Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTÁN leikskólastjórar og að- stoðarleikskólastjórar úr Reykja- nesbæ og Grindavík eru að ljúka miklu námskeiði í Tölvuskóla Suð- urnesja í Keflavík. Leikskólastjór- arnir sjálfir höfðu frumkvæðið að því að efna til námskeiðsins og segjast hafa lært heilmikið. Námskeiðið er 70 tímar. Farið er yfir helstu grunnforrit, svo sem ritvinnslu- og reikniforrit, en fyrst og fremst farið í notkun tækninnar við starf leikskólastjóra, sam- kvæmt óskum sem þeir lögðu fram. Þannig hafa leikskólastjórarnir, sem allir eru konur, verið að læra á forrit til að brjóta um fréttabréf, notkun stafrænnar ljósmynda- tækni og myndvinnslu, læra á Net- ið og rekstur heimasíðna og að nota forritið PowerPoint til að setja fram upplýsingar, svo dæmi séu tekin. Þegar blaðamaður kom við á námskeiðinu í vikunni var Sigurður Friðriksson, skólastjóri Tölvuskólans, að leiðbeina nem- endum sínum við að setja upp fréttabréf. Sigurður segir að ýmis tæki séu til í leikskólunum, meðal annars tölvur og stafrænar myndavélar, en starfsfólkið kunni almennt ekki að nota þessa tækni til fulls. Aðal- tilgangur námskeiðsins sé að að- stoða leikskólastjórana við að nýta sér þessa tækni betur í starfi. Tölvuskóli Suðurnesja er með breitt úrval tölvunámskeiða, allt frá byrjendanámskeiðum upp í sér- hæfð námskeið, svo sem í kerf- isfræði og netumsjón. Hann er vel tækjum búinn, meðal annars snert- iskjá á stórri töflu í kennslustofu þar sem kennarinn getur fram- kallað allar skipanir tölvunnar með fingrunum. Auk þess rekur fyrirtækið ljósritunarþjónustu og teikningaprentun. Sigurður segir nauðsynlegt að hafa breitt úrval námskeiða til að geta verið með tölvuskóla á þessum þrönga mark- aði. Þannig sé nauðsynlegt að hafa aðgang að góðum kennurum sem aðeins séu kallaðir til nokkra tíma í viku en vel hafi tekist til með það. Auk almennra opinna námskeiða heldur Tölvuskóli Suðurnesja nám- skeið fyrir hópa af einstökum vinnustöðum. Þannig hafa fjöl- margir varnarliðsmenn komið þangað á námskeið, starfsfólk Flugleiða og fleiri slíkir hópar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurður Friðriksson leiðbeinir leikskólastjórum og aðstoðarleikskóla- stjórum við að setja upp fréttabréf. Læra að nýta tæknina á leik- skólunum Keflavík GERT er ráð fyrir því í tillögum að þriggja ára fjárhagsáætlun Gerða- hrepps að á árinu 2005 hefjist framkvæmdir við frekari stækkun Gerðaskóla, stækkun leikskóla og framkvæmdir í fráveitumálum. Þriggja ár áætlunin sem nær yf- ir árin 2003 til 2005, var lögð fram á fundi hreppsnefndar Gerða- hrepps á dögunum þar sem ákveðið var að vísa henni til síðari umræðu. Í greinargerð Sigurðar Jónsson- ar sveitarstjóra kom fram að gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu í Gerðaskóla. Hugmyndir séu uppi um að gera átak í tölvumálum skól- ans. Á næsta ári er gert ráð fyrir að lokið verði við þeirri viðbygg- ingu sem nú er unnið að. Kennslu- stofur verða teknar í notkun í haust og samkomusalur á næsta ári. Áætlaður kostnaður á næsta ári er 23 milljónir. Á árinu 2004 er stefnt að undirbúningi að frekari stækkun skólans og að fram- kvæmdir við nýja viðbyggingu hefjist 2005. Fram kom hjá sveitarstjóra að vegna biðlista á leikskólanum þurfi að fara að huga að stækkun. Gert er ráð fyrir að undirbúningur og byrjunarframkvæmdir verði á árinu 2005. Ákveðið hefur verið að gera verulegt átak í malbikun gatna og lagningu gangstétta og verða 20 