Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 46
MESSUR 46 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffisala Safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíll- inn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Stoppleikhópurinn kemur með sýn- inguna: Ævintýri Kuggs og Málfríðar. For- eldrar hvattir til þátttöku með börnum sín- um. Organisti Pálmi Sigurhjartarson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Heimsókn frá Akraneskirkju: Kirkjukór, organisti og sóknarprestur, sr. Eðvarð Ingólfsson, sem prédikar í messunni. Kirkjukórar beggja kirkna taka þátt í athöfninni. Pálmi Matth- íasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Barnastund í umsjá Þorvaldar Víð- issonar fer fram á kirkjuloftinu á sama tíma. María Ellingsen leikkona sér um leik- þátt og margt skemmtilegt er á dagskrá. Fundur í safnaðarfélaginu eftir messu í safnaðarheimilinu. Sr. Toshiki Toma flytur erindi um kynþáttafordóma. Léttur hádeg- isverður. Allir velkomnir. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Fjölskyldumynstur Íslendinga: Sig- rún Júlíusdóttir, prófessor. Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14:00. Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11:00. Harpa Harðardóttir syngur einsöng ásamt valinkunnum söngvurum. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safn- aðarheimilið með Gunnari og Bryndísi. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Myndlistarsýning með verkum Ásgerðar Búadóttur og Kristjáns Davíðssonar stendur nú yfir í kirkjunni. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Hrund Þórarinsdóttir, djákni stýr- ir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Eygló Bjarnadóttir meðhjálpari þjónar ásamt sr. Bjarna Karlssyni, hópi ferming- arbarna og fulltrúum úr lesarahópi kirkj- unnar. Messukaffið er í umsjá Sigríðar Finnbogadóttur, kirkjuvarðar, en meðan á því stendur bjóða starfskonur Leikskólans að Hofi upp á kökubasar. Kvöldmessa febrúarmánaðar kl. 20:00. Óskar Ein- arsson leikur á flyglilinn, Tómas R. Ein- arsson á bassa og Matthías MD Hem- stock á trommur. Kór Laugarneskirkju syngur, Eygló Bjarnadóttir er meðhjálpari og prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna við altarið, en Guð- rún Margrét Pálsdóttir frá ABC hjálp- arstarfi tekur þátt í prédikun kvöldins og segir frá hinu merka starfi samtakanna. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Gideon- félagar koma í heimsókn. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Elías Dav- íðsson. Kór Neskirkju syngur. Molasopi eftir messu. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. 8–9 ára starf á sama tíma. Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna kl. 17:00. Einleikari Daði Kolbeinsson. Hljómsveit- arstjóri Ingvar Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti mgr. Pavel Manasek. Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju syngur. Prestur sr. María Ágústsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Kristni- boðskynning. Ragnar Gunnarsson, kristni- boði, prédikar. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: barna- og fjöl- skyldusamvera í Fríkirkjunni klukkan 11:00. Fermingarfræðsla eftir sam- veruna. Skráning í Bjöllukórinn stendur yf- ir. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Fjallað verður um kærleik- ann. Trúður kemur í heimsókn. Börnin komi með sér uppáhalds bangsann sinn og eða dúkkuna og sýna okkur. Ávaxta- safi, kaffi og súkkulaðikex á eftir. Drengir í 4. flokki Fylkis í knattspyrnu verða með kökubasar í anddyri kirkjunnar. Afrakstur basarsins rennur í ferðasjóð. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Org- anisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Léttar veit- ingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B. hópur. Sunnudagaskóli í kapellu. