Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 39 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Leó Baldvinssonfæddist í Reykja- vík 19. nóvember 1993. Hann lést í Landspítala í Foss- vogi 2. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Linda Björg Reynisdóttir, f. 3. des. 1975, og Baldvin Kristján Jónsson, f. 3. jan. 1973, þau slitu samvistum. Eigin- maður Lindu er Lúð- vík Alfreð Halldórs- son, f. 19. janúar 1973, þau eiga dótt- urina Gunnhildi, f. 15. ágúst 1999. Úr fyrri samböndum á Linda Reyni Örn, f. 1. janúar 1992, og Guðbjörgu, f. 26. ágúst 1997. Bald- vin Kristján er kvæntur Indu Björk Alexandersdóttur, f. 29. febrúar 1976, þau eiga Mikael Hrafn, f. 26. ágúst 1999, Bald- vin á stjúpsoninn, Al- exander Svan, f. 8. jan. 1994. Leó byrjaði skyldunám í Safa- mýraskóla, en flutt- ist í Árskóla á Sauð- árkróki í haust þegar fjölskylda hans flutt- ist búferlum norður í Varmahlíð. Útför Leós fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst klukkan 14. Jarðsett verður í Glaumbæ í Skagafirði. Elsku Lói, litla hetjan mín, mikið væri þetta auðveldara ef mér þætti ekki svona vænt um þig, en maður stjórnar því víst ekki hvern maður elskar og þykir vænt um. Þú rataðir inn í hjarta mitt fyrir tæpum fimm árum þegar ég og pabbi þinn hófum sambúð, og þú hefur átt þínar föstu rætur síðan, enda hvernig er annað hægt en láta sér þykja vænt um þig, þú sem varst svo varnarlaus gagnvart líf- inu og aðstæðum. Mig langaði mest til að halda utan um þig öllum stundum og verja þig fyrir öllu því vonda í heiminum, og ég fékk tæki- færi til þess stöku sinnum. Það er huggun í harmi að þú skulir vera orðinn frjáls, frjáls úr viðjum fatl- aðs líkama sem ekkert mannsbarn á skilið að búa í. Loksins geturðu notað líkama þinn eins og þú átt skilið, hlaupið, leikið þér, gantast og tjáð þig, þú ert varinn fyrir böli mannfólksins og enginn getur tekið frá þér heilbrigðið eða þá sem þú hænist að og þykir vænt um. Við pabbi þinn erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér, sem voru því miður alltof fáar, en minn- ingarnar eigum við út af fyrir okkur og þær getur enginn tekið frá okk- ur. Öllum þótti svo vænt um þig, afa og ömmu í sveitinni, frændum og frænkum, og öll hefðum við viljað gera svo miklu meira fyrir þig en okkur gafst tækifæri til. Allir voru samhuga um að reyna að veita þér það besta sem völ var á. Mikael bróður þínum þykir svo vænt um þig, hann myndaði strax sterk tengsl við þig og talar ekki um ann- að en að hitta Leó í ömmusveit, við munum geyma vel síðustu stundina sem þú varst hjá okkur, helgina áð- ur en þú veiktist, þú varst svo sæll og glaður, amma gaf þér vel að borða, við fórum í heimsókn til Hjöddu frænku og Mikki söng fyrir þig og knúsaðist í þér, þarna kvödd- umst við elsku barn. Banalega þín var okkur öllum erfið, sérstaklega pabba þínum, ég rétt kyssti þig bless og strauk vangann þinn en pabbi þinn fylgdi þér í gegnum þetta ferli og kvaddi þig með sóma. Pabbi þinn er góður maður og hann hefur alltaf elskað þig afar heitt, ég gæti hans fyrir þig og saman mun- um við varðveita minningu yndis- legs drengs sem við elskuðum öll. Góða ferð litli vinur og takk fyrir ferðalagið, ég veit að guð mun halda í hönd þína og gæta þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Inda Björk. Þú fæddist að vetrinum fallegi sveinn er föl var um grundir og hól þá birtist þú okkur svo bjartur og hreinn og brosandi rétt fyrir jól. En fljótlega skuggi á skjáinn þó rann er