Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 49
LEIÐRÉTT Eignarhald Bensínorkunnar Vegna fréttar um sjálfsaf- greiðslustöðvar olíufélaganna í blaðinu í gær skal það leiðrétt að Hagkaup og Bónus eiga ekki lengur hlut í Bensínorkunni, ásamt Skelj- ungi, heldur á fjárfestingarfélagið Þor hf., sem er í eigu Hagkaupsfjöl- skyldunnar, þriðjungshlut á móti ol- íufélaginu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt heimilisfang Rangt heimilisfang var gefið upp í frétt um vinnufundi hjá Vinstri grænum í Kópavogi í blaðinu á þriðjudag. Rétt er að fundirnir verða í Þinghól. Vilja Sundabraut Missagt var í frétt blaðsins í gær af umræðum í borgarstjórn um Sundabraut að Reykjavíkurlistinn hefði fallið frá kröfu um að ráðist yrði í lagningu Sundabrautar. Hið rétta er að meirihlutinn telur ekki forsendur fyrir lagningu þess hluta Sundabrautar sem liggja skal í Álfs- nes fyrr en byggð á að rísa þar. Eftir sem áður leggur meirihlutinn áherslu á að tenging við Grafarvog yfir Kleppsvík komi sem fyrst til framkvæmda. Þá skal áréttað vegna fréttar um veggskreytingar í Árbæjarskóla að fram kom á borgarstjórnarfundi að borgarstjóri vissi ekki um að til stæði að brjóta niður vegg með listaverki Veturliða Gunnarssonar. Ákvörðun um það hefði verið tekin án hennar vitundar og án þess að borgarráði hefði verið gert viðvart. Biðst blaðið velvirðingar á þessu ranghermi. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 49 Kópavogsbúar! Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðis- manna er í dag Kjósum Ásdísi í 2. sætið Ásdís Ólafsdóttir REKSTUR veitinga- staðarins Si Señor hófst fyrir skömmu og á næstunni verður þar opnaður sérstakur salsabar. „Þetta hefur gengið mjög vel og viðtök- urnar hafa verið fram- ar öllum vonum,“ segir Gunnar Kristjánsson, sem á staðinn með Inga Birni Albertssyni. Veit- ingastaðurinn er í Lækjargötu 10 í Reykjavík og eru fyrst og fremst réttir frá Mexíkó á matseðlinum, en auk þess eru sér- stakir sælkeraréttir frá eyjum Karíbahafsins. „Ég bjó í Miami á Flórída í fimm ár, kynntist þess- ari suðrænu sveiflu ágætlega og við leggjum áherslu á að Si Señor er suðrænn staður,“ segir Gunnar og bætir við að reglulega sé skipt um rétti. Gunnar segir að innan skamms verði sérstakur salsabar formlega opnaður á staðnum, en fólk frá Suður-Ameríku, búsett á Íslandi, aðstoði við uppsetninguna og framkvæmdina. „Hugmyndin er að eftir mat á föstudögum og laugardögum verði salsastemmn- ing á staðnum,“ segir hann en Si Señor er opnaður klukkan 18 á daginn og er rými fyrir 80 til 90 manns í mat. Suðræn sveifla á Si Señor Ingi Björn Albertsson og Gunnar Kristjáns- son, eigendur veitingastaðarins Si Señor við Lækjargötu 10 í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn STARFSMANNARÁÐ Landspít- ala – háskólasjúkrahúss fagnar því að ákvarðanir um framtíðarstað- setningu og uppbyggingu spítalans hafa verið teknar og þá framsýni stjórnvalda sem þar kemur fram. Mikilvægt er að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, segir í frétt starfsmannaráðsins. „Starfsmannaráð lýsir jafnframt yfir áhyggjum af niðurskurði stjórnvalda á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fyrirsjáanlegt er að þessi nið- urskurður mun leiða til samdrátt- ar í starfsemi og minni þjónustu við sjúklinga. Niðurskurður fjárveitinga hlýt- ur alltaf að vera stofnunum erfiður en færa má rök fyrir því að slíkur niðurskurður bitni sérstaklega á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eins og á stendur. Eftir samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur Landspítali – háskólasjúkra- hús mikla sérstöðu. Hann er eina stóra hátæknisjúkrahúsið og gegn- ir nú enn veigameira hlutverki en áður sem háskólasjúkrahús. Þetta veldur auknu álagi á starfsfólk og verður því að gera enn meri kröfur til spítalans en fyrr um meðferð sjúklinga og aðgæslu gagnvart starfsfólki. Starfsmannaráð Landspítala – háskólasjúkrahúss vill því hvetja stjórnvöld til að endurskoða fram- komnar hugmyndir um niðurskurð fjárveitinga til stofnunarinnar og afstöðu sína til niðurskurðar,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá starfs- mannaráðinu. Áhyggjur starfsmannaráðs vegna fjárveitinga Ákvörðun um stað- setningu fagnað Fagna kínversku nýári KÍNAKLÚBBUR Unnar fagnar kínversku nýári þriðjudaginn 12. febrúar kl. 19 á Shanghæ, Lauga- vegi 28. Boðið verður upp á hátíðarmat, skemmtidagskrá og litskyggnu- sýningu frá Kína, m.a. frá þeim stöðum sem farið verður til í næstu tveim ferðurm Kínaklúbbs- ins, þær verða farnar í maí og september. Borðapantanir eru á veitingahúsinu Shanghæ. Samkvæmt almanaki Kínverja hefst nýtt ár 12. febrúar, ár hests- ins. Nýár Kínverja er hreyfanlegt, það getur byrjað á tímabilinu 21. janúar til 20. febrúar, fer eftir gangi tunglsins, hefst alltaf við annað nýtt tungl eftir vetrarsól- hvörf. Nýárið kalla Kínverjar líka vorhátíð, sem er mesta hátíð Kína. Í tilefni nýársins verður Unnur Guðjónsdóttir með sýningu á nokkrum kínverskum búningum, frá síðasta keisaratímabili Kína, í gluggum verslunar Sævars Karls í Bankastræti. Sýningin hefst þriðjudaginn 12. febrúar og stend- ur út þá viku, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundur um evrópska köttinn KYNNINGARFUNDUR verður haldinn á vegum Kynjakatta í dag, laugardag, kl. 14–16 á skrifstofu fé- lagsins í Dugguvogi 2. Fjallað verð- ur um „evrópska köttinn“. Það er markmið Kynjakatta að efla þessa tegund íslenskra heim- iliskatta. Á næstu sýningu félags- ins, 23. og 24. febrúar, verður dæmt í nýliðaflokki þar sem kettir verða viðurkenndir sem „evrópskir kett- ir“. Nánari upplýsingar má fá í síma og á heimasíðu Kynjakatta www.- simnet.is/kynjakettir, segir í frétta- tilkynningu. Opnar kosninga- skrifstofu Í TILEFNI af prófkjöri Samfylk- ingarinnar vegna Reykjavíkurlist- ans, sem fram fer 11.-17. þ.m., opnar Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar, kosningaskrifstofu í dag kl. 17. Kosningaskrifstofan er til húsa í Austurstræti 16, 2. hæð, gengið inn frá Pósthússtræti, en prófkjör- ið fer fram í Austurstræti 14. Kosningaskrifstofan verður opin virka daga frá kl. 16-19, en 12-19 um helgar. Við opnunina verður boðið uppá veitingar, ávörp flutt, upplestur og JFM annast djass- fönkið. Þá verður opnaður vefur- inn www.helgi.is. Allir eru vel- komnir við opnunina, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.