Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Þótt Bandaríkjastjórn eigi meira af gjöreyðing- arvopnum en nokkur ann- ar, þá vill hún auka það enn,“ sagði í yfirlýsingu, sem n-kóreska ríkis- fréttastofan flutti. „Þetta sannar, að Bandaríkin eru „keisaraveldi hins illa“ og ógnun við frið og stöðugleika í heiminum.“ Samkvæmt tillögu Bush verða framlög til hermála í Bandaríkjunum á næsta ári 37.900 milljarðar ísl. kr. Bush setur skilyrði Pak Gil-Yon, sendi- herra N-Kóreu hjá SÞ, sagði í gær, að stjórnin í Pyongyang væri tilbúin til viðræðna við Banda- ríkjastjórn hvenær sem væri, svo framarlega sem engin skilyrði fylgdu þeim. Bush sagði hins vegar í síðustu viku, að hann væri fús að ræða við N-Kóreustjórn ef hún flytti eitthvað af vopna- búnaði sínum frá landa- mærunum við S-Kóreu og hætti útflutningi gereyð- ingarvopna, það er að segja eldflauga, sem bor- ið geta kjarnavopn. James Hoare, fulltrúi bresku stjórnarinnar í Pyongyang, sagði í fyrra- dag, að N-Kóreustjórn vildi hefja aftur viðræður við Bandaríkjastjórn og hefði lagt áherslu á, að hún væri andvíg hvers konar hryðjuverkum. Hún hefði skrifað undir alþjóðlega sáttmála gegn hryðjuverkum á síðasta ári og ítrekað þá afstöðu sína eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Jospin gagnrýnir Bandaríkjastjórn Lionel Jospin, forsætis- ráðherra Frakklands, bættist í gær í hóp þeirra Evrópumanna, sem gagn- rýnt hafa utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hvatti hann Bandaríkjastjórn til að hafa meira samráð við bandamenn sína og sagði, að svo mikilvæg sem bar- áttan gegn hryðjuverkum væri, þá mættu menn ekki lokast inni í henni einni. Vandamálin væru flóknari en svo, að hægt væri að leysa þau með hernaðaryfirburðum ein- um saman. Bush sneiddi að þessari alþjóðlegu gagnrýni í fyrradag er hann sagði við fagnandi mannfjölda í New York, að „sums staðar eru menn kannski orðnir þreyttir. Þeir eru að örmagnast í þessari frelsisbaráttu okkar en svo er ekki um mig, ekki ríkisstjórnina og ekki bandarísku þjóðina“. Kallar Bandaríkin „keisaraveldi hins illa“ Fulltrúi Norður-Kóreu hjá SÞ hvetur samt til viðræðna Seoul, París. AFP. OFURSTI í flugher Venesúela stóð á fimmtudagskvöld fyrir fjölmennum mót- mælum fyrir framan forsetahöllina í Carac- as og krafðist fólkið afsagnar Hugo Chavez, forseta landsins. Sagði ofurstinn, Pedro Soto, við fylgjendur sína og aðra sem fylgd- ust með mótmælunum að Chavez væri valdasjúkur maður og að lýðræði í landinu væri bráður bani búinn undir hans stjórn. „Það getur ekki kallast lýðræði þegar for- setinn stjórnar beint hæstarétti landsins, þjóðþinginu og hernum,“ sagði Soto áður en mótmælendur gengu sem leið lá úr miðbæ Caracas að forsetahöllinni í austurhluta borgarinnar. Fóru mótmælin að mestu friðsamlega fram og lauk skömmu eftir miðnætti en Soto hét því að standa fyrir annarri mótmæla- göngu í gær, föstudag. „Við munum halda áfram uns hann [Chavez] segir af sér.