Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 43 Ragnar var systursonur minn og einnig var hann mér sem bróðir. Hann ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum og ömmu með bræðrum mín- um fimm. Ragnar var ákveðinn strax í bernsku að hann yrði einn af strákunum hans Margeirs afa síns. Hann var tápmikill og bráðþroska. Fljótt var hann orðinn framúskar- andi knattspyrnumaður. Ferill hans byrjaði snemma og varð hann at- vinnumaður kornungur. Ég og dæt- ur mínar fylgdumst með ferli hans úr fjarlægð, því við bjuggum á Bermúdaeyjum þar sem knatt- spyrnan var í hávegum höfð. Dætur mínar voru stoltar af frænda sínum og sýndu vinkonum sínum myndir af fótboltahetjunni glæsilegu sem var ein af fjölskyldunni heima á Íslandi. Oft hittum við hann er við komum heim. Eldri dóttir mín er nákvæm- lega árinu yngri og sem börn léku þau sér í Háholtinu, innanhúss sem utan. Ekki kom að sök að dóttir mín talaði ekki orð í íslensku. Leikurinn byggðist alltaf á líkamlegu atgervi og varð dóttir mín íþróttamaður ágætur. Ragnar var einnig einkanlega hlýr og einlægur vinur. Hann var dulur að eðlisfari og örlítið feiminn. En fal- legur og þrekmikill afreksmaður í þeirri íþrótt sem var hans líf og yndi. Því miður er knattspyrnan harður húsbóndi og starfsferillinn stuttur. Og Predikarinn ritar (9.11.): „Enn sá ég undir sólinni, að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapparnir yfir stríðinu, né heldur spekingarnir yfir brauðinu, né hinir hyggnu yfir auðn- um, né vitsmunamennirnir yfir vin- sældinni, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum.“ Við þerrum tárin og lítum um öxl. Við minnumst Ragnars á harða- hlaupum með boltann, fagnandi með félögum sínum, brosandi sínu hóg- væra brosi. Ungur, sterkur og glæsi- legur að eilífu. En við sem þekktum hann syrgjum góðan dreng um ókomin ár. Jóna Margeirsdóttir. Raggi minn, það er erfitt að kveðja þig núna. Ekki datt mér í hug að það væri í síðasta skipti sem við hittumst fyrir tveimur vikum í af- mæli Jónu. Ég fékk faðmlag og létt- an koss á kinn eins og oft áður þegar þér leið vel. Ég minnist þín þegar þú varst lítill, krafturinn og dugnaður- inn var ótrúlegur. Ég man þegar þú lagðir af stað niður í bæ á þríhjólinu þínu, sennilega á þriðja ári, stopp- aðir alla umferð á Hringbrautinni og sagðir fólki að þú værir á leið til frænku. Á dagheimilinu klifraðir þú yfir öll grindverk eins og köttur, þannig að það þurfti að fylgjast sér- staklega vel með þér. Ég gæti lengi haldið áfram, minn- ingarnar eru margar og góðar frá þessum tíma. Síðar átti fótboltinn allan hug þinn eins og flestir vita, þú stóðst þig frábærlega á þeim vett- RAGNAR INGI MARGEIRSSON ✝ Ragnar IngiMargeirsson fæddist í Keflavík 14. ágúst 1962. Hann lést 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Margrét Margeirsdóttir í Keflavík og James Ailes í Bandaríkjun- um. Ragnar kvæntist Ingunni Erlu Yngva- dóttur árið 1986. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Ragnar Aron, f. 13. júlí 1985, Lára Margrét, f. 21. október 1990, og Sandra Lind, f. 15. nóvember 1994. Ragnar vann ýmis störf frá unga aldri. Hann var landsliðs- maður í knattspyrnu og lék einnig sem atvinnumaður í þeirri íþrótt erlendis. Útför Ragnars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. vangi og gleymist mörgum seint. Þú gift- ir þig og eignaðist þrjú yndisleg börn sem nú sakna pabba. Það skiptast á skin og skúr- ir í lífinu og það gerði það svo sannarlega hjá þér. Síðustu árin voru þér erfið, kannski erf- iðari en nokkurn grun- aði. Ég veit, Raggi minn, að nú líður þér vel hjá ömmu. Elsku Magga systir, Ragnar, Lára og Sandra, ég bið guð að styrkja ykkur öll og fjölskylduna í þessari miklu sorg. Ásta Ragnheiður (Rabbý). „Hvað segir kappinn?