ský fyrir sólina dró því veröldin erfiða fylgju þér fann og fötlun í lífinu bjó. Þó varstu svo gjöfull og glaður að sjá og glæddir í heiminum ljós er líf þitt bærðist sem blaktandi strá þú brostir sem fegursta rós. En nú ertu genginn á feðranna fund og fallvölt er gleðin um sinn í sorginni blæðir hver einasta und og örlar á tárum á kinn. Samt lifir þú ennþá við lausnarans hlið og líðan þín farsæl og góð hann gætir þín vinur og leggur þér lið og leiðir um framtíðar slóð. Við stöndum hér saman í huganum hrærð er hljómar hið fallega lag og kveðjum þig síðan í kyrrlátri værð við kistuna þína í dag. (Jón Gissurarson.) Kveðja, Jón afi, Hólmfríður amma, Gissur og Jón Árni í Víðimýrarseli. Elsku Leó, nú hefur þú kvatt okkur. Við fjölskyldan vorum svo lánsöm að njóta samvista við þig nokkra sólarhringa í hverjum mán- uði allt frá því þú fæddist í þennan heim. Tilhlökkunin var alltaf jafn mikil þegar þú varst væntanlegur, uppá- haldsfrændinn. Það var svo miklu léttara fyrir Bjarka að labba heim úr leikskólanum á Réttarholtsveg- inum þá daga sem þú varst vænt- anlegur með rútunni. Hann gat allt í einu valhoppað alla leið upp brekkuna sem hafði verið nánast óyfirstíganlega erfið daginn áður. Við minnumst þess hve gaman var að gefa þér eitthvað gott að borða eða spila tónlist fyrir þig því þú kunnir vel að meta góðan mat, skemmtilega tónlist, nú eða galsa- full leikrit af hljómdiskum. Við minnumst sundferðanna með þér, „skautaferðanna“ í kerrunni og hvað þér þótti gaman að sulla í baði og buslaðir svo mikið að þú bleyttir allt sem blotnað gat í kringum þig. Við minnumst þess líka þegar þið frændurnir og jafnaldrarnir fenguð stundum óstöðvandi hlátraköst saman, gjarnan á kvöldin þegar þið áttuð að vera sofnaðir. Elsku litli frændi. Nú ertu farinn til nýrra heimkynna. Í 8 ár hefur þú lifað og leikið á meðal okkar og þó að líkami þinn hafi ekki hentað vel til veraldlegra afreka voru andlegir sigrar þínir þeim mun stærri. Við lítum svo á að þú hafir nú lok- ið erfiðum kafla í skóla lífsins og út- skrifast með hæstu einkunn fyrir þolgæði, prúðmannlega framkomu, lífsgleði og einstaklega gefandi nærveru. Söknuðurinn er sár en við erum þess fullviss að góðar vættir munu fylkja liði til að taka á móti þér á nýjum stað og uppfylla drauma þína sem ekki gátu ræst í þessu jarðlífi. Við sjáum þig fyrir okkur, gangandi, talandi, alsjáandi og umfram allt brosandi svo að skín í fallegu, nýju fullorðinstennurnar þínar. Við sem eftir sitjum eigum í hjarta okkar dýrmætar minningar um ljúfan dreng sem gaf okkur öll- um nýja sýn á lífið. Þú kenndir okkur að setja okkur í spor þeirra sem ekki eru jafn heppin og við sjálf. Þú kenndir okkur að vera þakk- lát fyrir það sem við höfum. Við erum óendanlega þakklát fyrir að fá hlutdeild í lífi þínu því við erum öll ríkari eftir. Vertu sæll, litli ljúfur, og megi góður Guð gefa fjölskyldu þinni styrk og huggun eftir erfiðan missi. Halla, Ómar, Hildur og Bjarki. Elsku litli frændi, það er komið að kveðjustund. Margt kemur upp í hugann en erfitt er að setja á það orð. Stundir okkar með þér voru því miður of fáar, einkum núna seinni árin. En þegar þú varst yngri komum við Kári stundum í heimsókn til ykkar Reynis, stóra bróður þíns, og þá var sko gaman. Stundum komuð þið líka í heimsókn til okkar og afa og ömmu í sveitinni með pabba þínum. Því miður höfum við átt of fáar stundir saman en að- stæður leyfðu það því miður ekki. Kári frændi þinn hefur hugsað mikið til þín og talað mikið um