“ Mikil ólga er í Venesúela en fulltrúar for- setans sögðu Soto handbendi stjórnarand- stöðunnar og Ramon Rodriguez Chacin inn- anríkisráðherra kallaði hann „svikara“ og „tækifærissinna“. Sagði Chacin þó að réttur fólks til að standa fyrir friðsamlegum mót- mælum yrði virtur að fullu. Soto hafði fyrr í vikunni fullyrt að 75% liðsmanna hersins deildu þeirri skoðun hans að Chavez hneigðist æ meir til einræðis og að forsetanum bæri að segja af sér. Sakaði hann Chavez um að gera fátt til að bæta hag landsmanna. Powell óánægður með Chavez Gagnrýni Sotos kemur örfáum dögum eft- ir að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðhafði óvenju harkalega gagnrýni á hendur forseta Venesúela. Lýsti Powell efasemdum um að Chavez væri jafn staðfastur lýðræðissinni og hann vildi vera láta og gagnrýndi ákvörðun hans um að heimsækja nýlega lönd eins og Írak og Líb- ýu. George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, lýsti einnig áhyggj- um sínum á miðvikudag vegna versnandi efnahagsaðstæðna í Venesúela og taldi hættu á þjóðfélagslegu öngþveiti þar. Krafist af- sagnar Chav- ez forseta Caracas. AFP. Reuters Nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælunum í Caracas. Fólkið hrópaði „frelsi, frelsi“ og krafðist afsagnar Hugo Chavez, forseta Venesúela. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu kölluðu í gær Bandaríkin „keisaradæmi hins illa“ og voru með því að svara yfirlýsingum George W. Bush Bandaríkjaforseta um að N-Kór- ea ásamt Íran og Írak væru „möndulveldi hins illa“. Fulltrúi N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti samt sem áður yfir í gær, að stjórn sín væri tilbúin til viðræðna við Bandaríkjastjórn hvenær sem væri. LORENA Avila Suarez var átta ára gömul þegar hún kom til eyjarinnar Isla Maria Madre undan Kyrrahafsströnd Mexíkó til að dvelja með föður sínum, dæmdum morðingja. Hún ólst upp meðal fanganna og barna þeirra í einhverju óvenjulegasta fangelsi heims; eyju með kirkju, bakaríi og samkomuhúsi þar sem sakamenn afplána refsingu sína um- kringdir fjölskyldumeðlimum. Lorena, sem nú er 25 ára, varð ástfangin af dæmdum kókaínsmyglara, svo hún varð eftir á eyjunni með eiginmanni sínum þegar faðir hennar lauk afplánun og fjölskyldan flutti aftur til meginlandsins. Hún býr því enn í fangelsinu þar sem hún hefur dvalið mestallt sitt líf. „Stundum myndi ég vilja vera þarna úti, hér eru allir dagar eins,“ segir Lorena við blaðamann The Washington Post og hallar sér upp að eiginmanninum, Jesus Lopez, sem er 33 ára. „En þegar ég fer, vil ég að það verði með honum.“ Betrun lykilorð í mexíkósku réttarkerfi Fangelsið á Isla Maria Madre er til- raunaverkefni á vegum mexíkóskra fangels- isyfirvalda. Það tekur yfir heila eyju í Kyrra- hafi, um 150 km suður af borginni Mazatlán. Fyrst var stofnað fangelsi þar fyrir heilli öld og voru þá harðsvíruðustu fangarnir sendir þangað í þrælkunarvinnu. Nú dvelja um 1.600 fangar, sem sýnt hafa vilja til að bæta ráð sitt, hins vegar í tiltölulega góðu yfirlæti í þessari náttúruparadís. Flestir fanganna hafa hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og segja má að hinn dæmigerði fangi sé að afplána tíu ára dóm fyrir smygl á marijúana. Nokkrir hafa þó verið sakfelldir fyrir rán, líkamsárásir og jafnvel morð. Betrun og