Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 10
„VIÐTÖKURNAR hafa verið frá- bærar og kjötið hefur rokið út í hundraða kílóa vís það sem af er dagsins,“ sagði Hannes Karlsson, rekstrarstjóri Nettóbúðanna í gær, en saltaðir síðubitar fást þar á sprengidagstilboði á 99 kr/ kg meðan birgðir endast fram á sprengidag og 400 gr pakki af baunum kostar 1 krónu. Þetta tilboð var auglýst í Morgun- blaðinu í gær. Kílóverðið á blönduðu Búr- fellssaltkjöti er 299 kr/kg auk 10% afsláttar við kassa. Þá fæst einnig blandað saltkjöt á 599 kr/ kg og að lokum er nýjung sem eru saltaðar fituhreinsaðar lærissneiðar á 1.176 kr/kg. Fáein tonn af saltkjöti eru til skiptana á þessu tilboðsverði í til- efni sprengidagsins nk. þriðjudag og er þetta í annað skiptið sem Nettó býður saltkjöt á sprengi- dagstilboði. Í fyrra seldust um 2,5 tonn af saltkjöti og nokkur þúsund pakkar af baunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ódýra saltkjötið rann út FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM Þorgeir Hávarsson var eitt sinn sagt að numið hefði hann við móður- kné að góður drengur léti aldrei af sér spyrjast að hann kysi frið ef ófrið- ur væri í boði. Þetta rifjaðist upp fyrir þingfrétta- manni í vikunni sem leið á Alþingi Ís- lendinga, því þar hefur verið lítt frið- vænlegt um að litast síðustu daga. Langt er síðan jafnmargar „uppá- komur“ hafa orðið í þingsal á jafn- stuttum tíma og mun óhætt að segja að „þráðurinn“ í mörgum þingmönn- um hafi verið óvenju stuttur upp á síðkastið. Af minnsta tilefni hafa þannig orðið skærur og skattyrði millum ræðumanna og flokka og eins og alþjóð veit, þá var embætti forseta Alþingis, ekki þar undanskilið. Sá fáheyrði atburður varð nefni- lega að forseti Alþingis greip til þing- víta, en slíkt hefur ekki gerst í ríflega hálfa öld. Að öllu jöfnu stæði slíkur viðburður eins og turn upp úr þeim iðastraumi orða sem hnjóta af vörum fulltrúa okkar á löggjafarsamkund- unni, en nú ber hins vegar svo við að af ýmsu öðru er að taka. Þannig kall- aði formaður eins stjórnmálaflokks annan kollega sinn „skoffín“ í ræðu- stól Alþingis og hlaut áminningu fyrir og nokkru síðar sakaði varaþingmað- urinn Mörður Árnason þingmann og ráðherra sjávarútvegsmála í fyr- irspurnatíma um „populískan bjána- hátt“. Ekki fór svo í því tilfelli að for- seti áminnti eða vítti þingmanninn fyrir þessi ummæli sín, en Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra átaldi þau harðlega. „Ég man ekki eftir því að ég hafi heyrt svona um- mæli úr ræðustóli á Alþingi þó að ég verði að viðurkenna það að oft hefur mér dottið eitthvað svipað í hug þeg- ar Mörður Árnason og félagar hans í Samfylkingunni hafa komið í ræðu- stól,“ sagði hann. Málfræðingurinn Mörður lét þó ekki slá sig út af laginu og sagði bragð að þá barnið finnur, en það væri nú líka þannig að börnin lærðu það sem fyrir þeim væri haft. Vísaði hann svo til þess að deginum áður hefði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra talað um „fleipur“ stjórn- arandstöðunnar og það væri sín skoð- un, að ummæli um popúlískan bjánahátt væru ekki digrari ummæli en tal forsætisráðherrans um fleipur. Dálítið langsóttur samanburður, vissulega, og það fannst sjávar- útvegsráðherranum líka sem þótti þarna lítið komið fyrir íslenskufræð- inni Háskólans þegar fleipur væri orðið samanburðarhæft við orða- tiltækið popúlískur bjánaháttur. Mörður hélt hins vegar áfram uppi vörnum: „Ég tel það fara mjög nærri, að þetta sé jafngilt,“ sagði hann. „Fleipur þýðir það að menn mæla þvert um hug sér, eru með bjálfayrði. Popúlískur bjánaháttur þýðir það að menn fara fram með popúlísma sem er skilgreind stefna og atferli í stjórn- málum og ég hef fullt leyfi til að kalla þá stefnu og það atferli bjánahátt.