Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 12
Könnun um ferðavenjur fólks í fullum gangi þessa daga Á NÍUNDA þúsund manns fær þessa dagana sent bréf vegna könnunar um ferða- venjur íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Í bréfinu segir að könnunin muni m.a. nýtast við endurbætur umferðarskipu- lags og leiðakerfis strætis- vagna. Þátttakendur í könnuninni eru á aldrinum 6–80 ára og voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Stendur fram- kvæmd könnunarinnar yfir á sex vikna tímabili frá byrjun janúar til loka febrúar. Í bréfi sem sent var til íbúa í borgarhverfum 101 og 105 á dögunum segir að um sé að ræða könnun á því hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðast á virkum degi. Er spurt um hvaða ferðamáli er notaður (bíll, strætó eða ann- að), tilgangur ferðar, á hvaða tíma dags, lengd ferðar og ákvörðunarstaður. Aðstandendur könnunar- innar eru Gallup, borgarverk- fræðingur, Strætó b.s. og skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Að sögn Stefáns Hermannson- ar borgarverkfræðings nær könnunin þó yfir allt höfuð- borgarsvæðið og er gerð að höfðu samráði við samvinnu- nefnd um svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins, sem Stef- án gegnir formennsku í. Óvíst um úrvinnslu Hann segir ekki búið að ákveða endanlega hversu mik- ið verði unnið úr gögnunum. „Ef menn ætla að nota þetta í tæknilegum tilgangi, t.d. til þess að bera saman við um- ferðarmagn í borginni, þarf töluverða úrvinnslu sem við erum ekki enn þá búin að ákveða hvað við göngum langt í. En þetta getur gagnast til dæmis þeim sem eru að spá í umferðarstraumana og sömu- leiðis varðandi leiðakerfi al- menningsvagna,“ segir hann og bendir á að eftir að Strætó varð byggðarsamlag nái leið- arkerfið yfir allt höfuðborgar- svæðið. Kostnaðurinn við könn- unina er að sögn Stefáns rúm- ar fimm milljónir en þá er ekki talin með ítarlegri úrvinnsla könnunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er í könnun af þessu tagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið en í fyrra var gerð sambærileg athugun í Breiðholtshverfi. Segir Stef- án að reynslan úr þeirri könn- un nýtist við gerð könnunar- innar nú. „Síðan hafa svipaðar kannanir verið gerðar erlendis þannig að þetta er mjög stöðl- uð aðferðafræði í sjálfu sér til að komast að því hversu mikið höfuðborgarbúa hreyfa sig og hvernig.“ Á níunda þúsund manns í úrtaki Morgunblaðið/Golli Niðurstöður könnunarinnar er meðal annars hægt að nýta við að bæta leiðarkerfi almenn- ingsvagna, sem eftir tilkomu byggðarsamlagsins Strætó nær yfir allt höfuðborgarsvæðið. Höfuðborgarsvæðið FJÖLMENNI var við opnun nýs gæsluvallar við Háholt í Hafnarfirði sem tekinn var í notkun á fimmtudag. Heild- arkostnaður við völlinn er 11 milljónir. Nýi gæsluvöllurinn mun leysa gamla gæsluvöllinn við Háabarð af hólmi. Hann er á milli leikskólans Álfa- steins og Hvaleyrarskóla með útsýni yfir Ásvellina til Keilis og fleiri fallegra fjalla, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hafn- arfjarðarbæ. Er gæsluvall- arlóðin um 940 fermetrar að stærð en húsið tæpir 30 fermetrar. Hönnuður lóðarinnar er Dagný Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Lands- lagi ehf., en aðalhönnuður hússins er Loftur G. Þor- steinsson hjá Verkvangi ehf. Nýr gæsluvöllur við Háholt tekinn í notkun Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjörður HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAFÉLAG Fella- skóla hefur samþykkt tvær ályktanir þar sem skorað er á yfirvöld að auka öryggi við skólann og í hverfinu. Óska foreldrarnir eftir að skólinn fái aukna fjárveitingu vegna öryggismála við skólann og að löggæsla í hverfinu verði efld. Ályktanirnar voru sam- þykktar á fjölmennum for- eldrafundi sem haldinn var í skólanum á fimmtudags- kvöld. Í þeirri fyrri er skorað á yfirmenn fræðslumála í Reykjavík að auka fjárveit- ingu til Fellaskóla „svo að hann geti betur sinnt örygg- ismálum sínum og þannig aukið á öryggi og velferð nemenda“. Segir að aukin fjárveiting ætti að fara í fleiri öryggis- myndavélar, aukna lýsingu á skólalóðina allt í kring um skólann, afgirðingu lóðar en girðing sé bágborin og nánast engin á köflum og að bæta aðstöðu barnanna á skólalóð- inni með fleiri leiktækjum. Stórt hverfi og lítil löggæsla Seinni ályktuninni er beint til dómsmálaráðherra og lög- reglustjórans í Reykjavík þar sem skorað er á þessa aðila að efla löggæslu í Breiðholti. „Í hverfinu búa u.þ.b. 22 þús- und íbúar og er löggæsla í dag ekki í neinu samræmi við þörf og stærð hverfisins,“ segir í ályktuninni. Að sögn Þuríðar Helgu Guðbrandsdóttur, formanns foreldrafélagsins, var hvatinn að fundinum og ályktununum nýlegt mál þar sem barn var numið á brott af skólalóðinni. Það mál sé afgreitt þannig að málsaðilar séu sáttir við sitt en atvikið hafi orðið til þess að ýta við fólki varðandi ör- yggismál við skólann. Ýmis- legt þurfi að bæta í þeim efn- um, t.a.m. girðingu og lýs- ingu. Þá segir hún löggæslumál- um í hverfinu ábótavant. „Við erum með lögreglustöð sem er lokuð á kvöldin og aðeins opin í stuttan tíma um helgar og það er ekki viðunandi mið- að við hvað við erum með stórt hverfi. Stöðin þjónar Fella- og Hólahverfi, Selja- hverfi, Bökkunum, Árbæ og Grafarvogi og á sama tíma sjáum við í fréttum að það er aukin fíkniefnaneysla og þetta er orðinn harðari heim- ur. Þannig að almennt þarf að bæta löggæsluna.“ Að sögn Þuríðar var fund- urinn mjög gagnlegur. „Fólk- ið kom með margar spurn- ingar, bæði hvað varðar tómstundastarfið og almennt öryggi hér í kring og ég held að foreldrar hafi verið nokk- uð sáttir eftir þennan fund.“ Fjölmennur fundur foreldrafélags Fellaskóla samþykkir tvær áskoranir til yfirvalda Öryggismálum ábótavant Foreldrar fengu svör við fjölmörgum spurningum um ör- yggismál í hverfinu á fundinum í Fellaskóla í fyrrakvöld. Breiðholt JÓHANN Sigurjónsson, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, segir ekki rétt að óstaðfestar sögu- sagnir hafi valdið því að um- sækjandi um starf skólastjóra í Mosfellsbæ hafi ekki fengið starfið heldur annar umsækj- andi. „Ákvörðun bæjarstjórn- ar byggðist eingöngu á því að ráðinn var hæfasti einstak- lingurinn til starfans,“ segir hann. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að umsækjandi um starfið hafi krafist skaða- bóta vegna þeirrar ákvörðun- ar bæjaryfirvalda að falla frá því að ráða hann til starfans og haft eftir lögmanni hans að bæjarráð hafi látið óstaðfest- ar sögusagnir hafa áhrif á ákvörðun sína. Jóhann Sigurjónsson segir að áður en fræðslunefnd hafi tekið afstöðu til umsókna hafi Birgir Einarsson dregið um- sókn sína um starfið til baka. Fræðslunefnd hafi í kjölfarið farið yfir aðrar umsóknir og mælt með einum umsækj- anda. Bæjarráð hafi tekið undir tillögu fræðslunefndar, en síðan hafi það gerst að Birgir Einarsson hafi hætt við að hætta. