Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. nam 156 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 484 milljóna króna tap árið 2000. Rekstr- artekjur félagsins jukust verulega á árinu eða úr 2.440 milljónum króna í 3.763 milljónir króna. Samkvæmt til- kynningu til Verðbréfaþings Íslands í gær gengu veiðar á uppsjávarfiski vel á árinu og var afli skipa félagsins meiri en áður hefur þekkst. Færðu uppsjávarfiskiskip Hraðfrystihúss- ins tæplega 160 þúsund tonn að landi á árinu og tók mjöl- og lýsisvinnsla félagsins við ríflega 178 þúsund tonnum sem er metmóttaka á rekstrarári. Móttekin bolfiskur var 1.833 tonn og var hann alfarið veidd- ur af togara félagsins. Móttekin rækja var 1.778 tonn. Félagið keypti á árinu útgerðarfélagið Vísi í Sand- gerði til að styrkja hráefnisöflun bol- fiskvinnslu félagsins. Endurskipu- lagningu félagsins er að mestu lokið og eiga þær breytingar að skila sér að fullu inn í núverandi rekstarár. Elfar Aðalsteinsson forstjóri kveðst í tilkynningu til Verðbréfa- þings, mjög sáttur við rekstarniður- stöðu ársins. Góð aflabrögð í upp- sjávarfiski, og stöðugt markaðs- umhverfi í mjöli og lýsi hafi lagt grunninn að þessari niðurstöðu. Veltufé frá rekstri sé mikið og lögð hafi verið áhersla á niðurgreiðslu skulda. Rekstrarumhverfi sjávarút- vegsfyrirtækja hafi almennt verið já- kvætt á árinu og það endurspeglist í þessu uppgjöri. Eins séu horfur fyrir árið í ár góðar að öllu óbreyttu. Hraðfrystihús Eskifjarðar með 156 milljónir í hagnað        #  #, #  ,. / &#     &# &       ,/   1   #       1 &' #  "   #$ % 2  &' & / #   ?@  &' A /  #  &,/  &                   5488; 54=:5   8==   3=7  =:3   & =4==6 848<3 ''! 5< 5;: =99> & '" &'" &" " &' " '" &" &" & " &" &'"      #  $ % % $ % % $ % %     #           #    Stórbætt afkoma TAP Sláturfélags Suðurlands nam 58,6 milljónum króna á síðasta ári og eru það umskipti frá 90,5 milljóna króna hagnaði árið áður. Lakari afkoma stafar af hækkun fjármagnsgjalda, lægri framlegð af vörusölu og hækkun launakostnaðar og annars rekstrarkostnaðar á milli ára, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Sláturfélaginu. Þar segir einnig að rekstrarárið hafi einkennst af mikilli samkeppni sem leiddi til fækkunar aðila í slátrun og í kjötiðn- aði „en afkoma beggja greina var óviðunandi á árinu“. Varðandi horfur á þessu ári segir að markaðshlutdeild SS sé að vaxa á kjötmarkaðnum í kjöl- far rekstrarerfiðleika helstu keppi- nauta. „Gert er ráð fyrir að áfram verði mikil samkeppni í slátrun og kjötiðnaði, en stöðugleiki aukist á næstu mánuðum í efnahagslífinu.“ Rekstrartekjur SS og dótturfélags- ins SS Afurða voru 3.468,2 milljónir króna en 3.097,5 milljónir árið áður. Velta samstæðunnar jókst um 12% á milli ára. Veltufé frá rekstri hefur minnkað um tæpt 41%, úr 270 millj- ónum í 160 milljónir. Skuldir SS hafa aukist úr 1.341 milljón í 1.740 milljónir en eigið fé er sambærilegt á milli ára, um 1.180 milljónir. Eiginfjárhlutfall lækkar á milli ára, úr 47% í 41%, og arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5% en var árið 2000 jákvæð um 8%. #  #, #  ,. / &#      &# &       ,/   1   #       1 &' #      2  &' & / #   &,/  &  1  &,/                 64;9: 54<98 ' =67 ! 7:  =; 9; ' '( =4=:; =468=  ! 