“ Jamm, það er nefnilega það. Tólfunum kastaði svo þegar Ög- mundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, greip tví- vegis fram í fyrir Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, við upphaf þing- fundar sl. miðvikudag, er hann var að skýra frá samkomulagi forsæt- isnefndar og formanna þingflokk- anna um tilhögun dagskrár funda vikunnar. Forsetinn mat það svo að með þessu væri þingflokksformað- urinn að sýna embætti sínu lítilsvirð- ingu og greip því til þess úrræðis þingskapanna að víta hann. Slíkt er afar fátítt og eins og fram hefur kom- ið hér á þingsíðunni var síðast vitað til þess að þingmaður hafi verið víttur fyrir ummæli árið 1950, eða fyrir 52 árum. Nú hafa fundist tvö örlítið yngri dæmi um þingvítur, en það breytir ekki því að áratugir eru frá því þessu úrræði þingskapa var síð- ast beitt. Óvíst er um eftirmál, þótt lítt dugi að deila við dómarann. Þingflokkur VG hefur sent frá sér yfirlýsingu og forseti Alþingis svarað henni með þeim orðum að sjálfsagt hafi verið að víta þingflokksformanninn. Undir þá skoðun hafa þau tekið Sigríður A. Þórðardóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Hjálmar Árnason, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hins vegar fékk Ögmundur skýlausan stuðning þeirra Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Guðjóns A. Kristjánssonar, þing- flokksformanns Frjálsynda flokks- ins. Líklegt er að málið verði rætt við upphaf þingfunda í næstu viku og gæti orðið fróðlegt á að hlýða, sér- staklega ef þráður þeirra sumra verður áfram jafnstuttur. En kannski verður þá komið meira jafnvægi yfir mannskapinn. Eða hvað? Það skyldu þó ekki vera prófkjör og tvennar kosningar á næsta leiti?      Af þingvítum, stuttum þráðum og Þorgeiri Hávarssyni EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is HELGI Bernódusson, aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis, segir að ákvæði um vítur eigi upphaf sitt í þingsköpum Alþingis árið 1876, en eins og kunnugt er vítti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Ögmund Jónasson, þingmann Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, fyr- ir ósæmileg ummæli í sinn garð á miðvikudag. Er það í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi sem þing- maður er víttur á þingi fyrir um- mæli sín svo vitað sé. Í upphaflega ákvæðinu frá árinu 1876, sagði: „Sérhver þingmaður er skyldur til að gefa sig undir úr- skurð forsetans að því leyti er snertir viðhald á góðri reglu. Ef þingmaður tvisvar á sama fundi hefur verið áminntur getur forseti stungið upp á því við þingið að honum sé alveg synjað þess að taka til máls á þeim fundi.“ Helgi segir að ákvæðið um áminningu hafi síðan verið endur- skoðað árið 1915. Þá hafi það hljóðað á þessa leið: „Ef þingmað- ur talar óvirðulega um konunginn (síðar forseta Íslands) eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal for- seti kalla til hans: „Þetta er víta- vert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá for- seti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi.“ Er þetta ákvæði enn í þingsköpum. Árið 1915 var líka sett inn máls- grein um það að forseti gæti vítt þingmenn fyrir að sitja ekki þingfundi við atkvæðagreiðslur. Voru viðurlögin við því að þingmenn gátu misst dagkaupið. Þetta ákvæði var hins vegar tekið út, að sögn Helga, á fjórða ára- tugnum. Áður en af því varð var því þó beitt árið 1930. Um það atvik segir Helgi: „Á fundi neðri deildar 25. febrúar 1930 voru tíu þingmenn fjarstaddir. Bar forseti undir deildina hvort halda ætti þingfundi áfram og var það fellt með jöfnum atkvæðum; níu atkvæðum gegn níu. Forseti lýsti þá þingvítum á hendur níu fjarstöddum þing- mönnum. Einn hafði leyfi til fjar- veru. Á fundi næsta dag urðu um- ræður um þingvítin og að fengnum skýringum lýsti forseti, Benedikt Sveinsson, sem er afi Halldórs Blöndals, alla úr þingvítum. Afsök- un þeirra var að þingmennirnir níu, sem voru úr fjárveitinganefnd, höfðu verið prófa nýjan snjóbíl, sem bilaði við Kolviðarhól, svo þeir komust ekki í bæinn í tæka tíð! Þetta þótti nýtt undratæki á þeim tíma.