Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Dr. Newton Archie Perrin, sem nú er gistiprófessor við Háskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands, held- ur fyrirlestur kl. 20. Fyrirlesturinn, sem haldinn er á þýsku, nefnist „Hölderlin im Gepäck – Der Umgang der Nazis mit der Literatur“ og fjallar um það hvernig nasisminn nýtti sér ýmsar hug- myndir, liststefnur og listform 19. aldarinnar sem hráefni í sína eigin hugmyndafræðilegu blöndu. Dr. Perrin hefur gert ítarlegar rann- sóknir á úrvalsstefnu (eklektísisma) nasismans í myndlist og bygging- arlist og þar eð hann kennir lista- sögu og þýsk fræði og hefur skrifað mikið um þýskar bókmenntir var nærtækt að hann beindi sjónum sín- um einnig að umgengni nasista við bókmenntaarfinn. Að fyrirlestrinum loknum gefst tækifæri til þess að spjalla við fyr- irlesarann um efnið. Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Pétri Má Ólafssyni, útgáfustjóra Vöku-Helga- fells: Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 14. febrúar birtist heilsíðugrein um hlut Öldu Sigmundsdóttur í þýðingu á leikgerð á Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Í greininni eru hafðar eftir Öldu ýmsar fullyrð- ingar um atvik og staðreyndir máls- ins og samskipti hennar við mig. Blaðamaðurinn reyndi aldrei að hafa samband við mig til að leita staðfest- ingar eða afstöðu minnar til þess sem fram er haldið af Öldu. Þessi vinnubrögð vekja furðu og því fer ég þess á leit að Morgunblaðið birti eft- irfarandi: Gjörbreytt verk Alda Sigmundsdóttir tók að sér að grófþýða íslenska leikgerð Snigla- veislunnar á ensku. Henni var gert ljóst þegar í upphafi að Ólafur Jó- hann myndi endurvinna textann eft- ir að hún skilaði honum af sér, enda væri þekking hans á enskri tungu þess eðlis. Henni var falið að klippa út úr enskri þýðingu samnefndrar skáldsögu það sem við átti og þýða frá grunni það sem upp á vantaði. Fyrir það fékk hún ríflega greitt. Að þýðingu skáldsögunnar höfðu þrír komið: James Wesneski, Ólafur Jó- hann og Victoria Cribb. Þótt Alda segi að í leikgerð þurfi „að endur- vinna textann og gera hann þjálli, þannig að hann sé eins og raunveru- legt samtal“ þá er meginhluti þess texta sem hún skilaði unninn upp úr þýðingu þeirra þriggja; hún notar þýðinguna á skáldsögunni að mestu leyti enda er hún nánast öll í formi samtala, ýmist í beinni ræðu eða óbeinni. Með miklum velvilja má segja að fimmtungur þýðingarinnar á leikgerðinni, eins og hún var í byrj- un janúar, sé frá Öldu kominn. Eftir að Alda hafði lokið sínu verki endurvann Ólafur Jóhann leikgerð- ina að miklu leyti beint á ensku í samráði við leikstjóra sýningarinnar á West End. Sú endurskoðun hefur staðið yfir allt til þessa dags. Það er því ljóst að verkið sem Alda færði í enskan búning er langt frá því það sama og fer á svið í London nú á mánudaginn. Vildi koma málinu í fjölmiðla Mér barst síðan til eyrna að Alda væri að reyna að vekja athygli fjöl- miðla á þessu máli, sem við vissum ekki að væri neitt mál. Það kom mér í opna skjöldu því að hún hafði ekki sett fram neinar kröfur við mig. Ég hafði samband við hana þegar í stað og tjáði hún mér þá að málið væri í höndum lögmanns hennar, Ragnars Aðalsteinssonar. Hann er eins og al- þjóð veit einn helsti sérfræðingur okkar í höfundarrétti. Samkomulagi var náð við hann fyrir hennar hönd um viðbótargreiðslu. Í því fólst að Ólafur Jóhann ætti allan rétt á notk- un þýðingar Öldu og virtist það ekki vefjast fyrir henni. Einnig var farið fram á að efni samningsins yrði trúnaðarmál, eins og tíðkast í tilfell- um sem þessu. Á það gat Alda ekki fallist því hún vildi geta farið með málið í