Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 25
og velur sér eitthvað sem það þekk- ir vel til að vera öruggt, en verður svo fyrir vonbrigðum. Þegar ég fer út að borða læt ég alltaf kokkinn ráða, ég bið bara um það sem hann álítur best á matseðlinum í það skiptið. Stundum – og oftar en ekki – hef ég heppnina með mér, en svo kemur auðvitað fyrir að maður fær eitthvað hræðilegt, t.d. þegar kokk- urinn velur eitthvað skrítið saman sem úr verður ómöguleg máltíð.“ Þegar Jamie er spurður aðþví hvort frægð undanfar-inna ára hafi ekki breyttmiklu, ekki síst með tilliti til fjölskyldu hans sem öll hefur dregist inn í hringiðu hans lífs með einum eða öðrum hætti, viðurkenn- ir hann að svo sé. „En það má ekki gleyma því að hugmyndin á bak við sjónvarpsþættina og fyrstu bæk- urnar byggðist á því að leggja upp með ákveðinn lífsstíl. Fólk talar mikið um það þegar fjölskyldunni minni eða vinum bregður fyrir, en það gerir sér ekki grein fyrir að það er þó aldrei nema í einhver augnablik í einu, rétt á meðan verið er að smella af mynd. Það er ekki eins og þetta sé einhver plága. Í mínum huga snerust bækurnar og þættirnir nefnilega um það að ýta „meistarakokkinum“ út úr mat- argerðinni. Mér fannst það skipta höfuðmáli. Almenningur var farinn að verða hræddur við meistarana sem allir tilbáðu og báru ótta- blandna virðingu fyrir. Mig langaði til að kasta þessum kokkaklæðum af mér og sýna hvernig hægt væri að hafa gaman af því að búa til góða kjötsamloku eða skemmtilega sunnudagssteik á öllum heimilum. Ég hugsaði með mér; gleymum meistaranum, það eina sem skiptir máli er að ég er ungur og hef gam- an af mat! Svo einfalt var það. Mig langaði ekki til að fá fólk til að hlusta á mig, ég vildi frekar að það drægist inn í matargerðina af sjálfsdáðum með því að sýna því hvernig ég byggi til spennandi hluti án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ég býð fólki að njóta með mér frekar en að leggja því lífsreglurn- ar. Sjálfur þoli ég ekki að láta segja mér fyrir verkum, það gerir útaf við hugmyndaflugið.“ Jamie bendir á að það hafi ekki verið sjálfgefið að fá að gera sjón- varpsþættina með þeim hætti sem hann vildi. „Það varð allt vitlaust þegar ég sagðist ekki vilja elda í stúdíói, heldur heima hjá mér. Ég neitaði líka að taka alla þættina upp á einum mánuði sem er auðvit- að miklu ódýrara og krafðist þess að þeir yrðu teknir í rólegheitum á heilu ári. Það sem við græddum að lokum var það sem skiptir öllu máli; tilefni eldamennskunnar voru raunveruleg en ekki sviðsett, það sama átti við innkaupin sem voru gerð hjá þeim sem ég versla alltaf við. Tónlistin var úr plötusafninu mínu og fólkið sem sást átti erindi við mig. Þegar öll þessi smáatriði leggjast á eitt, jafnvel þótt áhorf- andinn viti ekki beinlínis af þeim, þá næst rétta tilfinningin og rétta andrúmsloftið fram. Þættirnir mín- ir snúast ekki um það að ég gefi ráð um hvaða bita maður á að kaupa hjá slátraranum, heldur um allt það sem varðar mannleg samskipti yf- irleitt. Eins og t.d. þegar slátrarinn vill endilega láta mig smakka ákveðið beikon og gefur mér nokkrar sneiðar til að smakka. Ef mér líkar bitinn, þá kannski kaupi ég kannski meira í næstu ferð. Fólk er búið að missa sjónar á þessum gamaldags samskiptum í hvers- dagslífinu sem skipta þó svo miklu máli.“ Þegar Jamie er spurður hvort vinnan við þetta hafi þá ekki reynst honum auðveldur leikur, neitar hann því. „Þegar að þáttunum kom var þetta kannski ekki erfitt leng- ur, en þegar ég var að skrifa fyrstu bókina var ég alveg skíthræddur. Mér fannst ég vera með alla þá sem ég hafði lært hjá og bar virðingu fyrir á bakinu. Undir niðri var ég sannfærður um að bókin yrði að snúast um heimilismat en ekki veit- ingahúsamat, en það var samt ótrú- lega erfitt að falla ekki í þá gryfju að fara að búa til yfirhlaðna og flókna veitingahúsarétti bara af því að ég vissi að allir sem einhvern- tíma höfðu kennt mér eitthvað á lífsleiðinni myndu horfa með fyr- irlitningu yfir öxlina á mér og hugsa með sér „hvað ertu að hugsa maður, þetta er bara það sem allir fá heima hjá sér“. Sem betur fer hafði ég þó sjálfstraust til að fylgja sannfæringu minni eftir því stund- um voru þessar raddir hreinlega að æra mig,“ segir Jamie og brosir hreinskilnislega. „Og sem betur fer hafa allar þrjár þáttaraðirnar og bækurnar búið yfir persónulegum heiðarleika sem fólk vill samsama sig. Það skiptir ekki máli hvort þaðer yngra en ég eða eldra, nú- tímalegt eða gamaldags, kvenkyns eða karlkyns, það skilur hvað ég er að fara.