Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMHERJI hf. gerir verulegar at- hugasemdir við svar sjávarútvegs- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jó- hanns Ársælssonar um flutning veiðiheimilda á fiskveiðiárunum 1996/1997 til 2000/2001. Samkvæmt svari sjávarútvegsráð- herra hefur Samherji hf. leigt frá sér um 14.926 þorskígildistonna kvóta á umræddu tímabili, þar af um 4.841 tonn á síðasta fiskveiðiári. Í yfirlýs- ingu frá Samherja segir hinsvegar að þessar upplýsingar séu „alrang- ar“ og „illskiljanlegt hvernig slíkar upplýsingar geti ratað inn á Al- þingi.“ Í yfirlýsingu Samherja er m.a. bent á að Samherji sameinaðist út- gerðarfyrirtækinu BGB-Snæfelli hf. á síðasta fiskveiðiári og svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir þeirri ráðstöfun þegar svarið við fyr- irspurn Jóhanns var unnið. Þegar búið sé að taka tillit til þessa o.fl. lækki svonefnd „kvótaleiga“ Sam- herja niður í 2.290 þorskígildistonn og þar hafi mönnum sést yfir ríflega 2.500 þorskígildistonn. Þá er bent á að aflaheimildir frá Samherja voru geymdar hjá öðrum fyrirtækjum yfir kvótaáramót. Al- gengt sé að fyrirtæki geymi afla- mark hvert fyrir annað til þess að forðast að það falli niður. Á síðasta fiskveiðiári hafi ríflega 400 þorsk- ígildistonn verið geymd fyrir Sam- herja með þessum hætti hjá öðrum fyrirtækjum, frá 31. ágúst til 1. sept- ember, þ.e. yfir kvótaáramótin, en síðan flutt til baka. Ennfremur segir að Samherji og Skipaklettur hf. hafi gert saman út eitt skip Samherja og heimildir Skipakletts verið veiddar og vistaðar á Víði EA. Skipaklettur hf. hafi síðan verið sameinaður Síldarvinnslunni hf. og í tengslum við það orðið til- flutningur á aflaheimildum sem er sögð kvótaleiga á 900 þorskígildis- tonnum en sé í raun ekki leiga, enda hafi Samherji engar tekjur haft af þessum tilfærslum. Þá hafi Samherji leigt loðnuskipið Sunnutind og gert út til loðnuveiða á síðasta fiskveiðiári og flutt á skipið loðnukvóta að jafn- gildi 673 þorskígildistonn. Sú ráð- stöfun sé ranglega túlkuð sem kvóta- leiga, enda hafi Samherji flutt eigin heimildir á skip sem fyrirtækið gerði út sjálft. Að teknu tilliti til þessara atriði standi eftir rúmlega 250 þorsk- ígildistonn af þeim ríflega 4.800 sem Samherji var sagður hafa leigt frá sér á síðasta fiskveiðiári. Þá sé eftir að nefna að Samherji leigði að auki til sín verulegt magn af úthafskarfa, þorski og síld við Noreg á síðasta fiskveiðiári. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að áhrif kvótaleigu á hagnað Sam- herja eftir skatta síðustu 15 mánuði séu rúmar 20 milljónir króna eða um 0,1% af tekjum félagsins og augljóst að sú fjárhæð vegi ekki þungt í rekstri þess. „Samherji hefur nýtingarrétt á verulegu magni aflaheimilda og telur það skyldu sína að veiða og vinna þann afla. Eðlilegur hluti starfsem- innar er að leigja til sín aflamark sem og frá sér, til þess að ná fram sem mestu hagræði í rekstrinum og einnig til þess að unnt sé að nýta aflaheimildir utan fiskveiðilögsög- unnar. Í raun er þar aðeins um