Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorbjörg J.Schweizer
fæddist á Eintúna-
hálsi á Síðu í V-
Skaft. (nú eyðibýli í
Skaftárhreppi) 23.
september 1903.
Hún lést á Klaust-
urhólum á Kirkju-
bæjarklaustri 31.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Árnason,
f. 1859, bóndi á
Eintúnahálsi á Síðu
í V-Skaft., og Mar-
grét Jónsdóttir, f.
1861. Hún bjó hjá foreldrum sín-
um á Eintúnahálsi til 1919. Eftir
það á Hunkubökkum til 1921.
Hún var vinnukona á Síðu og í
mannahöfn 1931. Eftir það starf-
aði Þorbjörg sem deildarhjúkr-
unarkona á Kleppsspítalanum í
Reykjavík og víðar, þar til hún
giftist 1938 dr. Bruno Schweizer,
dr. phil. Þau bjuggu í Diesen í
Bayern. Börn þeirra eru 1) Helgi
Jón, f. 15.5. 1939, prófessor í sál-
arfræði, kvæntur Wicki og börn
þeirra eru Jón, Vala og Elian. 2)
Gunnar, f. 7.6. 1942, tinsmiður,
kvæntur Karin, og börn þeirra
eru Magnús, Jóhanna og Kilian.
Barn Gunnars af fyrra hjóna-
bandi er Gunnar.
Í stríðinu vann Þorbjörg sem
sjúkraliði á vegum Rauða kross-
ins en eftir það flutti hún til Ís-
lands og vann þá áfram við
hjúkrunarstörf á Kleppsspítala í
sjö ár. Hún dvaldi síðan aftur í
Þýskalandi 1952–89. Þá fluttist
hún á dvalarheimilið Klaustur-
hóla á Kirkjubæjarklaustri.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Prestbakkakirkju á Síðu í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Reykjavík næstu ár-
in.
Alsystir Þorbjarg-
ar var Sveinbjörg
Jónsdóttir, f. 1907, d.
2000.
Jón faðir Þorbjarg-
ar var áður kvæntur
Dómhildi Sigmunds-
dóttur, f. 1858. Börn
þeirra voru Jónína, f.
1890, Guðrún, f.
1893, Sveinn, f. 1895,
og Árni, f. 1897.
Margrét móðir
Þorbjargar átti áður
Ragnhildi, f. 1886.
Þorbjörg nam hjúkrun í tvö ár
á Íslandi, en fór síðan til fram-
haldsnáms í Danmörku og lauk
námi við Rigshospitalet í Kaup-
,,Ég ætlaði alltaf að koma heim
aftur af því að ég elskaði sveitina
mína.“ Þannig fórust Þorbjörgu
Jónsdóttur Schweizer orð í útvarps-
viðtali fyrir nokkrum árum. Þá var
hún komin aftur heim á Síðu, háöldr-
uð eftir viðburðaríka ævi. Nú er hún
hnigin í faðm sveitarinnar sinnar,
hátt á tíræðisaldi og varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að halda fullum sál-
arkröftum til hinstu stundar. Þótt
grasi gróin fjöll Síðunnar og tignar-
legur Hvannadalshnjúkur muni enn
sem fyrr laða okkur austur þangað
finnst okkur Valgerði sem sveitin
hafi misst sitt helsta aðdráttarafl því
að Bagga frænka var snar þáttur í
lífi okkar síðustu árin og við minn-
umst með söknuði skemmtilegra
samverustunda hjá henni á Klaust-
urhólum þar sem hún veitti af lífs-
visku og rausn.
Þrátt fyrir þá ást sem Bagga hafði
á sínum heimaslóðum tók veröldin
þar á henni ómjúkum höndum fyrstu
árin. Hún fæddist og ólst upp á heið-
arbýlinu Eintúnahálsi þar sem lífið
snerist um það eitt að eiga mat í
næsta mál og föt sem skýldu fyrir
mesta kuldanum. Foreldrum hennar
búnaðist þó vel enda miklir dugnað-
arforkar en svo kom grasleysissum-
ar, frostavetur og Kötlugos 1918. Af
vænum bústofni lifðu aðeins 9 ær og
kúnum tveimur þurfti að lóga.