“ Þingmaður víttur fyrir blótsyrði Eins og áður sagði var Ögmund- ur Jónasson víttur af þingforseta á miðvikudag. Helgi segir að það sé rétt sem fram kom í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag að þingfor- seti, Jón Pálmason, hafi vítt vara- þingmanninn Magnús Kjartansson fyrir meiðandi og óviðurkvæmileg ummæli sem fram komu í nefnd- aráliti 1950. „Það er hins vegar erfitt að fá yfirlit um hve oft þetta hafi gerst í þingsögunni því að stundum eru orð forseta felld inn í ræður þingmanna. Það kemur því ekki fram í registri þingtíðind- anna,“ segir Helgi og heldur áfram. „En það eru a.m.k. tvö yngri dæmi sem við höfum fundið. Bæði eru úr efri deild. Annað er frá 1953, er Gísli Jónsson vítti Pál Zóphóníasson fyrir blótsyrði í þingræðu. Hitt er frá 1957 þegar Sigurður Bjarnason fór ófögrum orðum um aðfarir framsóknar- manna við kosningasmölun á Aust- urlandi en þá vítti Bernharð Stef- ánsson Sigurð.“ Helgi segir að dæmin kunni að vera fleiri, en engu síður sé óhætt að segja að þau séu fá. „Hins veg- ar hafa þingmenn oft hvatt forseta til að beita þingvítum, þannig að þetta ákvæði þingskapa er mönn- um ferskt í huga, þótt á því sé dá- lítið fornlegt snið,“ segir Helgi að síðustu. Ákvæði um vítur sett í þingsköp 1876 Forseti getur svipt þing- mann málfrelsi SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópavogi og Mosfellsbæ halda prófkjör til und- irbúnings sveitarstjórnarkosningun- um í dag, laugardag. Prófkjörið í Kópavogi fer fram í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, og stendur yfir frá kl. 10 til 22. Kosningin verður rafræn en þátt- takendum gefst þó einnig kostur á að kjósa á gamla mátann. Þátttakendur í prófkjörinu eiga að raða frambjóðendum í átta sæti á framboðslistanum svo atkvæðið telj- ist gilt. Kosningarétt eiga þeir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í bæjarfélag- inu við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn samhliða þátttöku í próf- kjörinu. 14 manns gefa kost á sér í prófkjör- inu, þ. á m. eru allir sitjandi bæjar- fulltrúar og fyrstu varamenn þeirra. Í framboði eru Jóhanna Thorsteinson leikskólastjóri, Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Ásdís Ólafsdóttir íþróttakenn- ari, Gunnsteinn Sigurðsson skóla- stjóri, Gísli Rúnar Gíslason lögfræðingur, Margrét Björnsdóttir bókari, Björn Ólafsson matreiðslu- meistari, Sigrún Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, dr. Gunnar Birgisson verkfræðingur, Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnsýslufræðing- ur, Ingimundur K. Guðmundsson kerfisfræðingur, Halla Halldórsdótt- ir ljósmóðir, Pétur M. Birgisson og Bragi Michaelsson eftirlitsmaður. Ef mikill meirihluti þátttakenda í prófkjörinu kýs í rafræna kosninga- kerfinu er búist við að niðurstöður talningar geti legið fyrir fljótlega eða innan klukkustundar eftir að kjör- fundi lýkur á laugardagskvöldið. Þá halda sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ prófkjör í dag í Varmárskóla milli klukkan 10 og 19. Þátttökurétt hafa allir félagsbundnir flokksmenn í Mosfellsbæ og kosningarétt hafa í kosningunum í vor. Ennfremur hafa kosningarétt þeir félagar í Viljanum, félagi ungra sjálfstæðismanna, sem orðnir eru 16 ára. Loks geta þeir aðr- ir kosið, sem undirrita stuðningsyfir- lýsingu við Sjálfstæðisflokkinn á kjörstað. Alls gefa 13 kost á sér í prófkjör- inu. Þeir eru: Bjarki Sigurðsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur S. Pétursson, Gylfi Guðjónsson, Haf- dís Rut Rúdólfsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Haraldur H. Guðjónsson, Haraldur Sverrisson, Herdís Sigur- jónsdóttir, Klara Sigurðardóttir, Ólafur Matthíasson, Pétur Berg Matthíasson og Ragnheiður Rík- harðsdóttir. Valdir verða sex þátttakendur á lista sjálfstæðismanna og verða úrslit kynnt á þorrablóti Sjálfstæðisfélags Mosfellinga í kvöld. Tvenn prófkjör sjálf- stæðismanna í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.