Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 37 ✝ Guðrún ÞórdísMagnúsdóttir fæddist á Saurum í Miðfirði 27. desem- ber 1913. Hún lést 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Magnús Gíslason, f. 20. októ- ber 1869, d. 13. des- ember 1939, og Ingi- björg Signý Guð- mundsdóttir, f. 3. júní 1886, d. 19. júlí 1952. Foreldrar Magnúsar voru hjón- in Gísli Magnússon og Guðrún Hannesdóttir, sem bjuggu lengi á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. Foreldrar Ingibjargar voru Guð- mundur Gísli Guðmundsson frá Urriðaá í Miðfirði og kona hans, Jórunn Elíasdóttir. Bræður Þórdísar voru Guðmundur, f. 7. janúar 1907, d. 22. október 1924, og Gísli, f. 26. desem- ber 1908, d. 9. apríl 1987. Þórdís var ógift og barnlaus. Þórdís og Gísli bróðir hennar tóku við búi foreldra sinna og bjuggu fé- lagsbúi á Saurum allt þar til Gísli lést, eftir það bjó hún þar ein uns heilsan bilaði sum- arið 2000 og hún fór á Heilbrigð- isstofnunina á Hvammstanga. Útför hennar fer fram frá Mel- staðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Lifir, blómgast, löndin vinnur, lýsigull og sólskin spinnur ofar brotsjó atburðanna endurminning góðra manna. (G.Fr.) Það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa um Dísu eru móttök- urnar sem ég fékk á síðkvöldum fyrir allmörgum árum er ég var í heimavist Laugarbakkaskóla og laumaðist í heimsókn út að Saurum. Oftast var einhver bekkjarsystranna með í för og það var svo ljómandi notaleg til- breyting að fá ís og niðursoðna ávexti í staðinn fyrir mjólkurkexið með kvöldkaffinu. Það var líka þá sem síð- ar að létta lundin hennar Dísu lífgaði upp á tilveruna, aldrei sá ég hana öðruvísi en brosandi og svo óendan- lega jákvæða og þakkláta fyrir allt, þrátt fyrir að lífið léki ekki alltaf við hana. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekkert á þeim, var hreinskiptin og vildi hvergi vamm sitt vita. Dísa og Gísli, bróðir hennar, voru sem ein manneskja í öll- um verkum og einhuga í umhyggju fyrir sveitinni sinni, kirkjunni, ná- grönnunum og öllum þeim þáttum er lúta að mannlegum kærleika. Skepn- urnar þeirra nutu einnig þessara eig- inleika í ríkum mæli. Ég held að ekki verði annað sagt en dekrað hafi verið við þær allar sem eina og Dísa naut þess líka að geta umgengist þær og annast með góðra manna hjálp svo lengi sem raun varð á. Hún vann verk sín ætíð í hljóði og af stakri samvisku- semi og lét ekki erfiða fötlun aftra sér. Til marks um hug Dísu til sveitarinn- ar ánafnaði hún Skógræktarfélagi Ís- lands jörðina sína svo þar mætti rækta skóg til sveitarprýði og kom- andi kynslóðum til yndis og ánægju. Þar sem hvorki Dísa né Gísli giftust eða eignuðust börn þótti henni leið- inlegt að nafni föður hennar yrði ekki viðhaldið í ættinni og því bað hún mig í einni kvöldheimsókninni forðum að skíra Magnús ef ég eignaðist son síð- ar meir. Ekki gleymdist þessi bón al- veg því þegar sonur númer tvö var í heiminn borinn kom ekkert annað til greina en hann yrði látinn heita Magnús. Hittist nú þannig á að Dísa er til grafar borin á 7 ára afmælinu hans í dag. Miklir kærleikar og vinátta hafa alla tíð verið milli foreldra okkar og systkinanna á Saurum. Að leiðarlok- um þökkum við systkinin og móðir okkar fyrir að hafa átt Dísu fyrir frænku og vinkonu, fyrir umhyggju hennar, vináttu og væntumþykju. Guð blessi minningu hennar. Guðrún Guðjónsdóttir. Við afleggjarann að Laugarbakka í Miðfirði stendur bærinn Saurar. Þeir sem eru á leið norður í land sjá gamalt reisulegt íbúðarhús og á dimmum vetrarkvöldum ljós í glugga. Þarna bjó Þórdís Magnúsdóttir, í daglegu tali kölluð Dísa á Saurum, í nærri því 90 ár og setti