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Hreinn Hjartarson. Organisti: Lenka Mátéová. Kirkjukórinn syngur. Barnaguðsþjónusta í safn- aðarheimilinu á sama tíma í umsjón Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Jögvan Purkhus Gideonfélagi prédikar. Félagar úr Gideonfélaginu lesa ritningarlestra. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Organisti: Hörður Bragason. Barna- guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Ása, Bryndís, Hlín og Jóhanna Ýr. Organisti: Guðlaugur Vikt- orsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í Engjaskóla. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Um- sjón: Ása, Bryndís, Hlín og Jóhanna Ýr. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. Létt- messa sunnudagskvöld kl. 20:00. Heilög stund í léttri alvöru með Þorvaldi Halldórs- syni sem flytur m.a. sitt eigið frumsamið lag og texta. Sr. Bjarni Þór Bjarnason pré- dikar. Veitingar að athöfn lokinni. HJALLAKIRKJA: Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Í messunni verða sungnir og leiknir sálmar eftir Pálm- ar Þ. Eyjólfsson, fyrrum organista. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðs- son. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 18 og Opið hús á miðvikudögum kl. 12– 14. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Messa kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewl- ett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Lifandi fræðsla og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Ágúst Ein- arsson prédikar. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11:00. Olaf Engsbraten kennir um „Verk Heilags anda“. Fræðsla fyrir mismunandi aldurshópa barna. Sam- koma kl. 20:00. Starfsfólk Alfa- námskeiðanna tekur til máls. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predik- ar. Ræðuefni: „Bestu aðferðirnar til að sigrast á áhyggjum“. Allir hjartanlega vel- komnir. Heimasíða: www.kristur.is KROSSINN: Krossinn verður með sam- komu í félagsheimilinu Klifi Í Ólafsvík föstudaginn 8 febrúar kl. 20.30. Söng- hópur Krorssins og einsöngvarar flytja tón- list og Gunnar Þorsteinsson predikar. KLETTURINN: Almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna sunnudag kl. 11. Mikil lof- gjörð og tilbeiðsla. Alfa-námskeið fimmtu- dag kl. 19. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Heiðar Guðnason for- stöðumaður Samhjálpar. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 16.30. Ræðumaður Ármann J. Pálsson. Bænastund fyrir samkomu kl. 16.00. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17:00. Náttúrufræðisamkoma í umsjá dr. Bjarna Guðleifssonar, náttúrufræð- ings, en hann er sérfræðingur á til- raunastöð rannsóknarstofu landbúnaðar- ins á Möðruvöllum. Bjarni mun halda fyrirlestur um fyrirbrigði í náttúrunni í máli og myndum og enda samkomuna með hugleiðingu út frá texta í Biblíunni. Jón Hjartarson mun hefja samkomuna með stuttu ávarpi og bæn. Barnastarf á meðan samkoman stendur yfir. Listasmiðjan hef- ur störf. Heitur matur eftir samkomuna á vægu verði. Vaka 20:30. Yfirskrift: Þolgott hjarta. Ræðumaður: Hrönn Sigurðardóttir. Einsöngur: Ragnheiður Hafstein. Mikil lof- gjörð. Fyrirbæn í lokin. Allir velkomnir KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 (hámessa). Messa á ensku kl. 18.00. Virka daga (mánud.–föstud.): Messa kl. 18.00. Einn- ig kl. 8.00 suma virka daga (sjá nánar á til- kynningarblaði á sunnudögum). Laug- ardaga kl. 14.00: Barnamessa að trúfræðslunni lokinni. Miðvikudaginn 13. febrúar: Öskudagur – upphaf föstu. Messa kl. 18.00. Þá eru kirkjugestir signdir með vígðri ösku sem merki iðrunar. Föstudaga í lönguföstu: kl. 17.30 Kross- ferilsbæn. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður – St. Jósefskirkja: Sunnu- daginn 10. febrúar: Messa kl. 14.00. Að henni lokinni er hið árlega Bollukaffi í safnaðarheimilinu. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30 (13. febrúar: Öskudagur). St. Barbörukapella, Keflavík: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Akranes: Sunnudaginn 17. febrúar: Messa kl. 15.