Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 31 RÍKISSTJÓRNIN sam-þykkti á fundi sínum í gærtillögu Valgerðar Sverris-dóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 til 2005. Er stefnt að því að byggðaáætlunin verði afgreidd sem ályktun Alþingis á yfirstandandi þingi. Valgerður Sverrisdóttir kynnti til- löguna á blaðamannafundi í gær en í henni er m.a. lagt til að Akureyri verði mótvægi við suðvesturhorn landsins. Er í þeim tilgangi lagt til að unnin verði sérstök byggðaáætl- un fyrir Eyjafjörð í samstarfi ríkis og sveitarfélaga en markmið hennar yrði að efla Akureyri sem byggða- kjarna fyrir Norður- og Austurland svo bærinn verði öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Akureyri verði þannig efld sem skólabær og mið- stöð menningar og ferðaþjónustu. Er jafnframt lagt til að unnið verði að flutningi opinberra starfa og verkefna til Akureyrar. „Byggðar- kjarni við Eyjafjörð með a.m.k. 40– 50 þúsund manns myndi bæta um- talsvert búsetuskilyrði í nærliggj- andi héruðum á Norðurlandi og Austurlandi á svipaðan hátt og bæir af þessari stærð gera, t.d. í Tromsö í Noregi,“ segir m.a. í svokallaðri framkvæmdaáætlun byggðaáætlun- arinnar. Í henni er jafnframt lögð til efling símenntunarmiðstöða á Ísa- firði og á Egilsstöðum með það að markmiði að bæta möguleika fólks á Vestfjörðum og Austurlandi á að afla sér háskólamenntunar. Þar með yrðu skapaðar forsendur fyrir fjöl- breytilegra atvinnulífi og sérhæfðari störfum. Byggðaáætlunin er byggð á nið- urstöðu sex manna verkefnisstjórn- ar sem ráðherra skipaði vorið 2001 en formaður hennar var Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands. Skilaði verkefnisstjórnin ráðherra tillögum sínum í upphafi þessa árs. Með áætl- uninni fylgir svokölluð fram- kvæmdaáætlun um beinar aðgerðir til að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett eru í sjálfri byggðaáætlun- inni. „Í framkvæmdaáætluninni eru skilgreind 22 verkefni til að ná sett- um markmiðum og verður einum milljarði króna varið til verkefna á sviði nýsköpunar og atvinnuþróunar á gildistímanum,“ sagði ráðherra og lagði áherslu á að þessi milljarður væri sérstaklega hugsaður til ný- sköpunar í atvinnulífi landsbyggðar- innar. „Meginmarkmið byggðaáætlunar- innar,“ sagði ráðherra, „eru að draga úr mismun sem er á lífskjör- um fólks milli byggðarlaga, að að- stoða byggðarlög á landsbyggðinni við að laga sig að örri samfélagsþró- un, að byggja upp sterka byggðar- kjarna utan höfuðborgarsvæðisins, að efla menningu og skapa fjöl- breytilegri kosti fyrir íbúa lands- byggðarinnar í búsetu og lífsstíl og í síðasta lagi að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og jöfnun starfsskilyrða.“ Þá sagði ráðherra að sérstök áhersla væri lögð á það í byggðaáætluninni að þróa viðskiptahugmyndir og verkefni í samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, háskóla og aðra. „Og gert er ráð fyrir að sérstök verkefnisstjórn verði skipuð til að hafa yfirumsjón með framkvæmd byggðaáætlunarinnar.“ Landsbyggðarafsláttur háskólafólks Meðal þeirra aðgerða, sem lagðar eru til, til að ná fram markmiðum byggðaáætlunarinnar má nefna hug- mynd um að bjóða ungu fólki sem sest að á svæðum þar sem skortur er á fólki með háskólamenntun tíma- bundinn afslátt af endurgreiðslu námslána. Markmiðið er að hvetja ungt fólk með menntun á háskóla- stigi til að setjast að og starfa í byggðarlögum og taka þannig þátt í uppbyggingu byggðarlaga þar sem menntað fólk vantar til starfa og til að byggja upp ný fyrirtæki. Þá er lagt til að skipaður verði starfshópur á árinu 2002 er fjalli um fjarskiptamál í dreifbýli. „Skal starfshópurinn kanna möguleika á að leggja ljósleiðara til allra lög- heimila í dreifbýli. Telji hann slíka framkvæmd fýsilega skal hann setja fram áætlun um hvernig þetta skuli gert, hvenær og hve mikið fram- kvæmdin kosti. Skal starfshópurinn skila af sér fyrir árslok 2002,“ segir í framkvæmdaáætlun. Segir þar enn- fremur að með slíkum ljósleiðara- tengingum væri hægt að bjóða alla fjarskiptaþjónustu, þ.