Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 25 LÖGREGLAN í Pakistan birti í gær fyrstu ákærurnar vegna ránsins á bandaríska blaða- manninum Daniel Pearl en hann hvarf fyrir 17 dögum. Voru þrír menn ákærðir fyrir aðild að mannráninu en þeir við- urkenndu við yfirheyrslur að hafa sent tölvupóst með mynd- um af Pearl og hótunum um, að hann yrði drepinn. Eru hinir ákærðu, fyrrverandi foringi í leyniþjónustu lögreglunnar og tveir frændur hans, sagðir vera félagar í Jaish-e-Mohammad, öfgasamtökum, sem hafa verið bönnuð. Enn er leitað höfuð- pauranna, fjögurra manna, en leiðtogi þeirra er sagður Sheikh Omar, sem fæddur er í Bret- landi. Vonir um að Pearl finnist á lífi hafa dofnað en mikil áhersla er lögð á að upplýsa málið áður en Pervez Musharr- af, forseti Pakistans, fer til fundar við Geroge W. Bush Bandaríkjaforseta í Wash- ington í næstu viku. Of sviplaus fyrir vaxmynd Í FYRSTA sinn í 130 ár hefur Madame Tussaud-vaxmynda- safnið í London neitað að gera vaxmynd af leiðtoga breska Íhalds- flokksins. Er ástæðan sögð sú, að Ian Duncan Smith, nú- verandi leið- togi flokks- ins, sé svo yfirmáta sviplaus. „Við viljum myndir, sem vekja einhverjar tilfinningar hjá fólki, en Duncan Smith, sem fæstir hafa heyrt nefndan, mun líklega seint takast það. Hann er aldrei í fréttum, enginn talar um hann og þeim, sem þó þekkja hann, virðist standa alveg á sama um hann,“ sagði talskona safnsins í viðtali við The Times. Ákvörðun safnsins er að sjálfsögðu niður- lægjandi fyrir Duncan Smith og ekki síst fyrir það að það ætlar að fara með 5,6 millj. króna í mynd af Kenneth Clarke, fyrr- verandi fjármálaráðherra og helsta keppinaut Duncans Smiths um leiðtogasætið í Íhaldsflokknum. Alexandra á von á sér MITT í öllu fjaðrafokinu í kringum dönsku konungsfjöl- skylduna berast þaðan góðar fréttir. Alexandra prinsessa og Jóakim prins eiga von á öðru barni sínu. Margrét drottning og Henrik prins verða þá amma og afi í annað sinn. Þau Alex- andra og Jóakim voru gefin saman í nóvember 1995 en hún lýsti þá yfir, að hún vildi eiga börn en ætlaði að bíða með það meðan hún væri að kynna sér land og þjóð. Það hefur hún gert svo til fyrirmyndar þykir og dönskuna talar hún miklu betur en tengdafaðirinn. Danir voru hins vegar farnir að óttast um stund, að hún gæti ekki átt börn en það reyndist ástæðulaust. STUTT Ákærur vegna ránsins á Pearl Duncan Smith ANTONIO Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, vígði í gær mikla stíflu en í skjóli hennar verður til stærsta uppistöðulón í Evrópu. Verður vatnið notað til áveitu og orkuframleiðslu og víst talið að það muni efla mjög efnahagslífið í land- inu, einkum í suðurhlutanum. Alqueva-stíflan er í Alentejo- héraði en þar er mjög þurrkasamt og landið því erfitt til ræktunar. Er stíflan 96 metra há en uppistöðu- lónið verður lengst 80 km og breið- ast 50 km. Flatarmál þess verður 250 ferkm. eða jafnstórt og eyríkið Malta í Miðjarðarhafi. Kostnaður við stíflugerðina var um 1.700 millj- arðar ísl. kr. Umhverfisverndarsamtök ýmis hafa verið mjög andsnúin stíflunni og lóninu, sem þeir munu hafa mik- il áhrif á lífríkið. Undir lónið fer meðal annars rómverskt virki frá 1. öld f. Kr., nokkrir staðir, sem voru byggðir á nýsteinöld og nokkur þorp. Hafa önnur verið reist í þeirra stað. Myndin sýnir hluta stíflugarðsins. Mesta uppistöðu- lón í Evrópu Reuters Lissabon. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.