Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 38

Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sófus OddurGuðmundsson fæddist á Þingeyri 10. september 1957. Hann lést af slysför- um 1. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Helga Ott- ósdóttir, f. í Sval- vogum í Dýrafirði 25.7. 1934, og Guð- mundur Andrésson frá Brekku í Dýra- firði, f. 9.2. 1930. Sófus var næstelstur systkina sinna, sem eru Jens Andrés, f. 30.9. 1952, býr í Hnífsdal, Ey- þór, f. 20.10. 1959, býr í Reykja- vík, og Magnea, f. 14.10. 1960, býr í Danmörku. Sófus kvæntist 13.7. 1985 Sunnu Mjöll Sigurðardótt- ur frá Ketilseyri í Dýrafirði, f. 9.9. 1960, dóttur hjónanna Sigurðar Friðfinnssonar og Bjarnfríðar Ólavíu Magnúsdóttur. Sóf- us og Sunna eiga þrjú börn: Úlfar Má, f. 1.9. 1982, Selmu Rut, f. 23.10. 1986, og Jón Ás- geir, f. 3.8. 1985. Útför Sófusar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Sófi minn. Mikið þótti mér ég vera langt frá þér og allri minni ástkæru fjölskyldu þegar þessi hræðilega frétt barst okkur til Danmerkur. Það var mér mikill styrkur að foreldar okkar voru stödd hjá mér svo við gætum stutt og hjálpað hvert öðru á langri leið. Ekki datt okkur í hug að við myndum halda afmæli föður okkar og dóttur minnar við jarðarför þína. Elsku Sófi, ég er svo þakklát fyrir þessa yndislegu stund sem ég átti með ykkur hér fyrir vestan í vor, það var gaman að sitja og rifja upp gömlu dagana og keyra um og skoða allar æskustöðvarnar með ykkur bræðrunum. Við höfum alltaf verið náin þótt fjarlægðin væri mikil. Elsku bróðir, ég hugsa líka til sumarsins þegar þið fjöl- skyldan komuð til Danmerkur, það var svo yndislegt að hafa ykkur. Allar þessar stundir verma hjarta mitt á þessari erfiðu stund. Takk fyrir allt, ég sakna þín mikið. Elsku Sunna mín, Úlfar Már, Selma Rut og Jón Ásgeir, mamma og pabbi svo og aðrir aðstand- endur. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg og söknuði. Þín systir, Magnea. Elsku Sófi bróðir. Það er sárt að sjá eftir þér, svona ungum manni í blóma lífsins sem svipt er burt úr tilverunni í einu vetfangi. Manni sem hefur fyrir eiginkonu og þremur börnum að sjá. Enn eru náttúruöflin að minna okkur á við hvaða aðstæður við búum. Við systkinin ólumst upp á Þingeyri fram til ársins 1967 en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda föður okkar, það ár er Sófi tíu ára gamall. Eftir barna- skólann hóf Sófi nám í húsgagna- smíði og varð meistari í þeirri iðn- grein, en vann við allar almennar trésmíðar til dauðadags. Það er sagt að sumir séu meiri dreifbýlismenn en aðrir, þannig var Sófi, hann var fyrst og femst Vestfirðingur og vildi hvergi ann- ars staðar búa en í Dýrafirði. Hann fór vestur á hverju sumri er skóla lauk á vorin. Hann var ekki malbiksbarn, hann varð að geta leikið sér í ósnortinni náttúru og eins og hann orðaði það sjálfur: „Hér er ekkert hægt að leika sér, hér er engin drulla.