Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á miðvikudaginn birtust fréttir um það í fjölmiðlum að Ragnar Árnason prófessor hefði skrifað skýrslu fyrir LÍÚ um áhrif auðlindagjalds á skatt- tekjur ríkisins. Helsta niðurstaða skýrslunn- ar er sú að hækkun skatttekna verði minni en sem nemur auð- lindagjaldinu og geti jafnvel verið neikvæð þar sem auðlindagjöld hafi neikvæð áhrif á hagvöxt. Til að komast að þessari niðurstöðu ger- ir Ragnar sig sekan um ótrúlegan tvískinnung. Á blaðsíðu fjögur telur Ragnar upp þær forsendur sem hann gefur sér um auðlindagjald. Ein forsendan er þessi: „Auðlinda- gjald hefur ekki áhrif á framleiðslu- magn eða hagkvæmni í sjávarút- vegi.“ Þessa forsendu rökstyður Ragnar á eftirfarandi hátt í neðan- málsgrein: „Einn helsti kostur auð- lindagjalds sem skattstofns hefur verið talinn sá, að það sé svokallaður rentuskattur og hafi ekki áhrif á hegðun sjávarútvegsfyrirtækjanna. Hér er m.ö.o. gert ráð fyrir því að það gangi eftir.“ Seinna í skýrslunni gerir Ragnar síðan tilraun til þess að færa rök fyrir því að auðlindagjald hafi nei- kvæð áhrif á landsframleiðslu sem aftur leiði til tekjumissis fyrir ríkið. Þessu til stuðnings setur Ragnar fram líkan þar sem þessi niðurstaða gengur eftir. Vandinn er hins vegar sá að líkanið er í engu samræmi við þær forsendur sem Ragnar gefur sér. Nánar tiltekið gerir Ragnar ekki ráð fyrir að auðlindagjaldið sé rentuskattur þegar hann leysir líkanið og því hefur auðlinda- gjaldið áhrif á hegðun sjávarútvegsfyrir- tækja í líkaninu ólíkt því sem Ragnar hafði gefið sér fyrr í skýrsl- unni. Ef líkanið er leyst í samræmi við þær forsendur sem Ragnar gefur sér hef- ur auðlindagjald engin áhrif á landsfram- leiðslu og langstærstur hluti auðlindagjaldsins leiðir til hækkunar á tekjum ríkisins. Þess má að lokum geta að ef þeirri eðlilegu forsendu er bætt við að skattar verði lækkaðir sem nemur hluta af upphæð auð- lindagjaldsins má nota líkan Ragn- ars til þess að sýna að auðlindagjald muni hafa jákvæð áhrif á hagvöxt og tekjur ríksins af auðlindagjaldi geti verið mun hærri en sem nemur sjálfu auðlindagjaldinu. Áhrif auðlindagjalds á tekjur ríkisins Jón Steinsson Auðlindagjald Til að komast að þessari niðurstöðu, segir Jón Steinsson, gerir Ragnar sig sekan um ótrúlegan tvískinnung. Höfundur stundar doktorsnám í hagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. H andbolti og aftur handbolti. Það hefur allt snúist um handbolta síð- ustu vikurnar. „Strákarnir okkar“ stóðu sig vel og uppskáru mikla aðdáun fyrir, bæði í útlandinu sem og hér á heimaslóðum. Þeir unnu mikið afrek, höfnuðu í 4. sæti í Evr- ópumeistarakeppninni, en líklega í fyrsta sæti í huga okkar allra. Það er þó ekki ætlunin hér að fjalla um sigurgöngu íslenska landsliðsins enn eina ferðina. Það er löngu tæmt umfjöllunarefni þó svo að liðið hafi staðið sig afar vel. Reyndar er umhugsunarefni hvað þjóðin er fljót að rjúka upp til handa og fóta, taka sig til og fylkja sér um ákveðin mál. Á þeim tímabilum sem ekki hefur geng- ið vel hjá liðinu hafa liðsmenn eflaust mun frekar þurft á stuðningi lands- manna að halda, en þá var áhug- inn lítill sem enginn. Hvað um það. Íþróttalýsingar eru hvorki sérgrein undirritaðrar né helsta áhugamál, en það var engu að síður sérstaklega gaman að fylgjast með innlifun Guð- mundar Guðmundssonar þjálfara á hliðarlínunni á meðan á leikj- unum stóð. Tilfinningar hans – vonbrigði, væntingar og gleði – komu berlega í ljós. Þær mátti lesa úr andliti hans og hreyf- ingum og birtust ófáar myndir af honum í blöðunum með ólík en mjög svo skýr svipbrigði. Þrátt fyrir mikinn eldmóð ís- lenska liðsins gekk keppnin ekki átakalaust fyrir sig. Undir lokin var mikil pressa á liðinu, þeir mættu sterkum liðum, sem á endanum höfðu betur. Í sjón- varpsviðtali eftir tapleik gegn Dönum gat Guðmundur ekki leynt vonbrigðum sínum. Hann svaraði ekki spurningu sjón- varpsfréttamannsins og leitaði þess í stað huggunar hjá Einari Þorvarðarsyni aðstoðarþjálfara. En íslenska þjóðin lét tvo ósigra í lok mótsins ekki eyði- leggja aðdáun sína á liðinu og stuðning við það. Íslendingar mættu þvert