fjömiðla og kom þá fram sú hugmynd að trúnaðurinn yrði bund- inn við tiltekinn tíma, t.d. hálft ár. Ný sáttatillaga á þeim nótum var send með formlegum hætti í tölvu- pósti til Ragnars en þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Öldu við henni upplýsti hann að hún hefði kosið að slíta samstarfinu við sig. Eftir það hef ég ekkert heyrt frá Öldu fyrr en á síðum Morgunblaðs- ins. Staðreyndin er sú að við höfum aldrei hafnað neinum kröfum Öldu enda ekki ljóst hvað henni gengur til. Varla ætlast hún til að henni sé eignuð þýðing sem hún vann að mestu upp úr annarra manna verki og sem höfundurinn hefur þar að auki breytt með margvíslegum hætti síðan? Þá er furðulegt að hún skuli fara í fjölmiðla með sáttaboð sem ganga á milli í tölvupósti í trúnaði áður en komist er að endanlegri nið- urstöðu – og án þess að á það hafi að fullu verið reynt. Óskyld mál Blaðamaður Morgunblaðsins dregur þrjú óskyld mál inn í þessa umræðu. Í fyrsta lagi notkun Ólafs Jóhanns á sögulegri heimild í Slóð fiðrildanna. Allir sem málið hafa skoðað eru sammála um að það sé stormur í vatnsglasi. Í öðru lagi að þess ágæta þýðanda Bernards Scudders hafi ekki verið getið við enska útgáfu á Fyrirgefn- ingu syndanna fyrir nokkrum árum, sem voru mistök. Því máli lauk fyrir löngu í fullri sátt eins og Scudder staðfestir sjálfur í frétt Morgun- blaðsins og verður hans að sjálf- sögðu getið í nýrri, enskri útgáfu á Fyrirgefningu syndanna sem nú er í burðarliðnum. Í þriðja lagi að á heimasíðu IM- PAC-bókmenntaverðlaunanna, sem Slóð fiðrildanna er tilnefnd til, sé þýðanda bókarinnar ekki getið. „Alda og Bernard staðfesta að í því tilviki hafi þýðandi verksins afsalað sér höfundarrétti.“ Hvers konar fréttamennska er þetta? Hvernig geta þau staðfest efni samnings sem þau eru ekki aðilar að? Hér er eins og blaðamaðurinn hafi ákveðið að gera orð Gils Thordersens, aðalper- sónu Sniglaveislunnar, að sínum: „Þetta gæti verið satt. Og það nægir mér.“ Þess má raunar geta að þegar ég komst á snoðir um að Victoriu Cribb væri ekki getið á nefndri heimasíðu hafði ég þegar samband við forráða- menn verðlaunanna og hefur það nú verið lagfært. Nafn hennar er birt með áberandi hætti í öllum útgáfum á Slóð fiðrildanna á ensku og þar að auki á þeim tungumálum þar sem þýtt er úr ensku. Hún hefur enda ekki „afsalað sér höfundarrétti“ varðandi þýðingu Slóðar fiðrildanna, eins og ranglega er hermt í blaðinu. Fyrsta íslenska leikritið á West End Frétt Morgunblaðsins um það að höfundarréttur þýðanda sé fótum troðinn er því einhliða svo ekki sé meira sagt. Þar er vitnað til orða minna innan gæsalappa og sam- skipta minna við Öldu án þess að reynt hafi verið að fá fram hina hlið málsins eða staðreyna hvort rétt sé eftir mér haft. Þá kemur í raun hvergi fram í frétt blaðsins í hverju brot á höfundarrétti Öldu sé fólgið, enda höfundarréttur hennar í þessu verki afar veikburða, svo ekki sé meira sagt. Greinin einkennist því miður öll af því að sannleikanum er hagrætt eftir þörfum til þess að reyna að koma höggi á þá sem málið varðar. Og tímasetningin ein, fjórum dögum fyrir frumsýningu á fyrsta íslenska leikritinu á West End í London, seg- ir í raun allt sem segja þarf. Kjarni málsins er þessi: Alda kom að verkinu á vinnslustigi, átti ákveð- inn þátt í áframhaldandi vinnslu þess og fékk vel greitt fyrir. Mér er satt að segja óskiljanlegt af hverju það er stórfrétt. Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Yfirlýsing vegna fréttar Morgunblaðsins Pétur Már Ólafsson Aths. ritstj. Í yfirlýsingu Péturs Más Ólafs- sonar, útgáfustjóra Vöku-Helga- fells, segir m.a.: „Blaðamaðurinn reyndi aldrei að hafa samband við mig til að leita staðfestingar eða afstöðu minnar til þess, sem fram er haldið af Öldu.