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnu- daga: Messa kl. 10.00. Miðvikudaginn, 13. febrúar: Öskudagur – upphaf föstu. Messa kl. 18.30. Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri: Laugard: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnud: Messa kl. 16. Suðureyri: Sunnud: Messa kl. 19. Akureyri: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa kl. 18.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00. Barnaguðsþjónusta með miklum söng og lofgjörð. Kl. 14:00. Guðsþjónusta á föstuinngangi. Kór Landakirkju. Ferming- arbörn lesa úr Ritningunni. Kaffi á eftir. Kl. 20:30. Kaffihúsamessa Tónsmíðafélags Vestmannaeyja í Safnaðarheimilinu. Nota- leg kvöldstund við kertaljós, kaffi og tón- listarflutning skapandi listamanna. Ritn- ingarvers, útlegging á Orði Guðs, bæn og blessun. Fundur í Æskulýðsfélagi KFUM&K-Landakirkju rennur inn í þessa dagskrá. Húsið opnað kl. 20:00. Góður undirbúningur fyrir bolludaginn. Sr. Krist- ján Björnsson.. LÁGAFELLSKIRKJA: Tai-ze guðsþjónusta kl. 20. Einsöngur: Gyða Björgvinsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jón- as Þórir. Barnaguðsþjónusta í Lágafells- kirkju kl. 13. Jón Þorsteinssn. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00. Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs. Org- anisti: Natalía Chow. Félagar úr Kór Hafn- arfjaarðarkirkju leiða söng. Opið hús í Strandbergi eftir Guðsþjónustuna. Sunnu- dagaskólar á sama tíma í Strandbergi og Hvaleyrarskóla. Kvöldmessa kl.20:30. Prestar sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Ingason. Kvennahljómsveit leik- ur létta tónlist og lofgjörðarlög. Opið hús í Strandbegi eftri messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Skemmtileg stund fyrir alla fjöl- skylduna. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. 5 ára börn (fædd ́97) í Víðistaðasókn eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjöl- skyldum sínum. Fá þau að gjöf bókina „Kata og Óli fara í kirkju Barna- og ung- lingakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Allir velkomnir FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl.11. Umsjón Örn, Sigriður Kristín, Edda og Hera. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.13. (ath. breyttan messutíma í vetur) Prestar Fríkirkjunnar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir flytja samtalspredikun. Ræðuefni: Boðar kirkjan hindurvitni? Kór Átthagafélags Strandamanna syngur ásamt kór Fríkirkjunnar. Stjórnandi beggja kóra er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Kaffi í safnaðarheimili að lokinni guðsþjónustu. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn laug- ardaginn 9. febrúar kl. 11:00, í Stóru- Vogaskóla. Guðsþjónusta í Kálfatjarn- arkirkju sunnudaginn 10. febrúar kl. 14:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt 3.). Morgunblaðið/Ómar Eyrarbakkakirkja KIRKJUSTARF KIRKJUKÓR Akraneskirkju ásamt sóknarpresti, sr. Eðvarði Ingólfs- syni, organista, Hannesi Bald- urssyni, og sóknarnefndarfólki Akraneskirkju kemur í heimsókn í Bústaðakirkju á sunnudag. Gestirnir taka þátt í guðsþjónustu kl. 14.00 ásamt kór, organista og sóknarpresti Bústaðakirkju. Þessi heimsókn er liður í sam- starfi þessara tveggja kirkna, sem hafa komið á vinasambandi milli sóknanna. Í því samstarfi felst að miðla þekkingu og upplýsingum um safnaðarstarfið í þeim tilgangi að auðga starf beggja kirkna. Enda þótt margt sé ólíkt hvað varðar ald- ur og sögu þessara tveggja safnaða, þá er ljóst að með auknu samstarfi má miðla mörgu, þar sem löng saga og reynsla er til lærdóms og þekk- ingar. Kirkjuhúsin á Akranesi og í Bústaðasókn eru ólík í aldri og um- gjörð og margt sem þessi ólíka um- gjörð gefur í fjölbreytni starfsins. Skagamenn hafa þegar tekið með myndarskap á móti gestum úr Bú- staðasókn og miðlað ríkulega af reynslu og þekkingu. Allir er hjartanlega velkomnir að taka þátt í þessari sameiginlegu guðsþjónustu