Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum Kópavogsbú- um að í dag fer fram prófkjör hjá Sjálfstæð- isflokknum. Bæjarbúar fá nú tækifæri til að velja forystusveit flokksins í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Ég hef verið bæjar- fulltrúi síðan 1994 og hef því tekið virkan þátt í þeirri myndar- legu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í bænum á undanförnum árum. Aðhald í rekstri bæjarsjóðs hefur skilað góðum tekjuafgangi sem hefur verið notað- ur til að byggja upp nauðsynlegar þjónustustofnanir fyrir ört vaxandi bæjarfélag, jafnframt því sem ásýnd bæjarins hefur tekið stakkaskiptum. Í ljósi reynslunnar vil ég halda áfram sömu stefnu í meginatriðum, en sé þó fyrir mér ýmsar áherslubreytingar. Gera má ráð fyrir að uppbygging bæjarins verði eitthvað hægari á næstu árum. Þá skap- ast möguleikar á því að bæta enn frekar þá ágætu þjónustu sem Kópavogsbær nú þegar veitir. Þar kemur fyrst upp í hugann að efla þjónustu við aldraða. Í skólamálum vil ég beita mér fyrir auknu sjálf- stæði grunnskólanna. Við erum að ná því tak- marki að anna eftir- spurn eftir leikskóla- plássum. Ég sit í stjórn Heilsugæslu Kópavogs og hef þar beitt mér fyrir því að fá þriðju heilsugæslustöðina í bæinn. Mér finnst liggja beinast við að sú stöð verði í Salahverfi og þjóni Linda-, Sala- og Vatnsendahverfi. Ég tel að einnig þurfi að veita meira fjármagn í frágang íbúðarhverfa, fegrun opinna svæða og lagningu göngu- og hjólreiðastíga. Góðir Kópavogsbúar! Ég vil hvetja ykkur til að taka þátt í próf- kjörinu. Ég sækist eftir 2. sæti listans. Ég tel að sú reynsla sem ég hef bæði í starfi og stjórnmálum gagnist ykkur vel. Þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar til að vera áfram í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn. Reynslan að leiðarljósi Halla Halldórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kópavogur Ég tel, segir Halla Halldórsdóttir, að sú reynsla sem ég hef bæði í starfi og stjórnmálum gagnist ykkur vel. KYNNINGU á til- lögu að aðalskipulagi Kópavogs 2000–2012 lauk í vikunni. Þetta var lokakynning á tillög- unni og framundan er vinna við að búa skipu- lagið undir staðfestingu og útgáfu. Aðalskipulag er stefnumótun um upp- byggingu innan sveit- arfélags. Í tillögunni að aðalskipulagi Kópavogs 2000–2012 er reiknað með að land Kópavogs milli Kársness og Elliðavatns verð full- byggt á skipulagstíma- bilinu. Á þessum tíma verður lokið uppbyggingu íbúðarhverfa í Fífu- hvammslandi og Vatnsendalandi og verslunar- og þjónustusvæðin við Reykjanesbraut verða fullbyggð. Stefnt er að því að uppbyggingu miðbæjar Kópavogs verði lokið á skipulagstímabilinu og hann efldur sem miðstöð menningar og stjórn- sýslu. Í þrjá áratugi hefur gjáin sem Hafnarfjarðarvegur liggur um skipt miðbænum í tvennt og er orðið tíma- bært að sameina hann í einn öflugan miðbæ. Eldri hverfi Í aðalskipulaginu eru einnig tillög- ur um að nýta möguleika sem gefast til uppbyggingar í eldri hlutum bæj- arins. Þar er tillaga um nýja íbúð- arbyggð og smábátahöfn á landfyll- ingum við norðurströnd Kársness og að notkun og nýting eldri athafna- hverfa verði tekin til endurskoðunar. Einnig er haldið opnum möguleika á því að hátæknimiðstöð geti risið í landi Lundar í Fossvogsdal. Kópavogur er miðsvæðis í þéttbýl- asta svæði landsins og samgöngur við önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu ágætar. Það hefur gefið Kópavogi tækifæri til að byggja upp ný og öflug verslunar- og þjónustu- svæði í miðri byggð höfuðborgar- svæðisins. Líkur eru á því að notkun eldra atvinnuhúsnæðis taki breyting- um í kjölfar þessarar uppbyggingar og