Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NOTENDUM Gagnasafns Morg- unblaðsins býðst nú sú þjónusta að geyma leitarstrengi og fá í framhaldi sent upphaf greina í tölvupósti sem samsvara leit- arstrengnum. Þjónustan er fram- kvæmd á þann veg að notandinn tengist Gagnasafninu, slær inn leitarstreng og smellir í fram- haldi á „Leita“. Þá birtist nið- urstöðulisti en fyrir ofan hann er hnappurinn „Geyma leitina?“ Þegar smellt er á hann þarf not- andinn að gefa upp netfang sitt, breyta nafni leitar sé þess óskað og ákveða hvort hann vilji fá greinar sendar dag- eða vikulega. Síðan er smellt á „Vista leit“. Í framhaldi fær notandi sendan tölvupóst með upplýsingum um frekari notkun. Notandi þarf að gera leitina virka með því að smella á tengil neðst í póstinum. Hver notandi getur vistað fimm leitir. Notandi fær síðan tölvupóst með upphafi greina í hvert sinn sem nýtt efni finnst í Gagnasafn- inu. Þessi þjónusta er ókeypis og stendur öllum til boða óháð því hvort þeir eru áskrifendur að Gagnasafninu eða ekki. Hins veg- ar þarf að greiða fyrir að skoða greinar í heild sinni. Til þess að það sé mögulegt þarf viðkomandi að vera skilgreindur notandi í Gagnasafninu. Þá aðgerð er hægt að framkvæma í póstinum sem sendur er þegar nýjar greinar finnast. Notendur sem þegar eru skilgreindir þurfa ekki að skrá sig að nýju. Aukin þjónusta Gagnasafns Morgunblaðsins Hægt að geyma leitar- strengi FRIÐRIK Pálsson, stjórnarfor- maður Landssímans, hefur falið endurskoðanda fyrirtækisins, Rík- isendurskoðun, að fara í gegnum reikninga sem tengjast vinnu við flutning og gróðursetningu trjá- plantna við sumarbústað Þórarins V. Þórarinssonar, fyrrverandi for- stjóra Landssímans. Friðrik sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa falið endurskoðanda að fara í gegn- um þessa reikninga til að taka af allan vafa um að hlutirnir væru í lagi, en í frétt DV í gær kemur fram að Landssíminn hafi greitt reikninga upp á 600.000 krónur vegna gróðursetningar trjánna. „Þórarinn segist hafa greitt sín- um garðyrkjumanni og á reikn- ingum hér er ekki annað að sjá en við höfum greitt garðyrkjumann- inum fyrir það sem var gert í Skriðufelli, sumarbústaðalandi Landssímans. Síðan er aftur á móti reikningur frá vörubifreiðastöðinni Þrótti upp á rúmar 200 þúsund krónur og sá reikningur mun vera fyrir báðum ferðunum. Þórarinn virðist því ekki hafa verið rukk- aður fyrir þann flutning,“ sagði Friðrik. Þá hafði Þórarinn látið starfs- menn Landssímans leggja síma- lögn að sumarbústaðnum og segir Friðrik að sá kostnaður hafi verið gerður upp í starfslokasamningi við Þórarin. „Hann hafði látið leggja til sín símalögn og miðað við það að hann væri að hætta störfum svona stuttu eftir það, þá fannst mér full ástæða til að taka það inn í starfslokauppgjörið,“ segir Frið- rik. Engar grunsemdir um önnur slík tilvik Spurður um það hvort eitthvað fleira slíkt sé til skoðunar varðandi mál Þórarins sem forstjóra Sím- ans, segir Friðrik að svo sé ekki. Engar grunsemdir liggi fyrir um önnur slík dæmi og ekki hafi verið gerð upp fleiri slík atriði í starfs- lokasamningnum. