Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög líflegur per- sónuleiki. Annað fólk laðast að litríkum lífsstíl þínum og orku. Vegna mikillar afkastagetu þinnar muntu ná velgengni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Viðræður við ráðamenn – hugs- anlega foreldri – eru dálítið til- finningaþrungnar í dag. Fólk í þessu stjörnumerki er stolt og vill ekki láta segja sér fyrir verkum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Öll trúarbragðaumræða í dag verður of tilfinningahlaðin og heit. Þetta er að hluta til vegna þess að þú metur sjálfa(n) þig um of út frá trú þinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það kann að verða erfitt að kom- ast að sanngjarni niðurstöðu um hvernig litlum fjárhæðum skuli varið. Aðrir eru ekki endilega sammála þér um hvað skuli gera við sameiginlegar eigur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólk í þessu stjörnumerki er til- finningaríkasta fólkið af öllum stjörnumerkjunum. Í dag kunna allar samræður við maka og nána vini að verða of tilfinninga- þrungnar. Sýndu þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fólk í þessu stjörnumerki hefur eðlislæga hæfileika til að taka að sér hlutverk leiðtogans. Í dag langar þig til þess að segja öll- um í vinnunni hvernig þeir eigi að sinna starfi sínu en þeir kunna að vera minna móttæki- legir en þú óskar að þeir séu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur afrekað mikið í dag ef þú hefur áhuga á að vinna að skapandi hugmyndum, atvinnu- mennsku í íþróttum eða listum. Þú hefur agann, framsýnina og metnaðinn sem þarf til. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er kjörinn dagur til að ráðast í viðgerðir og minnihátt- ar verk á heimilinu. Þú þarft ekki að uppgötva heiminn upp á nýtt, gerðu bara nokkra hluti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur mikla hæfileika í dag til að selja, sannfæra eða kenna einhverjum eitthvað. Ástæðan fyrir þessu er sú að þú gefur svo mikið af þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta hnyttna orðatiltæki: „Þegar harðnar á dalnum, fara hinir hörðu út að versla“ gæti átt við þig í dag. Það gætir ríkr- ar tilhneigingar hjá þér til til- finningalegrar eyðslu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er unaðslegur dagur vegna þess að sjálfstraust þitt er mikið. Þar sem tunglið og Merkúr er í stjörnumerkinu þínu finnst þér að þú vitir ná- kvæmlega hvert þú stefnir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allar andlegar athafnir og órar kunna að höfða sterkt til þín í dag. Skáldsögur eða kvikmynd- ir sem búa yfir þessu verða þér ánægjuleg afþreying í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Alvarlegar og nærgætnar sam- ræður við vin kunna að verða þýðingarmiklar, annaðhvort fyrir þig eða hinn einstakling- inn. Taktu þér tíma til að tala frá hjartanu við einhvern í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LÁTUM sagnir liggja á milli hluta og sláum því föstu að suður verði sagn- hafi í sjö spöðum. Verk- efnið er að spila þann samning með trompi út: Norður ♠ 1086 ♥ K1054 ♦ K87 ♣D54 Suður ♠ ÁKDG9 ♥ Á2 ♦ Á2 ♣ÁK32 Tólf öruggir slagir og þrettán ef laufið fellur 3–3. Í slíkum spilum er stundum rétt að taka tvisvar tromp og fara svo í hliðarlitinn. Þá mætti kannski trompa fjórða laufið í borði ef sami mót- herji á 2–2 í svörtu litun- um. En í þessu spili er mun betra að gera út á öf- ugan blindan – reyna að trompa rauð spil þrisvar heima og fjölga tromp- slögunum þannig. Besta áætlunin er þessi: Fyrsti slagurinn er tekinn á hátromp heima. Svo er hjarta spilað þrisv- ar og stungið hátt. Trompnían fer yfir á tíuna og nú veltur framhaldið á spaðalegunni. Ef trompið skiptist 4–1 verður að spila öllum trompunum og vonast eftir hagstæðri lauflegu eða þvingun. En ef báðir fylgja í síðara trompið er haldið áfram á þeirri braut að trompa heima. Fjórða hjartað er stungið, síðan er tígli spil- að þrisvar með trompun. Innkoma blinds á lauf- drottningu sér fyrir því að hægt er að nálgast spaða- áttuna og taka síðasta tromp varnarinnar. Norður ♠ 1086 ♥ K1054 ♦ K87 ♣D54 Vestur Austur ♠ 43 ♠ 752 ♥ G76 ♥ D983 ♦ D943 ♦ G1065 ♣G986 ♣107 Suður ♠ ÁKDG9 ♥ Á2 ♦ Á2 ♣ÁK32 Með þessari spila- mennsku fær sagnhafi sex slagi á tromp og þarf þá ekki að treysta á laufið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 9. febrúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Þórdís Stella Brynjólfsdóttir og Sigurður Þorsteinsson, Hrísmóum 9, Garðabæ. Þau eyða deginum með fjölskyldu sinni. 75 ÁRA afmæli. Hinn12. febrúar nk. er 75 ára Margrét Hagalínsdótt- ir, ljósmóðir, Kleppsvegi 36, Reykjavík. Hún dvelur á afmælisdaginn á heimili dóttur sinnar, Völusteins- stræti 16, Bolungarvík. Margrét tekur á móti vinum og vandamönnum laugar- daginn 9. febrúar kl. 16 í Safnaðarheimili Bolungar- víkur, Aðalstræti 22, Bol- ungarvík. 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 O-O 5. a3 Be7 6. e3 d5 7. Bd3 b6 8. b3 Bb7 9. Dc2 Rbd7 10. cxd5 exd5 11. b4 Bd6 12. O-O De7 13. He1 Re4 14. Bb2 a6 15. Rf1 Hfc8 16. Db3 Hab8 17. Rg3 g6 18. Bxe4 dxe4 19. Rd2 Rf6 20. Dd1 Bd5 21. De2 b5 22. Hec1 h5 23. Dd1 c6 24. Rb3 Rg4 25. Rc5 Dh4 26. h3 Staðan kom upp í Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Mikhail Ulibin (2580) hafði svart gegn Jo- han Sterner (1994). 26... Rxf2! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT VÍSUR Orkt við smalamann: Fáðu skömm fyrir fíflslegt hjal, fúll og leiður glanni. Héðan af aldrei happ þér skal hljótast af neinum manni. Smalamaður svaraði: Rækarlinn bið eg reisi upp tögl, rétt sem nú eg greini. Hafi hann af þér hár og nögl, hold með skinni og beini. Þórður Magnússon á Strjúgi 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 10. febrúar, er sjötug Erla Thorarensen. Hún tekur á móti gestum kl. 16– 19 í Hvammi, Suðurgötu 15– 17, á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 9. febr- úar, er sjötugur Valdimar Örnólfsson, íþróttastjóri Háskóla Íslands, Bláskóg- um 2, Reykjavík. Í tilefni þessa tímamóta mun Valdi- mar halda upp á daginn með eiginkonu sinni, Kristínu Jónasdóttur, og sonum þeirra, Jónasi, Örnólfi og Kristjáni, ásamt fjölskyld- um þeirra á Sporthotel Monte Pana, St. Christina, Val Gardena, Gröden, Ítalíu. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 9. febr- úar, á hálfrar aldar afmæli Sverrir G. Ármannsson. Hann mun fagna þeim áfanga síðla kvölds með nokkrum vinum og vanda- mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.