Upp úr þessum hremmingum
réðst Þorbjörg sem vinnukona að
Hunkubökkum hjá ömmu minni og
afa, Pálínu Elíasdóttur og Elíasi
Bjarnasyni. Elías var barnakennari í
sveitinni og hafði veitt Þorbjörgu
sína undirstöðumenntun á Kirkju-
bæjarklaustri. Þau hjónin litu á Þor-
björgu sem eins konar fósturdóttur
og þannig atvikaðist það, að ég hélt
alltaf að hún væri frænka mín en
þann misskilning leiðrétti hún eins
og margt annað því að réttar stað-
reyndir hafði hún á takteinum fram í
andlátið. Koma hennar að Hunku-
bökkum hefur áreiðanlega ráðið
miklu um lífshlaup hennar því að
skömmu eftir að afi minn og amma
brugðu búi og fluttust til Reykjavík-
ur lá leið hennar einnig í bæinn þar
sem hún stundaði m.a. fiskvinnu og
notaði tekjurnar til að afla sér
menntunar. Hún afréð að leggja fyr-
ir sig hjúkrunarstörf enda átti hún
þann draum að verða héraðshjúkr-
unarkona. Námið stundaði hún að
hluta til á Ríkisspítalanum í Kaup-
mannahöfn og féll þar vel enda þótt
hún hefði alltaf í hyggju að setjast að
í heimahögunum.
Eigi að síður urðu það örlög henn-
ar að dveljast erlendis lungann úr
ævinni. Mannsefninu sínu, Bruno
Schweizer málvísindamanni, kynnt-
ist hún á leið til Þórsmerkur ásamt
Jónu föðursystur minni. Upphaf
samfylgdar þeirra urðu þau að hún
teymdi undir honum yfir Þverá í for-
áttuvexti sem henni þóttu smámunir
miðað við skaftfellsku fljótin. Síðar
lágu leiðir þeirra saman í Þýska-
landi, en fjölskylda hans rak tinverk-
smiðju í bænum Diessen í Bæjara-
landi, og þar ákváðu þau að ganga í
hjónaband, en brúðkaupið fór fram
hér á landi. Í upphafi blés ekki byr-
lega fyrir þeim því að skömmu eftir
hjónavígsluna skall stríðið á. Bruno
var kvaddur til vígstöðvanna en Þor-
björg varð að bjarga sér eins og best
lét og sýndi sem fyrr kjark og þraut-
seigju. Síðar fékk hann vinnu hjá
þýskri vísindastofnun og störfunum
gat hann sinnt að hluta til í Diessen.
Á stríðsárunum fæddust þeim tveir
synir, Helgi og Gunnar, og móðir
þeirra talaði jafnan við þá á íslensku
með sínum skaftfellska framburði.
Bruno var handtekinn í stríðslok
og þá ákváðu þau að Þorbjörg færi
með drengina heim til Íslands enda
allt í kaldakoli í Þýskalandi. Ferða-
lagið var langt og erfitt en heim
komust þau í árslok 1945 og Þor-
björg fékk vinnu og húsnæði á
Kleppsspítalanum. Þar hófust kynni
okkar sem stóðu óslitið allar götur
síðan. Henni var innilega fagnað á
heimili afa míns og ömmu á Lauf-
ásvegi og hjá fóstursystkinunum og
strákarnir hennar runnu umsvifa-
laust inn í stórfjölskylduna. Eftir að
Bruno var látinn laus fékk Þorbjörg
landvistarleyfi handa honum hér á
landi en hér festi hann ekki yndi og
fór aftur heim með Gunnar. Þor-
björg og Helgi dvöldust hér lengur
og bundust fjölskyldunni enn sterk-
ari böndum. Störf sín á Kleppsspít-
alanum rækti hún af mikilli trú-
mennsku og öllum þótti eftirsjá að
henni þegar hún fluttist aftur til
Þýskalands.