á móti í þúsundatali í Smáralind þar sem þeir tóku á móti hetjunum fagnandi, enda höfðu velviljaðir og góðhjartaðir safnað milljónum til stuðnings liðinu sem því voru afhentar í Smáranum. Landsliðsmennina setti hljóða við þessar móttökur. Þeir voru greinilega mjög hrærðir og með- al annars mátti sjá hetjur eins og Ólaf Stefánsson, sem leystur hafði verið út með verðlaunum á mótinu fyrir frækilega frammi- stöðu, þurrka tárin úr augunum. Viðbrögð Ólafs og annarra landsliðsmanna við móttökunum, og tilfinningasemi Guðmundar á hliðarlínunni, er splunkuný upp- lifun fyrir handboltaáhugamenn og aðra landsmenn. Hingað til hefur manni virst sem karlmenn hafi lagt sig alla fram við að vera harðir af sér, töff týpur sem hvorki sýna vonbrigði né sorg á almannafæri. Þessi harða ímynd karlmannsins með þykku skelina, hefur verið allsráðandi og hetjur hafa hegðað sér í samræmi við hana. Bjartur í Sumarhúsum var kannski einum of harður og töff en félagar hans úr kvikmynd- unum, James Bond, Rambo, og fleiri, hafa verið mjög töff og harðir af sér. Það hefur ekki mik- ið farið fyrir hinum „mjúka“ manni þrátt fyrir mikla umræðu um að hann væri í raun og veru til. Birtingarmynd mjúka manns- ins hefur samt sem áður komið fram í ýmsum bókmenntaverkum og kvikmyndum, en það er eins og hann hafi aldrei almennilega verið samþykktur og tekinn í sátt af samfélaginu. Núna ætti hins vegar að verða breyting á. Það þarf sterka sjálfsmynd til að þora að láta til- finningar sínar í ljós en hand- boltahetjur nútímans virðast vera ófeimnar við að sýna tilfinn- ingar og jafnvel tjá sig um „mjúk“ mál. Guðmundur Guð- mundsson þjálfari liðsins við- urkenndi til dæmis að mótið hefði tekið verulega á og Ólafur Stefánsson þakkaði velgengni sinni á handboltavellinum far- sælu hjónabandi og barneignum. Sagðist hafa verið valinn í lands- liðið eftir að hann kynntist eig- inkonu sinni og farið að leika bet- ur og orðið afslappaðri eftir að hann eignaðist börn. Það er ekki á hverjum degi sem einstaklingar með svo sterka karlmennskuímynd tjá sig um „mjúk“ mál eins og barneignir og tilfinningar. En það gerðu þeir Ólafur og Guðmundur, og kannski fleiri, fyrir framan al- þjóð eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Sums staðar hefur verið spaugað með tilfinningasemi þeirra og einlægni en líklega er hún ekkert til að spauga með. Skilaboðin sem þeir flytja eru að það sé í lagi og fullkomlega eðli- legt að tjá sig um tilfinningar sín- ar og líðan. Viðhorf þeirra sýnir ennfremur að hetjur, sem dýrk- aðar eru af fjöldanum, eru mann- legar, með innri mann sem hægt er að særa og gleðja. Og það er ánægjulegt að loksins hafi áber- andi karlmönnum – sem eru helstu fyrirmyndir þjóðarinnar um þessar mundir, að minnsta kosti meðal ungu kynslóðarinnar sem flykkist nú á handboltaæf- ingar – tekist að mynda snertiflöt á milli karlmennsku og tilfinn- inga. Þeir eru hetjur eftir sem áður, bara aðeins mannlegri hetjur en margar aðrar. Tilfinn- inganæm- ar hetjur „Viðhorf þeirra sýnir ennfremur að hetjur, sem dýrkaðar eru af fjöldanum, eru mannlegar, með innri mann sem hægt er að særa og gleðja. Og það er ánægjulegt að loksins hafi áberandi karlmönnum tekist að mynda snertiflöt á milli karlmennsku og tilfinninga.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is SÖGULEGT er það kallað, samkomulag forystumanna sjó- manna og Landssam- bands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) um að nú skuli þurrka út skip- astól þeirra sem nefnd- ir hafa verið kvótalaus- ir og kvótalitlir. Þetta skal gert að frumkvæði LÍÚ og samtaka sem eiga að starfa í hags- munabaráttu sjó- manna. Svoköllu for- ysta sjómanna er lögst í hernað gegn kvóta- litlum útgerðum. Þær eru nú orðnar óbæri- legur þyrnir í augum þessara útvöldu manna. Markmið „sátta“-tillagna þessara höfðingja er víst einkum þrí- þætt. Það á að draga úr brottkasti, koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum og fækka skipum. Aumir forystusauðir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, er nú af ein- hverjum annarlegum hvötum farinn að fylgja stefnu stórútgerðarinnar. Hann er alveg til í