Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 35
kemur að næstu þingkosningum. Ætlar sjávarútvegsráherra nú að verða talsmaður hafta- og einokunar- stefnu í íslenskum útvegi? Fróðlegt verður að sjá hvort flokkssystkini hans verða á sama máli, leggi hann fram frumvarp í anda hinna nýju samherja. Væntanlega situr hann sveittur við að berja það saman núna, enda er hann vanur að hlýða þegar kallið berst frá Tryggvagötunni. Afleiðingar slíks frumvarps verða skelfilegar fyrir bátaflotann, sjó- mannastéttina og landið allt. Hundr- uð sjómanna, vélstjóra og yfirmanna í strandveiðiflotanum verða án vinnu. Heimili fara á nauðungaruppboð og fólk missir eignir sínar. Sjálfstæð fiskvinnslufyrirtæki sem byggð hafa verið upp með harð- fylgi og dugnaði, án þess að hafa þeg- ið til þess leynda ríkisstyrki á borð við gjafakvóta og byggðakvóta, lenda í miklum hremmingum. Hundruð starfa verða sett í hættu. Allar þess- ar manngerðu hamfarir verða settar í gang, aðeins til að þjóna þeirri svikamyllu sem kölluð er fiskveiði- stjórnunarkerfi hér á landi. Nei, það var greinilega ekki nóg fyrir ríkisstjórnina að framkvæma sín hryðjuverk á smábátasjómönn- um 1. september síðastliðinn. Betur má ef duga skal í tortímingarher- ferðinni gegn sjávarbyggðum þessa lands. Árni Mathiesen virðist haldinn al- veg sérstakri sjálfseyðingarhvöt í embætti sínu. Ráðherrann sem braut blað í sögu embættis síns þegar hann fékk ekki að halda ræðu á síðasta sjó- mannadag. Skyldi hann nú halda að hann verði tekinn í sátt fyrir næsta sjómannadag? Kannski fær hann að halda ræðuna sína í ár. Ég er þó ekki viss um að margir leggi við hlustir, nema náttúrlega hinir nýju samherj- ar. Þar fyrir utan verður þunnt set- inn bekkurinn og kemur vel á vonda. Höfundur er formaður Landssam- bands útgerða kvótalítilla skipa. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 35 ÞESSA dagana fer fram mikil umræða um borgarmálefni og ljóst að í vor verður tekist á um það hverj- ir stjórna Reykjavík næstu fjögur árin. Umræðan hefur að mestu verið á málefna- legum grunni og er vonandi að við berum gæfu til þess að ræða það sem mestu máli skiptir. Nefnilega það í hvernig borg við vilj- um búa og hvaða framtíðarsýn ræður för. Svo virðist sem sumir sem þátt taka í umræðunni telji það þó sitt helsta verkefni að koma inn minnimáttar- og vanmáttarkennd hjá íbúum borgarinnar. Meðal annars er reynt að sannfæra borgarbúa um að það sé slæmt að búa í Reykjavík. Svo miklu miklu betur sé staðið að allri þjónustu í nágranna- sveitarfélögum og allt sé svo dásamlegt ann- ars staðar. Það vantar bara að fólki sé bein- línis ráðlagt að flytja burt úr borginni. Þetta eru undarleg vinnubrögð, ekki síst í ljósi þeirrar stað- reyndar að þjónusta við fjölskyldur er óvíða meiri eða betri en einmitt í Reykja- vík. Uppbygging og árangur Undanfarin átta ár hefur mikil uppbygging átt sér stað í höfuðborginni. Í skólamálum hef- ur verið lyft Grettistaki og verða allir grunnskólar borgarinnar – 45 talsins – einsetnir, en haustið 1994 voru eingöngu 4 þeirra einsetnir. Sama gildir um dagvistarmál, en auk þeirrar gífurlegu uppbygging- ar sem verið hefur í leikskólum borgarinnar njóta nú öll börn nið- urgreiddrar dagvistarþjónustu án tillits til hjúskaparstöðu foreldra. Umhverfismálin hafa verið tekin föstum tökum og miklu fjármagni verið veitt til hreinsunar strand- lengjunnar og borgarinnar allrar. Þannig mætti lengi telja, en ég vil einnig nefna þá miklu breytingu sem orðið hefur á starfsemi og stjórnarháttum í borginni þar sem sérhagsmunir hafa vikið fyrir al- mannahagsmunum sem jafnan eru hafðir að leiðarljósi. Betri borg Að þessum verkefnum og fleirum hef ég starfað með samhentum hópi Reykjavíkurlistafólks. Markmið okkar er að gera Reykjavík að betri borg, borg þar sem fólk kýs að búa og fær þá þjónustu sem það þarf á að halda í nútímasamfélagi. Fram- undan eru mörg spennandi verk- efni sem bíða úrlausnar, enda þarf borgarsamfélagið sífellt að vera í mótun. Góður grunnur hefur verið lagður á öllum sviðum og mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Reykjavík á framtíðina fyrir sér Steinunn Valdís Óskarsdóttir Reykjavík Markmið okkar, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, er að gera Reykjavík að betri borg. Höfundur er borgarfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkom- andi. Af því tilefni birtir Morgunblaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. UNG og efnileg baráttukona hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem haldið verður hinn 9. febrúar nk. Hvar sem Sigrún Tryggvadóttir hefur látið að sér kveða hefur hún valist til forystu og jafnframt verið óhikandi við að fara ótroðnar slóðir í sínum félagsstörfum. Hún var einn af brautryðjendum við stofnun félags stúdenta við Háskól- ann á Akureyri og var þar formaður frá 1992 til 1993. Einnig var hún í for- göngu við stofnun Eirar, félags hjúkrunarnema við skólann. Það er mjög mikilvægt að Sjálf- stæðisflokkurinn í Kópavogi treysti ungu og efnilegu fólki til trúnaðar- starfa í bæjarstjórn. Hin hraða og mikla uppbyging bæjarfélagsins kall- ar á að sjónarmið ungu kynslóðar- innar fái hljómgrunn og nái fram að ganga. Þess vegna skora ég á alla Kópa- vogsbúa að styðja þessa ungu og dug- miklu baráttukonu í 5. sæti listans. Sigrúnu til sigurs Oddný Halldórsdóttir flugfreyja skrifar: Oddný Halldórsdóttir ÉG kynntist Ármanni Kr. Ólafs- syni þegar við vorum nemendur við Háskóla Íslands og sem íbúi í Kópa- vogi hef ég fylgst með störfum hans á vettvangi bæjarmála undanfarið. Sem fulltrúi í bæjarstjórn og formaður skipu- lagsnefndar hefur Ármann tekist á við mörg mikilvæg verk- efni, þar á meðal nýtt aðalskipulag Kópavogsbæjar, deiliskipulag Vatnsenda og svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins, og sinnt þeim málum af alúð og árvekni. Sem foreldri ungra barna hef ég mikinn áhuga á skólamálum bæj- arfélagins og hef rætt þau talsvert við Ármann, enda á hann börn sem nýlokið hafa leikskólanámi. Sem bæjarfulltrúi býr Ármann yfir þekk- ingu á aðstæðum og umgjörð skóla- kerfisins í Kópavogi, og það sem mikilvægara er; ég veit að þessi málaflokkur er mikilvægur í hans huga. Fyrir foreldra barna í leik- skóla og grunnskóla skiptir máli að hafa slíkan fulltrúa í lykilhlutverki í bæjarstjórn Kópavogs. Ég mun styðja Ármann í 2. sæti til komandi bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi. Ármann Kr. í 2. sætið Áshildur Bragadóttir skrifar: Áshildur Bragadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.