“ varstu vanur að segja við mig þegar þú hitt- ir mig. Elsku Raggi minn, ég vona að þér líði vel og að þú hafir það gott. Ég minnist þess þegar við Steini lékum okkur í fótbolta í bakgarð- inum hjá henni Ástu ömmu. Það voru alltaf töluverð fundarhöld áður en byrjað var að spila. Það þurfti nefnilega að ákveða hvor ætti að fá að byrja sem Raggi frændi. Ég man hvað við vorum alltaf stoltir af því að eiga frænda sem var atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Við Steini horfðum á þig spila í sjón- varpinu, ánægðir, spenntir og upp- fullir af stolti. Í jólaboðunum beið maður eftir að Raggi frændi kæmi, svo sat maður bara og starði orðlaus og fylgdist með hverri hreyfingu hjá kappanum. Það var gaman að hitta þig í Perl- unni þar sem við tókum á lóðunum og spjölluðum um daginn og veginn þess á milli. Alltaf mættir þú manni með brosi og alltaf varstu góður við mig. Ég er þér þakklátur fyrir það og mun alltaf vera það. Ég vil líka þakka þér fyrir spjallið sem við átt- um kvöldin tvö nú í lok janúar, þar sem þú útskýrðir fyrir mér stöðu mála hjá þér. Þú komst mér í skiln- ing um hve há fjöll væri að klífa og hve baráttan væri þér erfið. Ég vil þakka þér fyrir það traust sem þú barst til mín. Eitt máttu vita, elsku frændi, að þú ert og verður alltaf minn uppá- haldsfrændi. Jæja, elsku Raggi minn, ég veit að þú hefur það gott núna, þú kyssir ömmu frá mér. Stefán Ragnar. Stundum er eins og lífið sé ferða- lag niður eftir árfarvegi. Fyrir ein- hverja hendingu kvíslast hluti árinn- ar út og eftir þeirri kvísl fara einhverjir sem maður sér á eftir. Við, sem höfum átt því láni að fagna að ferðast með Ragnari í þessu lífi, höfum upplifað allt það besta sem líf- ið býður upp á og líka þurft að horfa upp á slæmar hliðar þess. Upp- spretta okkar vinahóps nær allt aft- ur til unglingsáranna, er við fórum fyrst að þreifa fyrir okkur utan veggja heimilisins í leit að okkar eig- in lífsreynslu. Þá var allt spennandi sem við komumst í nálægð við og margt að sjá. Ragnar vinur okkar fékk mörg spennandi tækifæri á lífs- leiðinni sem við hinir fengum að fylgjast með, fullir af stolti og trú á framtíðina. Einkum vorum við stolt- ir af honum sem félaga og ferli hans á vettvangi knattspyrnunnar þar sem hann stillti sér í hóp þeirra bestu. Er lengra leið á lífið fórum við að huga að því að halda saman vina- hópnum og stofnuðum félagið Storm í þeim tilgangi. Þar var Ragnar ein af stoðum félagsins og höfum við eytt mörgum góðum stundum sam- an, einir og með fjölskyldum okkar. Við höfum notið þess að spjalla um lífið, tilveruna og vináttuna á meðan við flutum saman niður farveg lífs- ins. Þó siglingin hafi reynst hverjum og einum misjafnlega erfið, hefur það veitt okkur ómælda ánægju, styrk og fyllingu að geta mánaðar- lega sótt hver annan heim og notið stundar saman í félaginu okkar. Fyrir einhverja hendingu gerist það svo að einn af okkur berst af leið og flýtur af stað niður annan og grýttari farveg. Það hefur reynst okkur sársaukafullt að horfa upp á það gerast án þess að geta komið neinum vörnum við. En nú þegar á hólminn er komið eigum við eftir minninguna sem hann skilur okkur eftir með um góðar samverustundir, skemmtileg atvik, sæta sigra og ósigra. Nú kveðjum við Ragnar með virðingu og vinsemd í hjarta og von- um að hans bíði góður félagsskapur þar sem hann er nú. Aðstandendum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk í hjarta fyrir að hafa staðið svo tryggilega að baki honum á lífsleiðinni. Við biðjum Guð að blessa Möggu, Ingunni og börnin hans, Ragnar, Láru og Söndru, og hjá okkur mun minning- in um góðan dreng og góðan félaga lifa. F.h. Storms, Sigurður Garðarsson. Fréttir af ótímabæru láti vinar míns Ragnars Margeirssonar voru mikið áfall. Ég