og á Kjalarnesi upplýsti fyrir nokkru hverjir kveiktu í fokheldu einbýlishúsi á Esjugrund 18 á Kjal- arnesi í mars 1998. Í ljós kom að tveir drengir sem bjuggu í nágrenninu höfðu fyrir slysni borið eld að húsinu þannig að það brann til grunna. Heimir Ríkharðsson, rannsóknar- lögreglumaður sagði í samtali við Morgunblaðið að í janúar hefði lög- regla fengið vísbendingar um hverjir hefðu verið að verki. Upplýsingarnar komu úr rannsókn annars máls sem tengdist piltunum að öðru leyti ekki. Piltarnir voru kallaðir til yfir- heyrslu og játuðu þeir strax að eiga sök á brunanum. Báru þeir við að krakkar hefðu oft farið inn í húsið til að hlýja sér. Hefðu þeir kveikt lítið bál og slökkt það. Síðan kveiktu þeir aftur í en misstu þá tök á eldinum. Þeir reyndu að slökkva eldinn og hlupu m.a. eftir vatni en allt kom fyr- ir ekki og urðu piltarnir frá að hverfa. Málinu er lokið af hálfu lög- reglunnar en piltarnir voru ósakhæf- ir þegar bruninn varð. Piltunum leið betur á eftir Heimir segist halda að piltunum líði betur eftir að hafa losnað við þetta af samviskunni. Þeir hafi þó ekki beinlínis gefið neitt út á það. Á sínum tíma varð vart við sögu- sagnir um að eigandi hússins hefði átt þarna hlut að máli og því segir Heimir sérstakt ánægjuefni að málið skuli nú vera upplýst. Heimir upplýsti fyrir stuttu hverj- ir stóðu að stórfelldum eignaspjöll- um á gröfu sem stóð mannlaus í ná- grenni Klébergsskóla á Kjalarnesi. Þrír piltar um tvítugt hafa viður- kennt að hafa unnið skemmdirnar en sömu nótt brutust þeir einnig inn á athafnasvæði Sorpu á Kjalarnesi og gerðu tilraun til innbrots í Nýja Esjuskálann. Mennirnir eiga yfir höfði sér skaðabótakröfu vegna þessa. Fjögurra ára gamalt íkveikjumál upplýst Drengir kveiktu í fyrir slysni ÞRÍR voru fluttir með sjúkrabifreið- um á sjúkrahúsið á Akranesi eftir harkalega aftanákeyrslu á Vestur- landsvegi rétt sunnan við Grundar- tanga í gærkvöldi. Ekið var aftan á kyrrstæða bifreið á veginum og þeyttist hún 7 metra út fyrir veginn. Tveir úr aftari bifreið- inni voru fluttir á sjúkrahús og sá sem í kyrrstæðu bifreiðinni var. Ekki munu þó meiðsli fólksins hafa verið alvarlegs eðlis. Þeyttist út af við aftaná- keyrslu STAÐFESTUR hefur verið bráðsmitandi sjúkdómur í kan- ínum hér á landi í fyrsta sinn en sjúkdómurinn kom upp í kan- ínubúi á Suðurnesjum og dráp- ust flestar kanínurnar á því búi. Í tilkynningu frá Embætti yf- irdýralæknis segir að hér sé um að ræða veirusjúkdóm, lifrar- drep, sem leggist eingöngu á kanínur og valdi dauðsföllum í mörgum tilfellum. Gripið hafi verið til niður- skurðar og einangrunar á þeim kanínum sem vitað sé að tengj- ast búinu þar sem veikin kom fyrst upp. Hins vegar sé ekki vitað hvernig sjúkdómurinn barst til landsins en talið sé að veiran geti borist með dýrum, mönnum og jafnvel hlutum. Yfirdýralæknir biður kan- ínueigendur um að halda kan- ínum sínum í einangrun, þ.e.a.s. ekki fara með þær af heimilum eða búum og hleypa ekki ókunnugum að þeim. Komi upp veikindi eða dauðsföll eigi menn að snúa sér beint til síns dýralæknis. Bráðsmit- andi sjúk- dómur finnst í kanínum JÚLÍUS Vífill Ingvars- son mun ekki taka sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgar- stjórnarkosninga nú í vor. Hann segir að þessi ákvörðun tengist á engan hátt aðdrag- anda leiðtogaprófkjörs- ins sem hætt var við. „Ég hef haft sam- band við formann kjör- nefndar Sjálfstæðis- flokksins vegna borgarstjórnarkosn- inganna og tilkynnt honum að ég muni ekki þiggja sæti á framboðs- lista flokksins. Ástæð- urnar eru þær að ég ætla að snúa mér að rekstri fyrirtækja minna og fjölskyldu minnar.“ Aðspurður segir Júlíus Vífill að hann telji enn að framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins eigi að vera þver- skurður þeirra sem í borginni búa og starfa. Þar á meðal þurfi vissulega að vera fulltrúar úr at- vinnulífinu. Hann beri fullt traust til þeirra sem starfa í kjörnefnd- inni að finna slíka full- trúa. „Ég útiloka hins vegar ekki frekari þátttöku í stjórnmál- um en það er þó ekki á dagskrá sem stendur. Ég fylgist auðvitað með og ljái Sjálfstæð- isflokknum lið.“ Júlíus Vífill segir að það sé vissulega með söknuði að hann kveðji borgarmálin. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og ánægjulegur tími fyrir mig. Ég hef náð að kynnast borgarmálefnum og ekki síður borgarbúum með öðrum hætti en ella hefði verið.“ Aðspurður hvort þessi ákvörðun muni ekki veikja lista Sjálfstæðis- flokksins, segir Júlíus Vífill að það sé sem betur fer svo að maður komi oftast í manns stað. „Ég vona að sá framboðslisti, sem mun væntanlega líta dagsins ljós innan fárra daga, verði öflugur og muni duga okkur til sigurs og ég hef fulla trú á því að svo verði. Ég mun að minnsta kosti ekki liggja á liði mínu í kosningabarátt- unni sem framundan er.“ Menn úr athafnalífinu þurfa að vera á framboðslistum Júlíus Vífill segir að hann hafi fyr- ir síðustu kosningar verið kallaður til af kjörnefnd og beðinn um að taka þátt í prófkjörinu sem þá var fram- undan: „Ég hlýddi því kalli. Og það er mín skoðun að við sem höfum sagt að það þurfi að vera menn úr athafnalífinu á framboðslistum flokksins getum ekki jafnframt skorast undan því að taka þátt þegar svo ber undir og þess vegna ákvað ég að gera það fyrir síðustu kosn- ingar. Slík ákvörðun er hins vegar ekki yfirlýsing þess efnis að maður ætli sér að gera stjórnmálin að ævi- starfi.“ Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjavík Júlíus Vífill Ingvars- son tekur ekki sæti Júlíus Vífill Ingvarsson ♦ ♦ ♦ ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfa- þings Íslands var 1.286,7 stig við lok dags í gær eftir 4,4% hækkun í vik- unni og hefur vísitalan ekki verið hærri síðan 20. desember árið 2000. Frá áramótum hefur Úrvalsvísi- talan hækkað um 11% og hækkunin frá lægsta gildi í fyrra, 24. ágúst, er rúmlega 30%. Viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi námu í vikunni 9,2 millj- örðum króna. Úrvalsvísi- talan hækkar um 11% frá áramótum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.