safnaðanna. Sr. Pálmi Matthíasson. Stoppleikhópurinn í Bústaðakirkju Í BARNAMESSU á sunnudaginn, 10. febrúar, kl. 11.00 koma góðir gestir í heimsókn í Bústaðakirkju. Stoppleikhópurinn kemur með sýn- inguna Ævintýri Kuggs og Mál- fríðar, sem er byggt á bók eftir Sig- rún Eldjárn. Þetta er hlý og falleg saga um vináttuna, sem segir frá því hvernig má brúa kynslóðabilið. Leikendur eru Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Stoppleikhópurinn með Eggert Kaaber í forystu hefur á und- anförnum árum sett upp leikrit sem hæfa vel barnastarfi í kirkjum. Þau hafa áður heimsótt Bústaða- kirkju við góðar undirtektir. Léttmessa í Grafarvogskirkju LÉTTMESSA verður sunnudags- kvöldið 10. febrúar kl. 20 (heilög stund í léttri alvöru). Þorvaldur Halldórsson flytur m.a. sitt eigið frumsamið lag og texta. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar. Veitingar að athöfn lokinni. Minnt er á fjöl- þætta dagskrá sunnudagsins í Graf- arvogskirkju en kl. 11 er almenn guðsþjónusta með þátttöku Gídeon- manna. Jógvan Purkus prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma í kjall- ara kirkjunnar. Kl. 13 verður sunnudagaskóli í Engjaskóla. Kvennahljómsveit í poppmessu í Hafn- arfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, verður haldin poppmessa í Hafnarfjarð- arkirkju. Hefst messan kl. 20.30. Poppmessa er haldin einu sinni í mánuði yfir vetrartímann á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Mikið fjöl- menni sækir poppmessurnar og hafa margir tónlistarmenn komið að þeim í gegnum tíðina. Að þessu sinni mun hljómsveit skipuð ein- göngu konum leiða sönginn og ann- ast um tónlistina. Björg Pálsdóttir stjórnar hljómsveitinni en með henni syngja og leika Lovísa E. Sig- rúnardóttir, Guðrún Hlín Braga- dóttir og Steinunn Steinþórsdóttir. Sr. Þórhallur Heimisson leiðir mess- una og annast altarisþjónustu en sr. Gunnþór Ingason predikar. Mætum öll og hlýðum á kröftuga lofgjörð- artónlist og eigum góða stund í húsi Drottins. Hafnarfjarðarkirkja – þjóðkirkja í þína þágu. Barnastundir Dómkirkjunnar BARNASTUNDIR Dómkirkjunnar á sunnudögum fara vel af stað. Stundirnar hefjast með messunni kl. 11:00 en halda síðan áfram á kirkju- loftinu. Við syngjum, heyrum sögur og eigum góða stund saman. Börnin fá afhenta kirkjubókina mína. María Ellingsen leikkona kemur fram í dag. Ungir sem aldnir velkomnir. Dómkirkjan. Fjölskyldumynstur Íslendinga NÝLEG frétt um að hin hefðbundna kjarnafjölskylda væri komin í minnihluta á Íslandi vakti ekki mikla athygli er hún birtist sl. haust. Sú spurning hlýtur þó að vakna: Hvað hefur komið í staðinn? Fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju í febrúarmánuði eru helgaðir mál- efnum fjölskyldunnar. Á fræðslu- morgni nk. sunnudag kl. 10.00 mun Sigrún Júlíusdóttir prófessor, sem stundað hefur rannsóknir á fjöl- skyldumynstri Íslendinga, flytja er- indi um þetta efni og svara fyr- irspurnum að því loknu. Messa í umsjá séra Sigurðar Páls- sonar með þátttöku fermingarbarna og barnastarf í umsjá Magneu Sverrisdóttur hefjast síðan í kirkj- unni kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjón- usta og kökubasar í Árbæjarkirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA – kærleiksguðsþjónusta verður í Ár- bæjarkirkju sunnudag kl. 11. Í guðs- þjónustunni verður fjallað um birt- ingarmynd kærleikans. Trúður kemur í heimsókn. Viljum við biðja börn um að koma með uppáhalds- bangsann sinn eða -dúkkuna og sýna okkur í kirkjunni. Eftir guðs- þjónustuna verður boðið upp á ávaxtasafa, kaffi og góðgæti með. Knattspyrnudeild 4. fl. karla í Fylki verður með kökubasar. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur að fjölmenna í kirkjuna og um leið að styrkja gott og uppbyggjandi starf íþróttafélagsins Fylkis. Bústaðakirkja Skagamenn í Bústaðakirkju Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Stutt kynnisferð. Veður ræður för. Allir vel- komnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.