svip á umhverfi sitt án þess að hafa afrekað nokkuð sem nú- tímanum finnst merkilegt. Dísa og Gísli bróðir hennar voru fædd og uppalin á Saurum. Eftir að foreldrar þeirra létust bjuggu systk- inin saman þar til Gísli lést fyrir nokkrum árum. Dísa var smávaxin og grönn kona. Hún var vel gefin, minn- isgóð og fylgdist með sveitinni sinni til æviloka. Dísa fæddist með þá fötlun að það vantaði alla fingur á hægri hendi, þó gekk hún í flest störf en þau Gísli voru með búskap alla tíð. Fyrir barnið mig var ævintýri að fara í heimsókn að Saurum. Stundum áttu systkinin hunda sem betra var að varast og því krafðist heimsóknin meiri skipulagn- ingar en ella. Dagana á undan var kjötbeinum safnað í poka og þegar við renndum í hlað var beinunum kastað út um glugga til að að hundarnir væru uppteknir á meðan við flýttum okkur inn í hús. Í reisulega steinhúsinu var sérkennileg blanda af gamla og nýja tímanum. Niðri í kjallara var eldhúsið þar sem boðið var upp á veitningar, oftast dísætt kakó og fleira gott. Stundum komum við systur með stór- an kandísmola heim en alltaf átti hún eitthvað gott í munninn á litlum gest- um. Á aðalhæðinni var gott herbergi þar sem systkinin sváfu í baðstofu- rúmum. Þar var mynd af Hallgrími Péturssyni á vegg. Þar var líka spari- stofan en hún var máluð ljósblá. Þar fannst mér áhugaverðast að skoða litla stólinn sem Dísa hafði fengið sem barn og leyfði litlum gestum að prufa í smástund. Þrátt fyrir að Dísa hafi aldrei gifst átti hún sitt ævintýri á yngri árum en hún trúlofaðist fær- eyskum manni sem vann um tíma í sveitinni. Unnustinn þurfti að fara til Færeyja en til stóð að hann kæmi aft- ur. Þetta var á kreppuárunum og erf- itt að hafa samskipti milli landa. Dísa heyrði lengi vel ekkert frá unnustan- um en loks kom matarpakki frá hon- um. Á þeim tíma borgaði sig að skrifa „matur“ á pakkana því þá var ódýrara að senda þá og það hafði unnustinn gert. Á Saurum þótti stoltum Íslend- ingum ekki sniðugt að fá sendan mat frá útlöndum enda var „nógur matur á Saurum“. Pakkinn var því endur- sendur óopnaður og ekki heyrðist meira frá unnustanum. Hvort Dísa hafði mikið um þetta að segja veit ég ekki en hringinn bar hún alla tíð. Dísa og Gísli létu sig sjaldan vanta á innansveitarskemmtanir en voru lítið fyrir óþarfa ferðalög. Það er eftir- minnilegt hve systkinin lifðu sig inn í spilamennskuna þegar spiluð var fé- lagsvist og hve Dísa var góð í gömlu dönsunum, sem hún stjórnaði stundum og þá af hjartans list. Dísa söng í kirkjukór Melstaðarsóknar í áratugi og ég efast um að margir eigi jafn- langan feril að baki í kór og hún. Í minningunni sé ég hana fyrir mér í kirkjunni á Melstað, klædda í upphlut með hátíðarsvip. Eftir að Gísli lést hélt Dísa áfram búskap. Hún lét þá gera innangengt í fjárhúsin og hafði nokkr- ar kindur þar til hún fékk áfall fyrir rúmum tveimur árum. Eftir það dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Dísa fylgdist ætíð vel með fjöl- skyldu minni. Hún fylgdist með börn- um mínum og spurði gjarnan hvað hver og einn væri að gera og hvort viðkomandi væri trúlofaður. Þórdís Magnúsdóttir er eflaust hvíldinni feg- in eftir langa ævi. Við sem þekktum hana kveðjum samt með eftirsjá því með manneskjum eins og Dísu hverf- ur ákveðinn tíðarandi. Sú kynslóð sem hún tilheyrði er að hverfa. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Dísu á Saurum. Hún var kát og skemmtileg. Á Saurum logar ekki lengur ljós í glugga. Sigríður Karlsdóttir og fjölskylda. ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þór- dísi Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku Embla mín. Sárt er til þess að hugsa, að þú sért ekki hjá okkur, 2 ára í dag hefðir þú orðið, ennþá svo ung. Guð hlýtur að hafa þurft mikið á þér að halda, kannski vantaði hin börnin líka einhvern til að leika við. Ég veit að þér líður vel og hleypur og hoppar um með þitt fallega bros, og þú passar mömmu þina og pabba vel. Það er erfitt að vera ungur föð- urbróðir og vera svo langt í burtu, en þú verður alltaf geymd í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð um að halda þér í faðmi sínum og varðveita þig. Elsku frænka mín. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Þinn Einar Valur Danmörku. EMBLA RUT HRANNARSDÓTTIR ✝ Embla RutHrannarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 2000. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi að kvöldi föstu- dagsins 25. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju. Elsku Embla, frænka mín. Í dag hefð- ir þú átt tveggja ára af- mæli, mikið hefði mig langað að þú hefðir get- að verið hjá okkur, þá hefði ég ýtt þér á bíln- um þínum, eins og við gerðum þegar við hitt- umst. Guð ætlaði þér annað, hann þurfti að fá þig lánaða, segir mamma. En af hverju hana Emblu mína? Þú varst mín besta vinkona og ég sakna þín voða mik- ið. Mamma segir mér að þér líði vel og þú sért að leika þér með engl- unum og hinum börnunum og að ég eigi eftir að hitta þig aftur. Þangað til verður þú alltaf í hjarta mínu. Megi Guð og englarnir fallegu halda þér í faðmi sínum og færa þér koss frá mér, mömmu og pabba. Ég bið Guð að vaka yfir þér og varðveita og styrkja mömmu þína og pabba, ég skal líka gera mitt besta og passa þau fyrir þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín frænka og vinkona, Sigrún Eva. UMRÆÐAN MARGRÉT Björnsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti á lista sjálf- stæðismanna í Kópavogi. Margrét er mörgum kostum búin og á fyllilega erindi í bæjar- stjórn. Margrét er í dag varabæjar- fulltrúi ásamt því að eiga sæti í skipu- lagsnefnd og sitja sem varamaður í skjalavörslunefnd. Auk trúnaðarstarfa fyrir Kópa- vogsbæ hefur Margrét gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem og almenn félagasamtök. Ég þekki vel til starfa Mar- grétar fyrir Siglingafélagið Ými, þar hefur hún starfað af miklum trúnaði og heilindum. Félagið hef- ur átt við aðstöðuleysi að stríða, en nú er komin fram hugmynd um bryggjuhverfi á þeim stað sem fé- lagið hefur aðstöðu. Hugmynd þessi fæddist í aðstöðunefnd fé- lagsins sem Margrét stýrir og kom hún hugmyndunum á framfæri við bæjaryfirvöld sem hafa síðan unn- ið úr henni. Bryggjuhverfi í Kópavogi er nú komið á skipulag og er það skýr- asta dæmið um þann kraft sem Margrét setur í hugmyndir sínar. Kópavogsbúar, tryggjum Mar- gréti öruggt sæti! Tryggjum Margréti 3. sæti Birgir Ari Hilmarsson, framkvæmdastjóri UMSK, skrifar: Birgir Ari Hilmarsson Meira á mbl.is/aðsendar greinar ÁSDÍS Ólafsdóttir íþróttakenn- ari í Kópavogi er þekkt persóna í bæjarlífinu í Kópavogi. Hún er mikil kjarn- orkukona sem gengur hreint til verka. Hún er frábær íþrótta- og sund- kennari. Hún varð fyrst til að stjórna íþróttaskóla fyrir ung börn hjá ÍK, hún hefur stjórnað um árabil sí- vinsælli foreldraleikfimi í skól- unum og leiðir skokkhóp. Ásdís sat um langt skeið ein kvenna í íþróttaráði Kópavogs og vann öt- ullega að íþróttauppbyggingu í bænum. Á undanförnu kjörtímabili hefur Ásdís verið formaður umhverf- isráðs og stóð hún m.a. fyrir íbúa- þingi þar sem hún hvatti íbúa Kópavogs til að taka þátt í að móta stefnu Kópavogs í hinum ýmsu málaflokkum í anda Stað- ardagskrár 21. Óbilandi áhugi Ásdísar á sam- félaginu, eldmóðurinn sem fylgir henni og góða skapið valda því að Ásdís nýtur þverpólitísks stuðn- ings