5<; 8<;> :;> " " " "  " " '" " " " " '"             #  $ % % $ % % $ % %     #           #    Úr hagnaði í tap hjá SS FYRRVERANDI yfir- framkvæmdastjóri bandaríska orkusölufyr- irtækisins Enron, Jeffr- ey Skilling, tjáði rann- sóknarnefnd bandaríska þingsins í fyrradag að hann hefði ekki vitað betur en fjárhagsstaða fyrirtækisins væri góð þegar hann hætti störf- um hjá því í ágúst í fyrra. Fjórum mánuðum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Framburður Skillings gekk þvert gegn framburði tveggja annarra yfirmanna í fyr- irtækinu, sem sögðust ítrekað hafa varað hann við hagsmunaárekstrum sem gæfu af sér fúlgur fjár fyrir suma innan- búðarmenn. „Ég taldi fyrirtækið ekki vera í neinum fjár- hagskröggum,“ sagði Skilling, sem bar vitni eiðsvarinn í kjölfar Andrews Fast- ows, fyrrverandi yfirfjármálastjóra Enron, og þriggja annarra hátt- settra framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, sem allir neituðu að svara spurningum þingnefndarmanna á grundvelli stjórnarskrárbundins réttar síns til að bera ekki sakir á sjálfa sig. Fastow hefur verið sagð- ur maðurinn á bak við stofnun sam- eignarfyrirtækja er gerðu Enron kleift að halda miklum skuldum ut- an við bókhald fyrirtækisins, og halda þannig lánshæfismati þess háu. Hrun þessara sameignarfyr- irtækja leiddi til gjaldþrots Enron. Skilling sagði í vitnisburði sínum að hann hefði ekki haft hugmynd um að Fastow og aðrir yfirmenn Enron hefðu hagnast um rúmlega 40 milljónir dollara af sameignar- fyrirtækjunum. Þá þvertók hann fyrir að hafa vitað til þess að reynt hefði verið að fela tap fyrir fjár- festum. Ennfremur svaraði Skilling því ítrekað til, að hann ræki ekki minni til að hafa verið viðstaddur mikilvæga fundi sem þingnefndar- menn telja að hafi leitt í ljós vís- bendingar um hvert hafi stefnt hjá Enron. James Greenwood, þingmaður repúblíkana og formaður orku- og viðskiptanefndar fulltrúadeildarinn- ar, var fullur efasemda um fram- burð Skillings. „Stór jarðskjálfti reið yfir Enron rétt eftir að þú yf- irgafst fyrirtækið,“ sagði Green- wood. „Fólk mun lægra sett en þú kom auga á sprungurnar sem voru að myndast, fann titringinn og sá rúðurnar nötra. Og þú ætlast til að við trúum því að þú hafir setið á skrifstofu þinni og ekki haft hug- mynd um að húsið væri að hruni komið?“ Skilling er hæst setti yfirmaður Enron sem borið hefur vitni fyrir þinginu, en fjöldi nefnda rannsakar nú kringumstæður gjaldþrots fyr- irtækisins, sem kostaði þúsundir starfsmanna atvinnuna og fjöldi nú- verandi og fyrrverandi starfsmanna hefur glatað öllu sparifé sínu sem var bundið í hlutabréfum í fyrir- tækinu, en þau eru nú verðlaus. Í ljós hefur komið, að nokkru áður en uppskátt varð um vandræði í rekstrinum höfðu margir yfirmenn selt hlutabréf í stórum stíl og hagn- ast um miklar fúlgur. Skilling sagði m.a. að hann ræki ekki minni til þess að hafa setið fund fyrir tveim árum þar sem stjórn fyrirtækisins ræddi stofnun eins af fyrrnefndum sameignarfyr- irtækjum. Þegar Greenwood veifaði minnisblöðum frá fundinum, sem staðfestu að Skilling hefði verið við- staddur, sagði Skilling: „Ef til vill sat ég fundinn að hluta. Sat ég hann allan? Ég veit það ekki.