Árið 1961 fór ég til náms skammt
frá Stuttgart. Þá naut ég gestrisni
hjá Þorbjörgu í Diessen og með okk-
ur tókst náin vinátta. Þá var Bruno
látinn og drengirnir uppkomnir.
Þegar við spjölluðum saman fannst
mér sem viðburðarík ævi hennar
væri efni í heila bók og hún hafði af
miklu að miðla. Hugur hennar stóð
alltaf heim til Íslands, hún fylgdist af
áhuga með íslenskum málefnum og
hafði oft á orði að hér vildi hún eyða
síðustu ævidögunum. Það sama var
upp á teningnum í hvert skipti sem
ég heimsótti hana og þáði hjá henni
móttökur. Það voru grasi gróinn
fjallahringur og beljandi stórfljót
Skaftafellssýslu sem stóð hjarta
hennar miklu nær en tignarleg fjöll
og skóglendi Bæjaralands.
Hún fylgdist af áhuga með góðu
gengi drengjanna sinna. Helgi varð
prófessor í sálarfræði í Innsbruck en
Gunnar tók við iðn föðurfjölskyld-
unnar. Þegar hún sá hag þeirra
beggja vel borgið og barnabörnin
voru vaxin úr grasi ákvað hún að
standa við það heit sem hún hafði
gefið sjálfri sér – að fara heim í sveit-
ina sína. Þangað fluttist hún alkomin
1989. Að vísu skrapp hún í stutta
heimsókn til sonanna árið 1992 en lét
þess getið við heimkomuna að þang-
að færi hún aldrei aftur. Í stað þess
að hjúkra sveitungum sínum eins og
hún ætlaði í upphafi naut hún að-
hlynningar á vistheimilinu Klaustur-
hólum á Kirkjubæjarklaustri, átti
þar friðsælt ævikvöld og naut sam-
vista við ættingja sína og aðra sveit-
unga.
Á þeim 12 árum sem liðin eru frá
heimkomu hennar höfum við haft
mikið saman að sælda. Mér var sönn
ánægja að endurgreiða henni góðan
viðurgjörning frá liðnum árum og
uppskar jafnan innilegt þakklæti.
Hún var hafsjór af fróðleik enda
stórvel gefin og minnug með afbrigð-
um og leiðrétti mig einatt ef mér
varð á með staðarnöfn eða annað
sem tengdist Síðunni eða Land-
brotinu. Ekki þótti mér síður til þess
koma hversu mikil nútímakona hún
var og hversu forvitin hún var um
allar nýjungar þótt rætur hennar
stæðu djúpt í fortíðinni.
Römm er sú taug
er rekka dregur
föðurtúna til.
Þessi orð Ovidiusar í þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar eiga vel við
á kveðjustundu Þorbjargar Jóns-
dóttur Schweizer. Megi hún hvíla
vært í skaftfellskri mold.
Gunnlaugur Helgason.
Hún Þorbjörg í Diessen er látin.
Margir Íslendingar, sem stunduðu
nám í München á sjötta áratug síð-
ustu aldar, kynntust henni, þegar
hún bauð þessum ungu löndum sín-
um á heimili sitt og fjölskyldu sinnar
í þorpinu Diessen við Ammersee, í
friðsælu umhverfi, um 30 km sunnan
stórborgarinnar. Hún bjó ásamt
manni sínum og tveimur sonum í lít-
illi íbúð á efri hæð húss, sem var í
eigu fjölskyldu manns hennar og
stóð við aðalgötu þorpsins. Á neðri
hæð var verslun, sem seldi alls kyns
listræna skraut- og nytjamuni úr
tini, sem steyptir voru í lítilli tin-
steypu í bakhúsi á landareigninni.
