Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 15 SS-Byggir var valið Fyrirtæki árs- ins 2001 á Akureyri, en það er at- vinnumálanefnd bæjarins sem stendur fyrir valinu. Kjarnafæði hlaut sérstaka viðurkenningu nefnd- arinnar fyrir framlag sitt til atvinnu- mála á Akureyri og þá var Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri SBA-Norðurleiðar, heiðraður sérstaklega fyrir frumkvæði og áræði í starfi. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar, gerði grein fyrir viðurkenningunum í hófi sem efnt var til á Fiðlaranum af þessu tilefni. SS-Byggir er öflugasta verktakafyr- irtækið á Akureyri, en það var stofn- að árið 1978 og hefur vaxið ört á þeim tíma sem liðinn er. Þar starfa nú um 60 manns. Verkefnastaða SS- Byggis hefur aldrei verið betri en nú. Undirbúningur stendur sem hæst vegna bygginga 130 íbúða sem félag- ið er að hefja byggingu á nú í vor, annars vegar við Skálateig 1 og hins vegar á reit við Lindarsíðu. Sigurður Sigurðsson, forstjóri SS-Byggis, sagði það mikinn heiður fyrir fyrir- tækið að verða fyrir valinu sem Fyr- irtæki ársins og ekki síður fyrir starfsfólk þess, sem margt ætti lang- an starfsferil að baki sem og líka fyr- ir byggingariðnaðinn á Akureyri. Selja um 70% framleiðslunnar á höfuðborgarsvæðinu Sérstök viðurkenning fyrir fram- lag til atvinnumála á Akureyri féll í skaut Kjarnafæðis. Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir stofnuðu Kjarnafæði árið 1985 og hefur fyr- irtækið stækkað mjög síðan, en þar starfa nú um 100 manns og var velta þess um einn milljarður króna á síð- asta ári. Um 70% framleiðslunnar eru seld á höfuðborgarsvæðinu. Eið- ur Gunnlaugsson sagði viðurkenn- inguna mikla hvatningu, en það hefði ekki alltaf verið létt verk að reka fyr- irtækið. Hann sagði það gæfu fyr- irtækisins að hafa á að skipa góðum kjarna starfsfólks sem staðið hefði með því gegnum súrt og sætt. Verk- efnastaðan væri góð um þessar mundir og unnið öll kvöld til 21 og um helgar. Stærsta rútu- fyrirtæki landsins Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, hlaut viðurkenningur fyrir frum- kvæði og áræði í starfi. Upphaflega hóf Gunnar rekstur sinn með 5 hóp- ferðabíla og 3 bílstjóra, en rekur nú umfangsmikið fyrirtæki með 43 rút- um, alls 1.600 sætum, og þar starfa um 55 manns. Gat Valur þess að framlag Gunnars til ferðaþjónust- unnar á svæðinu væri ómetanlegt. Félagið keypti Norðurleið á síðasta ári og sagði Gunnar að margir hefðu orðið undrandi, enda hefðu menn fremur talið að hann myndi selja sitt fyrirtæki suður, en kaupa þaðan. SBA-Norðurleið er nú stærsta rútu- fyrirtæki landsins og að sögn Gunn- ars er stefnt að því að efla markaðs- starf þess á höfuðborgarsvæðinu enda væri markaðurinn norðan heiða of lítill fyrir fyrirtækið. Atvinnumálanefnd veitir viðurkenningar Fyrirtæki ársins að hefja byggingu 130 íbúða Morgunblaðið/Kristján Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, t.v., óskar Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra SS Byggis, til hamingju. BYGGINGAFÉLAGIÐ Viðar og Árfell ehf. áttu lægsta tilboð í bygg- ingu nýrra nemendagarða við Menntaskólann á Akureyri, en til- boðin voru opnuð í gær. Alls bárust 12 tilboð í verkið, þar af voru 5 opnuð norðan heiða en 7 sunnan. Verktök- um buðust tveir möguleikar í útboð- inu, en í þeim fyrri er miðað við að verkinu sé skilað nokkru fyrr en í þeim síðari. Verkinu á að skila haust- ið 2003, en fyrri möguleikinn gerir ráð fyrir að húsið verði að einhverju leyti tilbúið þá um vorið svo unnt sé að nýta húsið um sumarið í tengslum við ferðaþjónustu. Kostnaðaráætlun miðað við fyrri möguleikann var 686,2 milljónir króna, en 676,1 milljón miðað við þann síðari. Tilboð Byggingafélagsins Viðars og Árfells nam 590,9 milljónum króna, fyrri möguleiki og 579,8 millj- ónum króna sá síðari. Árfell hefur höfuðstöðvar á Dalvík, en Viðar í Reykjavík. Tréverk ehf. sem einnig er á Dalvík átti næst lægsta tilboð, 596,7 milljónir og 595,6 milljónir. Hæsta tilboðið var frá ÞG verktök- um, 755,9 milljónir