á m. stafrænt sjónvarp og útvarp. Kemur fram í áætluninni að ljóst sé að um dýra framkvæmd sé að ræða en því bætt við að tímabært sé að gefa þessari lausn gaum. Er samgönguráðuneyt- inu falið að bera ábyrgð á fyrr- greindri athugun. Ennfremur er lagt til að verð á gagnaflutningi verði hið sama á öllu landinu. Segir í áætluninni að mark- miðið sé að mishár fjarskiptakostn- aður skekki ekki samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana eftir stað- setningu þeirra. Er því lagt til að þessi munur verði jafnaðar með jöfnunargreiðslum úr ríkissjóði. Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri Í byggðaáætluninni er ennfremur lagt til að komið verði á fót nýsköp- unarmiðstöð í fyrirhuguðu rann- sóknar- og nýsköpunarhúsi við Há- skólann á Akureyri og að áherslur í starfsemi nýsköpunarmiðstöðvar- innar taki mið af byggðaáætlun og áherslum Vísinda- og tækniráðs Ís- lands. „Með þessu fyrirkomulagi verði atvinnuþróunarstarf á lands- byggðinni aðlagað nýskipan vísinda- og tæknimála í landinu í samræmi við frumvarp iðnaðarráðherra um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífs,“ að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu ráðuneytisins. Að síðustu má benda á að í áætl- uninni er lagt til að fram fari heildar- athugun á mismunandi búsetuskil- yrðum landsmanna og mat á áhrifum aðgerða hins opinbera til að jafna þau. Jafnframt fari fram at- hugun á starfsskilyrðum atvinnu- veganna eftir landshlutum og mat á aðgerðum hins opinbera til að jafna starfsskilyrði þeirra. „Á grundvelli þeirra rannsókna verði síðan lagðar fram tillögur um úrbætur,“ sagði ráðherra. Kom fram á fundinum að skortur væri á rannsóknum á byggð- armálum. Páll Skúlason, formaður verkefn- isstjórnarinnar, sem áður var greint frá, sagðist á fundinum vilja vekja athygli á fjölbreytni þeirra tillagna sem fram kæmu í byggðaáætluninni. „Nýmælin í þeim tillögum sem hér eru kynntar er að reyna eftir föng- um að virkja ungt fólk til að mennt- ast og nýta sína menntun á lands- byggðinni,“ sagði Páll og bætti því við að tillagan um landsbyggðaraf- sláttinn af námslánum væri dæmi- gerð fyrir þessa hugsun. „Byggð í landinu byggist að verulegu leyti á því að ungu fólki finnist það eftir- sóknarvert að starfa víða um land. Því leggjum við mikla áherslu á að fólki séu sköpuð góð skilyrði til að afla sér menntunar sem víðast á landinu.“ Sagði Páll það m.a. gert með uppbyggingu öflugs fjarnáms. Páll lagði þó áherslu á að fram- kvæmd áætlunarinnar hvíldi m.a. því að ráðuneyti, stofnanir og fyr- irtæki stilltu saman krafta sína. „Auk þess er framkvæmd áætlunar sem þessarar háð frumkvæði heima- manna; fólks heima í héraði sem vill byggja upp sitt byggðarlag.“ Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti nýja byggðaáætlun til fjögurra ára í gær. Með henni eru Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnir nýja byggðaáætlun til næstu fjögurra ára Tillaga um að bjóða afslátt af endur- greiðslu námslána Í nýrri byggðaáætlun er m.a. lagt til að starfs- hópi verði falið að kanna mögulega lagningu ljós- leiðara til allra lögheim- ila í dreifbýli. Á hann að skila tillögum um verkið og kostnað við það fyrir lok ársins. r bygg- skipu- allist á m er að r- i Nátt- nd um- ur skil- ns sögn ða nið- r Gísla- ormað- varinn- g sat í rirvara ir fram til að á stend- áttúru- fram- atriðið ammála ,,Við Árni skrifuð- um undir þessi frumvarpsdrög með fyrirvara, sem er á þá leið að fram- kvæmdir á þeim svæðum sem stefnt er að því að verði friðlýst samkvæmt náttúruverndarlög- um verði háðar leyfi Náttúruverndar ríkisins ef þær eru utan skipulags,“ segir Gísli. ,,Er þetta gert til að koma í veg fyrir að tómarúm skapist þar til búið verður að ganga frá frið- lýsingu. Ég tel að það sé forsenda fyrir því að frum- varpið