Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ef ég ætti eina ósk veistu hvers ég mundi óska mér, það þarf ekki að giska á hvers eðlis ósk mín væri. Óskin mín væri sú að mín kæra vinkona Daddý væri hér enn á meðal okkar og að við værum að fara að hittast á eftir vegna þess að í dag er afmælisdagurinn hennar, hún hefði orðið 48 ára. Þess í stað sit ég og skrifa minningarorð um hana og efni þar með loforð mitt. Daddý var stór þátttakandi í lífi mínu, við gengum saman í gegnum sætt og súrt, og minningarnar eru dýrmætar. Manstu Æskulýðsráðið, manstu Breiðfirðingabúð á sunnu- dögum kl. 15–18, manstu Húsafell, Hljóma og Shady, manstu Saltvík, manstu, manstu, manstu. Ó já, við munum þegar við vorum unglingar SESSELJA AÐALSTEINSDÓTTIR ✝ Sesselja Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1954. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 24. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bú- staðakirkju 4. des- ember. hér í borginni, og líka þegar við urðum full- orðnar, eignuðumst börnin okkar, fyrst ég, svo þú. Þú áttir Ingv- ar, fluttir síðan til Sandgerðis og eignað- ist Svavar Stein. Mörgum árum seinna flutti ég til Keflavíkur og þá tókum við upp þráðinn að nýju. Ég naut vináttu þinnar á marga vegu. Þú stóðst við hlið mér á mörgum erfiðustu augnablikum lífs míns og einnig hinum ánægjulegustu. Börnin mín nutu svo sannarlega vináttu þinnar, fyrst Guðjón og svo stelpurnar. Þú varst mamma núm- er tvö, við fluttum aftur til Reykja- víkur og þangað fluttir þú svo fjór- um árum seinna, í næsta hús við okkur, og stelpurnar áttu þig að til að kúra hjá, til að slúðra við, til að leita ráða hjá og jafnvel að klaga mömmu sína ef ég var að skamma þær. Alltaf tókst þú þeirra málstað og sagðir að ég væri alltaf að skamma ykkur. Þegar við vinkon- urnar urðum ósáttar í smátíma breytti það engu, ykkar samband stóðst allt og það gerði okkar sam- band líka. Við sættumst og ég gat haldið áfram að skammast í ykkur. Þegar þú greindist með krabba- mein tók við erfiður tími meðferða sem báru árangur í stuttan tíma og þann tíma er ég svo sátt við og þakklát fyrir. Við notuðum hann vel við að tala saman, syrgja fortíð, lifa nútíð og plana framtíð, hlusta á tónlist og horfa á góðar bíómyndir. En tíminn okkar er búinn í bili, þú hefur kvatt þetta líf og samein- ast Svavari syni þínum sem lést af slysförum 1997. Daddý skildi eftir sig einn son, Ingvar, og tvö barna- börn, Helga og Sesselju Júlíu, sem hún elskaði af öllu hjarta. Ingvar var kletturinn í lífi hennar, hann stóð vð hlið hennar í veikindunum og oft sagði Daddý við mig: Ég er svo þakklát fyrir að eiga hann Ingvar, hann er svo sannarlega besti læknir og besta hjúkka sem ég gæti fengið. Og það voru orð að sönnu, ég er stolt af honum. Í veik- indum Daddýjar vildi hún fara á miðilsfund en þorði ekki nema ég færi með henni og auðvitað fórum við saman. Þegar miðillinn sá okk- ur sagði hann að við værum ekki saman bara í þessu lífi, vinátta okkar næði svo miklu lengra, og við það er ég mjög sátt. Elsku Daddý mín, við Ingi og börnin mín söknum þín svo mikið en ég veit að við hittumst aftur seinna. Til hamingju með daginn og að lokum: Innstu hjartans kveðjur. Fjóla. ✝ Bjarni Jóhanns-son fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1908. Hann lést á dvalarheim- ilinu Lundi 2. febr- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Helgu Tómasdóttur frá Seli í Grímsnesi og Jó- hanns Björnssonar frá Hjallanesi. Systkini Bjarna voru Oddfríður Steinunn, Guðrún, Bjarnheiður, Ragna Guðrún, Tómas Óskar og Guðjón. Helga eignaðist dóttur áður, Guð- björgu Alexandersdóttur. Bjarni var yngstur sinna systkina og kveður síðastur. Hinn 20. maí 1933 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínborgu Sigurðardóttur frá Skammbeinsstöðum, f. 20. maí 1909. Börn þeirra eru: Guðríður, f. 4. mars 1934, Jóhanna Helga, f. 23. maí 1939, d. 23. feb. 1941, Jóhann, f. 18. apríl 1942, Sigrún, f. 15. júní 1944, og Pálmi, f. 26. nóv. 1949. Barnabörnin eru 9 og barna- barnabörnin eru 21. Bjarni hóf búskap í Haga í Holtum 1933. Árið 1938 flyt- ur hann að Snjall- steinshöfðahjáleigu í Landsveit sem síðar hlaut nafnið Árbakki. Þar bjuggu þau hjón í 48 ár en þá fluttu þau að Hólavangi 1 á Hellu. Síðustu árin dvöldu þau á dvalarheimilinu Lundi. Útför Bjarna fer fram í dag frá Oddakirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Árbæjarkirkjugarði. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Faðir minn Bjarni Jóhannsson var aðeins nokkurra vikna þegar hann kom í Landsveitina. Þar ólst hann upp á góðu heimili í skjóli föðurbróð- ur síns og nafna, Bjarna Björnsson- ar, og hjónanna Ingiríðar Árnadótt- ur og Odds Jónssonar í Lunansholti. Síðar tóku við búinu Jón Eiríkur, sonur þeirra hjóna, og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir og var hann hjá þeim uns hann fór að búa. Hafa dætur þeirra hjóna alltaf verið okkar besta vinafólk. 20. maí 1933 gekk hann að eiga eft- irlifandi eiginkona sína, Elínborgu Sigurðardóttur frá Skammbeins- stöðum. Þau byrjuðu búskap í Haga í Holtahreppi. En 1938 flytja þau að Snjallsteinshöfðahjáleigu, sem er syðsti bær í Landsveit. Jörð sinni gáfu þau nýtt nafn, Árbakki. Þar bjuggu þau í 48 ár, þá fluttu þau að Hólavangi 1 á Hellu. Síðustu árin hafa þau verið á Dvalarheimilinu Lundi. Á Árbakka byggðu þau allt upp, þó að lítið sjáist af þeim húsum nú, jarðskjálftarnir sáu um það. Í þeirra búskapartíð urðu örar framfarir. Túnin sléttuð og stækkuð. Vélaöld gekk í garð. Faðir minn var mikill dýravinur og fór vel með sitt búfé. Hestar voru honum einkar kærir og tamdi hann marga baldna fola. Hann unni sveit sinni og íbúarnir voru hans vinir. Þá fóru Landmenn eins og þeir voru gjarnan nefndir í kaup- staðinn (Hellu), komu þá gjarnan við á Árbakka. Það var gaman að fá góða gesti. Systkini pabba héldu tryggð við bróður sinn þó að hann væri ekki alinn upp með þeim. Afa minn man ég ekki, en Helga amma fannst mér falleg kona og virðuleg. Hún lést þegar ég var barn. Að leiðarlokum vil ég þakka góða handleiðslu á bernskuárum mínum. Þá vil ég þakka fyrir syni mína sem fengu að dvelja í sveitinni hjá afa og ömmu. Fyrir hönd okkar systkina vil ég þakka starfsfólki Lundar frábæra umönnun og hlýju, bið ég Guð að blessa bæði starfsfólk og vistmenn. Ég vil biðja algóðan Guð að styrkja móður mína. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú, meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (H.H.) Guð blessi minningu þína. Guðríður Bjarnadóttir. Þegar ég sest niður til að skrifa kveðjuorð um tengdaföður minn, Bjarna Jóhannsson frá Árbakka í Landsveit, veit ég ekki hvar ég á að byrja. Ég veit að sá hógværi maður vildi ekki hafa mörg orð um sig, en þau gætu verið allmörg því þar fór mikill mannkostamaður. En ég vil fá að minnast hans í fáum orðum, svo ófá voru þéttu handtökin hans, bros- ið og hlýjan sem hann sýndi mér frá fyrstu tíð. Bjarni var einn af aldamótakyn- slóðinni hinni fyrri og lifði því miklar breytingar á ævi sinni, en þegar ég kynntist honum fyrst er hann var kominn fast að sjötugu, man ég enn hvað ég varð undrandi á hvað tækni- væddur hann var í búskaparháttum sínum. Ég varð jafn undrandi þegar ég lenti í heyskap á Árbakka og bað um hrífu og vildi fá að gera eitthvað gagn, raka frá skurðum eins og hafði verið gert í minni sveit, þá var ekki um neitt slíkt að ræða, vélarnar sáu um allt. Auðvitað var ég gamaldags í þessu en hann fylgdi framförunum. Bjarni var hæglátur og dulur en hafði ríkan húmor sem ég er ekki viss um að allir hafi vitað um, en mér auðnaðist að njóta. Ótrúlega seigur, hlífði sér aldrei, kvartaði aldrei. Tókst á við lífið með æðruleysi og jafnaðargeði. Sá ég það best þegar kom að því að þau Ella þurftu að bregða búi og flytja frá Árbakka að Hellu, þá var það bara gert sem þurfti að gera. Samt hlýtur það að hafa vera erfitt að skipta svo algjör- lega um hlutverk fyrir gamlan bónda, að kveðja sitt ævistarf og heimili. En hann tókst á við nýtt hlutverk eins og ekkert