á bærinn að greiða leið þeirrar þróunar. Samvinnuverkefni Sveitarfélag á frumkvæði að gerð aðalskipulags. Vinnuferill þess er langur og margir leggja sitt af mörk- um – bæjarfulltrúar, íbúar, fagnefnd- ir og embættismenn. Samvinna við önnur sveitarfélög í skipulagsmálum fer einkum fram með gerð svæðisskipulags. Tillaga að aðalskipu- lagi Kópavogs 2000– 2012 er unnin sam- kvæmt nýjum skipu- lagslögum. Þau gera kröfu um að umhverfis- áhrif tillagna í aðal- skipulagi verði metin og þær rökstuddar með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert. Þetta gefur betri grundvöll fyrir ákvarðanatöku. Í nýju lögunum er einnig lögð áhersla á að almenningur geti fylgst með vinnunni. Kópa- vogur kynnti gerð aðalskipulagsins á þremur stigum vinnunnar. Í upphafi vinnunnar voru kynnt áform um skipulagsgerð, forsendur og efnis- þættir og voru íbúar hvattir til að leggja fram hugmyndir eða tillögur. Í öðrum áfanga voru kynnt drög að til- lögu og loks endanleg tillaga í þriðja áfanga. Markmiðið með gerð aðalskipu- lags er að móta og stýra uppbygg- ingu innan Kópavogs í framtíðinni. Þar koma fram nýjar tillögur og eldri tillögur birtast í nýrri útfærslu. Þannig verður það áfram því aðal- skipulag verður aldrei endanleg nið- urstaða í uppbyggingu bæjar. Ef allt gengur að óskum verður nýtt aðalskipulag Kópavogs gefið út með vorinu. Aðalskipulag er grein- argerð, þéttbýlisuppdráttur og sveit- arfélagsuppdráttur. Þéttbýlisupp- dráttur aðalskipulagsins verður sendur á hvert heimili í bænum. Kópavogsbúar, ég óska eftir stuðningi ykkar í þriðja sæti fram- boðslistans í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sem fram fer í dag og að þið veitið mér áframhaldandi brautar- gengi fyrir þau málefni sem ég stend fyrir. Aðalskipulag Margrét Björnsdóttir Kópavogur Nýtt aðalskipulag Kópavogs, segir Mar- grét Björnsdóttir, verð- ur gefið út með vorinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og í skipulagsnefnd og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. www.centrum.is/~margretb FJÖLSKYLDAN, öldrunarmál, umhverfismál og almenn velferð er stöðugt að fá aukið vægi. Stór hluti þeirra sem hafa verið að flytja í Kópavog er ungt fjölskyldufólk með börn. Jafnframt er öldruðum að fjölga í bænum og þeim þarf að sinna af alúð. Fjöl- skylduna og velferð hennar á að setja fram- ar öðru. Stefnt er að því að öll börn tveggja ára og eldri sem búa í Kópa- vogi verði búin að fá leikskóladvöl á þessu ári. En það getur verið mjög kostnaðarsamt að vera með ung börn bæði hjá dagmóður og á leikskóla. Til að styðja við bakið á fjölskyldum með ung börn var ákveðið veita systkina- afslátt með börnum þegar annað er hjá dagmóður og hitt á leikskóla. Kópavogur er eitt fyrsta sveitarfé- lagið til að veita slíkan afslátt. Þessar niðurgreiðslur eru fyrst og fremst hugsaðar til að létta undir með ung- um foreldrum. Að þessum málum þarf að vinna enn betur. Jafnframt er nauðsynlegt að auka áherslu á eflingu innra starfs stofn- ana bæjarins, meðal annars með auknum stuðningi við tal- og iðju- þjálfun í leikskólum. Samvinna milli leikskóla og grunnskóla hefur stöð- ugt verið að aukast og þeirri þróun þarf að halda áfram. Einnig vil ég auka fjárhagslegt sjálfstæði leikskóla. Félagsmiðstöðvar unglinga hafa gengið fádæma vel í Kópavogi en nauðsynlegt er að koma á fót upplýsinga- og félagsaðstöðu fyrir ungt fólk sem lokið hef- ur grunnskóla. Hin mikla fjölgun íbúa í bænum kallar ekki aðeins á aukna þjónustu við foreldra með ung börn heldur einnig á aukna þjón- ustu við sjúka og aldr- aða. Starf eldri borgara í Kópavogi og það félagsstarf sem fer fram í fé- lagsmiðstöðvunum Gullsmára