Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Verðhrun 50-80% afsláttur af öllu Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Nýtt frá Toppar og buxur Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Nýjar glæsilegar vorvörur Stærðir 36—56                ÚTSÖLULOK Í DAG Allt að 70% afsláttur Hverfisgötu 6 101 Reykjavík Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Ekta pelsar, mokkajakkar og leðurflíkur 50% afsláttur. 20—50% afsláttur af öðrum vörum Sigurstjarnan-Stórútsala Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15 Lagerútsala Síðumúla 3-5 Opið mán.-fös. kl. 12-18, laugard. kl. 12-16. Lager- útsala á undirfatnaði Ath. Nýjar vörur frá beint á lagersöluna og Ljósakrónur Skrifborð Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir Fataskápar Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi Sími 544 5560 og 864 1445. Netfang: yoga@yogastudio.is Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur Hatha yoga grunnnámskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 12. febrúar – Þri. og fim. kl. 19.00 í 4 vikur Jógastöður - öndunaræfingar - slökun - undirstöðuatriði hatha yoga. Góð leið fyrir fólk á öllum aldri sem vill næra andann og styrkja líkamann. Framhaldsnámskeið fyrir lengra komna hefst mánud. 18. febrúar. Ásmundur www.yogastudio.is Pantið núna B. Magnússon Austurhrauni 3, Gbæ/Hf. Kays sumartískan fyrir alla, litlar og stórar stærðir. Argos yfir 1000 lækkuð verð. Panduro allt til föndurgerðar Nýjar vörur í versluninni  555 2866 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu foreldra 16 ára stúlku sem er fötluð af völdum sjúkdómsins Tuberous Sclerosis. Vegna sjúkdómsins er hún þroska- heft, flogaveik og með einkenni ein- hverfu. Kröfðust foreldrar hennar að ógilt yrði með dómi ákvörðun skóla- stjóra Valhúsaskóla og skólanefnd- ar Seltjarnarness frá 31. október 2000 um að Valhúsaskóli gæti ekki veitt dóttur þeirra viðtöku. Einnig að dómurinn ógilti ákvörðun skóla- stjórans frá 30. ágúst 2000 um að láta tímabundna brottvikningu hennar frá 1. febrúar sama ár, standa þó nýtt skólaár væri hafið. Taldi dómurinn að foreldrar stúlkunnar væru að óska eftir áliti dómsins um lögfræðileg álitaefni. Skv. lögum um meðferð opinberra mála verða dómstólar ekki krafðir um álit á lögfræðilegum álitaefnum eða hvort tiltekið atvik hafi gerst, nema að því leyti sem er nauðsyn- legt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Foreldrar hennar gerðu ekki kröfu um að stúlkan færi aftur í Valhúsaskóla og að mati dómsins höfðu þeir því ekki lögvarða hags- muni af því að fá fyrrnefndar ákvarðanir skólastjóra og skóla- nefndar Seltjarnarness ógiltar. Mál- inu var því vísað frá dómi. Féllst dómurinn einnig á að málatilbún- aður foreldranna hefði ekki verið eins hnitmiðaður og æskilegt væri. Málið höfðað fyrir önnur fötluð börn Sögðu foreldrarnir að niðurstaða dómsins skipti þá miklu máli m.a. vegna væntanlegrar skaðabóta- kröfu. Haft er eftir móður stúlk- unnar að málið væri ekki höfðað fyrir stúlkuna sem væri orðin 16 ára gömul „heldur tók ég þá ákvörðun að fara í þetta mál fyrir önnur fötluð börn í framtíðinni, þannig að það sé á hreinu hver er réttur þeirra“. Stúlkan innritaðist í Valhúsaskóla haustið 1999 og hóf nám í 8. bekk. Var útbúin einstaklingsáætlun fyrir hana, ráðinn sérstakur stuðnings- kennari en til samstarfs við hann var ráðinn sálfræðingur. Á ýmsu gekk með skólagöngu hennar. Í upphafi árs 2000 var henni vísað tímabundið úr skóla og var henni útveguð kennsla í Safa- mýrarskóla. Þessi ákvörðun stóð óhögguð í ágúst en þá kærðu for- eldrar hennar brottvikninguna til menntamálaráðuneytisins. Ráðu- neytið hnekkti ákvörðun skólans og hóf stúlkan þar aftur nám í október 2000. Stuttu síðar tilkynnti skólinn að ekki væri hægt að kenna henni þar sem starfsfólk væri ekki til staðar til að sinna henni. Stúlkan hóf nám í almennum skóla í grunn- skóla í Reykjavík sl. haust sam- kvæmt einstaklingsnámsskrá sem löguð er að skólastarfinu og þörfum hennar. Seltjarnarnessbær greiðir kostnaðinn. Auður Þorbergsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Dögg Pálsdóttir hrl. sótti málið f.h. for- eldranna en Guðni Á. Haraldsson hrl. var til varnar. Gjafsóknarkostn- aður 250.000 greiðist úr ríkissjóði en málskostnaður fellur niður. Kröfu á hendur skólastjóra Valhúsaskóla og skóla- nefnd Seltjarnarness var vísað frá héraðsdómi Foreldrarnir höfðu ekki lögvarða hagsmuni Vegas með starfsleyfi VEGNA tveggja frétta í Morg- unblaðinu nýlega skal áréttað að næturklúbburinn Vegas við Laugaveg hefur starfsleyfi. Engin breyting hefur orðið á starfsemi staðarins. HEILDARFJÖLDI farþega í hvala- skoðunarferðum á Íslandi á liðnu ári var 60.550 manns og var um 33% fjölgum að ræða á milli ára, að sögn Ásbjörns Björgvinssonar, forstöðu- manns Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Ásbjörn segir að gera megi því skóna að beinar tekjur ferðaþjónust- unnar af hvalaskoðunarferðum geti hafa numið allt að 800 milljónum króna árið 2001, en þessar tekjur skiptist á milli flugfélaga, rútufyrir- tækja, bílaleigna, gististaða, hótela, veitingahúsa og hvalaskoðunarfyrir- tækja auk annarra sem komi að þjón- ustunni. Reglubundnar hvalaskoðunarferð- ir hófust hér við land 1995 og þá fóru um 2.200 ferðamenn í þessar ferðir. Þeim hefur síðan fjölgað jafnt og þétt með hverju árinu, voru 9.700 árið 1996, 20.540 árið 1997, 30.330 árið eft- ir, 35.250 1999 og 45.400 árið 2000. Ásbjörn Björgvinsson segir að ekki liggi fyrir nein gögn sem bendi til þess að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman og erlendir vísinda- menn hafi ítrekað lýst því yfir að Ís- land sé einn besti hvalaskoðunarstað- ur í heimi, en í fyrra hafi um níu milljónir ferðamanna farið í hvala- skoðunarferðir víðs vegar í heimin- um. Yfir 60.000 manns í hvalaskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.