væri, sinnti nú allt í einu inniverkum sem og öðr- um og svo var það garðurinn þeirra á Hólavangi 1. Ekki leið á löngu þar til að þau fengu viðurkenningu fyrir fal- lega garðinn sinn, komin fast í átt- rætt og geri aðrir betur. Síðustu árin hafa þau búið á dvalarheimilinu Lundi á Hellu eftir að heilsa og krafta þraut. Ég er ríkari manneskja að hafa hlotnast þá náð að eignast hann Bjarna að vini, sem sýndi mér ein- staka ástúð og slíkan kærleik að því verður ekki gleymt. Að leiðarlokum kveð ég kæran tengdaföður sem var mér sannur faðir með sömu orðum og hann kvaddi mig síðast: Þakka þér fyrir allt og allt. Elsku Ella mín. Þinn missir er mestur. Guð blessi þig. Ólöf H. Ásgrímsdóttir. Þegar ég sest niður og hugsa til baka, um samskipti mín og afa, hlýn- ar mér um hjartarætur og man hve ljúfur og góður hann var. Hann var ekki maður sem flíkaði tilfinningum sínum en samt sem áður geislaði af honum góðmennskan. Ég var ekki gamall þegar ég byrj- aði að vera tíma og tíma í sveitinni á Árbakka hjá afa og ömmu, reyndi að hjálpa til við sveitaverkin á sumrin ásamt hinum barnabörnunum. Það var oft glatt á hjalla og gaman, þegar farið var í fjósið, verið í heyskap eða farið í útreiðartúra. Yfirleitt var afi með eða nálægt og kenndi okkur handtökin við bústörfin, sem honum fórust svo vel úr hendi. Jólin á Árbakka voru líka fastur punktur í tilverunni. Þá kom alltaf öll fjölskyldan saman á jóladagskvöld. Þá naut afi sín vel, með alla sína í kringum sig og hann var góður gest- gjafi, hvort heldur sem var við börn eða fullorðna. Þó held ég að ég hafi kynnst afa mínum best og við náð hvað best saman þegar ég var einn á Árbakka hjá afa og ömmu. Eitt atvik situr t.d. fast í barnsminni mínu. Það var eitt- hvert allsherjar verkfall í þjóðfélag- inu, ég man ekki alveg hvenær það var en kennarar voru í verkfalli og enginn skóli. Þá fór ég í sveitina til þeirra og var hjá þeim á meðan. Ég gekk með afa í öll útiverkin og annað það sem þurfti að gera. Það var lær- dómsríkur og skemmtilegur tími sem ég mun aldrei gleyma. Þótt skóli sé góður og gagnlegur er ég viss um að á þessum tíma með afa hafi ég ekki síður lært af honum handverkin og það sem skiptir máli í lífinu, því hann var svo natinn og þolinmóður við öll sín störf að betri kennara var ekki hægt að hugsa sér. Eftir að þau hættu búskap og fluttu niður á Hellu var ekki síður gaman að koma í heimsókn. Þá fór ég með börnin mín til langafa- og ömmu og ekki naut hann sín síður í því hlutverki. Hann fylgdist vel með öllu og tók virkan þátt í gleði okkar og sorgum fram á síðasta dag. Fyrir það og allt annað vil ég þakka þér, elsku afi minn, og á þá ósk, að þegar og ef ég fæ einhverntíma að verða afi, verði ég mínum barnabörnum það sem þú varst mér. Við Rósa, Birta, Sunna og Birna kveðjum þig með þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Guð blessi minningu þína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þinn alnafni og vinur, Bjarni Jóhannsson. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn yfir móðuna miklu er margt sem kemur upp í hugann. Sumrin sjö hjá þér og Ellu ömmu á Árbakka verða mér ógleymanleg um aldur og ævi. Margt var brallað þarna í sveit- inni en aldrei man ég eftir því að þú æstir þig yfir hlutunum, heldur hlóst þú bara að okkur fyrir uppátækin. Núna finnst mér jafnaðargeð þitt við okkur unglingana með ólíkindum en svona varst þú gerður. Bústörfin voru lífsstarf þitt. Á vor- in sinntir þú fénu af mikilli natni um sauðburðinn. Þar man ég eftir veik- burða lömbum sem þú barst heim og hlynntir að. Ylur úr bakaraofni og mjólkurgjöf með fjöðurstaf hressti ungviðið gjarnan við. Úr þessu nostri urðu gjarnan heimalningar en það fannst unga fólkinu ekkert verra þó að þú, afi minn, værir heldur raunsærri og vildir venja lömbin undir. Í fjósinu var allt í röð og reglu og kappkostað að sem best væri hugsað um hvern grip. Þú varst alltaf fyrst- ur í fjósið og síðastur út, bæði kvölds og morgna, enda kostaði það mikið erfiði og elju að reka lítið