þig undanfarið. Við vorum svo heppin að hitta þig síðastliðið haust í sveit- inni og hún Ólafía litla var svo hrif- in af þér og talaði um þig í nokkra daga á eftir. En hún er svo lítil að hún man því miður ekki eftir þér en ég mun segja henni og litla frænda þínum, sem fæddist nokkrum dög- um áður en þú kvaddir þennan erf- iða heim, frá því hvað þú varst sæt- ur, góður og duglegur. Við vorum svo heppin að góður maður gaf okkur mynd af þér þar sem þú ert hlæjandi og réttir fram hendurnar. Myndin hangir í ramma fyrir ofan rúmið hans Kára frænda þíns ásamt þessari stuttu bæn: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Við kveðjum þig með söknuði elsku frændi. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Ragnheiður og börnin. Þá er komið að kveðjustundinni kæri Leó, þér var víst ekki ætlað að dvelja lengur á meðal okkar. Guð hefur annað í huga með þig sem ég veit að þú leysir vel af hendi. Þrátt fyrir fötlun þína og stutta ævi gafstu okkur svo mikið og sýndir að það er hægt að líða vel þótt lífsins gæði og heilsa séu ekki fyrir hendi. Mér er mjög minnisstætt er ég lék við þig með einhverja kalla eða spil- aði fyrir þig á gítarinn, hvað þú varst ánægður og hvað þér leið vel. Þessi skipti sem þú dvaldir hjá okk- ur gáfu okkur svo mikið og sýndu okkur í einfaldleika sínum að það þarf ekki svo mikið til að vera glað- ur og una við sitt ef þeim sem mað- ur umgengst þykir vænt um mann og það þótti okkur um þig frá upp- hafi. Það var svo gaman að sjá öll þau svipbrigði sem þú settir upp til að tjá þig þegar þú varst að hlusta eða varst ánægður eða mislíkaðir eitthvað, allar þínar tilfinningar höfðu sinn svip. Það er tilgangur með öllu í þessu lífi og öll höfum við okkar hlutverk, misjafnlega stórt en öll jafn mik- ilvæg. Hvíl í friði kæri vinur. Linda, Lúlli, Baddi, systkini, afar og ömmur og aðrir ættingjar, megi Guð styrkja ykkur og varðveita á þessum erfiðu tímum Jósep (Jobbi), Eva, Arnar og Hákon. Kæri Leó, mér þótti gaman að leika við þig. Það var gott að heim- sækja þig á spítalanum og koma í heimsókn heim til þín og það er sárt að þú sért dáinn. Það var gaman að fá að kynnast þér. Ég og Ladý munum heimsækja þig í sumar og færa þér blóm. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Kær kveðja frá Ladý. Arnar Freyr Jósepsson. Elsku Leó minn. Það eru fá orð sem lýsa því hvað ég sakna þín mik- ið. Brosið þitt var alltaf jafn fallegt og þú varst alltaf jafn kátur og þannig ertu í minningu minni og þannig sé ég þig þegar ég loka aug- unum. En eftir mikla baráttu síð- ustu vikurnar ertu loksins orðinn engill hjá Huldu ömmu þinni. Ég man alltaf þegar ég hitti þig fyrst fyrir fjórum árum, þá varstu svo fallegur og glaður og ég gerði ekkert skemmtilegra en að passa þig og systkini þín. Það var svo gaman hjá okkur þegar við fórum í sund, eða þegar við fórum út að labba eða bara allt sem við gerðum því þú varst alltaf svo ánægður með hvert smáatriði. Svo loksins þegar þú fluttir út á land með fjölskyldu þinni, þá fékk ég bara að hafa þig í nokkra mán- uði. En ég er viss um að þegar það er lagt svona mikið á eina mann- eskju er henni ætlað eitthvert miklu stærra og meira hlutverk hjá hinum englunum í himnaríki. En nú finnurðu ekki lengur til og getur hlaupið um í skýjunum og fylgst með okkur hérna niðri og lagt vendarvæng þinn yfir okkur. Ég vil votta fjölskyldu þinni og ástvinum alla mína samúð og megi þeim líða vel í sorg sinni. Þú veist að mér á alltaf eftir að þykja vænt um þig