skipti á milli fyrirtækja að ræða, til hags- bóta bæði fyrir fyrirtækin og starfs- fólkið. Samherji hefur ætíð lagt áherslu á nýtingu íslenskra afla- heimilda í lögsögum annarra ríkja, sem ekki væri mögulegt án skipta á aflaheimildum,“ segir í yfirlýsingu Samherja. Samkvæmt svari sjávarútvegsráð- herra hefur Vinnslustöðin hf. í Vest- mannaeyjum leigt frá sér næstmest- an kvóta á umræddu tímabili, alls 7.414 þorskígildistonn. Þar á eftir kemur Útgerðarfélag Akureyringa með 7.131 tonn. Mest leigt af kvóta til Suðurnesja Útgerðarfélagið Sæhamar ehf. í Vestmannaeyjum hefur hinsvegar leigt til sín mestan kvóta á umæddu tímabili ef marka má upplýsingarnar í svari sjávarútvegsráðherra, alls 7.045 þorskígildistonn. Uggi ehf. í Keflavík hefur leigt til sín 6.729 tonn og Njáll ehf. á Dalvík um 5.776 tonn, þó ekkert á síðasta fiskveiðiári. Á síðasta fiskveiðiári leigði útgerðar- félagið Nesfiskur hf. í Garði til sín mestan kvóta, alls 2.233 þorskígildis- tonn. Í svarinu kemur ennfremur fram að Grindavík er það sveitarfélag sem mest hefur leigt til sín af kvóta á um- ræddu tímabili, alls um 19.479 þorsk- ígildistonn. Athygli vekur að sveit- arfélög á Suðurnesjum eru meðal þeirra sem leigðu til sín mestan kvóta á tímabilinu, Garður 16.917 tonn og Keflavík 8.808 tonn. Lang- mest hefur hinsvegar verið leigt af kvóta frá Akureyri ef marka má svar sjávarútvegsráðherra, alls 28.870 þorskígildistonn á þeim fimm fisk- veiðiárum sem um ræðir, þar af um 8.894 tonn á síðasta fiskveiðiári. Frá Þórshöfn hafa verið leigð 10.222 tonn og um 7.175 tonn frá Siglufirði. „Alrangar“ tölur í svari sjávarútvegsráðherra Samherji segir tilfærslur með kvóta eðlilegan hluta starfseminnar Morgunblaðið/Þorgeir ÞÝSKA þingið samþykkti nýlega lög í þeim tilgangi að ná niður lyfjakostnaði hins opinbera. Með lögunum er ætlunin að beina lyfja- kaupum að ódýrari lyfjum þegar þess er kostur, sem í framkvæmd mun þýða að lyfsali velur yfirleitt úr hópi ódýrustu lyfja sem unnt er hverju sinni. Íslenska lyfjafyrirtækið Delta hf. framleiðir samheitalyf og selur um 60% framleiðslunnar á þýska markaðnum. „Almennt má segja að þetta sé fremur væg stýring,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdótt- ir framkvæmdastjóri útflutnings- sviðs Delta, „hér á Íslandi skal til dæmis afgreiða ódýrasta lyfið, og skiptir þá ekki máli hvort verð- munur er 1 króna eða 100 krónur, þ.e. ekki er leyfilegt svo dæmi sé tekið að afgreiða næstódýrasta lyf- ið. Viðtökur hafa verið blendnar – frumlyfjafyrirtækin hafa tekið þessu illa og einhver þeirra hafa kært lögin. Samheitalyfjafyrirtækin hafa aftur á móti tekið lögunum fagn- andi og einhver þeirra hafa þegar tilkynnt að öll þeirra lyf uppfylli skilyrði laganna hvað verð varðar. Af þessum viðtökum má ráða að menn ætla almennt að lögin verði samheitalyfjafyrirtækjum til fram- dráttar en dragi úr markaðshlut- deild frumlyfjafyrirtækja. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hvorki læknar né apótek hafa hug- búnað til að auðvelda þeim fram- kvæmd laganna. Þannig hafa apó- tekin ekki aðgang að hugbúnaði, sem raðar lyfjum eftir verði, líkt og apótek hafa hér á landi. Menn telja því að lögin muni ekki raun- verulega komast í framkvæmd al- veg strax.“ Spurð um hugsanleg áhrif þessarar breytingar á af- komu Delta segir Guðbjörg Edda að breytingar sem þessar hafi yf- irleitt þau áhrif að samheitalyfja- markaðurinn stækki og verð lækki þegar til lengri tíma er litið. Hvor þátturinn muni vega þyngra fyrir afkomu Delta sé hins vegar erfitt að spá um. Í umfjöllun í þýska viðskipta- blaðinu Handelsblatt á dögunum kom fram að í Bandaríkjunum sé hlutur samheitalyfja um 80% af lyfjamarkaðnum, en í Þýskalandi sé hann aðeins um 30%, en það kunni að breytast á næstu árum vegna kostnaðaraðhalds í heil- brigðiskerfinu, ekki síst í lyfjahlut- anum. Þá er haft eftir starfsmanni greiningardeildar BHF-Bank að í Bandaríkjunum og Bretlandi falli verð iðulega um 70 til 80 prósent innan nokkurra mánaða frá því að einkaleyfi falli niður. Í Þýskalandi sé þetta hlutfall 30–35 prósent. Breytingar á lyfjamark- aðnum í Þýskalandi Delta selur um 60% framleiðslu sinnar á þýska markaðinn SÖLU á hlut norska ríkisins í SAS-flugfélaginu verður lík- lega hraðað, að því er norska blaðið VG greinir frá. Við- skiptaráðherra Noregs, hægri- maðurinn Ansgar Gabrielsen, vill flýta einkavæðingu SAS eins og hægt er og selja 14,3% hlut norska ríkisins í SAS. „Ég hef ekki heyrt góð rök fyrir því að ríkið eigi að sitja á hlutabréfum í SAS fyrir einn til einn og hálfan milljarð norskra króna,“ segir Gabr- ielsen. Upphæðin jafngildir á bilinu 11–17 milljörðum ís- lenskra króna. Ekki ákveðið hvort hraðað verði einkavæðingu Samstarfsflokkur Hægri- flokksins í ríkisstjórn, Kristi- legi þjóðarflokkurinn, hefur ekki ákveðið hvort hraða eigi hugsanlegri einkavæðingu SAS. Norski verkamanna- flokkurinn er aftur á móti and- vígur sölu á hlut norska rík- isins í SAS og telur mikilvægt að eiga fulltrúa í stjórn félags- ins. Sænska ríkið á 22% í SAS og ekki eru uppi áform um að sá hlutur verði seldur í bráð. Danska ríkið á u.b.þ. jafnstór- an hlut og það norska eða um 14% og ku danska ríkisstjórn- in viljug til að selja. Í nóv- ember sl. var greint frá því að hlutur danska ríkisins í SAS væri efstur á lista yfir þær eignir sem nýja stjórnin myndi selja. Sölu á hlut norska rík- isins í SAS hraðað ER skipverjar á aflaskipinu Guð- mundi Einarssyni ÍS komu úr róðri á dögunum veittu þeir því athygli að peruna vantaði á stefni bátsins. Að sögn Egils Jónssonar skip- stjóra urðu þeir ekki varir við það þegar peran fór af, en töldu að hún gæti legið einhvers staðar á botn- inum í Djúpálnum þar sem þeir voru að veiðum þennan dag. Mynd- in sýnir er Guðmundur Einarsson ÍS er hífður upp á brjótinn í Bol- ungarvík til að „plasta“ í sárið þar sem peran var límd á stefnið. Bát- urinn verður ekki frá veiðum vegna þessa en ljóst er að Guðmundur Einarsson verður ekki á perunni næstu daga. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ekki lengur á perunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.