króna. Aðrir sem buðu voru Fjölnir, P. Alfreðsson, Hyrna, SS-Byggir, Ístak, Íslenskir aðalverktakar, Eykt, Sveinbjörn Sigurðsson ehf. og BS Skrauthamar. Nemendagarðarnir verða austan við gömlu heimavist MA og þar verða rúmlega 120 tveggja manna herbergi, hvert um 30 fermetrar að stærð. Þeir verða um 4.800 fermetr- ar að stærð. Rekstrarfélagið Lundur stendur fyrir byggingu þeirra og hefur samið við Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks um heildarhönnun vegna þessa verkefnis. Samkomulag er um að nemendur beggja framhaldsskólanna á Akur- eyri, MA og Verkmenntaskólans á Akureyri, hafi aðgang að nemenda- görðunum. Nemendagarðar við Menntaskólann á Akureyri Byggingafélagið Viðar og Árfell buðu lægst HERRAKVÖLD KA verður haldið laugardaginn 16. febrúar í KA- heimilinu. Herlegheitin hefjast kl 19.00 og eftir að gestir hafa sest að snæðingi tekur við taumlaus gleði fram eftir kvöldi. Ræðumaður kvöldsins verður bæjarstjóri Fjarðabyggðar Guð- mundur Bjarnason og veislustjóri Grenvíkingurinn Björgólfur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Þá ætlar Rögnvaldur gáfaði að láta veislugesti hafa það óþvegið, auk þess sem boðið verður upp á ýmsar óvæntar uppákomur. KA-menn og aðrir velunnarar fé- lagsins eru hvattir til að mæta á herrakvöldið en tekið er við bók- unum á skrifstofu félagsins eða í símum 462-6615 og 899-7888. Herra- kvöld KA R í t a B Æ J A R L I N D 6 , S Í M I 5 5 4 7 0 3 0 - E D D U F E L L I 2 , S Í M I 5 5 7 1 7 3 0 st. 36-42 og 44-56 VERSLUN SEM ÞEKKT ER FYRIR GOTT VERÐ OG GÓÐA ÞJÓNUSTU Fasteignir Akureyrarbæjar Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir áhugasömum aðilum til þess að taka þátt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á 4ra deilda leikskóla í Naustahverfi á Akureyri. Gögn varðandi verkefnið verða afhent á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar frá og með föstudeginum 15. febrúar nk. Þeir, sem áhuga hafa á verkefninu, skili inn upplýsingum um starfsemi sína fyrir kl. 11.00 föstudaginn 22. febrúar 2002 á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Sælkera kaffi og te. sími 462 2900 Blómin í bænum STÓRTÓNLEIKAR verða í Gler- árkirkju á morgun, laugardaginn 16. febrúar og hefjast þeir kl. 16. Kven- félagið Baldursbrá efnir til tón- leikanna, en fram koma um 150 listamenn sem allir gefa vinnu sína. Allur ágóði af tónleikunum fer í söfnun til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju en áætlað er að hann verði til í desember á þessu ári. Á tónleikunum koma fram Kór Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar og undirleik Arn- órs Vilbergssonar. Margét Pálma- dóttir stjórnar Gospelsystrum Reykjavíkur, en undirleikarar eru Stefán S. Stefánsson, saxófón, Agn- ar Már Magnússon, píanó, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, bongótromm- ur og Þorgrímur Jónsson, kontra- bassa. Þá stíga á svið þau Óskar Pét- ursson, Björg Þórhallsdóttir, Örn V. Birgisson og Erla Þórólfsdóttir og Daníel Þorsteinsson píanóleikari leikur með. Pálmi Gunnarsson, Arna Valsdóttir og Inga Eydal eru einnig í hópi þeirra sem fram koma á tón- leikum Baldursbrár sem og hljóm- sveitin Einn & sjötíu. Kynnir á tón- leikunum er sr. Pétur Þórarinsson. Aðgöngumiða er hægt að kaupa hjá Fold Önnu í Hafnarstræti 85 og Rammagerðinni, Langholti 13. Stórtónleikar í Glerárkirkju Um 150 listamenn koma fram ÍSLENSKA Staðardagskrárráð- stefnan hefst á Akureyri í dag, föstu- daginn 15. febrúar, en henni lýkur um hádegi á morgun, laugardag. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mun flytja setningarávarp og þá mun hún einnig afhenda Staðar- dagskrárverðlaunin 2002, hvatning- arverðlaun Sd21 á Íslandi og viður- kenningar. Meðal efnis á ráðstefnunni er um- fjöllun um Staðardagskrá 21 hér á landi og í útlöndum, um undirbúning Íslendinga fyrir Ríó+10, fjallað verður um menningarlega fjöl- breytni, endurvinnsluiðnað og vott- un umhverfisstarfs. Mörg mál til umfjöllunar Staðardagskrá ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.