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í bréf þar sem Jóhann segir að ýjað sé að því að hann hafi fengið Birgi til að hætta við að hætta, en hann segir staðreynd málsins vera þá að í vitnaleiðslum hafi komið fram og haft eftir Birgi að hann hafi fengið mikinn stuðning og áskoranir með óskum um að halda umsókn sinni til streitu. Hann hafi orðið við áskorun- unum og Jóhann segir að í ljósi breyttrar stöðu hafi bæj- arráð ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn enda hafi endanleg staðfesting á ráðn- ingu fyrrnefnds umsækjanda, sem mælt hafði verið með, ekki verið gerð. Úrskurður hefði fallið um það að mönn- um væri heimilt að fram- lengja umsóknarfrest enda ljóst að aðalmarkmiðið væri að ráða hæfasta einstakling- inn, sem byðist, í starfið. Því hafi umsóknarfresturinn ver- ið framlengdur og síðan hafi fræðslunefndin mælt með Birgi á grundvelli þess að hún hefði talið hann hæfasta ein- staklinginn, bæði með tilliti til menntunar og reynslu. „Það er ekkert í gögnum málsins sem dregur það í efa að hæf- asti einstaklingurinn hafi ver- ið ráðinn,“ segir Jóhann. Sá hæfasti ráðinn Mosfellsbær Bæjarstjóri um kröfu umsækjanda LÖGMAÐUR vinningshafa verðlaunasamkeppni um hönnum deiliskipulags fyrir Hrólfsskálamel hefur óskað eftir gögnum frá bæjaryfir- völdum varðandi útboð verk- efnisins. Telur hann að bærinn hafi hugsanlega brotið á vinn- ingshöfunum með því að gefa þeim ekki færi á að semja um verkið og bakað sér þar með skaðabótaskyldu. Í lok árs 2000 voru kynntar niðurstöður samkeppni um skipulag á Hrólfsskálamel og báru arkitektarnir Nicholas Guichet, Fiona Meierhans, Laurent Bonthonneau og Guð- rún Sigurðardóttir sigur úr býtum. Að sögn Gunnars Jó- hanns Birgissonar hæstarétt- arlögmanns, sem hefur tekið mál vinningshafanna að sér, kom fram í samkeppnislýsingu að það ætti að stefna að því að semja við vinningshafa um hönnun verksins. „Í því sam- bandi skuldbatt sveitarfélagið sig til þess að senda með út- boðsgögnum drög að hönnun- arsamningi til vinningshaf- anna en okkur skilst að það hafi ekki verið gert. Þannig að einhvern veginn í ferlinu týnd- ust vinningshafarnir og málið endaði síðan með því að það var samið við allt aðra aðila.“ Hafa ekki fengið umbeðin gögn Gunnar segir skjólstæðinga sína að vonum ekki sátta við þessi málalok. „Menn taka þátt í samkeppni og eiga þá von á því að fá ákveðið verk. Hins vegar fá þeir aldrei tæki- færi til þess að semja um verk- ið vegna þess að þeim er ýtt út úr ferlinu. Væntanlega er bærinn búinn að baka sér skaðabótaskyldu og þarf að greiða það tjón sem vinnings- hafarnir urðu fyrir sem snýst um það að missa þetta verk- efni.“ Aðspurður segir Gunnar að ekki hafi verið settar fram fjárkröfur á hendur bænum heldur áskilji vinningshafarnir sér rétt til að hafa uppi skaða- bætur í málinu. „Við erum bú- in að kalla eftir því að fá upp- lýsingar um þessi útboðsgögn en þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þá höfum við ekki fengið þau.Við munum að sjálfsögðu leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá aðgang að þessum gögnum ef við fáum þau ekki.“ Vinningshafar í verðlaunasamkeppni um Hrólfsskálamel óska eftir gögnum frá bænum Áskilja sér rétt til skaðabóta Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.