“ Ennfremur kvaðst hann telja ólíklegt að hann hefði verið við- staddur annan, mikilvægan fund þar sem Fastow lýsti því hvernig nauðsynlegt væri að Skilling myndi veita persónulega heimild fyrir stofnun eins af sameignarfyrirtækj- unum. Þótt fundargerðir bendi til að Skilling hafi setið þennan fund sagði Skilling í vitnisburði sínum að þann dag hefði verið rafmagnslaust og „það var myrkur og fólk var að koma og fara af fundinum allan tímann.“ Gerald Treece, aðstoðarrektor South Texas-lagaháskólans, sagði fréttamönnum að hann teldi það hafa verið mikil mistök af hálfu Skillings að bera vitni fyrir þing- nefndinni. „Og hann sýndi svo sannarlega fram á það. Ég er viss um að lögfræðingar hans hafa reytt hár sitt og skegg á meðan hann var að tala.“ Fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri Enron ber vitni Skilling neitar að hafa vitað um rekstrarvanda Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri Enron, ber vitni fyrir nefnd bandaríska þingsins er rannsakar kringumstæður gjaldþrots fyrirtækisins. Washington. The Washington Post, The Los Angeles Times. Reuters HEIMURINN lá fyrir fótum Jeff- reys Skillings fyrir ári. Eftir að hafa í ellefu ár stöðugt þokað sér ofar og ofar í metorðastiganum í Enron var hann gerður að yf- irframkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, sem hann gortaði af að væri ekki bara „fremsta fyr- irtæki í heimi“, heldur líka það „flottasta“. Skilling útskrifaðist frá við- skiptadeild Harvard-háskóla og hóf störf fyrir Enron á miðjum níunda áratugnum sem ráðgjafi. Enron réð hann í fast starf 1990 og hann fékk fljótlega á sig orð fyrir að vera maður stórra hug- mynda og hvatti til þess að fyr- irtækið léti ekki við það sitja að selja og dreifa jarðgasi heldur sneri sér einnig að nýjustu gerð vörumiðlunar. Ákafi hans vakti athygli, bæði í höfuðstöðvum Enron í Houston og utan þeirra. Hann fór með framkvæmdastjóra á safarí í Afr- íku, mótorhjólaleiðangra í Mexíkó og kappakstur um óbyggðir Ástralíu. Hann var í miklu uppáhaldi hjá Kenneth Lay, stofnanda Enron, sem studdi tilraunir Skillings til að leiða fyrirtækið inn á nýjar brautir. Mörgum starfsmönnum Enron fannst Skilling með eindæmum ráðríkur og vera með puttana í öllum þáttum starfseminnar. Sumir kölluðu hann Svarthöfða, eftir alræmdri persónu úr Stjörnustríðsmyndunum, og var hann sagður einkar montinn af því gælunafni. Ónafngreindur framkvæmdastjóri í fyrirtækinu keypti sér eintak af „Prinsinum“, hinni klassísku bók Machiavellis um yfirvald, til að öðlast skilning á aðferðum Skillings. Í háhýsum Enron í Houston var Skilling ógnvekjandi og fjar- lægur. The New York Times hef- ur eftir Tim Sullivan, sem sá um tækniaðstoð við starfsmenn Enr- on, háa sem lága, að helst hafi virst sem Skilling væri í einangr- unarhjúpi. Áðurnefndur fram- kvæmdastjóri, sem leitaði í smiðju Machiavellis til að fá inn- sýn í hugsanagang Skillings, sagði að bókin hefði hjálpað sér mikið í samskiptum við Skilling. „Þegar Jeff fór að seilast til valda keypti ég mér eintak af Prinsinum, vegna þess að mér fannst eins og verið væri að éta mig lifandi,“ sagði þessi fram- kvæmdastjóri. Það hefði sér- staklega verið ein setning í bók- inni sem hefði lýst Skilling vel: „Það er mun öruggara að vekja ótta en að vera elskaður, eigi maður einungis kost á öðru.“ „Prinsinn“ af Enron Washington. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.