“ Síðar í yfirlýsingunni segir einn- ig: „Þar er vitnað til orða minna innan gæsalappa og samskipta minna við Öldu án þess að reynt hafi verið að fá fram hina hlið málsins eða staðreyna hvort rétt sé eftir mér haft.“ Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram: Morgunblaðið lítur svo á að viðtal blaðsins við Öldu Sig- mundsdóttur og efni þess hafi ver- ið trúnaðarmál á milli hennar og blaðsins þar til það birtist á síðum Morgunblaðsins í gær. Af þeim sökum var óhugsandi að leita um- sagnar Péturs Más Ólafssonar um ummæli Öldu til birtingar sama dag og viðtalið birtist. Pétur Már Ólafsson gerir at- hugasemd við þá staðhæfingu Öldu Sigmundsdóttur og Bernards Scudders að þýðandi bókarinnar Slóð fiðrildanna hafi afsalað sér höfundarrétti, spyr hvernig þau geti staðfest efni samnings, sem þau séu ekki aðilar að, og segir þetta rangt. Þetta eru orð þýðend- anna tveggja en ekki Morgun- blaðsins. Í yfirlýsingu útgáfustjóra Vöku- Helgafells segir ennfremur: „Greinin einkennist því miður öll af því, að sannleikanum er hagrætt eftir þörfum til þess að reyna að koma höggi á þá, sem málið varð- ar.“ Í viðtali Morgunblaðsins við Öldu Sigmundsdóttur koma henn- ar sjónarmið fram í máli þessu. Hún hefur fullan rétt á að setja þau sjónarmið fram með sama hætti og Pétur Már Ólafsson hefur rétt til að mótmæla þeim. Ekki er ljóst af orðum útgáfu- stjórans, hvort hann telur, að Morgunblaðið hafi „hagrætt [sann- leikanum] eftir þörfum“ eða hvort þessum ásökunum er beint að Öldu Sigmundsdóttur. Hún svarar fyrir sig en séu þessi orð ætluð Morg- unblaðinu má spyrja hvers vegna blaðið ætti að hafa áhuga á að „hagræða [sannleikanum] eftir þörfum“. Hefur umfjöllun Morg- unblaðsins um verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar og störf verið með þeim hætti að hún gæti gefið útgáfu- stjóra Vöku-Helgafells tilefni til að bera í brjósti slíka tortryggni í garð blaðsins? Pétur Már Ólafsson segir: „Og tímasetningin ein, fjórum dögum fyrir frumsýningu á fyrsta íslenzka leikritinu á West End í London, segir í raun allt sem segja þarf.“ Hvað á útgáfustjórinn við? Er hann að gefa í skyn, að Morg- unblaðið hafi á einn eða annan veg viljað skaða rithöfundinn og verk hans fyrir þessa frumsýningu? Svo vill til að blaðamaður Morgun- blaðsins var fyrir nokkrum dögum á ferð í London, sá sýninguna, tók viðtöl við höfundinn, leikstjóra o.fl. Varla getur tilgangurinn með þeirri heimsókn hafa verið að valda höfundinum eða verki hans tjóni. ÞRÍR „gamlir“ meistarar – ef svo mætti segja um Mozart og Schubert, er báðir dóu langt fyrir miðjan aldur – voru á boðstólum á vel sóttum sin- fóníutónleikunum í gærkvöld. Allir kenndir við Vínarborg og samnefnt klassískt skeið – og öll verk kvölds- ins í C-dúr. Að öðru leyti var fátt sameiginlegt með hljómkviðunum þremur. Sú eft- ir Haydn var ein þeirra tíu er hann samdi fyrir flutning í París á 9. ára- tug 18. aldar, við einhverjar beztu fá- anlegu aðstæður er þá fengust í Evr- ópu og fyrir óvenjustóra hljómsveit, enda sló þetta framan af lítt þekkta hirðtónskáld Esterházys greifa svo í gegn í höfuðborg Frakka að hlýtur að hafa vakið athygli Salomons tón- leikahaldara í Lundúnum og þar með greitt götu hinna eftirkomandi tólf „London“-sinfónía Haydns (94–104), sem ásamt síðustu fimm sinfóníum Mozarts kóróna sinfónískt framlag aldarinnar. C-dúr-sinfónía Haydns var samin 1788, sama ár og síðustu þrjár meist- arasinfóníur Mozarts og eins og und- angengnar sinfóníur Wolfgangs fyr- ir pör óbóa, fagotta og horna í tréblásaradeildinni en án klarínetta og