hef undanfarna daga látið hugann reika um þau 25 ár sem við vorum samferða. Við lékum sam- an í gegn um unglingalandsliðin í knattspyrnu þar sem hæst ber allar utanlandsferðirnar og þau tækifæri sem við fengum til ferðalaga á ung- lingsaldri. Snemma kom í ljós hversu mikla hæfileika Raggi hafði til að bera sem knattspyrnumaður. Í þessu ung- lingalandsliði voru nokkrir piltar sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan á erlendri grundu sem at- vinnumenn. Ég leyfi mér að fullyrða að Raggi hafði mestu hæfileikana af þessum drengjum, en náði því miður ekki að fullnýta þá eins og efni stóðu til. Án efa var hann einn besti leik- maður Íslands um árabil og spreytti sig m.a. í atvinnumennsku í Belgíu, en alltof stuttan tíma miðað við hæfi- leika og getu. Raggi lék alls 46 landsleiki og margir þeirra leikja lifa enn ríkt í minningunni, ekki síst fyr- ir þau glæsilegu mörk sem Raggi skoraði. Eftir að ferlinum lauk héldum við góðu sambandi og áttum einstaklega skemmtilega daga saman í Þýska- landi 1998. Raggi var hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir, en var á stundum viðkvæmur og átti þá til að draga sig til hlés. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Ragga og sérstak- lega að sjá og heyra hversu stoltur hann var af börnunum sínum. Ragn- ar Aron hefur fengið knattspyrnu- hæfileikana í arf og á án vafa eftir að feta í fótspor föður síns á vellinum í náinni framtíð. Raggi var sannur íþróttamaður, hreinskiptinn og hjartahlýr og sannur vinur vina sinna. Þakka þér allar ánægjustund- irnar, innan vallar sem utan. Börnunum, móður Ragnars og Ingunni færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Lárus Guðmundsson. Það er með sorg í hjarta sem ég rita niður þessar línur til minningar um þig, vinur. Við kynntumst í gegn- um fótboltann fyrir 19 árum þar sem þú varst skærasta stjarnan hér í Keflavík. Það eru ekki margir sem vita að það varst einmitt þú sem tal- aðir mig inn á að halda áfram í bolt- anum. Upp frá því skapaðist með okkur góð vinátta sem hélst óslitin til þessa örlagaríka dags. Við vorum meira að segja svo samstiga á tíma- bili að konurnar okkar fæddu börnin með aðeins nokkurra daga millibili, án þess að það væri eitthvað skipu- lagt. Ég á margar góðar minningar um þig, Raggi, sem ég mun geyma um ókomin ár. Í lífsins ólgusjó gengur á ýmsu, það er margt sem ber að varast og ekki er allt sem sýnist. Óhætt er að segja að fótboltinn hafi verið þinn heimavöllur, þar kunnir þú vel við þig, enda er mér til efs að jafnhæfi- leikaríkur piltur og þú varst eigi eft- ir að koma fram í boltanum. Þú þurftir að hætta í boltanum vegna meiðsla og við það myndaðist mikið tómarúm í þínu lífi. Baráttan við Bakkus varð þér erfið, þú gerðir til- raunir til að berjast við hann, en hann hafði alltaf betur. Eftir eina slíka baráttu sýndir þú mér hvaða mann þú hafðir að geyma, ég hafði misst bróður minn af slysförum og átti um sárt að binda. Þú hjálpaðir mér mikið þá, elsku vinur, en verst þykir mér að hafa aldrei sagt þér frá því. Elsku Magga, Ragnar Aron, Lára Margrét, Sandra Lind, Margeir og aðstandendur allir, þið áttuð góðan dreng. Dreng sem vildi vel, átti drauma og þrár. Vonandi hefur hann fundið friðinn á fjarlægum slóðum. Megi algóður Guð vernda og styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda. Vertu sæll að sinni, kæri vinur. Gunnar Oddsson. Fallinn er frá, langt um aldur fram, vinur okkar og félagi Ragnar Margeirsson. Okkar fyrstu kynni af Ragga voru fyrir tæpum tíu árum þegar hann sneri heim til að spila með Keflavík, sínu gamla félagi, eft- ir að hafa spilað víða við góðan orðs- tír. Var það okkur mikil hvatning að fá Ragga til liðs við okkur eftir að hafa fylgst með honum um árabil. Ekki þarf að tíunda hér frekar knattspyrnuhæfileika hans. Okkur varð snemma ljóst að hann var ekki eingöngu frábær félagi innan vallar heldur einnig utan vallar. Raggi var einstaklega ljúfur drengur og hjálp- samur á allan hátt. Hægt var að ræða allt við Ragga sama hversu lít- ið eða stórt málið var. Áttum við margar góðar stundir saman og er- um við félagarnir ákaflega þakklátir fyrir þær. Það voru forréttindi að hafa kynnst Ragga Margeirs og kveðjum við hann með söknuði. Ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sig.) Ragnar, Karl, Georg, Kristinn. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt Ragnar Margeirsson náið. En mér bregður í brún þegar ég frétti af frá- falli hans, vegna þess að þessi ungi maður var einn af mínum eftirlæt- isknattspyrnumönnum og í hópi þeirra afburðamanna í íþróttum, sem sett hafa svip sinn á íþrótta- og knattspyrnulíf okkar Íslendinga. Ragnar var Keflvíkingur og keppti lengst af fyrir ÍBK og ungur var hann valinn til landsliðsþátttöku vegna yfirburða sinna og hæfileika. Seinna gekk hann til liðs við önnur félög, m.a. Fram og KR og lagði líka í víking til útlanda. Allir voru sam- mála um að Ragnar væri efni í stór- spilara, sem hann í rauninni var, á ís- lenska mælikvarða, en einhvern herslumun vantaði til að hann tæki stóra skrefið, þangað sem hann átti heima, meðal hinna bestu í Evrópu. Kannske var það persónuleikinn sem réð úrslitum. Ragnar var dulur og stundum fáskiptinn, skorti að manni fannst sjálfstraust á köflum og svo hitt að hann var of góður við sjálfan sig sem aftur leiddi til óreglu, sem var hans ógæfa. Og varð honum að aldurtila. Hitt skal einnig fram tekið, að Ragnar var góður og vænn piltur gagnvart öðrum og margar knatt- spyrnuferðir fór ég með Ragga, hann sem leikmaður, ég sem farar- stjóri, og alltaf kom hann fram af prúðmennsku og háttvísi, þessi fal- legi ungi maður. Bar sig vel, þokkafullur, fríður sýnum, vel byggður og drengur góð- ur. Hann var sjálfum sér verstur með alla þessa hæfileika og líkams- burði. Í minningunni stendur Ragnar þarna enn, ljóslifandi, persónugerv- ingur hreysti og manndóms og þannig mun ég muna eftir honum, þessum keflvíska knattspyrnu- manni, sem varpaði ljóma á nafn sitt og íþróttamennsku sína. Ég sendi börnum hans og móður, og hans gömlu félögum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram. Við Raggi vorum ekki búnir að hittast í nokkur ár þegar ég fékk fréttir um fráfall hans í vikunni. Maður hugsar til baka um skemmti- lega tíma, sigra og töp í boltanum en fyrst og fremst um félagsskapinn sem við söknum allir þegar fótbolt- anum sleppir. Ég kynntist Ragga fyrst í ferð með landsliðinu í knattspyrnu í Wales árið 1984. Við spiluðum síðan fjölda landsleikja saman á komandi árum og einnig í sama félagsliði í Þýskalandi vorið 1988 með 1860 München. Raggi var einn af bestu knatt- spyrnumönnum landsins á þessum árum. Hann hafði ómælda hæfileika og var satt best að segja illviðráð- anlegur þegar hann var í ham. Hann átti glæstan feril með landsliðinu, ÍBK, Fram, KR, Cerle Brugge og Waterschei í Belgíu. Fyrir mér á þessari stundu var Raggi þó fyrst og fremst góður og einstaklega hlýr fé- lagi. Brosið var aldrei langt undan og það var ekkert smábros þegar best lét. Öllum líkaði vel við Ragga, það var ekki hægt annað. Við fé- lagarnir í landsliðinu munum minn- ast þín af hlýhug. Ég vildi að ég hefði getað hjálpað þér og stutt þig í baráttunni sem þú háðir í seinni tíð, þú vonandi fyr- irgefur það, Raggi minn. Nú er sorg í huga okkar allra en ég mun minn- ast þín sem frábærs knattspyrnu- manns og góðs félaga. Ég bið að góður Guð verndi og styrki fjölskyldu þína í hennar miklu sorg. Hvíl í friði. Guðni Bergsson. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.