milljónir lagðar í það verkefni á hverju ári. Komið að fráveitumálum Loks er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir vegna fráveitumála geti hafist á árinu 2005. Í greinargerð sveitarstjórans kom fram að lögð verði áhersla á sérstöðu sveitarfé- lagsins og viðræður teknar upp við umhverfisráðuneytið um þann þátt til að freista þess að draga úr kostnaði. Ef ekki verði komist hjá því að verja verulegum fjárhæðum til þess að leysa málið og sveit- arfélög fái ekki frekari frest verði að taka sérstaklega á þessum þætti við endurskoðun á þriggja ára áætluninni. „Eins og sést á framlagðri þriggja ára áætlun ber hún vott um trú manna á uppbyggingu í sveitarfélaginu og að hægt verði að veita góða þjónustu. Segja má að áætlun þessi beri vott um fram- fara- og framkvæmdavilja, án þess að setja sveitarfélagið í hættu fjár- hagslega,“ sagði sveitarstjóri þegar hann gerði grein fyrir tillögunni. Undirbúa frekari stækkun Gerðaskóla Garður SPARISJÓÐURINN í Keflavík undirbýr að opna afgreiðslu í Vog- um. Vonast er til að það geti orðið um næstu mánaðamót. Sparisjóðurinn hefur tekið á leigu lítið húsnæði í Vogaseli, þar sem hreppsskrifstofurnar og Hraðbúð ESSO eru meðal annarra til húsa. Baldur Guðmundsson, markaðs- stjóri Sparisjóðsins, segir ekki full- mótað hvernig starfseminni verði háttað. Segir hann að einn starfs- maður verði í afgreiðslunni og hún væntanlega opin takmarkaðan tíma á dag, alla virka daga. Auk þess verði þar hraðbanki. Langt er síðan bankaþjónusta hef- ur verið í Vogum, eða frá því Útvegs- bankinn var þar með afgreiðslu. Sparisjóðurinn opnar af- greiðslu Vogar HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur ákveðið að hætta við 10% hækkun á gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum sem fyrirhuguð var í næsta mánuði. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Verslunarmannafélag Suðurnesja skoruðu á sveitarfélögin á Suðurnesjum að afturkalla gjald- skrárhækkanir og leggja með því sitt af mörkum til að verja stöðug- leikann. Í afgreiðslu hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps á þessum erindum er tekið jákvætt í málið og ákveðið að hætta við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá íþróttamið- stöðvarinnar. Jafnframt er tekið fram að engar gjaldskrárhækkanir hafi orðið um áramót. Hætt við hækkun gjaldskrár Vogar UMRÆÐUHÓPUR á vegum Kefla- víkurkirkju um málefni fjölskyld- unnar verður öll þriðjudagskvöld í febrúar kl. 20.30, í Kirkjulundi, og lýkur þriðjudaginn 5. mars. Þriðjudaginn 26. febrúar koma hjónin Halla Jónsdóttir kennari og Gunnar Finnbogason lektor í heim- sókn og fjalla um fjölskyldumálefni. Þessi umræðuhópur er hugsaður sem framhald af námskeiði sr. Þór- halls Heimissonar í Kirkjulundi um jákvæð viðhorf til hjónabands og sambúðar, segir í fréttatilkynningu frá prestunum. Stuðst verður við ný- útkomna bók hans: Hamingjuleitin. Umræðuhópur í Kirkjulundi Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BÍÓHÖLLIN á Akranesi á stóraf- mæli á þessu ári en kvikmyndahúsið var reist af Haraldi Böðvarssyni út- gerðarmanni árið 1942 og fagnar því sextíu ára afmæli síðar á árinu. Haraldur afhenti Akranesbæ hús- ið að gjöf ári síðar og hefur rekst- urinn verið að mestu í höndum bæj- aryfirvalda allar götur síðan. Rekstur kvikmyndahússins hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og í kjölfar myndbandsvæðingar lands- manna var engin starfsemi í húsinu um stundarsakir. Í