fyrir aðeins eina flautu. Útþætt- irnir bera af að andagift, alveg sér- staklega I., sem eftir dæmigerðan hægan adagio-inngang sveif um loft með nærri mózarzkri framdrift af miklum þokka. Innþættirnir tveir voru í samanburði grófgerðari hug- arsmíðar en liðkuðust þó m.a. af lag- legu flautusólói í II. og óbóeinleik- skafla í menúettinum (III.) Í Fínalnum fengu strengir að spretta úr spori, ekki bara fiðlur heldur einnig hér og þar allt niður í kontra- bassakjallara, og vakti almennt eft- irtekt hvað hljómsveitin var orðin snör í snúningum þegar í fyrsta dag- skráratriði. Sinfónía Mozarts K338 er frá 1780, sú síðasta frá dvalarárum hans í Salzburg í þjónustu erkibiskupsins þar. Verkið ber enn keim af upphaf- legum tilgangi greinarinnar sem for- leik að óperu eða fyrsta upphitunar- atriði á tónleikum, sem í þá daga voru vel að merkja mun blandaðri uppákomur en síðar varð, þegar sin- fónían hafði fest í sessi sem þunga- miðja sígildra tónleika. Verkið er ekki meðal vinsælli hljómsveitar- verka Mozarts og raunar ár og dag- ur frá því undirritaður heyrði það síðast. Gæti verið meðal ástæðna þess arna hvað fyrsti þátturinn er óvenju þykkur og njörvaður að áferð og miðlungi dæmigerður fyrir róm- aðan yfirborðsléttleika tónskáldsins og blæðandi laglínugift. Hvort ein- hver áhrif frá hvimleiðri vistinni hjá Colloredo kirkjuhöfðingja komi þar til skjala skal þó ósagt látið. Upphaf- legan menúett verksins tók höfund- ur síðar út án þess að láta annan í staðinn, en í Andante di molto-mið- þættinum og einkum hröðum loka- þættinum er maður hins vegar aftur farinn að kannast við melódíusnill- inginn. Þýzki stjórnandinn mótaði hendingar andantesins með nærri sársaukafullum þokka, og leikurinn í lokaþætti var fljúgandi skýr. Eftir hlé var komið að síðasta dag- skráratriði, hinni stóru C-dúr-sin- fóníu Schuberts sem aðeins var leik- in einu sinni á ævi tónskáldsins en enduruppgötvuð af Schumann og flutt á nýjan leik undir stjórn Mendelssohns í Leipzig fjórtán ár- um síðar. Mikið vatn var til sjávar runnið tilurðarárið 1825. Formið hafði þá þegar þróazt gífurlega frá því er fyrstu sinfóníurnar sáu dags- ins ljós um miðja 18. öld. Beethoven hafði nýlokið sínu volduga lífsverki í greininni, og Schubert fór vitanlega ekki varhluta af því, enda þótt smíða- aðferð hans væri allt önnur en hnit- miðuð stefjaúrvinnsla Beethovens. Hjá Schubert er frekar unnið með blæbrigðum og orkestrunarlegum úsetningum efnisins heldur en að byggja upp sterka framvindu úr jafnvel minnstu frumum. Ótrúleg orkestrunargáfa Schu- berts og takmarkalaus lagræn anda- gift eru kraftaverki líkust í þessu dýrlega verki, sem að sumu leyti vís- ar veginn fram að sinfóníulist Brahms og Mahlers. Kraftaverkið felst kannski ekki sízt í því að fleygja tímanum áfram. Sinfónían þótti það löng (jafnvel eftir tilkomu Eroicu og Níu Beethovens) að ekki þótti annað hægt en að stytta hana við endur- flutninginn 1839. En nú – í fullri lengd – gat maður ekkert annað en samsinnt orðum Schumanns um „himneska lengd“ og hlustað með eyrun á stilkum allt til enda. Þar bætti að vísu ekki lítið úr skák hvað hljómsveitinni tókst að koma mörg- um ólíkum flötum verksins til skila með sérlega andstæðuríkum og snörpum leik undir stjórn Thomasar Kalbs, sem laðaði fram allt sem máli skipti af miklu innsæi og næmum smekk eftir því sem vonlaus tón- leikasalurinn framast leyfði. Af himneskri lengd TÓNLIST Háskólabíó Haydn: Sinfónía nr. 90 í C. Mozart: Sin- fónía nr. 34 í C K338. Schubert: Sinfónía nr. 9 í C. Sinfóníuhljómsveit Íslands u.stj. Thomasar Kalbs. Fimmtudaginn 14. febr- úar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.