Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á NÆSTU vikum verður komið upp færanlegu fartölvuveri í Fjöl- brautaskóla Suðurlands með átta fartölvum sem kennarar geta bókað og haft með sér í tíma. „Þetta er nýjung í skólastarfinu en hugmyndin er að nýta þennan litla fartölvuvagn sem tæki í hópavinnu en upplýsingatæknin er tilvalin til að efla slíka þætti í skólastarfinu,“ sagði Sigurður Sigursveinsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann sagði einnig að þótt margir nemendur væru með sínar eigin fartölvur væru hinir mun fleiri sem ekki væru með slík tæki. Mikil þróunarvinna hefur verið í skólanum í tölvumálum en í vor lýkur svokölluðu þróunar- skólaverkefni í þeim efnum og í sumar munu liggja fyrir skýrslur um mat á árangri verkefnisins. Innan skólans er umræða í gangi um hvað taki við á þessu sviði. Fjöldi nemenda er mikill í skól- anum, alls 754, sem er mesti fjöldi á vorönn hingað til, áður hafa nemendur verið flestir 686 en það var á vorönn 2000. „Það er mikið púsluspil að koma þess- um fjölda fyrir í húsum skólans en það hefur þó tekist. Forsenda þess er að samkomusalurinn er nú mikið notaður til kennslu, m.a. til kennslu stórra námshópa – á haustönninni var þarna t.d. 75 manna hópur sem þrír kennarar sinntu. Hvað framtíðina varðar ætti að skýrast á næstunni hvort leyfi fæst fyrir hestabraut við skólann í samvinnu við Íslenska reiðskólann á Ingólfshvoli. Reyndar er einn valáfangi kennd- ur þar núna með svipuðum hætti og á sl. vorönn,“ sagði Sigurður skólameistari Undirbúningur að byggingu íþróttahúss við Fjölbrautaskólann hefur staðið í ríflega eitt ár. Sig- urður sagði að hvað íþrótta- húsmálið varðaði væri reynt að þoka því áfram. „Það verður fundað um málið í næstu viku – það þyngir heldur róðurinn að uppi eru hugmyndir um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga sem m.a. fela í sér að bygg- ing húsnæðis framhaldsskóla verði alfarið í höndum ríkisins. Eigi að síður er staðfastur vilji allra aðila að húsið verði byggt sem allra fyrst,“ sagði Sigurður Sigursveinsson skólameistari. Færanlegt fartölvuver og íþróttahús í undirbúningi Morgunblaðið/Sig. Jóns Sigurður Sigursveinsson skólameistari í tölvustofunni. Selfoss MIKIL fjölgun lánþega og útlána í Bókasafninu í Hveragerði bendir til aukins bóklestrar í Hveragerði. Þetta kemur fram þegar rýnt er í tölur síðustu ára. Uppgjör ársins 2001 sýnir að frá árinu 1998, áður en safnið flutti, jókst meðaltal út- lána á dag um 115,4%. Á sama tíma fjölgaði lánþegum um 167%. Safn- kort, sem flest eru heimiliskort, ár- ið 1998 voru alls 255 en árið 2001 voru þau orðin 608; aukning um 138,4%, og enn virðist ekkert lát á bókaáhuga Hvergerðinga. Þegar janúar þessa árs er borinn saman við janúar í fyrra kemur í ljós að útlán jukust um 15,5% og heildar- gestafjöldi jókst um 36,7%. Í maí 1999 flutti bókasafnið í glæsilegt húsnæði í Austurmörk 2 þar sem aðstaða öll og aðgengi er til sóma. Hlíf Arn- dal, forstöðumaður safnsins, leggur áherslu á að bóka- safnið eigi að vera miðstöð upplýs- inga, fróðleiks og skemmtunar. Þar sé ekki einungis hægt að fá lánaðar bækur. Fólk kem- ur og getur grúsk- að í ró og næði, set- ið og spjallað, kíkt í dagblöð og tímarit. Þá geta safngestir nýtt sér tölvur safnsins til ritvinnslu, heimildaleit- ar á veraldarvefnum og til að skoða póstinn sinn. Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum bæði fyrir unga og aldna. Á miðvikudögum kl. 13.30 koma yngstu safngestirnir með foreldrum sínum, hlýða á sögur og föndra eða spila. Rithöfundar hafa komið í heimsókn og lesið upp úr verkum sínum. Hvergerðingar hafa lesið úr eftirlætisritverkum sínum. Á bangsadaginn koma allir með bangsann sinn og árlega tekur bókasafnið þátt í „norrænni bóka- viku“ ásamt „viku bókarinnar“ sem haldin er í tengslum við af- mæli Halldórs Laxness. Í ár verð- ur vika bókarinnar tileinkuð barnabókmenntum. Um síðustu páska gátu gestir sundlaugarinnar í Laugaskarði lesið ljóð í heitu pottunum meðan þeir létu þreytuna líða úr sér. Nefndist uppátækið „Perlur í pott- inum“ og líkaði vel. Ýmis félagasamtök hafa fengið inni á bókasafninu með fundi. Má þar nefna Sjálfsbjörgu, félag fatl- aðra, sem hefur fundað þar vegna góðs aðgengis fyrir alla. Athugasemdir gesta Ýmsar skemmtilegar athuga- semdir hafa heyrst um bókasafnið, eins og: „Við höfum aldrei lesið eins mikið hjónin eins og eftir að við fluttum í Hveragerði. Safnið er svo aðgengilegt og gott að finna bækurnar.“ Eða: „Dóttir mín sagð- ist vera búin að finna einn stað í Hveragerði þar sem hægt er að slappa af – það væri bókasafnið.“ Og einn þriggja ára sagði um leið og hann kjagaði út með bókina sín í poka: „Þetta er sko uppáhalds- bókasafnið mitt.