elskan mín. Ég á svo marg- ar minningar sem ég gleymi aldrei. Guð geymi þig. Birna Valdimarsdóttir. Það var bjart yfir þeim degi þeg- ar Leó, mamma og stóri bróðir komu hér fyrst í heimsókn á Lyng- ás. Þá var tekin ákvörðun um að Leó kæmi í dagvistun á Lyngás. Einnig fékk hann þjónustu á leik- skólanum Múlaborg. Við nutum þess að hafa Leó hjá okkur í nokkur ár og horfa á hann vaxa og dafna. Þegar skólaganga hófst hjá Leó skildi leiðir okkar, en við fylgdumst með honum í Safamýrarskóla. Síð- astliðið vor fluttust Leó og fjöl- skylda norður í Skagafjörð og enn fylgdumst við með glókollinum okk- ar og vissum að hann naut sín vel fyrir norðan og fékk þar góða þjón- ustu. Leó átti því láni að fagna að eiga stóran systkinahóp sem hefur ugglaust hentað honum vel, svona glaðværum og kjarkmiklum strák. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. Pétursson.) Kæra Linda og fjölskylda. Við þökkum fyrir árin sem við áttum samfylgd og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Vinkonur á dagheimilinu Lyngási. Það var á síðastliðnum haustdög- um að Leó kom í fyrsta sinn til okk- ar í Skammtímavistun. Það tók hann ekki langan tíma að bræða hjörtu okkar með sínu fallega brosi, dillandi hlátri og íbyggna augna- ráði. Við minnumst og þökkum fyr- ir stundirnar sem við áttum með honum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra Linda og fjölskylda Leós, missir ykkar er mikill, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin um yndislegan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Starfsfólk Skammtíma- vistunar Sauðárkróki. Síðastliðinn sunnudag bárust okkur þær sorgarfréttir að Leó væri dáinn. Þó svo að kynni okkar af Leó hafi verið stutt er margs að minnast. Í haust er hann kom í skólann okkar átti hann hug og hjarta allra sem fengu tækifæri til að kynnast honum. Hann var glað- legur strákur sem sýndi skýrt vilja sinn þótt hann gerði ekki miklar kröfur til umhverfisins. Leó var mikið fyrir að láta knúsa sig og kitla. Hann var líka mikill prakkari og hafði gaman af að stríða okkur. Hann átti ýmis áhuga- mál eins og t.d. tónlist. Þá var inn- lifunin mikil og hann ruggaði sér til og frá í takt við hljómfallið. Sund- tímarnir með Leó eru okkur sér- staklega minnisstæðir. Hann hafði mikið yndi af því að vera í vatninu og hló oft mikið og innilega. Leó var sterkur persónuleiki með mikla út- geislun og gaf mikið af sér. Við þökkum fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast honum og minn- ing hans verður geymd í huga okk- ar. Við sendum foreldrum, systkin- um og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og leiða í gegnum sorgina. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Starfsfólk Árskóla Sauðárkróki. Ljóshærði drengurinn, ljúfurinn minn, lof mér að strjúka þér tárin af kinn. Ég bera þig vil yfir bylgjurnar hér sem bíða víst líka eftir þér. Vængina breiði yfir vininn minn hér verurnar góðar og líti eftir þér. Sofðu nú barnið mitt, sæl veri önd og svífðu um draumanna lönd. (Þórey Jónsdóttir.) Við í Álfalandi munum geyma minninguna um litla fallega Leó sem hló svo dátt og fannst gaman, þegar hvíslað var í eyra hans og puðrað í hálsakotið. Elsku Linda, Baldvin og fjöl- skyldur, við vottum okkar innileg- ustu samúð. Guð geymi litla dreng- inn ykkar. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk skammtíma- vistunar Álfalandi 6. LEÓ BALDVINSSON  Fleiri minningargreinar um Leó Baldvinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.