Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dorn- um, Akureyrin og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl 12.45 dans, kl 13 bók- band, kl 14 bingó. Jón Bragi Bjarnason kynnir áburðinn Penzim í kaffi- tímanum. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl.13 frjálst að spila og glerlist. Fé- lagsvist í dag kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi. Bingó spilað í Gullsmára 13 kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, bridge kl 13:30. Leikhúsferð, verður fimmtud. 21. feb. í Borgarleikhúsið að sjá „Boðorðin níu“. Skrán- ing í Hraunseli s. 555- 0142. Rúta frá Hraun- seli kl 19:15 Að- göngumiðar afhentir í dag föstudag kl:13–16. Félagsmið- stöðin Hraunsel verður lokuð vegna flutnings í Flatahraun 3 í næstu viku 18. feb. til 22 feb. Vígsla nýrrar fé- lagsmiðstöðvar verður laugardagin 23. feb. kl 14:00. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, Söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, minn- ingar frá árum síld- arævintýranna, og „Fugl í búri“, drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sun- nud. kl. 16. Miðapant- anir í s: 588-2111, 568- 8092 og 551-2203. Ferð á vegum fræðslunefndar FEB á Listasafn Ís- lands miðvikud. 20. feb. kl. 14. Mæting við Listasafnið. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn í Ásgarði Glæsibæ sunnudaginn 24. feb. kl. 13.30. Árshá- tíð FEB verður haldin 1. mars í Versölum Hallveigarstíg 1 húsið opnað kl. 19 borðhald hefst kl. 19.30. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 2.00. Miðapantanir í s 588-2111. Farin verður ferð til Krítar með Úr- val-Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skráning fyr- ir 15. febrúar á skrif- stofu FEB. Hagstætt verð. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Þorrablótið verður 22. febrúar, tilkynna þarf þátttöku í síma 568- 3132. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 messa prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur, Kaffiveit- ingar eftir messu. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spilasalur op- inn, myndlistasýning Braga Þórs Guðjóns- sonar stendur yfir. Fimmtud. 28. feb. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið „Boðorðin níu“, skráning hafin. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótaaðgerð og hár- snyrting. Leikhúsferð verður farin 21. febrúar nk. til að sjá „Boðorðin níu“ í Borgarleikhúsinu. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við skrif- stofu eða í síma: 588- 9335. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Söngur með Jónu, kl. 13.30 vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (16– 25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötu- megin Fræðslu- og orlofs- dagar eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fræðslu- og orlofsdaga í Skálholti 4.–6. mars Skráning á skrifstofu Ellimálaráðs s.557-1666 netfang: ellim@centr- um.is og í Skál- holtsskóla, s.486- 8870 netfang: rekt- or@skalh. Úrvalsfólk Vorfagn- aðurinn verður á Hótel Sögu Súlnasal föstud.15. feb kl.19. Nokkrir miðar hafa losnað vegna veik- inda, ósóttar pantanir óskast sóttar sem fyrst í Lágmúla 4 sími 585- 4000. Seyðfirðingafélagið. Sólarkaffi Seyðfirðinga verður haldið að Fann- borg 8, Gjábakka. Sunnudaginn 17. febr- úar kl. 15. Mætið stund- víslega. Glímufélagið Ármann heldur aðalfund fimmtu- daginn 14. mars kl. 20. í Sóltúni 16. Dagskrá venjuleg aðalfund- arstörf. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Húnvetnsk menning á miðjum vetri sunnudaginn 17. febr- úar, klukkan 14. Borgfirðingafélagið í Reykjavík, spilum fé- lagsvist á morgun laug- ard. 16. febrúar kl. 14. að Suðurlandsbraut 30. Aðalfundur eftir spil. Hallgrímskirkja, eldri- borgarar. Opið hús mið- vikudaginn 20. feb. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son og Daníel Jón Jón- asson leika á saxófón og orgel. Sr. Lárus Hall- dórsson flytur hug- vekju, verið velkomin. Í dag er föstudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En þér eruð mínir sauðir. Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er yðar Guð, – segir Drottinn Guð. (Esek. 34, 31.) Víkverji skrifar... VÍKVERJA sýnist mál hafa far-ið á bezta veg varðandi sjón- varpsútsendingar frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu á komandi sumri. Með því að áskrift- arstöðvarnar Stöð 2 og Sýn fái sýningarréttinn, geta þeir, sem hafa raunverulegan áhuga á fót- boltanum, fengið sér áskrift þann mánuðinn eða mánuðina og borgað þannig fyrir að fá að horfa á keppnina. Hinir, sem láta sér duga skylduáskriftina að Ríkissjónvarp- inu, geta treyst því að fréttatímar, barnaefni og fleiri fastir punktar í tilveru fjölskyldunnar verði á sín- um stað og ekki ýtt til hliðar af fót- boltanum. Jafnframt geta þeir treyst því að tugmilljóna króna kostnaður við kaupin á sýningar- réttinum setji fjárhag RÚV ekki endanlega á hliðina, sem sennilega myndi fljótlega leiða til hækkunar afnotagjalda, bæði hjá fótbolta- áhugamönnum og öðrum. Geta þá ekki allir verið glaðir? x x x Í SÍÐASTA tölublaði Veru, tíma-riti um jafnréttismál, segir í grein eftir Ingólf V. Gíslason fé- lagsfræðing: „Ég var nýbúinn að fagna því með sjálfum mér að í auglýsingum safnaða á Reykjavík- ursvæðinu sér maður nú alls stað- ar auglýsta foreldramorgna í stað mömmumorgna. Þá rakst ég á Grafarvogsblaðið og grein um for- eldramorgna. Þar er þessi setning: „Samtímis sem við bjóðum þá for- eldra, eða réttara sagt mömmur – því fáir eða engir pabbar hafa komið á foreldramorgna – vel- komnar aftur í Gufunesbæinn...“ Er þetta leiðin til að bjóða feður velkomna? Að sjálfsögðu ekki. Raunar get ég varla ímyndað mér annað en höfundi textans hafi verið fullljóst að verið var að fæla frá með þessari áherzlu á að þetta séu nú samt bara mömmurnar. Þannig að þeir feður sem hugsanlega hefðu verið að velta því fyrir sér að koma, fái það nú alveg á hreint að þeir séu hálfgerð viðrini. x x x ÞETTA er auðvitað alveg hár-rétt hjá Ingólfi. Hins vegar eru til dæmi um hið gagnstæða, þar sem feður eru hvattir til að mæta á foreldramorgnana – og mæta. Víkverji hefur t.d. traustar heimildir fyrir því að á foreldra- morgna í Háteigskirkju mæti að staðaldri þrír til fjórir karlar – og að af hálfu kirkjunnar séu það bæði karlar og konur, sem taka á móti foreldrunum á fimmtudags- morgnum. Þess er tæplega langt að bíða, nú þegar karlar og konur eiga sama rétt til fæðingarorlofs, að það þyki almennt sjálfsagt að pabbarnir komi með litlu krílin í kirkjuna til jafns við mömmurnar og að gamla nafngiftin mömmu- morgnar heyri sögunni til. x x x VEITINGASTAÐURINNSticks’n’ Sushi í Aðalstræti er eini veitingastaðurinn, sem Vík- verji hefur komið á, sem er með al- gerlega aðskilið reyksvæði og reyklaust rými og þar sem lítil hætta er á að gestir á reyklausu borðunum verði fyrir óþægindum af reyknum frá reykingaborðun- um. Forráðamenn staðarins fá prik hjá Víkverja fyrir þetta. Borg fyrir norðan „HÖFUÐBORG hins bjarta norðurs, byggðir tengjast þér.“ Því er minnst á þessar ljóðlínur í bráðsnjöllu lof- kvæði eftir sr. Sigurð Norð- land, að nú er hvort tveggja mjög á dagskrá, bærinn og byggðin. Íslenska samheita- bókin segir, að borg sé sama og stór bær. Nútíðin og framtíðarsýn um þjóðarheill kalla á þessa borg fyrir norðan. Það er eins og skáldpresturinn hafi séð inní framtíðina er hann stóð á Vaðlaheiðarbrú og horfði yfir bæinn. Því að nú bíður Akureyri bæði sín vegna og byggðanna eftir því að fá að hljóta borgarnafnið. Samborgari. Rauða kortið og gildistími þess SEM daglegur notandi Strætó, eins og almennings- vagnarnir heita núna, vil ég gera eftirfarandi athuga- semd við sölu Rauða korts- ins sem nýfarið er að selja; Rauða kortið er einungis selt samdægurs og það tek- ur gildi. Ég get ekki séð annað en að þetta hafi í för með sér ýmislegt óhagræði