“ Mesta gæfan í lífi Sófa var að kynnast eftirlifandi eiginkonu sinni Sunnu Mjöll Sigurðardóttur. Þau hófu búskap sinn á Þingeyri haustið 1980. Þau hafa alltaf verið einstaklega samrýnd hjón, félagar og vinir enda ávallt nefnd í sömu andrá „Sófi og Sunna“. Sófi bar mikinn hlýhug til tengdaforeldra sinna og var ávallt boðinn og búinn að taka til hendinni hvort sem það var við smíðar eða bústörfin. Mest hafði hann gaman af smala- mennskunni og lét sig helst aldrei vanta þar. Það er við högg sem þessi að maður sest niður og endurmetur lífið og tilgang þess. Maður kemst fljótt að því hvað það er í lífinu sem mestu máli skiptir, það eru samverustundirnar sem við eigum með fjölskyldu og vinum. Elsku bróðir, við kveðjum þig með söknuði í hjarta og viljum þakka þér alla þá fórnfúsu og al- úðlegu hjálpsemi sem einkenndi þig í okkar garð. Það yljar okkur að hafa handbragð þitt allt í kring- um okkur. Við vitum að foreldrar okkar eru stolt og þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir þau, enda orðið fátt á heimili þeirra sem ekki ber handbragð þitt. Elsku Sunna, Úlfar, Selma og Jón Ásgeir, megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Andrés, Eyþór og Magnea. Elsku frændi, við söknum þín. Það lamb var ljúfast leitt til föðurhúsa. Lífsins stíg of fljótt þar lokið var. Þeir sem lifðu færðu fórn ófúsa. Í fangi drottins nú gimsteinn hvílir þar. Að slíkur drengur dáða og góðra gilda skuli gjalda lífsins skuld svo skjótt. Það harminn ykkar allra megi milda sú minning sem lifir um dreng, sem fór of fljótt. (Jónas B. Antonsson.) Elsku Sunna, Úlfar, Selma og Jón Ásgeir, Guð geymi ykkur og styrki. Helga, Guðmundur Karl og Þórunn Erla. Íris og Jónas. Guðmundur og Hulda. Kveðja frá starfsmönnum Ágústar og Flosa Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Sófus, vinnufélagi okkar og vin- ur, kvaddi okkur kátur og bros- andi, eins og honum var tamt, seinnipart föstudags 1. febrúar. Einungis fáeinum mínútum síðar barst okkur sú harmafregn að hann hefði látist í bílslysi á heim- leið. Skyndilega er þessi jarðvist- arganga hans öll, eftir sitjum við sorgmæddir og finnum sárt til smæðar okkar og vanmáttar. Sam- vistir við Sófus voru ávallt glaðleg- ar og hlýjar, enda lagði hann ávallt gott eitt til af græskulausri góð- vild sinni. Það var því okkar gæfa að fá að kynnast og starfa með honum þau fáu misseri sem al- mættið gaf okkur saman. Nú þeg- ar þessi kæri félagi okkar er geng- inn til vistaskipta sem stefna á æðri leiðir vitum við að heiðarleiki og góð samviska eru förunautar hans héðan. Við biðjum af einlægni góðan Guð að lýsa honum og vernda á þeirri vegferð. Meðal okkar lifir minning um glaðværan og hjartahlýjan vinnufélaga. Eiginkonu hans og börnum vott- um við okkar dýpstu samúð. Vinnufélagarnir. Kæru Sunna, Úlfar, Selma og Jón Ásgeir, Guðmundur, Helga, Andrés, Eyþór og Magnea ásamt fjölskyldum, ættingjum og vinum. Ég á varla til orð til að lýsa samhryggð minni með ykkur við þetta skyndilega og ótímabæra fráfall æskufélaga míns og vinar, Sófusar. Við Sófus vorum alltaf bestu vinir, bæði meðan hann bjó á Þing- eyri sem og á sumrin þegar hann kom heim eftir að hann fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum. Í barnslegri ein- feldni okkar sórumst við í fóst- bræðralag að hætti forfeðranna og hefur það ef til vill átt þátt í því að okkur varð aldrei sundurorða né slettist nokkurn tímann uppá vin- skapinn milli okkar, eins og geng- ur og gerist meðal krakka. Borgin náði aldrei tökum á Sóf- usi og hann var lánsamur að hafa Andrés heitinn afa sinn, Jón heit- inn föðurbróður sinn og Ebbu Gunnardóttur á Þingeyri til að geta dvalið hjá þeim á sumrin sem fylgdi flutningi hans til Reykjavík- ur. Þingeyri í þá daga, sem og reyndar allur Dýrafjörður, var ið- andi af athafnalífi