nóvember á síðasta ári tóku tveir ungir Skagamenn að sér rekstur Bíóhallarinnar og sjá þeir Árni Gíslason og Ísólfur Haraldsson nú um allan daglegan rekstur auk þess sem þeir skipta með sér verkum sem sýningarstjórar. Þeir Árni og Ísólfur sögðu í sam- tali við Morgunblaðið að markmiðið væri að bjóða Akurnesingum upp á aukna þjónustu enda væru kröfurn- ar miklar með aukinni samkeppni við höfuðborgarsvæðið. „Við erum í góðu sambandi við þá aðila sem kaupa inn bíómyndir hér á landi, en því er ekki að leyna að Akranes er í mikilli nálægð við Reykjavík og því oft erfitt að fá stórmyndir hingað skömmu eftir að þær eru frumsýnd- ar á höfuðborgarsvæðinu. Reynsla þeirra sem leigja okkur myndirnar sýnir að Skagamenn hafa oft sofið á verðinum eða hreinlega farið til Reykjavíkur í kvikmynda- húsin og það er oft erfitt að sannfæra þá um að við séum að hressast hér á Skaganum,“ sagði Ísólfur en var samt vongóður um að með aukinni markaðssetningu myndu Akurnes- ingar velja það frekar að fara í bíó á heimaslóðum, en tæplega 250 manns rúmast í einu í salnum. Aðspurður sagði Árni að margt annað væri á döfinni og í raun byði húsið upp á marga möguleika sem þyrfti að koma betur á framfæri. „Hér hafa verið haldnir tónleikar í gegnum tíðina og það er ætlunin að fjölga þeim til muna. Það komust færri að en vildu þegar hljómsveitin Mannakorn hélt hér tónleika í lok sl. árs og það sama var upp á teningn- um þegar Bubbi Morthens mætti með hljómsveit sína Stríð og frið í lok janúar,“ sagði Árni en Ísólfur bætt því við að hljómburður Bíóhall- arinnar væri einstakur. Góð meðmæli frá Bubba „Bubbi sagði að þetta væri besta tónleikahúsið á landinu og það eru góð meðmæli. Við vonumst til að geta staðfest það á næstunni að Páll Rósinkrans verði með tónleika hér í byrjun mars.“ Hægt er að sýna frá íþróttaviðburðum á sýningartjaldinu og hafa þeir Árni og Ísólfur verið að feta sig áfram í þeim efnum við góðar undirtektir. Búið er að ganga frá samningum við leiklistarfélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þess efnis að leikritið Grænjaxlar verði sýnt í Bíó- höllinni og sjá þeir Árni og Ísólfur fram á annasamt afmælisár. „Það var verið að skipta um meira en hálfrar aldar gamla útidyrahurð og það er kannski táknræn breyting fyrir okkur, enda erum við afar ánægðir með hve mikil breyting hef- ur orðið á aðsókninni á undanförnum mánuðum,“ sagði Ísólfur. Bíóhöllin vaknar til lífsins á sex- tugsafmælinu Akranes FULLTRÚAR Landsvirkjunar kynntu á dögunum „Drög að til- lögu að matsáætlun“ fyrir rann- sóknaboranir á svonefndu Vestur- svæði, fyrir sveitarstjórn, landeigendum Reykjahlíðar og al- menningi í Mývatnssveit. Fyrirhuguð rannsókn felst í borun tveggja holna á svæði sem er um 2,5 km suðvestur frá Kröfluvirkjun, eða á Leirhnjúks- hrauni. Þarna hafa yfirborðsmæl- ingar gefið til kynna að mikill jarðhiti geti leynst undir hraun- breiðunni frá 1724–29 þó ekki sjá- ist mikil merki þess á yfirborði. Finnist þarna öflugur jarðhiti binda menn vonir við að í framtíð- inni rísi þar ný jarðgufuvirkjun. Heimamenn sýndu kynning- unni mikinn áhuga þar sem aukin umsvif og atvinnurekstur er áhugavert fyrir bætt mannlíf á svæðinu. Það kom fram í máli manna að gerð vegslóða að fyr- irhuguðu borstæði muni einnig skapa aukna möguleika fyrir ferðaþjónustuna á sama hátt og Kröfluvirkjun hefur þegar gert í ríkum mæli. Nýtt umhverf- ismat á Kröflu- svæðinu Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.