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hefur tekið undir gagnrýni á ráðningarsamning Þórarins, sam- kvæmt fréttum Ríkisútvarpsins, þar sem gerður var starfssamn- ingur til fimm ára og var því Þór- arinn ráðinn til ársins 2004. Svo virðist sem stjórn Landssím- ans hafi ekki verið kunnugt um þetta ákvæði samningsins og hafa m.a. fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórn Landssímans sagt að þeir hafi ekki vitað um innihald samn- ingsins, að því er fram kom í frétt- um Ríkissjónvarps í gærkvöldi. Friðrik Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, segir það alvana- legt að stjórnir hlutafélaga feli stjórnarformanni að gera ráðning- arsamninga við forstjóra fyrir- tækja án þess að þeir samningar séu lagðir sérstaklega fyrir stjórn- ina. Stjórnin ber þó engu að síður ábyrgð á samningnum og stjórn- armönnum er heimilt að spyrjast fyrir um innihald samningsins eftir að hann liggur fyrir. Samgönguráðherra gaf fyrirheit um 5 ára samning Að sögn Friðriks var honum ein- faldlega falið á fyrsta fundi að gera ráðningarsamning við Þórarin og strax í upphafi samningaviðræðna við Þórarin hafi komið fram að hann hefði fengið fyrirheit um að sá samningur yrði til 5 ára. „Samgönguráðherra staðfesti það við mig, eftir að ég hafði feng- ið umboð stjórnar, að það bæri að ráða Þórarin til fimm ára, eins og margoft hefur komið fram, og ráðningarsamningurinn er þess vegna gerður til fimm ára.“ Friðrik segir samninginn ekki hafa verið kynntan sérstaklega fyr- ir stjórninni. „Stjórnarmönnum er að sjálfsögðu heimilt að spyrjast fyrir um hann, ef þeir kæra sig um. En ég kannast ekki við það neinsstaðar sem ég hef komið nærri að það sé regla að leggja hann fyrir.“ Að sögn Friðriks er það rétt að samkvæmt hlutafélagalögum geri stjórnin samninginn en stjórn fé- lagsins framselji oft framkvæmd- ina til stjórnarformanns. Því ber stjórnin áfram ábyrgð á samningn- um þó hún hafi framselt fram- kvæmdina til stjórnarformanns. Ráðningarsamn- ingur var ekki lagður fyrir stjórn Endurskoðanda falið að kanna reikninga vegna gróðursetn- ingar við sumarbústað fyrrverandi forstjóra Símans VILHJÁLMUR Bjarnason, for- maður Samtaka fjárfesta, telur að forsendur fyrir hlutafjárútboði Landssímans séu brostnar og að ríkinu beri að innleysa þau hluta- bréf sem almenningur keypti í út- boðinu. Vilhjálmur segir að í viðtali við Hrein Loftsson, fyrrverandi for- mann einkavæðingarnefndar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni hafi komið fram efasemdir um að Landssíminn væri hæfur til einka- væðingar. Þessar efasemdir for- mannsins hafi ekki komið nægi- lega fram í útboðslýsingu. „Í raun talar hann þar í hlutverki for- manns einkavæðingarnefndar, þó að hann hafi látið af því starfi. Þetta eru mjög alvarlegar ásak- anir sem hann þarna leggur á borð, en þær komu ekki fram í út- boðslýsingunni.“ Vilhjálmur bendir á að í hluta- félagalögum sé kveðið á um að ef hluthafi á meira en 9/10 hlutafjár í félagi skuli aðrir hluthafar í félag- inu sæta innlausn hluthafans á hlutum sínum eða krefjast inn- lausnar sjálfir. „Söluferli Lands- símans er lokið að sinni, því litlar líkur virðast á að kjölfestufjárfest- ir komi inn í fyrirtækið. Þá eiga þessi ákvæði hlutafélagalaga við, því ríkið á yfir 90% í Landssíman- um og verður því að kaupa aftur hlut þeirra einstaklinga sem þátt tóku í útboðinu. Matsverðið liggur fyrir samkvæmt lýsingu einkavæð- ingarnefndar og samgönguráð- herra.“ Alls keyptu um 2.500 manns hlutabréf í Landssímanum í hluta- fjárútboði sl. haust. Þá voru um 5% heildarhlutafjár seld fyrir um 2 milljarða króna en stefnt var að sölu 24% hlutafjárins. Búnaðar- banki Íslands annaðist sölu- og út- boðslýsingu Landssímans. Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- og ráðgjafarsviðs Búnaðarbankans, segir að allt sem fram hafi komið um Landssímann í útboðslýsing- unni standi enn. Það sem rætt hafi verið um að væri að innan fyr- irtækis hafi verið komið í lag áður en útboðið var haldið. Ólafur Davíðsson, nýskipaður formaður einkavæðingarnefndar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans í gær. Forsendur fyrir útboði Símans sagðar brostnar VERÐ á sjávarafurðum mælt í SDR er hátt í sögulegu samhengi. Að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, er ekkert sem bendir til þess að þar sé að verða nein breyting á. Verð í íslenskum krónum hefur hækkað mikið samfara lækkun á gengi krónunnar. Verðvísitala sjáv- arafurða í íslenskum krónum hækk- aði á síðasta ári í kringum 20% og árið 2000 hækkaði vísitalan um 12%. „Verð á sjávarafurðum er mjög hátt í dag á heimsmarkaði. Að vísu hefur verð á rækju verið lágt sl. tvö ár og menn hafa talsvert verið að velta fyrir sér hvort hún kunni að hækka. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að verð á botnfiski sé að fara upp eða niður. Það er að vísu mikill nið- urskurður á kvótum í Norðursjó sem gæti haft áhrif. Sumir eru að spá El Ninio í ár og í framhaldi af því megi búast við hækk- un á mjöli og lýsi. Auk þess mun aukning í fiskeldi væntanlega hafa þau áhrif að eftirspurn eftir fiskimjöli eykst. Mér sýnist því að almennt sé ekki margt sem bendir til þess að það séu miklar breytingar framundan þó einhverjar breytingar kunni að verða í einstökum greinum,“ sagði Ásgeir. Helstu breytingar á mörkuðum á síðasta voru þær að verð á loðnu- og síldarafurðum hækkaði, en verð á rækju og skelfisk lækkaði. Verð á öðr- um tegundum breyttist lítið í fyrra.                                              Hátt verð á sjávar- afurðum í fyrra ALLS 2.204 húsbréf eru óinnleyst hjá Íbúðalánasjóði og nemur inn- lausnarverð þeirra samtals rúmum 847 milljónum kr. á verðlagi í jan- úar 2002. Óinnleyst húsbréf eru 1,51% af heildarfjölda útdreginna bréfa en innlausnarverð þeirra er 1,1% af heildarinnlausnarverði út- dreginna bréfa. Þetta kemur fram í skriflegu svari Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Í svarinu kemur jafnframt fram að áætlað vaxtatap þeirra sem eiga þau húsbréf sem eru óinnleyst hjá Íbúðalánasjóði er samtals 54,478 milljónir króna á árunum 1991 til 2001. Húsbréf upp á 847 milljónir óinnleyst hjá Íbúðalánasjóði upplýsingum Morgunblaðsins er möguleiki á því að lettnesk yf- irvöld óski eftir réttarhöldum yfir manninum hér á landi á grundvelli Evrópusamnings um framsal saka- manna, fáist hann ekki framseldur til Lettlands. Annar möguleiki er sá að dóms- málaráðuneytið leiti eftir trygg- ingu fyrir því að maðurinn verði ekki dæmdur til dauða í Lettlandi. Þar í landi hefur dauðarefsing ver- ið numin úr lögum en héraðsdóm- ur tók til þess að í framsalsbeiðn- inni sagði að maðurinn yrði sóttur til saka fyrir elsta brotið, árið 1997, samkvæmt eldri lögum en frá 1961 og samkvæmt þeim kynni dauðarefsing að liggja við brotinu. BEÐIÐ er niðurstöðu Hæstarétt- ar vegna kæru ríkissaksóknara á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem á miðvikudag felldi úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja Letta, sem grunaður er um þrjú morð í Lettlandi, til heimalands síns. Héraðsdómur felldi ákvörðun ráðherra úr gildi m.a. á þeim for- sendum að ekki væri nægileg trygging fyrir því að dauðarefsing kæmi ekki til greina í máli Lett- ans. Ekki ljóst hvaða stefnu málið tekur Ekki er ljóst hvaða stefnu málið tekur, staðfesti Hæstiréttur úr- skurð héraðsdóms, en samkvæmt Möguleiki á að réttað verði hér í máli Letta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.