og Gjábakka er í miklum blóma og þakka ber starfsfólki félagsmiðstöðv- anna fyrir þeirra óeigingjarna starf. Þrátt fyrir að nú nýverið hafi verið vígð ný álma við Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, sem er öllum þeim er að því stóðu til mikils sóma, er nauðsyn- legt að þrýsta enn frekar á ríkisvald- ið að byggja í samvinnu við Kópa- vogsbæ fleiri hjúkrunarrými fyrir aldraða í Kópavogi. Þetta er mikið hagsmunamál sem þarf að leggja aukna áherslu á. Þótt vel hafi miðað í samningaviðræðum Kópavogs og ríkisins um að opna þriðju heilsu- gæslustöðina í Kópavogi þurfa bæj- aryfirvöld að halda áfram að þrýsta þar á. Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en þriðja heilsugæslu- stöðin í Kópavogi verður opnuð. Hér hefur aðeins verið drepið á ör- fá atriði er varða velferðarmál fjöl- skyldunnar. Það er mér mikið metn- aðar- og kappsmál að fá að beita mér áfram á því sviði innan bæjarstjórnar Kópavogs. Ég bið því um stuðning til þess í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardag. Bær fjölskyldunnar Sigurrós Þorgrímsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Kópavogur Við munum ekki unna okkur hvíldar, segir Sigurrós Þorgríms- dóttir, fyrr en þriðja heilsugæslustöðin verður opnuð. Í DAG búa um 6.300 manns í Mosfellsbæ. Í nýsamþykktu svæðis- skipulagi fyrir höfuð- borgarsvæðið er gert ráð fyrir að Mosfells- bær stækki hlutfalls- lega mest af sveitar- félögum á höfuðborg- arsvæðinu á næstu árum. Áætlað er að íbúafjöldi verði orðinn um 13.000 árið 2020. Þetta er mikil ábyrgð fyrir okkur Mosfell- inga að axla og alveg lífsnauðsynlegt að vel takist til með upp- byggingu bæjarins og að það takist að auka lífsgæði í bæjarfélaginu. Stóra verkefnið á næstu árum verður því skipulags- mál. Skipulagsmál og fræðslumál eru stærstu málefni sveitarfélaga. Í fræðslumálin fer rúmlega helm- ingur af skatttekjum bæjarins og er því afar mikilvægt að stefnu- mótun, áætlanagerð og rekstrar- eftirlit séu skilvirk og góð hvað þennan málaflokk snertir. Skipulagsmálin hins vegar skapa umgjörð- ina, það samfélag sem við viljum sjá fyrir okkur og börnin okk- ar. Við viljum sjá þjónustu í sem bestum tengslum við íbúðar- hverfin. Við viljum að það sé tiltölulega stutt fyrir okkur að fara með börnin á leik- skóla. Við viljum að grunnskólabörnin eigi auðveldan og hættu- lausan aðgang að skól- anum sínum. Við viljum að sam- göngur séu greiðar, bæði almenningssamgöngur og fyrir einkabílinn. Við viljum sjá vel hannaða og fallega byggð þar sem við höfum andrúm til að sinna hugðarefnum okkar og áhugamál- um, hvort sem þau eru íþróttir, úti- vist, menning eða hvaðeina. Við viljum sjá manneskjulegt og heil- brigt samfélag sem þjónar bæj- arbúum vel frá barnæsku til elli- ára. Þetta eru háleit markmið en mjög eðlileg í nútímasamfélagi. Af framansögðu er ljóst að það bíða stór og mikil verkefni þess sem verður falin sú ábyrgð að stýra bæjarfélaginu næstu árin. Ég er tilbúinn að axla þá ábyrgð og er reiðubúinn til að vera í forystu sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi kosningum og mun ekki láta mitt eftir liggja til að sjálf- stæðismenn nái meirihluta aftur í bæjarfélaginu fái ég til þess um- boð. Ég hvet Mosfellinga til að fjöl- menna í prófkjör sjálfstæðismanna í dag og taka afstöðu. Framtíð Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og gefur kost á sér í 1. sæti. Mosfellsbær Ljóst er, segir Haraldur Sverrisson, að það bíða stór og mikil verkefni þess sem verður falin sú ábyrgð að stýra bæj- arfélaginu næstu árin. Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44 Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.