Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 29
Höfum til sölu verk
gömlu meistaranna
Jóhannes Kjarval
Gunnlaug Scheving
Gunnlaug Blöndal
Þorvald Skúlason
Jón Stefánsson
Jón Engilberts
Nínu Tryggvadóttur
Júlíönu Sveinsdóttur
Einnig verk eftir
Guðmund Einarsson
Kjartan Guðjónsson
Hafstein Austmann
Kristján Davíðsson
Valgarð Gunnarsson
Sigurbjörn Jónsson
SMIÐJAN
Innrömmun - Listhús
Ármúla 36, sími 568 3890.
Opið í dag, laugardag, frá kl. 14-17
Norrænar bókmenntir
í brennidepli
Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs býður upp á dagskrá
með fyrirlestrum um norrænar samtímabókmenntir, upplestrum og umræðum
í Norræna húsinu sunnudaginn 10. febrúar, kl. 14-17.
Um er að ræða samstarfsverkefni Norræna hússins,
norrænu sendikennarana við Háskóla Íslands og íslensku dómnefndarinnar.
Mánudaginn 11. febrúar kl. 12 mun dómnefndin tilkynna hvaða höfundur hlýtur
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. NORDBOK styrkir dagskrána.
Nánari upplýsingar um dagskrána: www.nordice.is - Sími 551 7030
NORRÆNA HÚSIÐ POHJLAN TALO NORDENS HUS
SNORRAVERKEFNIÐ hefur frá
árinu 1998 verið samstarfsverkefni
Norræna félagsins á Íslandi (NF) og
Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ).
Um er að ræða ungmennaskiptaverk-
efni með því markmiði að styrkja
tengsl 18 til 23 ára afkomenda Íslend-
inga í Vesturheimi við Ísland. Verk-
efnið er hugsað sem hvatning til
ungra Vestur-Íslendinga um að varð-
veita og rækta íslenskan menningar-
og þjóðararf sinn, efla samskiptin við
Ísland og Íslendinga og styrkja
tengslin við önnur íslensk samfélög
utan Íslands.
Margir hafa lagt hönd á plóg
„Verkefnið hefur tekist framar öll-
um vonum,“ segir Almar Grímsson,
einn af frumkvöðlum verkefnisins og
stjórnarformaður Snorrasjóðs, en 44
ungmenni í Bandaríkjunum og Kan-
ada af íslenskum ættum hafa tekið
þátt í því; nítján sumarið 1999, þrett-
án sumarið 2000 og tólf sumarið 2001,
en gert er ráð fyrir fimmtán ung-
mennum í sumar. „Við byrjuðum á
þessu með ekki annað í farteskinu en
reynsluna af ungmennaskiptum við
Norðurlönd en í kjölfarið settum við á
stofn ráðgjafarnefnd, sem mótaði
verkefnið, en í henni voru Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, sendiherrarnir Einar Bene-
diktsson og Ingvi S. Ingvarsson og
Haraldur Bessason, fyrrverandi
rektor Háskólans á Akureyri og for-
seti íslenskudeildar Manitoba-há-
skóla. Verkefnið var svo kynnt á
fundi Íslensk-ameríska verslunar-
ráðsins, Landafundanefndar og fleiri
í Minneapolis í apríl 1998, fékk strax
góðar viðtökur og í framhaldinu
ákvað Landafundanefnd að styrkja
verkefnið 1999. Það tókst mjög vel og
árið eftir var haldið á sömu braut með
rausnarlegu framlagi frá Íslenskri
erfðagreiningu ehf. Verkefnið hefur
nú hlotið opinbera viðurkenningu
með framlagi á fjárlögum Alþingis
2002 sem tryggir áframhaldið. Samt
þarf meira til. Þátttakendur greiða
40% af kostnaðinum en síðan þarf að
brúa bilið með stuðningi fyrirtækja,
stofnana og sveitarfélaga.“
Ásta Sól Kristjánsdóttir hefur ver-
ið verkefnisstjóri frá mars 2000 og
segir Almar Grímsson að starf henn-
ar hafi meðal annars skilað sér í öfl-
ugum og góðum félagsanda þátttak-
enda. Hann segir að þess beri að geta
að margir hafi komið að verkefninu
og stuðlað að framgangi þess. Auk
fyrrnefndra segir hann að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
hafi sýnt verkefninu mikinn velvilja
og tekið á móti hópunum. Davíð
Oddsson forsætisráðherra, Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra og
starfsmenn ráðuneyta þeirra hafi
sýnt verkefninu eindreginn stuðning,
Flugleiðir hafi veitt veglegan afslátt
af flugfargjöldum fyrir þátttakendur
og aðstandendur verkefnisins auk
þess sem fleiri hafi lagt hönd á plóg.
Vestra hafi sérstaklega verið gott
samstarf við John Timothy Samson,
stjórnarformann Canada-Iceland
Foundation, aðalræðismenn Íslands í
Winnipeg, Svavar Gestsson og Eið
Guðnason, Neil Bardal, kjörræðis-
mann Íslands í Gimli, Hjálmar W.
Hannesson, sendiherra í Ottawa,
Eric Stefanson, fyrrverandi fjár-
málaráðherra Manitoba og formann
Snorraverkefnisins í Vesturheimi,
auk annarra. „Svona átak gengur
ekki nema með stuðningi og velvilja
margra, en við lítum á verkefnið sem
mjög vænlegan kost til endurnýjunar
á samskiptum þjóðanna, unga fólkið
kemur fyrr til starfa í þeim samskipt-
um með þessum hætti.“
Sex vikur á Íslandi og
nemendasamtök stofnuð
Verkefnið hefur m.a. verið kynnt á
þjóðræknisþingum og verður sérstök
kynning á þinginu í Minneapolis í
apríl nk. Að sögn Almars Grímssonar
er um að ræða sex vikna verkefni.