fyrir litla strákhnokka með gott ímyndunar- afl og sem sáu hvarvetna tækifæri til að skapa eigin veröld mótaða að fyrirmynd lífs þeirra fullorðnu í samfélaginu. Vegakerfi lágu út um allar hlíð- ar og fjörukamba og þurftu við- halds með tilheyrandi vegavinnu og veglagningum með heimasmíð- uðum trukkum: Heimasmíðaðir bátar, búnir til úr 5 lítra olíu- brúsum voru notaðir til skelj- aróðra út á Odda og aflanum land- að á bryggju í fjörunni neðan við Ásgarð; og stundum var jafnvel skroppið í alvöru róður á skektu út á fjörð og koli eða marhnútur bor- inn að landi. Rollukjammar, leggir og skeljar voru fádæma góður búfénaður í smákotum sem við byggðum bæði heima og í hlaði og lautum uppi í hlíð, inni á Skeiði, fyrir ofan spennistöðina. Þar var líka gaman að tjalda og fara í útilegur. Ég var alltaf í góðum félagsskap þegar ég var með Sófusi vini mínum. Þingeyri togaði alltaf fast í Sóf- us og leyfði honum ekki að skjóta föstum rótum í Reykjavík. Að endingu, ungur, fullvaxta maður kom hann aftur til Þing- eyrar, eftir nokkurra ára hlé, kynntist Sunnu Mjöll, þeirri indæl- is stúlku, og settist að og stofnaði fjölskyldu með henni á bernsku- slóðunum. Vinskapur okkar Sófusar var heill og sannur og reistur á föstum grunni. Ég hef enn ekki kynnst betri dreng en þér og kveð þig nú í hinsta sinn, fóstbróðir kær. Megi Guð vernda sálu þína og veita fjölskyldu þinni allri og vin- um styrk í sorginni. Þinn einlægur vinur og æsku- félagi, Jovin Sveinbjörnsson. SÓFUS ODDUR GUÐMUNDSSON ✝ Guðrún Magnús-dóttir frá Neðra- Vatnshorni fæddist í Syðri-Tungu í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi 2. október 1927. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lovísa Einars- dóttir og Magnús Guðmundsson. Guð- rún ólst upp hjá móður sinni og móð- urforeldrum. Hún átti fjögur systkini samfeðra. Guðrún eignaðist sjö börn þau eru: Þorbjörg Berg, f. 1946, maki Jóhannes Sigurðsson, þau eign- uðust fjögur börn; Magnús, f. 1950, maki Merlita Silud, þau eiga eitt barn; Bjarni Hjörtur, f. 1955, maki Sigríður Ingólfsdótt- ir, þau eiga fjögur börn; Einar Rúnar, f. 1957, maki Andr- ea Laible, þau eiga tvö börn; Sigurður Olaf, f. 1959. Sigur- borg Berglind, f. 1962, maki Ingvar Halldórsson, þau eiga tvö börn; og Ævar Kristinn, f. 1970, maki Ósk Guðmundsdóttir, hún á þrjú börn. Barnabarnabörn Guðrúnar eru fimm. Guðrún giftist 1954 Braga Sigurðssyni, f. 16. nóvem- ber 1923, d. 21. mars 1977. For- eldrar hans voru Sigurður Hjart- arson og Ólafía Benónýsdóttir. Útför Guðrúnar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin kl 15. Jarðsett verður í Melstaðakirkjugarði. Elsku mamma og tengdamamma. Þá ertu farin frá okkur og hefur fengið góða hvíld. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okk- ur, hugur okkar leitar til allra liðinna stunda sem við áttum saman. Guð geymi þig og megir þú hvíla í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Berglind og Ingvar. Fréttin um andlát hennar snerti mig djúpt, allt í einu varð myrkur. Það er erfitt að sætta sig við það að hún sé farin í ferðina löngu þang- að sem við förum öll einhvern tíma. Það streyma margar minningar inn í hugann minn, minningar sem gaman er að rifja upp og staldra að- eins við. Ég kynntist Guðrúnu fyrir u.