sveitabýli en þú taldir það ekki eftir þér. Þú kenndir mér margt í sveitinni og þar á meðal að umgangast dýr. Það er mér ofarlega í minningunni hvað þú fórst vel að öllum skepnum, öll handtök örugg og róleg. Hestarn- ir þínir eru mér þar ofarlega í huga. Einhverju sinni þegar þú varst hætt- ur tamningum vegna aldurs var hrossunum smalað í réttina. Eitt hrossið var ótaminn ljós graðhestur. Þú horfðir á hann og nálgaðist hann svo varlega með blíðu í málrómnum og útrétta hönd. Folinn stóð kyrr og horfði á þig. Þú fékkst leyfi til að strjúka honum en það hafði aldrei gerst áður. Þú skýrðir þetta fyrir mér með því að hann hefði nú verið bandvanur sem folald en aldrei fékk nokkur annar leyfi hjá folanum að snerta hann. Svipað var með reið- hestinn þinn, hann Skugga. Þú hafð- ir tamið hann fyrir bónda í sveitinni og skilaðir hestinum af þér. En Skuggi strauk aftur til þín og það endaði með því að þú eignaðist hann. Ég man eftir því að þú sagðir mér að þegar þú smalaði á honum Skugga þyrftir þú eiginlega bara að hugsa um að hanga á baki því Skuggi sæi um að halda fénu saman og að það færi rétta leið. Svo kímdir þú út í annað og hlóst. Þessi sama kímni kom líka í ljós þegar þú smelltir í góm til að fá hestinn minn til að fara hraðar eða þegar þú vannst okkur í spilum. Kani og Hornafjarðarmanni voru löngum spilaðir á rigningardög- um sumarsins og var þá vissara að spila vel. Nú ertu búinn að fá hvíldina eftir langa og góða ævi sem þú spilaðir vel úr og ég kveð þig með ljúfsárum söknuði í hjarta. Elínborg Valsdóttir. Ef til vill ... Allt er þetta blessað líf okkar líkt og flókinn vefnaður, þar sem mynstrið og litróf ívafsins ræðst af þeim áhrifum, sem við verðum fyrir af samferðamönnum okkar og einnig af ýmsum tilviljanakenndum atvik- um, sem við upplifum á lífsleiðinni. Einn af þeim samferðamönnum sem hafa haft mikil áhrif á líf mitt er Bjarni á Árbakka og þá eigi síður eftirlifandi eiginkona hans, hún Ella mín. Nú þegar ég sit hér og skrifa þessi fátæklegu þakkarorð gleðst ég óend- anlega mikið yfir því að hafa fengið tækifæri nú fyrir stuttu til að segja Bjarna hversu þakklát ég er honum og Ellu fyrir það veganesti sem þau gáfu mér, borgarbarninu, á heimili sínu á Árbakka. Það eru forréttindi að hafa fengið að dvelja hjá þeim um stund og allt sem ég lærði hjá og af þeim hefur geymst með mér og eins og er með allt, sem dýrmætt er, gleðst ég og þakka í hvert sinn er ég tek þessar minningar fram úr hug- skotinu. Þau kenndu mér að bera virðingu fyrir umhverfinu, lífinu allt í kring og því smæsta og stærsta í náttúrunni – allt þetta á ég þeim hjónum að þakka – og svo miklu meira. Sú mynd, sem Bjarni og Ella eiga í lífsvef mínum, er bæði stór og fögur – fagurlega litrík og skreytt þráðum gulls, sem minna á hjartalag þeirra og hugarþel til mín og fjöl- skyldu minnar. Vildi ég óska, að ég gæti sett sam- an jafn fagurt kvæði til Bjarna og mynd hans er í lífsvef mínum, en þess er ég ekki megnug. Þess í stað kveð ég þennan góða, aldna heiðurs- mann og bændahöfðinga með orðum skáldsins mikla, Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, með þeirri einlægu ósk að Bjarni fái að hvílast í grasi með am- boðin hjá sér sem forðum: Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins og forðum, og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti, finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar og silkimjúka andvarakveðju í hári, er angan af jurtum og járnkeldum þyngist og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við stelkinn. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi hjarta mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er. Við Vatnar sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til hennar elsku Ellu minnar og ekki síður til Jó- hanns, Sigrúnar og Pálma og fjöl- skyldna þeirra með ómældri þökk fyrir alla elskusemi í minn garð. Brynja. BJARNI JÓHANNSSON  Fleiri minningargreinar um Bjarna Jóhannsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.