Hann segir að fyrstu tvær vikurnar, í
byrjun júní, séu krakkarnir saman í
Reykjavík, þar sem þeir kynnist og
þjappi sér saman. Á þessum tíma séu
þeir í eins konar sumarskóla, þar sem
þeir fái kennslu í m.a. íslensku og
sögu Íslands, og heimsæki fyrirtæki
og stofnanir. Að lokinni dvöl í
Reykjavík taki við þriggja vikna tími
úti á landi og sé reynt að haga því
þannig til að þátttakendurnir séu sem
næst heimkynnum forfeðranna. Þar
sinni þeir sömu störfum og önnur
ungmenni á viðkomandi svæði hjá
sveitarfélögum eða fyrirtækjum.
Sjötta vikan sé síðan notuð fyrir æv-
intýraferð um landið og krakkarnir
útskrifist síðan á Vesturfarasetrinu á
Hofsósi, þar sem þeir dvelji í tvo
daga.
Almar Grímsson segir að verkefn-
inu hafi verið mjög vel tekið innan-
lands og í Vesturheimi og það hafi
haft víðtæk áhrif á samskiptin og
starf einstakra deilda Þjóðræknis-
félagsins í Norður-Ameríku. Í því
sambandi nefnir hann að Snorraverk-
efnið sé víða orðið sterkur þáttur í
starfinu og deildir stuðli að þátttöku
ungmenna með hvatningu og beinum
fjárframlögum. „Það hefur margt
áunnist með þessu og í því sambandi
má nefna að á liðnu ári var svo mikill
eldhugur í þátttakendunum að þeir
hittust í Gimli í Manitoba á Íslend-
ingadaginn og stofnuðu eigin nem-
endasamtök. Það sýnir hvað er mikill
kraftur í þessu unga fólki.“
Snorraverkefnið á Íslandi hefur gengið mjög vel
„Mikill kraftur í
þessu unga fólki“
Morgunblaðið/Þorkell
Almar Grímsson, stjórnarformaður Snorrasjóðsins, og Ásta Sól Krist-
jánsdóttir, verkefnisstjóri Snorraverkefnisins á Íslandi.
steg@mbl.is
Þátttakendur í Snorraverkefninu í fyrra. Frá vinstri: Shawna Elizabeth
Liles (Vancouver, Bresku Kólumbíu), Helgi Gunnar Thorvaldson (Edmont-
on, Alberta), Sigrún Þóra McInnis (Árborg, Manitoba), Ívar Jonasson (Ár-
borg, MB), Colleen Howard (Vernon, BC), Donald Cal Thorkelson (Lundar,
MB), Tricia Signý McKay (Selkirk, MB), Gaïa Grace Willis (Edmonton, AB),
Daniel Hallett (Edmonton, AB), Lilli Kerby (Rossland, BC), Julian Davis
(Delta, BC) og Deirdre Sigrid Tesoro (Wilcox, Saskatchewan).
!"# $%$
Stjórn Snorrasjóðs 1999
til 2001 skilaði af sér
skýrslu fyrir skömmu
og lauk þar með störf-
um. Steinþór
Guðbjartsson ræddi
við Almar Grímsson,
formann sjóðsstjórnar,
af því tilefni.
SAMNORRÆN sýning ungra hönn-
uða frá Norðurlöndunum, Young
Nordic Design–- generation X, stend-
ur nú yfir í galleríi hönnunarbrautar
háskóla Quebecfylkis í Montreal,
Centre de design de l’UQAM, í sam-
vinnu við sendiráð Norðurlandanna í
Ottawa.
Um fimmtíu hönnuðir frá Dan-
mörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og
Svíþjóð sýna verk sín á sýningunni.
Fjölmenni var við opnunina á dög-
unum, þar á meðal allir norrænu
sendiherrarnir í Ottawa, en norrænu
sendiráðin lögðu hönd á plóginn við
undirbúning sýningarinnar. Sýningin
stóð áður í Norræna húsinu í New
York og standa vonir til að hún verði
sett upp í Ottawa seinna á þessu ári.
Af hálfu Íslands stóð Form Ísland
að þátttökunni, en íslenskir þátttak-
endur eru Ásmundur Hrafn Sturlu-
son, Bergþóra Guðnadóttir, Guð-
björg Kr. Ingvadóttir, Karólína
Einarsdóttir, Lilja Björg Árnadóttir,
Sesselja H. Guðmundsdóttir og
Tinna Gunnarsdóttir.
Sýningin verður opin til 24. febr-
úar nk. en í tengslum við hana er
önnur og mun minni sýning í hlið-
arsal við anddyri gallerísins. Þar
gefur að líta afrakstur ferðar rúm-
lega tuttugu nemenda í arkitektúr
við UQAM til Íslands sl. sumar.
Börkur Bergmann, prófessor við
UQUAM, var fararstjóri og leiðbein-
andi hópsins, en á sýningunni eru
sýndir uppdrættir, hugmyndir,
teikningar og ljósmyndir frá Ís-
landsferðinni auk þess sem sér-
stakur sýningarbæklingur liggur
frammi.
Börkur Bergmann prófessor og Hjálmar W. Hannesson sendiherra á sýn-
ingunni með nokkrum nemendanna sem fóru til Íslands í fyrrasumar.
Íslendingar með á
norrænni sýningu í
Montreal í Kanada