Mágur Þorbjargar og mágkona ráku
smiðjuna og störfuðu þar ásamt
fleirum. Að baki húsanna var garður,
mjó en nokkuð löng rein, þar sem ís-
lensku stúdentarnir sátu löngum við
veitingaborð Þorbjargar eða nutu
sólar. Einnig var oft setið þétt í stof-
unni á efri hæðinni. Tveir íslenskir
hestar voru innan girðingar á land-
areigninni. Þeir höfðu sjálfsagt náð-
ugt líf. Aldrei sáum við þeim riðið, en
börnin höfðu gaman að þeim.
Mannfræðingurinn dr. Bruno
Schweizer, eiginmaður Þorbjargar,
varð ekki langlífur. Hann andaðist
langt um aldur fram, fáum árum eft-
ir að við kynntumst honum.
Eftir að Bruno féll frá, hélt Þor-
björg heimili með sonum sínum,
Helga og Gunnari, með fyrri reisn og
gestrisni. Eftir að þeir stofnuðu fjöl-
skyldur sínar reistu þeir sér hús hlið
við hlið á landareign í eigu fjölskyld-
unnar í Diessen. Þorbjörg bjó í húsi
Helga og aðstoðaði þar við heimilis-
haldið meðan kraftar entust, því að
hjónin voru útivinnandi og Helgi
kenndi við hákólann í Innsbruck í
Austurríki. Hann var því tíðum að
heiman. Þjónustulund Þorbjargar
var dæmalaus, góðmennskan og
fórnfýsi átti sér engin takmörk. Það
kom meðal annars fram í því, hversu
vel hún hugsaði um og annaðist mág-
konu sína, Anni, og bar velferð henn-
ar alla tíð fyrir brjósti, líka eftir að
hún fluttist til Íslands.
Ef lýsa ætti Þorbjörgu í fáum orð-
um, eru fjölmörg lýsingarorð, sem
koma upp í hugann: Hún var fórnfús,
gestrisin, gjafmild, hjálpsöm, hlé-
dræg, hlý, hógvær, umburðarlynd,
svo að nefnd séu í stafrófsröð nokkur
þeirra orða, sem koma upp í hugann.
Þetta eru ekki fá orð, en öll þeirra og
eflaust mörg fleiri voru samnefnari í
lífi þessarar góðu konu. Hún var fín-
leg og falleg og löngum sporlétt,
ÞORBJÖRG JÓNS-
DÓTTIR SCHWEIZER
6 1
1
&
" &" *
%
%
%
=E-
) <7+ ,
$$ &-"$ ($
-"$-"$ ($
++ -"$ %" &
:$)7!!-"$ ($
$%<$
<$<$!$33 <$
( &$&2&$$!7 $ ,
6 1 *% 1
& " &" *
%
% %
# @.E E
"!+&G
;: ,
1 * ! * 8
% 0
. &+ & +%" & @ $"!' ($
& + & + ($ ;% $%" &
#$&& + ($ 4* $$; !%" &H2& 2
&& + ($ !%@"&$ %" &
& "$& + ($ &:$4* -"$ %" &
-"$$&A:+ & +%" &;$ 4: ;' &$ ($
<$<$(<$<$<$,
.% "!
% 1
&
" &"
*
"! *
%
%
%
-
; E4 / ' 3'! !! "
23&C1
3$$ 3,
+8 1 8*
0
0
9
! % " &"
'"%
+<9& 7$ %" &
4* 9!-"2$$ %" &
!' )* ; ($
- $$>-"2$$ %" & &$$ , &$ ($
<$<$<$<$<$
<"+&('! !% ,
6 1 8 * % 1
& " &"*
8
% %
95
= @/
372!+
&,
1
8 '! ! " #
( -"$ %" & $ '7$ ($
$!% -"$ ($ + &+& %" &
9& 7$ &$3 -"$ ($ ; '$ &$ $ %" &
<$<$(<$<$<$,
6 1
1
&
* 1 *
%
8
%
%
@/4
E/ '7 & 2 !! 3,
1
8
0
!&$ %" &
-"$@(3"+ %" & # &# & ($
$"!' !&$ ($ )($ $"!' ($
'<$( &$&2&$ !7 $,