Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUNNUDAGINN 3. febrúar s.l. birtist ágæt og tímabær forustu- grein í Mbl. um þá hættu sem Íslend- ingum stafar af alþjóðlegri glæpa- starfsemi og árangursríkum aðgerð- um lögreglu til að stemma stigu við allri viðleitni óþjóðalýðs og glæpa- hyskis í þá veru. Greinin fjallaði um meinta tilraun svokallaðra „Vítis- engla“ til að ná fótfestu hér á landi, en þau samtök eru þekkt af ólöglegri starfsemi víða um lönd, svo sem eit- urlyfjasölu, vændi, morðum, bar- smíðum og öllu því „sem við Íslend- ingar höfum ekki áhuga á að nái hingað“, eins og ritstjóri bendir réttilega á. Hins vegar hnaut ég um það dæmi sem ritstjóri nefnir máli sínu til stuðnings (um viðleitni Vít- isengla til að ná fótfestu hér á landi) að íslenskir nektarstaðir hafi haft viðskipti á sínum tíma við umboðs- skrifstofu í Kanada, sem væri í eigu Vítisengla. Ég hafði viðskipti við um- rædda umboðsskrifstofu á sínum tíma, og þeim viðskiptum er löngu lokið, en mér að vísu láðist að líta á hluthafaskrána. Ég hef engan áhuga á því að eiga viðskipti við glæpahyski og vil ekkert annað en reka mína starfsemi að réttum lögum, en mér þykir dæmi Morgunblaðsins ósæmi- legt, því það felur í sér tengingu minnar starfsemi við alþjóðlegan glæpalýð. Ég get heilshugar tekið undir þau orð dómsmálaráðherra að breið sam- staða eigi að vera um það „í íslenska stjórnkerfinu að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þ. á m. starfsemi, sem þrífst innan samtaka Vítis- engla“, en mín starfsemi er algerlega ótengd allri alþjóðlegri glæpastarf- semi, þannig að samlíkingin er óheppileg og til þess fallin að koma óorði á starfsemi mína. GUÐJÓN R. SVERRISSON, framkvæmdastjóri Bóhem. Viðnám gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi Frá Guðjóni R. Sverrissyni: HVERT mannsbarn sem hefur augu og eyru veit að illa hefur verið staðið að einkavæðingu Símans og mistök hafa verið gerð. Ekki nóg með það að dræm þátttaka hafi verið í hlutafjár- útboðinu og forstjóra fyrirtækisins verið kastað út á stétt með vænan starfslokasamning og fjárfestinga- mistök sem kostuðu fyrirtækið 400 milljónir á bakinu heldur hefur nú frjálshyggjulögfræðingurinn Hreinn Loftsson ákveðið að stíga niður sem formaður einkavæðingarnefndar. Allt þetta gengur á og samt sem áður leyfir Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sér að fullyrða í fjölmiðlum „að allt sé í himnalagi“ og að þessar sviptingar muni ekki hafa áhrif á siglingu Símans í átt að eyju hins frjálsa markaðar. Vitur eftir á Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Samt hljóta menn að velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið skyn- samlegra að einkavæða Símann meðan markaðsvirði hans var sem mest og markaðshlutdeild fyrirtæk- isins sem stærst. Þá hefði fengist langmestur peningur fyrir fyrirtæk- ið. Einnig er einkennilegt að ríkis- stjórnin vilji halda í 51% ráðandi eignaraðild að fyrirtækinu í stað þess að selja það allt á einu bretti því að tíminn flýgur og önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum eru smátt og smátt að saxa á forskot Símans og hirða viðskiptavini frá fyrirtækinu. Þar gilda lögmál hins frjálsa mark- aðar. Þar með hlýtur verðmæti þessa 51% sem ríkið á í fyrirtækinu að rýrna. Vissulega mun Síminn halda velli sem leiðandi fjarskipta- fyrirtæki á þessu landi en fyrirtækið mun líklega aldrei ná aftur þeirri gríðarlegu markaðshlutdeild sem fyrirtækið hafði áður en fyrirtæki eins og Tal og Íslandssími hófu að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Það er í raun og veru ótrúlegt að hlusta á þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og aðra básúna um það í fjölmiðlum að hið opinbera (borgin) eigi ekki að standa í rekstri á fyr- irtæki eins og Lína.net en á sama tíma á ríkið 51% eignarhlut í fyrir- tæki sem er í harðvítugri beinni sam- keppni við tvö fjarskiptafyrirtæki sem hafa skotið rótum á farsíma- markaðnum og í samkeppni við fjölda annarra fyrirtækja á sviði gagnaflutninga og annarrar há- tækniþjónustu. Borgin á ekki að standa í rekstri á þessum markaði og ríkið ekki heldur. Við viljum trúa að með hverjum deginum sem líður séum við að nálgast drauminn um hið fullkomna hagkerfi en það hlýtur að vera óskhyggja meðan ríkið á ennþá ráðandi meirihluta í þjónustu- fyrirtæki og á í erfiðleikum með að losa sig við minnihlutann! Móðgun Það er hrein og bein móðgun við þegna þessa lands að ríkisstjórnin með Sturlu Böðvarsson samgöngu- ráðherra í broddi fylkingar hafi ekki undirbúið skútuna betur undir ferð- ina til fyrirheitna landsins. En það er samt jákvætt að það hafi verið stefna ríkisstjórnarinnar frá byrjun að einkavæða fyrirtækið og maður get- ur hreinlega ekki hugsað þá hugsun til enda ef afturhaldsseggirnir í VG sem eru á móti einkavæðingu fyrir- tækisins hefðu farið með völdin í landinu. ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON, nemi í Verzlunarskóla Íslands og félagi í Heimdalli f.u.s. í Reykjavík. Sóðaskapur um Símann? Frá Þorbirni Þórðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.