Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 39 ykkar afa í sveitina og sérstaklega að leita að namminu á nammitrjánum sem voru við sumarbústaðinn. Á sunnudögum bauðst þú okkur oft í kaffi. Þar hittist fjölskyldan og ræddi málin og fékk sér góðar kökur. Eng- inn gerði betri kökur en þú og frysti- kistan þín var alltaf full af kökum og ís. Bestu boðin voru þó á aðfanga- dagskvöld en þá fengum við heitt súkkulaði, rækjusalat, laufabrauð og smákökur. Seinasta sumar fórum við í afmælisferðina þína til Barcelona. Það var mjög skemmtilegt að fara með ykkur afa í bæinn að borða og skemmta sér. Þar var líka torg þar sem við fórum á hlaupahjól eða línu- skauta. Þið afi skellihlóguð þegar við vorum að fíflast saman. Það var mjög gaman að sjá hvað þú varst góð að mála og smíða fuglahús- in. Svo gafst þú okkur eitt fallegt fuglahús sem við erum mjög ánægðir með og munum geyma til minningar um þig. Í ljóðabókinni okkar fundum við ljóð sem við viljum kveðja þig með, elsku amma. Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó ef börnin mín smáu þú lætur í ró, þú manst að þau eiga sér móður. Og ef að þau lifa, þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng, þú gerir það vinur minn góður. (Þorsteinn Erlingsson.) Við vonum að þér líði vel uppi hjá Guði. Þínir ömmustrákar, Ívar Örn, Snorri og Finnur. Á björtum og einstaklega fallegum sunnudegi, hinn 10. febrúar, kvaddi mamma okkur eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Þó við öll vissum að hverju stefndi er það erfitt að takast á við fráfall svo náins vinar, ekki síst fyrir þær sakir að veikindi voru óþekkt orð í hennar bókum. Sterk og góð kona er horfin á braut og fyrir vikið hefur myndast mikið tómarúm sem erfitt verður að fylla. Við, sem ætíð sóttum í hennar hlýju og opnu arma, sitjum nú umvaf- in blómum og kveðjum frá vinum og ættingjum og setjum á blað fáein kveðjuorð. Amma Sigga, eins hún var oftast kölluð á okkar heimili, var einstök kona, hlý, ráðföst og það var fátt sem gat haggað hennar skoðunum. Hrein- skiptin var hún með afbrigðum og fylgin sér og stöku sinnum fengu ein- hverjir á baukinn sem ekki töldu sig eiga það skilið. Þeir hinir sömu voru þó oftar en ekki komnir í kaffi til hennar eigi síðar en daginn eftir þar sem fyrri umræða og dægurþras var geymd – þó ekki alltaf gleymd. Þann- ig eru sannir Vestfirðingar, segja sína meiningu og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Samheldni fjölskyldunnar var henni afar mikilvæg. Fastur punktur í okkar tilveru voru heimsóknir til hennar og afa Jóa á Sléttuveginn eða í sumarbústaðinn í Grímsnesi þar sem komið var saman og notið einstakrar gestrisni. Heimilið var alltaf opið gestum og gangandi og skipti engu hversu margir komu, óvænt eða boðn- ir, alltaf var nóg til af kærleik og kræsingum. Þrek og dugnaður mömmu var með afbrigðum, sífellt á þönum um allan bæ, hvort sem það var í leit að aukinni menntun og þroska eða öðrum til hjálpar. Maður skildi oft ekki hvernig hún fór að því að komast yfir það sem í boði var, leiklistarsýningar, spila- kvöld, listmálun, tungumálanám- skeið, föndurgerð og nú síðast nám- skeið í gerð fuglahúsa. Ekki lét hún staðar numið við smíði á húsunum heldur málaði þau á sinn listræna hátt og gaf síðan til vina og ættingja. Ekki fórum við varhluta af hennar kröftum og þekkingu, hvort sem það var að- stoð við pössun á strákunum, matar- gerð, arkitektúr, hönnun eða hvað eina sem þurfti að ráða fram úr – allt- af var mamma klár í slaginn. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Þegar kom að stóra slagnum í lok síð- asta árs var henni óneitanlega brugð- ið eins og öðrum, en tók á móti því sem verða vildi með æðruleysi og án þess að bugast. Við sjáum á eftir mömmu með miklum trega en hún kvaddi sátt og bað okkur sem eftir sitjum að gleðjast og þakka fyrir lífið. Inga og Björn. ✝ Geir Haraldssonfæddist á Akur- eyri 13. janúar 1930. Hann lést á heimili sínu 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson, f. í Fagrane- skoti í Þingeyjar- sýslu 3. apríl 1906, d. 9. september 1984, og Anna Guðný Jens- dóttir, f. á Akureyri 21. maí 1905, d. 24. september 1980. Systur Geirs: Hulda, búsett á Svalbarðs- eyri og Hanna Kristín, látin. Geir kvæntist 27. október 1962 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Kristjönu Jóhannsdóttur, f. 26. nóvember 1934. Dóttir þeirra er Freygerður Anna, f. 1957, maki Örn Han- sen, f. 1951. Þau eru búsett á Akureyri. Synir þeirra eru: Geir Ómar, f. 1975; Jóhann Gunnar, f. 1977, sambýliskona hans er Sara María Eyþórsdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Natan Birnir, f. 1998, og Dórótea María, f. 2000; og Haraldur Örn, f. 1988. Útför Geirs fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur og eigum við eftir að sakna þín mikið. Það var alltaf gott að leita til þín þegar við bræður vor- um að alast upp og munum við njóta þess alla ævi. Þú kenndir okkur svo mikið um lífið og til- veruna og ekki var nú verra að vera í pössun hjá ykkur ömmu þegar voru bannaðar myndir í sjónvarpinu því við gátum yfirleitt fengið að horfa. Við munum einnig eftir því þegar þú varst að vinna úti í bílskúr við smíðar og ýmislegt sem tilheyrði þínum áhugamálum, þá var nú ekki slæmt að heim- sækja þig afi, og hafa ótakmark- aðan aðgang að húbba búbba trénu sem óx úti í bílskúr eða þegar við höfðum gert eitthvað af okkur, þá áttum við þig vísan. Við eigum eft- ir að lifa með öllum minningunum sem tengjast þér og öllu því sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum hugsa vel um hana ömmu okkar og alla hestana þína, en hesta- mennska var þitt áhugamál af lífi og sál, eftir að þú hættir að vinna. „Willisinn“ sem þú gafst okkur fyrir nokkrum árum, sem þú hafðir átt frá upphafi (1967) á eftir að fylgja okkur áfram og munum við halda honum við og nota. Takk fyrir allt elsku afi, við söknum þín svo mikið, en minn- ingar um þig munu lifa ætíð með okkur. Hvíl í friði. Geir og Jóhann. Alltaf hafa vinir mínir og jafn- aldrar talað um þegar þau eru hjá ömmu sinni og afa. Þau tala um hversu gott er að vera hjá þeim og hvað þau eru góð. Ég þekki ömmu mína og afa ekki neitt og hef aldrei gert. En ef ég tæki allar góðu ömmurnar og alla góðu afana í heiminum og sameinaði væri ekki hægt að líkja því við þær yndislegu stundir sem ég hef átt með þér. Þú komst oft inn í hesthúsið til mín og við spjölluðum mikið saman og alltaf lumaðir þú á hálsmola. Allar kakó-stundirnar sem við átt- um í kakóstofunni þinni eru ógleymanlegar. Það var alltaf stutt í spaugið hjá þér sama hvað gekk á. En nú hefurðu hlotið þau for- réttindi að gerast engill, og einn daginn þegar ég hlýt þessi forrétt- indi þá skulum við rifja upp gaml- ar stundir og fara á hestbak sam- an, ég, þú, Brúnó, Stubbur, Gormur og Döggin þín. Þangað til, þá veit ég að þú passar mig. Takk fyrir að vera afinn minn. Þú ert vorið á vetrarins storð, þú ert vinin á eyðimörk sandsins, þú ert blómið við hraunhellu-borð, þú ert brosið á ásjónu landsins. Þú ert geislinn í dimmunnar geim, þú ert gleðin er sorgirnar baga, þú ert vonin í harmanna heim, þú ert hrynjandi eilífra braga. (Jakob Jóhannesson Smári.) Þín Rut. GEIR HARALDSSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                              !""   "   #$  %  !"" &$ !' " !"" $      ( " !""    % &  !  #  #  %                       )*+, -.  "  /0 1$ 2'      !      "    # $     %      &   $  &%  !2!""  !2 3  (  !"" '  3!""  2   4 5"  3!"" *    #  #   #  #  #  & -% "  6' 4 "7 "%                     8) 9% 9)4,: $3     ;$  /< += 2 '  &    ( )&   & * )  +   ,  ,  $  !"" '  ( ' !"" &$ " >5"  $  '  ' 9# &$ "   2  !"" >5"  6  &$ "  2 !"" ,  &$ " !""  2  &$ "      #  % - .    &             -&  )?: ) ,.4,::-   @ AB 1$ 2' '  ( )&   +   ,  /  0    1&  & 23 & +   4      !  '  '  ! :' 1 $!"" 4  (  !  !  ! 4  ( : '   4  ( '  4  ( ; ' !"" " 4  ( '  1 $  '  % - .                   -:- 3 9   "1 3  " ;  3 )  2 AC 1$ 2' '  ( )&    5        13  %0    9#  !"!"" & ! 9% ;  +  %%  !" &   !" 5" - !"" +   !"!""  $     !"  !" %            ,. &.  D& >";( # " /   '     4   6 0    7      "    8 !     +   13  %0    & !  #$ "!""%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.