Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 19 Byr í seglin Í dag efna sjálfstæðismenn í Kópavogi til opins prófkjörs. Öflug þátttaka bæjarbúa er mikils virði. Hún staðfestir virðingu fyrir því mikla uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum og undirstrikar að listi Sjálfstæðisflokksins verður grundvallaður á lýðræðislegu vali stórs hluta bæjarbúa. Síðast en ekki síst gefur glæsilegt prófkjör okkur dýrmætan byr í seglin í kosningabaráttunni fram á vorið. Ég skora á Kópavogsbúa að gefa tóninn með því að fjölmenna á kjörstað, stilla upp sterkum lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og hvetja frambjóðendur um leið til dáða í að- draganda kosninganna og verkefnum næstu ára. Með bestu kveðju, Opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 10-22 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 Rétt til þátttöku hafa allir Kópavogsbúar sem undirrita yfirlýsingu um stuðning við áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins og hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí næstkomandi. MAGN krabbameinsvaldandi efnis yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum hefur greinst í nokkrum tegundum ólífuolía og jómfrúarolía, en a.m.k. ein tegundin er seld hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókn- ar sem Livsmedelsverket í Svíþjóð gerði á 32 olíutegundum; 25 jómfrúar- olíum og sjö ólífuolíum. Til eru sex flokkar ólífuolía þar sem kaldpressuð jómfrúrolía er í hæsta gæðaflokki og ólífuolía úr hrati í þeim lægsta, en hún er unnin úr mauki sem verður eftir við framleiðslu á jómfrú- arolíu. Sex þeirra tegunda sem rannsak- aðar voru reyndust innihalda PAH (polycyclic aromatic hydrocarbons) yfir hámarksgildum, en PAH er hóp- ur krabbameinsvaldandi efna. Þær teljast því óhæfar til neyslu og ættu ekki að vera í hillum verslana, að mati Hollustuverndar Svía. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar og ræddar á vefsíðu sænska dagblaðsins Aftonbladet í gær. PAH-gildi olía á íslenskum markaði undir viðmiðunarmörkum Meðal þeirra olía sem samkvæmt sænsku rannsókninni mælast með PAH-gildi yfir hámarksmörkum eru Filippo Berio Extra Virgin olía og Fil- ippo Berio ólífuolía. Sesselja María Sveinsdóttir, matvælafræðingur á matvælasviði Hollustuverndar ríkis- ins, segir að samkvæmt rannsóknar- niðurstöðum, sem óháðar erlendar rannsóknarstofur hafa gefið út, sé PAH-gildi Filippo Berio olíanna sem seldar eru hér á landi undir hámarks- mörkum. Átta efni úr hópi PAH eru talin krabbameinsvaldandi að sögn Sess- elju. „Til stendur að reglur Evrópu- sambandsins verði á þann veg að gildi þessara átta efna megi ekki fara yfir 2 mikrógrömm á kíló hvert fyrir sig og samanlagt ekki yfir 5 míkrógrömm.“ Sesselja segir ekki enn víst hvenær reglunar muni taka gildi. Í töflu sem fylgdi grein Aftonbladet um rann- sóknina er ekki tiltekið magn hvers efnis PAH-hópsins fyrir sig. Innflutningur á ólífuolíu hefur ver- ið undir ströngu eftirliti hér á landi frá því í ágúst, að sögn Sesselju, en þá fór fyrst að bera á háu PAH-gildi í ákveðnum vörumerkjum af jómfrúar- olíu í rannsóknum. „Ef um er að ræða kaldpressaða jómfrúarolíu á PAH, sem myndast við bruna, ekki að vera til staðar í olíunni.“ Í sænsku greininni segir eiturefna- fræðingur Livsmedelverket í Svíþjóð hugsanlegt að mengun í umhverfi plantnanna sem notaðar voru við gerð olíunnar orsaki of hátt PAH-gildi eða að hratolíu hafi verið blandað saman við framleiðsluna. Allar tilkynningar kannaðar Í greininni kemur ennfremur fram að stofnunin mælist til þess að þær ol- íutegundir sem hafa PAH-gildi yfir fimm samkvæmt rannsókninni verði teknar úr hillum verslana. Þar segir ennfremur að PAH sé eitt skæðasta krabbameinsvaldandi efni sem fyrirfinnist. En í þessu tilfelli sé um svo lágt gildi að ræða að hættan á krabbameini er mjög lítil. „Ef við fáum tilkynningu um hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins könnum við hvort viðkomandi vara sé á íslenskum markaði,“ segir Sesselja. Hún segir ennfremur að ekki fáist innflutningsleyfi fyrir hvers kyns ol- íum nema fullnægjandi gögn liggi fyr- ir.                                               !      "   # $  %        &       '            ( ) ( ( ) ( ( ( ( ( ( ) ( ( ( )          !  *       *  +  ! #    ,          ,        - -                   ( ) ( ) ( ( ( ( ( ( ( ( ) ( ( (   Krabbameinsvaldandi efni finnast í algengum ólífuolíum Strangt eftirlit hér á landi, segir Hollustuvernd KARIN Herzog-vika verður í Lyfj- um og heilsu vikuna 11.–18. febr- úar. Vörur Karin Herzog verða þá kynntar í verslunum Lyfja og heilsu um allt land. Boðið verður upp á 20% afslátt af öllum vörum auk þess sem kynningar og ráðgjöf verða í mörgum apótekum Lyfja og heilsu, bæði í Reykjavík og á Akureyri, segir í fréttatilkynningu. Lyf og heilsa kynna heilsuvörur KAUPFÉLAG Eyfirðinga svf. hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.kea.is en þessi síða er að verulegu leyti frá- brugðin eldri heimasíðu KEA enda hefur félagið tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um breytingar í starfsemi félagsins og markmið samvinnufélagsins. Fjallað er um samstarfsverkefni sem KEA svf. tekur þátt í svo og Menningarsjóð KEA. Einnig er á síðunni svonefnt umræðuhorn, þar sem félagsmenn í KEA svf. og aðrir geta sent inn fyrir- spurnir eða ábendingar um eitt og annað sem tengist KEA svf. Þá er að finna á síðunni upplýs- ingar um fjárfestingafélagið Kaldbak hf., sem um síðustu áramót tók við öllum eignum og skuldbindingum Kaupfélags Eyfirðinga svf. Umsjón með vinnslu hinnar nýju heimasíðu Kaupfélags Ey- firðinga svf. hafði almanna- tengslafyrirtækið Athygli ehf. á Akureyri. KEA opn- ar nýja heimasíðu Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.