Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ER rúmur mánuður liðinn af nýju ári. Nýju ári sem fjölmargir fögnuðu með því að strengja ára- mótaheit eins og fyrri ár. Sumir lofuðu sér að hætta að reykja, aðrir hétu því að verja meiri tíma með fjölskyld- unni og enn aðrir ætluðu sér að taka líkamann í gegn og mæta reglulega í lík- amsræktina. Oftar en ekki er það svo að ára- mótaheitin eru fljót að gleymast. Sá sem ætlaði að hætta að reykja er kannski þegar farinn að laumast í pakkann að nýju, fyrirheit um fleiri samverustundir með fjöl- skyldunni hafa jafnvel orðið að víkja fyrir önnum í vinnunni og lof- orðin um líkamsræktina eru löngu gleymd. En hvað ef? Hvað ef loforðin hefðu ekki gleymst og reykingamaðurinn hefði haldið bindindið út, forgangsröðun fjölskyldumannsins hefði haldið og líkamsræktin stunduð af kappi síð- astliðinn mánuð? Löngun reykingamannsins í síg- arettu væri án efa farin að dofna. Fjölskyldumaðurinn merkti örugg- lega bætt samskipti innan veggja heimilisins. En hvað með líkamsræktariðk- andann sem samviskusamlega hefði mætt í líkamsræktina síðastliðinn mánuð? Sá væri farinn að merkja bætta líðan, andlega og líkamlega. Viðkomandi væri vafalítið búinn að bæta þol sitt umtalsvert auk styrks (allt eftir því hvaða form þjálfunar stundað er). Einnig er líklegt að viðkomandi væri þegar farinn að taka eftir aukinni starfsorku, ætti auðveldara með svefn og þætti létt- ara að koma sér fram úr rúminu að morgni. Síðast en ekki síst væri viðkomandi án efa búinn að bæta útlit sitt, væri frísklegri útlits en áður. Þá eru enn ótaldir langtíma- ávinningar reglubundinnar þjálfun- ar, svo sem minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameins, betri árangur við þyngdarstjórnun og svo mætti lengi telja. Það er enn tími til að standa við áramótaheitin. Drífðu þig af stað. Dreptu í síðustu sígarettunni, for- gangsraðaðu lífi þínu betur og byrjaðu að hreyfa þig. Þú sérð ekki eftir því. UNNUR VALBORG HILMARSDÓTTIR, aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar, heilsuræktar. Ef ég hefði… Frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur: Unnur Valborg Hilmarsdóttir ÞEGAR ég sótti fund dýrafræði- áhugamanna í London síðasta haust, komst ég í kynni við mann að nafni Clinton Keeling, sem er vel þekkt- ur meðal dýra- fræðinga í Bret- landi. Hann er nú á eftirlaunum, en er fyrrverandi dýragarðsstjóri, rithöfundur og sjálfmenntaður í dýra- og náttúru- fræðum. Við hóf- um að skrifast á og hef ég haft mikið gagn af því. Gamli maðurinn er gíf- urlega fróður og vel lesinn og því hefur það hingað til jafnan verið mitt að spyrja hann spurninga um sameiginlegt áhugamál okkar, dýra- fræði. En í síðasta bréfi sínu kom loks að honum að spyrja. Eftirfar- andi er þýdd bein tilvitnun í bréf hans: „Þannig er að ég hef nýlega kom- ist yfir gamla fræðigrein þar sem fullyrt er að þar til nýlega hafi Ís- land haft hlutfallslega hæstu tíðni af holdsveiki í Evrópu. Eins og þú vafalaust veist, þá er þessi sjúkdóm- ur nú þekktur sem Hansonsótt, en mér finnst það óskiljanlegt að sjúk- dómur á borð við þennan, sem venjulega er tengdur heitum og rök- um svæðum heimsins, hafi eitt sinn verið svo tíður á köldu landi eins og Íslandi. Ef þú gætir fundið fyrir mig frekari upplýsingar að þessu lút- andi, þá yrði ég þér mjög þakklát- ur.“ Ég vissi vel að holdsveiki hafði verið landlæg hér á landi lengi, en að við Íslendingar hefðum átt í henni einhvers konar met, var mér ókunnugt um. En eins mikil ráðgáta og íslenska holdsveikin er gamla manninum, þá er það mér jafnvel enn meiri ráðgáta hvar eða hvernig ég get eiginlega grafið upp nánari upplýsingar til að senda honum. Hvort leita eigi í lækna eða sögurit- gerðum, og þá eftir hverja. Þess má geta að Clinton Keeling fékk mikinn áhuga á landi og þjóð eftir að hafa komið hingað nokkrum sinnum milli 1971 og 1972 sem fararstjóri breskra ferðamanna. Ég mun þiggja með þökkum allar þær upplýsingar og/eða ábendingar sem lesendur Morgunblaðsins hafa fram að færa. Þær mega birtast í svargreinum hér á síðum blaðsins, sem gæti orðið hinn fróðlegasti lest- ur fyrir marga, eða sendast beint á heimilisfang mitt. BALDUR JÓHANN ÞORVALDSSON, Heiðarhraun 44, Grindavík. Upplýsingar um holdsveiki Frá Baldri Jóhanni Þorvaldssyni: Baldur Jóhann Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.