þ.b. 15 árum þegar við Rúnar byrj- uðum að búa saman á Neðra-Vatns- horni. Þar fékk ég strax hlýjar mót- tökur, hún tók mér vel og kenndi mér margt. Hún var sérstaklega lag- in að elda góðan heimilislegan mat og baka ýmsar kökur, pönnukökurn- ar og kjötsúpan eru mér þó efst í huga. En hún var líka flink í höndunum, prjónaði mörg pör af sokkum og vettlingum á alla í fjölskyldunni. Þótt hún hafi ekki verið mjög fé- lagslynd manneskja og frekar hlé- dræg, fannst henni samt gaman að taka á móti gestum, spjalla við þá yf- ir kaffibolla og kökusneið. Til hennar voru allir velkomnir. Alltaf var heitt á könnunni og nóg að borða. Eftir að hún fluttist alfarin á Hvammstanga í sína eigin íbúð sem hún hafði keypt sér hittumst við oft þar og áttum saman ánægjulegar stundir. Árum saman héldum við þann sið að koma saman um jólin, öll börnin hennar, makar þeirra og barnabörnin eftir að þau bættust í hópinn. Ég man svo vel þegar hún var 70 ára. Hún vildi ekki hafa neina stóra veislu og óskaði helst að vera að heiman. Mér var það ánægju- stund að sækja hana út á Hvamms- tanga þennan dag og fara með hana heim að Vatnshorni þar sem hún tók á móti örfáum gestum. Smátt og smátt hrakaði heilsu hennar og þegar hún lagðist inn á Landspítalann, þar sem hún gekk undir stóra aðgerð, var mér ljóst að þaðan færi hún ekki aftur út. Að lok- um vil ég þakka henni fyrir alla hjálpina í okkar garð, hún passaði Katrínu og Sylvíu þegar við Rúnar fórum að heiman og þær komu oft til hennar eftir skóla til þess að líta á ömmu sína, veittu henni hjálp og áttu saman góðar stundir hjá henni. Ég sakna hennar sárt en ég veit líka að henni líði vel núna. Guð blessi hana. Andrea. Nú er amma mín farin til Guðs. Mig langar að þakka henni fyrir allar liðnar stundir. Ég þakka henni sér- staklega fyrir það að hún gat komið í ferminguna mína síðastliðið vor, þar sem ég átti eftirminnilegan dag með henni. Það var alltaf gaman að koma til hennar í Fífusund. Hún hjálpaði mér við heimanám og kenndi mér að baka pönnukökur. Stundum fór ég í búðir fyrir hana þegar hún bað mig um það. Mér fannst gott að geta hjálpað henni og alltaf þakkaði hún mér fyrir það. Ég veit að amma mín þjáist ekki lengur, ég kveð hana nú. Megi Guð vaka yfir henni. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Katrín Sif. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og góðu stundirnar sem við áttum saman. Megi guð þig geyma, elsku amma mín, hvílstu vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Helga Guðrún. Elsku amma mín þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allar góðu pönnukökurnar sem þú bakaðir handa mér, Guð geymi þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þinn Kristján Óli. Elsku amma mín var mjög góð og alltaf þegar ég kom í heimsókn til ömmu var hún alltaf mjög hress. Amma eldaði alltaf mjög góðan mat. Það var mjög fint heima hjá henni og svo var alltaf nóg að gera hjá henni og manni leið vel heima hjá henni. Hún var líka með mikið af dóti t.d. kubba og svona lest sem var uppá- haldið mitt. Elsku amma mín, mér finnst svo skrítið að geta ekki komið að heim- sækja þig í sveitina þína á Hvamms- tanga. En nú ertu komin til afa. Núna verð ég bara að reyna að lifa lífinu með þig í minningunni. Ég vil tileinka þér þessa bæn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Hvíldu nú í nafni friðar, elsku amma. Þitt barnabarn Guðrún Hjartardóttir. GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.