Kópavogsbúa. Hún er sann- arlega manneskja fólksins, er í persónulegum tengslum við íbúa bæjarins allt kjörtímabilið. Traust, áreiðanleg og alþýðleg, eins og stjórnmálamenn eiga að vera. Veitum Ásdísi brautargengi til áframhaldandi góðra verka! Ásdísi í bæjarstjórn Jóhanna Oddsdóttir, fv. formaður Tenn- isfélags Kópavogs, skrifar: Jóhanna Odds- dóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar ÉG HEF búið yfir 13 ár í Kópa- vogi og mér þykir það vænt um bæjarfélagið mitt að ég get ekki hugsað mér annað en að greiða götu Gunnsteins Sigurðs- sonar til forystu sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann hefur verið fyrsti varabæjarfulltrúi á þessu kjörtímabili og sýnt það og sannað að þegar hann hefur verið kallaður til leiks mætir hann á fundi ólíkt mörgum öðrum. Ég hvet alla foreldra sem eiga börn á grunnskólastigi að kynna sér áherslumál Gunnsteins um sjálf- stæði skóla, aukna þátttöku for- eldra í skólastarfi og að búa börn- um okkar góðan skóla. 201 Kópavogur, við skulum ekki sitja heima á laugardaginn, við skulum viðra okkur, ganga til góðra verka og merkja rétt við Gunnstein í 1. sæti. Greiðum götu Gunnsteins Sigurður Hlöðversson, fjölskyldufaðir í Kópavogi, skrifar: Sigurður Hlöð- versson Meira á mbl.is/aðsendar greinar ÞAÐ er einkar ánægjulegt fyrir okkur Kópavogsbúa að dugnaðar- forkurinn Margrét Björnsdóttir skuli gefa kost á sér í opnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 9. febrúar nk. Æsku- lýðs- og íþróttamál eru ásamt umhverf- is- og skipulags- málum dæmi um brennandi áhugasvið þessarar fjölhæfu konu, sem sannur fengur er í fyrir bæj- armál Kópavogs. Fersk hugmyndaauðgi Frískleg athafnakona er það fyrsta sem kemur í hugann þegar maður kynnist Margréti. Ferskur andblær nærandi útivistar og nýrra áskorana fylgir henni ósjálfrátt. Að sama skapi er andi samúðar og sam- hjálpar aldrei langt undan. Þá er Margrét ekki einungis úrræðagóð heldur einnig hugmyndarík, með af- ar áhugaverða framtíðarsýn fyrir Kópavog sem enn vistlegra bæj- arfélag fyrir unga jafnt sem aldna. Ég hvet því eindregið alla Kópa- vogsbúa, sem taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi, til að veita Margréti stuðning sinn í bæj- arstjórn. Áfram Margrét! Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur skrifar: Helga Guðrún Jónasdóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi mun snúast um áfram- haldandi vöxt, forystu og framþróun Kópavogs og forystu flokksins í bæj- arstjórninni. Það er ekki deilt um það að það var framtíðarsýn Gunn- ars I. Birgissonar vorið 1990 sem gert hefur Kópavog að vinsælasta og fram- sýnasta bæjarfélagi á landinu. Undir forystu hans er Kópavogur leiðandi í umhverfismálum, skólamálum, menningarmálum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Nú er mikilvægt að treysta for- ystu Sjálfstæðisflokksins og gera hana samhenntari því enn eru mörg spennandi verkefni framundan. Ár- mann Kr. Ólafsson hefur sýnt og sannað að hann er fyllilega trausts- ins verður í 2. forystusæti framboðs- listans í vor. Þarna fer dugmikill ein- staklingur sem ekki einungis hefur góða reynslu af sveitarstjórnar- málum heldur einnig úr stjórnkerf- inu sem aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra og nú sjávarútvegs- ráðherra. Með því að veita Ármanni braut- argengi í 2. sæti framboðslistans er- um við Kópavogsbúar að að tryggja góða útkomu í kosningunum í vor. Ármann Kr. Ólafsson í 2. sætið! Traust forysta – Ármann í 2. sæti Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmála- fræðingur skrifar: Jón Kristinn Snæhólm Meira á mbl.is/aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.