fyrir neytendur Strætós. Í fyrsta lagi búa fæstir í nágrenni skiptistöðva og geta því ekki notfært sér kortið fyrr en þeir hafa komið sér fyrst á skiptistöðina þann daginn sem kortið tekur gildi, væntanlega með strætó og greitt fargjald fyrir. Vafa- laust finnst einnig mörgum sem mæta snemma dags til vinnu, það óhagræði að fara fyrst á skiptistöðina til að kaupa kortið og kjósa líkt og ég að vera búnir að kaupa það deginum áður og geta notað það frá byrjun gildis- dags. Í öðru lagi hefur það viljað brenna við að það sé ekki til, þannig að þá er til lítils að hafa gert sér sér- staka ferð þann daginn á skiptistöðina til að kaupa kortið. Til hvers eru þessar regl- ur settar að Rauða kortið sé einungis selt þann dag sem það tekur gildi? Sigrún Jónsdóttir. RÚV og handboltinn ÞEGAR RÚV sýndi beint frá British Open í golfi á síð- asta sumri, vakti það athygli að eftir því sem lengra leið á keppnina og spennan var að stigmagnast, því minna var sýnt í beinni útsendingu. Á síðasta keppnisdegi, sunnu- degi, var útsendingartími langstystur. Nú þegar EM í handbolta var sýnt beint á RÚV, gerð- ist það sama. Gestir komu í heimsókn í Efstaleiti og ræddu málin fyrir leik, en eftir því sem leið á keppnina og ljóst var að strákarnir voru að ná frábærum ár- angri, því minni varð um- fjöllun fyrir leik en auglýs- ingum fjölgaði. Sem sagt, Mammon tók völdin í Efsta- leiti. Þegar svo sjálfur Brons- leikurinn fór fram var ör- stutt viðtal við Ellert Schram fyrir leik og í hálf- leik en „Símaleiknum“ var sinnt af einurð. Fyrir þenn- an leik átti að sjálfsögðu að vera miklu líflegri umgjörð, en til að kóróna klaufaskap- inn misstu landsmenn af ís- lenska þjóðsöngnum þegar hann var leikinn í stærsta landsleik í sögu íslensks handbolta. Þar með gengu RÚV-menn of langt í dóm- greindarleysi sínu. Jóhannes Jónasson. Tapað/fundið Gleraugu týndust Kvenmannsgleraugu, grá að lit, gerð EYÉDC, glötuð- ust inn á eða fyrir utan skemmtistaðinn Nasa síð- astliðið föstudagskvöld, 8. febrúar. Eigandi sársaknar gleraugnanna. Þeir sem geta gefið uppl. hafi sam- band í síma 899 6453. Flauelskápa tekin í misgripum SVÖRT flauelskápa, með bleiku fóðri, var tekin í mis- gripum úr teiti í heimahúsi við Hesthamra í Grafarvogi, laugard. 10. febr. Sá sem hefur hana hafi samband í síma 867 8778. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞRÆLASKATTUR, öðru nafni launamannaskattur, öðru nafni tekjuskattur einstaklinga er mesta óréttlætið sem viðgengst í íslensku samfélagi. Launa- menn einir þurfa að bera hann að fullu meðan aðrir, eða stór hluti á vinnumark- aðinum, komast hjá að borga skattinn að meira eða minna leyti. Á meðan launafólk rétt getur klætt sig og fætt en lítið sem ekk- ert lagt til sparnaðar vegna skattsins er hann ekkert annað en þrælaskattur. Launamenn hafa lítt meira en þrælar fyrrum, húsa- skjól, klæði og fæði. Til að rétta þessum þegnum þjóðfélagsins við- urkenningu að þeir séu frjálsir menn ber að af- nema þennan þrælaskatt og koma með skatt sem leggst jafnt á alla þegna og þá eftir ríkidæmi þeirra. Skilyrðislaust ætti strax að hækka frítekjumark skattsins uppí 200.000 kr. Pétur Sigurðsson, kt. 250944-4709. Þrælaskattur LÁRÉTT: 1 skro, 8 mjúkan, 9 sýður mat, 10 synjun, 11 þekja með torfi, 13 skjóða, 15 hesta, 18 ásókn, 21 sund- fugl, 22 tími, 23 gerðir óðan, 24 þekkingin. LÓÐRÉTT: 2 alda, 3 kona, 4 viðbjóð- ur, 5 óbeit, 6 tólg, 7 þrjóska, 12 skip, 14 ískur, 15 blíðuhót, 16 tunnuna, 17 ávöxtur, 18 ávítur, 19 tómri, 20 fuglahljóð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 legil, 4 kúfur, 7 felds, 8 ritum, 9 tóm, 11 römm, 13 æður, 14 eitur, 15 mont, 17 anga, 20 arm, 22 tækin, 23 aspir, 24 mænir, 25 tærir. Lóðrétt: 1 lofar, 2 gælum, 3 lest, 4 karm, 5 fátíð, 6 róm- ar, 10 Óttar, 12 met, 13 æra, 15 mótum, 16 nakin, 18 níp- ur, 19 akrar, 20 anir, 21 magt. K r o s s g á t a6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.