“ En það er samt ekki nóg fyrirJamie að fá fólk af öllumaldri til að njóta þess aðelda með nýjum hætti. Hann á sér draum um að koma lífs- viðhorfum sínum og matargerð á framfæri með meira afgerandi hætti, sem vonandi á eftir að skipta sköpum í lífi nokkurra ungmenna. „Í haust ætla ég að opna eins konar góðgerðarveitingahús þar sem ung- lingar sem lent hafa á glapstigu í lífinu fá tækifæri til að læra að elda og reka matsölustað. Hugmyndin er sú að ég eigi staðinn og beri ábyrgð á honum, en allir peningar sem koma inn af rekstrinum fara í það að koma krökkunum í áfram- haldandi nám, og ef vel tekst til, að setja annan stað á laggirnar í Glas- gow. Ég sé um að þjálfa krakkana í heilt ár og allir sem ég hef átt við- skipti við undanfarin átta ár hafa fallist á að kynna þeim það sem þeir eru að selja, ost, vín, ólífuolíur o.s.frv., svo það eru margir sem leggja hönd á plóginn. BBC-sjón- varpið ætlar að gera sjónvarpsþátt um þessa tilraun, svo krakkarnir hafa til mikils að vinna með að standa sig. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir þau.“ Aðspurður um ástæðurnar að baki þessu verkefni, segist Jamie alveg eins geta verið í svona fé- lagsþjónustu eins og einhverju öðru. „Af hverju skyldi ég ekki gera þetta? Ég þarf í raun ekki að hafa áhyggjur af neinu og get sleppt því að hugsa um margt af því sem fólk á mínum aldri einbeit- ir sér að. Ég er búinn að borga fyr- ir húsið mitt, ég er búinn að finna fallegustu konu í heimi og barnið okkar er á leiðinni. Ég er heppinn,“ segir hann með áherslu. „Maður lif- ir ekki svo lengi þegar allt kemur til alls og fátt á líklega eftir að koma manni á óvart. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verkefni á eftir að fara, það verður bara að koma í ljós. Fólk er alltaf að ímynda sér aðundanfarin fjögur ár hafiverið þau bestu í lífi mínu,af því það eru þau ár sem ég hef átt peninga. Peningar eru allt sem fólk hugsar um. En ef ég horfi til baka, finnst mér miklu lengri tími hafa verið svo frábær- lega skemmtilegur. Ég hugsa mikið um hvað ég hafi verið heppinn að fá að vinna með þessum eða hinum, hvað tilviljanir einar og sér hafi leitt af sér svo líf mitt þróaðist svona en ekki hinsegin. Hér í Eng- landi er ástandið þannig að marga unga krakka skortir hvatningu til að nýta hæfileika sína. Ég veit manna best að eina ástæðan fyrir því að ég er heppnasti strákur í heimi er sú að ég hafði alla þá hvatningu sem hægt er að óska sér í mínum uppvexti. Og þá er ég ekki bara að tala um að eiga nóg af lit- um og læra að hlusta á tónlist. Mér var kennt að nota skynfærin, nota augu, lykt og bragðskyn í bland við liti, hljóð og skynjun á heiminum og því fólki sem verður á vegi mín- um.“ Jamie segir það alveg á hreinu að reksturinn með unglingunum verði það erfiðasta sem hann hafi nokkru sinni gert, „ég fæ ekki krónu út úr þessu og það er allt eins víst að ég renni á rassinn með þetta allt saman. En ég ætla samt að eyða einu ári í þetta og ef vel tekst til þá held ég því áfram þar til einhver annar getur tekið við. Án þess að ég vilji vera montinn, þá get ég með vissu sagt að ég hef lag á því að nálgast fólk. Þegar ég er að árita bækur er fólk á öllum aldri í röðinni, allt frá átta ára og upp í áttatíu ára. Flestir kokkar höfða fremur til þröngs hóps en heildar- innar, en þar liggur styrkur minn. Ég er stoltur af því sem ég hef áorkað og mig langar til að finna leið til að láta aðra, eins og t.d þessa krakka, njóta svipaðrar til- finningar.“ Þegar Jamie er spurður hvort það sé nokkur tími aflögu til að njóta þess að vera hann sjálfur inn á milli allra þessara verkefna, bros- ir hann sínu ómótstæðilega brosi. „Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur allan daginn,“ segir kokk- urinn án klæða, „ég kann ekki að vera öðruvísi. Svo er ég auðvitað búinn að ráða aðstoðarfólk til að sinna praktískum hlutum sem ann- ars væru í ólestri og tækju mig óra- tíma. Mér er svo sannarlega engin vorkunn! Ég er upptekinn – en bara við að gera það sem ég hef ómælda ánægju af.“ Morgunblaðið/Dagur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.