verði borið fram að þessi fyrir- vari verði settur í grein til bráða- birgða í frumvarpinu,“ segir Gísli. Haft var eftir Finni Þ. Birgis- syni, formanni nefndarinnar í Morgunblaðinu, í gær að lögin hafi sætt talsverðri gagnrýni af hálfu sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps, því skv. þeim þurfi leyfi Náttúruverndar ríkisins fyrir öll- um framkvæmdum í hreppnum. Skipulagsvaldið sé því tekið af heilu sveitarfélagi í lögunum. Að sögn Árna er ekki rétt að Náttúruvernd ríkisins þurfi að koma að öllum framkvæmdum því hann bendir á að ekki þurfi leyfi Náttúruverndar vegna fram- kvæmda sem ráðist er í sam- kvæmt samþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Gísli Már tekur undir þetta með Árna. ,,Þetta á eingöngu við um svæði sem eru utan skipulags. Náttúruvernd ríkisins og Skipu- lagsstofnun stóðu að því með sveitarstjórninni fyrir nokkurm árum að koma á skipulagi fyrir byggðasvæðið í hreppnum. Nátt- úruvernd kostaði þetta skipulag ásamt Skipulagsstofnun og hreppnum. Allar framkvæmdir sem eru samkvæmt þessu skipu- lagi eru ekki háðar leyfi Náttúru- verndar,“ segir hann. Áður en aðalskipulagið gekk í gildi voru allar framkvæmdir bornar undir stjórn Rannsókna- stöðvarinnar við Mývatn og Nátt- úruvernd ríkisins í samræmi við fyrirmæli laganna. ,,Nú heyrir það til undantekninga ef við þurfum að fjalla um aðrar framkvæmdir en þær sem eru matsskyldar og þannig verður það áfram vegna þess að Náttúruvernd ríkisins er lögbundinn umsagnaraðili um all- ar matsskyldar framkvæmdir,“ segir Gísli. Aðspurður hvort með fyrirhug- uðum breytingum á lögunum um verndun Mývatns og Laxár sé ver- ið að minnka þá víðtæku verndun svæðisins sem lögin kveða á um, sagði Gísli að ef ekki verði farið að bókunartillögu hans og Árna sé verr af stað farið en heima setið. ,,Ég bakka ekkert með þá skoðun og tel að þá eigi núgildandi lög að gilda áfram því þau eru að mörgu leyti mjög góð,“ segir Gísli. Vatnsverndaráætlun einn aðalkostur tillagnanna Árni segir að lögin um verndun Laxár og Mývatns séu góð eins og þau eru og ekki hafi verið uppi ágreiningsefni eftir að gengið hafði verið frá aðalskipulagi í Skútustaðahreppi. Hann segist hins vegar geta tekið undir það sjónarmið að lögin hafi ekki verið í fullu samræmi við almenna löggjöf um þessi mál. ,,Niðurstaðan varð sú að leggja þetta til í drögum að frumvarpi til umhverfisráðherra. Þau munu kalla á mikla vinnu af hálfu Náttúruverndar ríkisins og umhverfisráðuneytisins á meðan farið verður í gegnum hvað þurfi að friðlýsa. Einnig er gerð tillaga um verndaráætlun og vatnsvernd- aráætlun. Ef menn ætla að gera þetta vel þá krefst það mikillar vinnu. Markmiðið hefur auðvitað verið að minnka ekki friðunina en að hafa stjórnsýsluna í samræmi við það sem gengur og gerist ann- arsstaðar,“ segir Árni. ,,Að öðru leyti hefur frumvarpið nýja nálgun til náttúruverndar. Tekið er sérstaklega á því hvernig setja á verndaráætlun fyrir vatna- svið Mývatns og Laxár. Það þýðir að menn þurfa að setjast niður og skipuleggja fyrirfram hvaða fram- kvæmdir eiga að vera á þessu svæði og hver hugsanleg áhrif þeirra yrðu á grunnvatnið á vatna- sviði Mývatns og Laxár. Ég tel það einn helsta kostinn að þarna mun liggja fyrir sérstök verndar- áætlun fyrir vatnasviðið,“ segir hann. Samningsbundin atriði milli Landeigendafélags og ríkis Kári Þorgrímsson gerir ráð fyr- ir að væntanlegt lagafrumvarp verði sent til umsagnar Landeig- endafélagsins, og bendir hann á að sum atriði í gildandi lögum séu samningsbundin á milli landeig- endafélagsins og ríkisins, vegna Laxárdeilusamkomulagsins frá 1973. ,,Segja má að Landeigendafé- lagið sé að sumu leyti beinn aðili að framkvæmd verndunar á þessu svæði,“ segir Kári. g landeigenda ekki andvígir verndun Laxár og Mývatns ði dregið svæðisins                              !  &'#$ () r verði úru- n unnið u ‘ omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.