endurhæfing sakamanna eru grundvallaratriði í mexíkósku réttarkerfi og segja fangelsisyfirvöld betrunardvölina á Isla Maria Madre rökrétta framlengingu þeirrar hugmyndafræði: Ef markmiðið er að fang- arnir snúi aftur til daglegs lífs og starfa að af- plánun lokinni, er þá ekki eðlilegt að vista þá í fangelsi sem líkir eftir venjulegu samfélagi? Á Isla Maria Madre eru engir fangaklefar eða rimlar og sakamennirnir eru ekki nefndir fangar heldur „nýlendubúar“. Þeir ganga ekki í sérstökum búningum og búa í venjuleg- um húsum, við götur sem gætu verið í hvaða mexíkóska bæ sem er. Þrátt fyrir að her- menn á jaðri hinnar 140 km² eyju séu vopn- aðir vélbyssum bera fangaverðirnir engin vopn. Um 600 börn fanganna búa í litlum hús- um með foreldrum sínum og sækja skóla í notalegu umhverfi. „Fangelsið hér var algjört helvíti. Fang- arnir máttu sæta grimmilegri meðferð og niðurlægingu,“ segir fangelsisstjórinn, Raul Soto Calderon. „[Núna] myndi maður ekki gera sér grein fyrir því að þetta væri fangelsi ef maður vissi það ekki fyrir.“ „Hvílík fegurð!“ Og föngunum líkar að vonum vistin. „Þeg- ar ég kom hingað hrópaði ég upp yfir mig: „Hvílík fegurð!“,“ sagði Guadalupe Rodriq- uez Quiroz, dæmdur fíkniefnasali sem hafði áður afplánað fjögur ár í oftroðnu, ofbeldis- fullu fangelsi í Tijuana. Þar, sagði hann, höfðu fangarnir þurft að múta vörðunum fyr- ir allt, þar á meðal að nota klósettið. En ekki eru þó allir jafn hrifnir. Alejandro Gertz Manero, öryggismálaráðherra Mexíkó, sem fangelsismál heyra undir, hefur til dæm- is lýst efasemdum um réttmæti þess að reka slíka „paradísarvistun“ fyrir fanga, sér- staklega í ljósi bágrar stöðu ríkissjóðs. Kostnaðurinn við rekstur fangelsisins er um 400 milljónir króna á ári, eða þrisvar sinnum meiri á hvern fanga en í öðrum fangelsum í Mexíkó. Til dæmis er afar kostnaðarsamt að flytja fólk og vistir til eyjarinnar. Ýmsir hafa einnig gagnrýnt að börnum sé leyft að alast upp í fangelsinu. Oliva Suarez Ilago, móðir Lorenu Avila Suarez, tekur und- ir það að vissu leyti. „Það getur verið óheppi- legt fyrir sum börn. Þau verða vitni að ýmsu sem þau hefðu ekki átt að sjá, og verða árás- argjörn og orðljót.“ Aðrir benda á að börnin séu í mörgum til- vikum öruggari á Isla Maria Madre en í fá- tækrahverfunum sem þau komu úr og hús- næðið sé auk þess oft mun betra. Þá sé æskilegt að fjölskyldur geti búið saman í stað þess að vera sundraðar. „Mér líkar vel hérna vegna þess að ég get verið með pabba mín- um,“ hafði blaðamaður The Washington Post eftir Maribel Cisneros, 13 ára stúlku í sögu- tíma í grunnskólanum. Hvað sem skiptum skoðunum líður er áformað að stækka fangelsið á Isla Maria Madre og er ætlunin að fjölga föngum í um 3.000 á þessu ári. Fangar í paradís Isla Maria Madre í Mexíkó. The Washington Post. Washington Post/Mary Jordan Landslagið á Isla Maria Madre minnir frem- ur á ferðamannaparadís en fangelsi. Washington Post/Mary Jordan Luis Oscar Mendez Juarez, sem varð manni að bana í ráni í Mexíkóborg, sveifl- ar sér í hengirúmi við ströndina á Isla Maria Madre.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.