Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 19 Byr í seglin Í dag efna sjálfstæðismenn í Kópavogi til opins prófkjörs. Öflug þátttaka bæjarbúa er mikils virði. Hún staðfestir virðingu fyrir því mikla uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum og undirstrikar að listi Sjálfstæðisflokksins verður grundvallaður á lýðræðislegu vali stórs hluta bæjarbúa. Síðast en ekki síst gefur glæsilegt prófkjör okkur dýrmætan byr í seglin í kosningabaráttunni fram á vorið. Ég skora á Kópavogsbúa að gefa tóninn með því að fjölmenna á kjörstað, stilla upp sterkum lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og hvetja frambjóðendur um leið til dáða í að- draganda kosninganna og verkefnum næstu ára. Með bestu kveðju, Opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 10-22 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 Rétt til þátttöku hafa allir Kópavogsbúar sem undirrita yfirlýsingu um stuðning við áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins og hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí næstkomandi. MAGN krabbameinsvaldandi efnis yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum hefur greinst í nokkrum tegundum ólífuolía og jómfrúarolía, en a.m.k. ein tegundin er seld hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókn- ar sem Livsmedelsverket í Svíþjóð gerði á 32 olíutegundum; 25 jómfrúar- olíum og sjö ólífuolíum. Til eru sex flokkar ólífuolía þar sem kaldpressuð jómfrúrolía er í hæsta gæðaflokki og ólífuolía úr hrati í þeim lægsta, en hún er unnin úr mauki sem verður eftir við framleiðslu á jómfrú- arolíu. Sex þeirra tegunda sem rannsak- aðar voru reyndust innihalda PAH (polycyclic aromatic hydrocarbons) yfir hámarksgildum, en PAH er hóp- ur krabbameinsvaldandi efna. Þær teljast því óhæfar til neyslu og ættu ekki að vera í hillum verslana, að mati Hollustuverndar Svía. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar og ræddar á vefsíðu sænska dagblaðsins Aftonbladet í gær. PAH-gildi olía á íslenskum markaði undir viðmiðunarmörkum Meðal þeirra olía sem samkvæmt sænsku rannsókninni mælast með PAH-gildi yfir hámarksmörkum eru Filippo Berio Extra Virgin olía og Fil- ippo Berio ólífuolía. Sesselja María Sveinsdóttir, matvælafræðingur á matvælasviði Hollustuverndar ríkis- ins, segir að samkvæmt rannsóknar- niðurstöðum, sem óháðar erlendar rannsóknarstofur hafa gefið út, sé PAH-gildi Filippo Berio olíanna sem seldar eru hér á landi undir hámarks- mörkum. Átta efni úr hópi PAH eru talin krabbameinsvaldandi að sögn Sess- elju. „Til stendur að reglur Evrópu- sambandsins verði á þann veg að gildi þessara átta efna megi ekki fara yfir 2 mikrógrömm á kíló hvert fyrir sig og samanlagt ekki yfir 5 míkrógrömm.“ Sesselja segir ekki enn víst hvenær reglunar muni taka gildi. Í töflu sem fylgdi grein Aftonbladet um rann- sóknina er ekki tiltekið magn hvers efnis PAH-hópsins fyrir sig. Innflutningur á ólífuolíu hefur ver- ið undir ströngu eftirliti hér á landi frá því í ágúst, að sögn Sesselju, en þá fór fyrst að bera á háu PAH-gildi í ákveðnum vörumerkjum af jómfrúar- olíu í rannsóknum. „Ef um er að ræða kaldpressaða jómfrúarolíu á PAH, sem myndast við bruna, ekki að vera til staðar í olíunni.“ Í sænsku greininni segir eiturefna- fræðingur Livsmedelverket í Svíþjóð hugsanlegt að mengun í umhverfi plantnanna sem notaðar voru við gerð olíunnar orsaki of hátt PAH-gildi eða að hratolíu hafi verið blandað saman við framleiðsluna. Allar tilkynningar kannaðar Í greininni kemur ennfremur fram að stofnunin mælist til þess að þær ol- íutegundir sem hafa PAH-gildi yfir fimm samkvæmt rannsókninni verði teknar úr hillum verslana. Þar segir ennfremur að PAH sé eitt skæðasta krabbameinsvaldandi efni sem fyrirfinnist. En í þessu tilfelli sé um svo lágt gildi að ræða að hættan á krabbameini er mjög lítil. „Ef við fáum tilkynningu um hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins könnum við hvort viðkomandi vara sé á íslenskum markaði,“ segir Sesselja. Hún segir ennfremur að ekki fáist innflutningsleyfi fyrir hvers kyns ol- íum nema fullnægjandi gögn liggi fyr- ir.                                               !      "   # $  %        &       '            ( ) ( ( ) ( ( ( ( ( ( ) ( ( ( )          !  *       *  +  ! #    ,          ,        - -                   ( ) ( ) ( ( ( ( ( ( ( ( ) ( ( (   Krabbameinsvaldandi efni finnast í algengum ólífuolíum Strangt eftirlit hér á landi, segir Hollustuvernd KARIN Herzog-vika verður í Lyfj- um og heilsu vikuna 11.–18. febr- úar. Vörur Karin Herzog verða þá kynntar í verslunum Lyfja og heilsu um allt land. Boðið verður upp á 20% afslátt af öllum vörum auk þess sem kynningar og ráðgjöf verða í mörgum apótekum Lyfja og heilsu, bæði í Reykjavík og á Akureyri, segir í fréttatilkynningu. Lyf og heilsa kynna heilsuvörur KAUPFÉLAG Eyfirðinga svf. hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.kea.is en þessi síða er að verulegu leyti frá- brugðin eldri heimasíðu KEA enda hefur félagið tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um breytingar í starfsemi félagsins og markmið samvinnufélagsins. Fjallað er um samstarfsverkefni sem KEA svf. tekur þátt í svo og Menningarsjóð KEA. Einnig er á síðunni svonefnt umræðuhorn, þar sem félagsmenn í KEA svf. og aðrir geta sent inn fyrir- spurnir eða ábendingar um eitt og annað sem tengist KEA svf. Þá er að finna á síðunni upplýs- ingar um fjárfestingafélagið Kaldbak hf., sem um síðustu áramót tók við öllum eignum og skuldbindingum Kaupfélags Eyfirðinga svf. Umsjón með vinnslu hinnar nýju heimasíðu Kaupfélags Ey- firðinga svf. hafði almanna- tengslafyrirtækið Athygli ehf. á Akureyri. KEA opn- ar nýja heimasíðu Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.