að fækka félögum sínum um fleiri hundruð manns fyrir sína nýju vini. Hann setti upp mikinn gáfumannasvip í sjónvarpi. Nefndi að þetta væri vegna hagræðingar. Fórnarkostnaður væri sá að mönn- um fækkaði eitthvað. Var Sævar kos- inn til að sjá um hagræðingamál hjá stórútgerðinni? Er hann hættur að starfa fyrir sína umbjóðendur og kominn í vinnu hjá hinum nýju vinum sínum á skrifstofu LÍÚ, eða barst honum kannski skipun frá stórút- gerð í Grindavík? Farmanna- og fiski- mannasambandið er nú greinilega undir dyggri stjórn Samherjaskip- stjórans Árna Bjarna- sonar. það verður von- andi ekki slæm fjárfesting fyrir Sam- herja að Árni fari úr einum skipstjórastól þeirra í annan og nú á þurru landi. Helgi Laxdal sýndi í síðasta verkfalli að hann er ávallt reiðubú- inn að éta það sem að honum er rétt úr lófa stórútgerðarinnar. Þar fer maðurinn sem í fyrra seldi sann- færingu sína og meðbræður í barátt- unni fyrir 30 silfurpeninga. Að hann svíki lit nú þurfti því ekki að koma á óvart. Óseðjandi kvótafíkn En mikið er nú gott að hafa nú loks fengið að sjá hið sanna andlit og eðli samvinnu forystusveita LÍÚ og sjó- mannasamtaka þessa lands. Verra er kannski að svo margar brotalamir er að finna í hinum hátíð- legu „sátta“-tillögum. Atvinnuhags- munir sjómanna verða ekki tryggðir á nokkurn hátt með auknum tak- mörkunum á framsali. Að hafa þann hátt á að skip megi leigja frá sér 25% og hækka veiðiskyldu í 75% gerir við- skipti með tonn á móti tonni gróða- vænleg. Aukin veiðiskylda gerir ekk- ert af því sem forystumenn sjó- manna fullyrða hrærðir í fjölmiðlum. Nema þá að fækka þeirra eigin um- bjóðendum. Um árabil höfum við fengið að heyra Kristján Ragnarsson og aðra postula kvótakerfisins dásama hið frjálsa framsal. Einhvern tímann hefur maður heyrt væl yfir því að 25% veiðiskylda væri of há. Frjálst framsal væri hornsteinn hins dýrlega kerfis, og forsenda hagræðingar. En allir sem kæra sig um, vita að þeir hjá LÍÚ verða fyrst sáttir þegar þeir fá alla auðlindarkökuna og restin af þjóðinni ekki neitt. Þeim er ekkert heilagt í að ná því markmiði. Það að skipta um skoðun á einni nóttu og fleygja fyrir borð eldri prinsippum er smámunir fyrir þessa menn. Þeir kalla hvort eð er ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að þegja og fleygja bæði einu og öðru út fyrir lunninguna. Tilgangurinn helgar meðalið. Með tillögunum nú um að kasta þeim kvótalitlu fyrir borð og reyna í leið- inni að klína brottkastvandanum á þá eina, reynir stórútgerðin að slá tvær flugur í einu höggi. Að sölsa undir sig veiðiheimildir þeirra kvótalitlu (þó litlar séu) sem hrökklast út úr grein- inni (margt smátt gerir eitt stórt), og blekkja þjóðina til að trúa því að töfralausnin á brottkasti sé að út- rýma þessum „drullupungum“. Þess- ir menn halda greinilega að fólk sé þau fífl að það sjái ekki hvað býr að baki í þessari ömurlegu leiksýningu sem flutt er eftir handriti LÍÚ. Ráðherra tortímingarinnar Árni Mathiesen verður seint öf- undaður af verkum sínum. Þau verða vafalítið orðin kaunum sett og daunill djúpu sárin eftir strengjabrúðuvinn- una í farandleikhúsi LÍÚ, þegar Sáttagerð nýrra samherja Sigurður Grétar Marinósson „ER ÞAÐ rétt að alþingismenn hafi skipt um skoðun í boxfrum- varpinu vegna þrýstings frá „handrukkurum“? Þeim þykja víst boxhanskar hentugri við iðju sína en hnífar. Hafa þingmenn ekki kynnt sér árásina á Alþingishúsið 30. mars. 1949? Þar fór fremstur í flokki árásarmanna einn þekktasti hnefaleikari þeirra tíma. Reyndi hann að afvopna Guðbrand Þor- kelsson lögregluvarðstjóra, taka af honum kylfuna, en það fór á annan veg, Guðbrandur sló hann í rot með kylfu sinni. Þetta stolt: „The noble art of selfdefense“, eins og breskir kalla lamabarning, varð að lúta í lægra haldi, en fékk 5 mánaða fangelsi fyrir árásina. Virðing Alþingis er nú í algeru lág- marki. Verði boxfrumvarpið sam- þykkt, fer sú virðing niður í núll. Leifur Sveinsson Fyrirspurn til alþingismanna Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Kvótatillögur Það á, segir Sigurður Grétar Marinósson, að draga úr brottkasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.