Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 27 H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / SÍ A VÍSINDAMENN telja að lyf gegn brjóstsviða gætu leitt til þess að bakteríur, sem líkaminn er að reyna að drepa, þrífist betur. Sam- kvæmt frétt á heilsuvef BBC valda þessar bakteríur bólgum, sem leiða til magasárs og magakrabba- meins. Nýleg rannsókn bendir til þess að bakterían heliobacter pylori valdi flestum tilfellum maga- krabba, en samkvæmt rannsókn- um á músum er hún ekki eini skaðvaldurinn. Einnig virðast lyf, sem ætlað er að lækka sýrustig í maga, ýta undir fjölgun þessara baktería. Magabólgur mynd- uðust í músum Læknar við Michigan-háskóla komust að því að þegar venjuleg- um músum var gefið lyfið omepr- azole í tvo mánuði mynduðust magabólgur, sem mátti rekja til offjölgunar baktería. Bólgan hvarf síðan þegar músunum voru gefin sýklalyf. Í annarri tilraun var erfða- breyttum músum, sem ekki fram- leiða hormónið gastrín, sem teng- ist sýrumyndun, og fengu þær einnig bólgur. Í maga þeirra var hins vegar svo mikið af bakteríum að helíóbakter fékk ekki þrifist. Hættan þegar lyfin eru tekin til langs tíma Taldi dr. Juanita Merchant, sem leiddi rannsóknina, að viðbrögð líkamans við bakteríunni væru sennilega orsökin fyrir magasári og magakrabbameini og bætti við: „Einu gildir hvort um er að ræða helíóbakter eða offjölgun baktería, maginn bregst eins við.“ Orsaka- valdarnir gætu verið lactobacillus, enterobacter, staphylococcus og probionibacterium. Merchant kvaðst telja að engin áhætta fylgdi því að taka af og til kalsíumtöflu eða eitthvert af hinum veikari lyf- seðilsskyldu lyfjum, sem ætlað er að draga úr sýrustigi. Vandinn skapist þegar sýrustigi er haldið niðri mánuðum og árum saman. Magapillur gætu aukið líkur á krabbameini Reuters Fjöldi fólks þjáist af brjóstsviða og vélindabakflæði. Rannsóknir benda til þess að varasamt geti verið að taka lyf við slíku að staðaldri. Sæll. Ég vinn sem óbreyttur starfsmaður í heil- brigðisþjónustu og hefur mér líkað það mjög vel, nema undanfarna mánuði hef ég fundið mikið fyr- ir þreytu, leiða og pirringi. Einn af yfirmönnum mínum sagði við mig að ég væri kannski að brenna út og að ég hefði einkenni kulnunar. Hvað er kulnun og er eitthvað hægt að gera? SVAR Sæll. Kulnun er hugtak sem varðeinmitt til í kringum umönn- unarstörf og önnur störf þar sem mikil nálægð er á milli „skjólstæðings“ og „umönnunaraðila“, og hefur mest verið tengt þannig störfum. Í rauninni er þetta ekkert nýtt fyrirbrigði heldur höfum við, á seinni árum, verið að leggja meiri áherslu á andlega velferð starfsmanna og meiri viðurkenning er nú á því að streituvaldar í vinnuumhverfinu geti haft neikvæð áhrif á starfsmenn og þar með hversu ánægðir þeir eru í starfi. Kulnun er í raun og veru streita sem hefur náð að þróast og aukast yfir tíma án þess að einstaklingnum hafi tekist að minnka hana. Þróunin getur t.d. verið að starfsmaður byrjar á vinnustað með miklum eldmóði, á gott með að aðlaga sig, starfið er krefjandi og yfirvinna er ekkert mál. Síðan fer að bera á því að starfs- maðurinn fær lítið út úr starfinu, fer að efast um starfið og á auðvelt með að smitast af neikvæð- um starfsmönnum og ekkert virðist ganga upp. Á þessum tíma fer að bera á líkamlegum ein- kennum eins og höfuðverk. Þetta þróast síðan yfir í að starfsmanninum finnst hann/hún engu geta breytt og komi engu í verk, fer jafnvel að einangrast frá fjölskyldu og vinnufélögum. Ef ekkert er að gert mun starfsmaðurinn, að öllum líkindum, enda á stigi kulnunar, og er líkamlega og andlega búinn. Einkennin geta verið líkamleg eins og höfuðverkur, værðarleysi, svefnleysi, magaverkur, beinverkir og almennt kraftleysi. Svo eru tifinningaleg einkenni eins og depurð, kvíði, vonleysi og minni ánægja gagnvart vinnu og fjölskyldu. Að lokum eru það hugrænu ein- kennin, sem er neikvæðni gagnvart vinnu- félögum og vinnuumhverfinu almennt. Það er margt hægt að gera til að forðast kuln- un. Það er t.d. mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart ofangreindum einkennum, stunda lík- amsrækt og slökun, hvíla sig og jafnvel ekki vinna of mikla yfirvinnu, sem er alls ekki holl þegar maður vinnur störf eins og umönn- unarstörf. Það er líka mikilvægt að halda í já- kvæðnina gagnvart starfinu og gera ánægjulega hluti utan vinnunnar. Þetta eru þau atriði sem starfsmaðurinn getur haft áhrif á og bætt, hins- vegar er gott að vinnustaðurinn sé líka á varð- bergi og vinni með starfsfólki sínu, t.d. með því að auka áhrif starfsmanna á starfið, gefa færi á endurmenntun, hrósa og reyna að bæta starfs- andann á vinnustaðnum. Ef vinnustaðurinn og starfmaðurinn taka sig saman við að minnka lík- urnar á og fyrirbyggja kulnun, er hægt að við- halda starfsánægjunni hjá starfsfólki, draga úr streitu og þar með hættu á kulnun, og spara al- mennt í fækkun veikindadaga og kostnaði við að þjálfa upp nýtt starfsfólk. Gangi þér vel. Kulnun í starfi eftir Björn Harðarson Kulnun er í raun og veru streita sem hefur náð að þróast og aukast yfir tíma án þess að einstaklingnum hafi tekist að minnka hana ............................................................... persona@persona.is Höfundur er sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.