“ Ýmsir vinir safnsins hafa fært því bækur að gjöf. Þeirra vegleg- asta verður að telja hluta af bóka- safni Indriða G. Þorsteinssonar sem synir hans færðu safninu að honum látnum. Ekki er ennþá búið að skrá safnið en það verður gert þegar tölvuskráningin heldur inn- reið sína. Á fundi bókasafnsnefndar í fyrra fæddist sú hugmynd að fá einn listamann í mánuði til að sýna verk sín á safninu. Hrönn Walters- dóttir leirlistarkona reið á vaðið og var apríllistamaður safnsins 2001. Síðan hefur hver sýningin annarri skemmtilegri komið upp í safninu. Þeir listamenn sem hafa sýnt eru tengdir Hveragerði á einhvern hátt; búa í Hveragerði, hafa búið í Hveragerði eða dvalið í lista- mannahúsi Hveragerðisbæjar. Fyrstur til að sýna verk sín á þessu ári var Örvar Árdal Árna- son, fæddur á Ísafirði 1974 en hef- ur búið í Hveragerði í rúmlega tuttugu ár. Hann sýndi olíumál- verk sem vöktu mikla athygli. Febrúarlistamaðurinn verður Hans Christiansen, innfæddur Hvergerðingur og landsþekktur fyrir fallegar vatnslitamyndir, myndefni sitt sækir hann í náttúr- una, atvinnu og borgarlíf. Hans sótti námskeið í Myndlistarskólan- um í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskólanum og Akademiet for fri og merkantil kunst í Kaup- mannahöfn. Hans hefur haldið 35 einkasýningar á verkum sínum víðs vegar um land og að auki hef- ur hann verið með opnar vinnu- stofur í Reykjavík og Hveragerði. Einnig hefur hann haldið mynd- listarnámskeið og þá aðallega í meðferð vatnslita, núna stendur yfir námskeið, á vegum eldri borg- ara í Hveragerði, undir stjórn Hans. Framtíðardraumar En hverjir eru framtíðardraum- ar til handa bókasafninu. Þessu svarar Hlíf. „Það er fyrst og fremst tenging safnsins í sameiginlegt landskerfi bókasafna, þar sem safngögn flestra bókasafna á landinu verða tengd saman í einn sameiginlegan gagnagrunn. Þá verða útlánin hér líka tölvuskráð og það sparar mikla pappírsvinnu og útreikn- inga. En þetta verður heilmikil vinna og verður ekki að veruleika fyrr en á næsta ári. Svo langar okkur auðvitað alltaf til að sjá fleira fólk hér á safninu og viljum gera okkar besta til að útvega fólki það efni sem það vantar,“ segir for- stöðumaður safnsins að lokum. Bókasafnið vinsælt og lestur eykst Hveragerði Hans Christianssen við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Örvar Árdal Árnason við eitt verka sinna, þegar hann var að taka niður sýninguna. BARNASKÓLINN á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi barnaskóli á Íslandi og hefur í ár starfað í 150 ár, fyrsta skólasetningin var 25. október 1852. Við skólann stunda 160 nem- endur frá Eyrarbakka og Stokks- eyri nám, í tíu bekkjardeildum. Þeim yngri, 1.–5. bekk, er kennt á Stokkseyri og 6.–10. bekk á Eyr- arbakka. Auk þess eru verkgrein- ar kenndar á Stokkseyri en íþrótt- ir á Eyrarbakka. Skólarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri voru sameinaðir aftur eftir langan aðskilnað árið 1997, m.a. til að koma til móts við kröfur nýrrar aðalnámskrár. Þannig náð- ust heilar bekkjardeildir í hverjum árgangi og betri nýting mannauðs. Í dag er hér rekið metnaðarfullt skólastarf undir merkjum upplýs- ingatækni og mannræktar. Skólinn er einn af þremur þróunarskólum í upplýsingatækni á grunnskólastigi í landinu. Hann er þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefnum milli Norðurlandanna og á Evrópuvísu. Samningur heimilis og skóla Nemendasamningar, þ.e. sátt- máli eða skjalfest samkomulag milli heimilis, skóla og nemandans um velferð hans í starfi og leik, eru nú gerðir við alla nemendur skólans. Í næstu viku hefjast hátíðahöld vegna afmælisársins. Þá verður þemavika í skólanum og þemað er að sjálfsögðu „150 ára skóli“. Þá viku er hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og afraksturinn verður til sýnis fyrir gesti og gangandi á öskudag, miðvikudag- inn 11. febrúar, frá kl. 11:00 í báð- um þorpum. Skólastjóri Barna- skólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er Arndís Harpa Ein- arsdóttir. 150 ára afmæli Eyrarbakki HREPPSNEFND Hraungerðis- hrepps ákvað á fundi sínum 6. febr- úar að fresta öllum áformum um sameiningu við Árborg og sam- þykkti að draga fulltrúa sína úr samninganefnd sem hafði verið skipuð. Hreppsnefndin telur of stuttan tíma til sveitarstjórnar- kosninga svo vinna megi að samein- ingu með farsælum hætti. Vill nefndin að stefnt verði að því að vinna að málinu með markvissum hætti á næsta kjörtímabili sveit- arstjórnanna. Áður höfðu sveitarfélögin ákveðið að stefna að sameiningarkosningu 23. mars. Í bæjarráði Árborgar var þessi ákvörðun hreppsnefndar Hraungerðishrepps kynnt á fundi ráðsins á fimmtudagsmorgun. Hætta við sameiningu við Árborg Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.