Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar BjargÓlafsson fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafur S. H. Jóhannsson og Arnbjörg J. Stefáns- dóttir. Gunnar var þriðji í röð fjögurra bræðra. Þeir eru Óli Þór, f. 1917, látinn, Eyþór Loftur, f. 1918, látinn, og Stef- án Örn, f. 1924. Gunnar kvæntist Sigurlaugu M. Árnadóttur 1948 og eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1) Arn- björg, f. 20. des. 1948, maki Finn- ur Guðmundsson, þau eiga tvo syni. 2) Hallfríður Lína, f. 20. júní 1951, maki Skúli Engilbertsson, þau eiga tvö börn. 3) Sigríður Rut, f. 7. febrúar 1953. Börn hennar voru þrjú, einn sonur látinn. 4) Ól- ína Guðrún, f. 11. maí 1954, maki Björn Bergmann, þau eiga tvær dætur. 5) Ólafur Gunnar, f. 26. febr- úar 1958, maki Bryndís Hauksdótt- ir, þau eiga tvö börn. 6) Stefanía Anna, f. 16. nóvember 1959, maki Þór Fannar Ólafsson, þau eiga fjögur börn. Fyrir átti Gunnar soninn Ingvar Þórhall, f. 27. apríl 1944, maki Hulda Hannibals- dóttir, þau eiga fjór- ar dætur. Að auki á Gunnar níu langafa- börn. Gunnar og Sigurlaug slitu sam- vistum árið 1968. Gunnar ólst upp í Reykjavík og bjó þar lengst af. Hann stundaði aðallega sjómennsku og bifreiða- akstur fram yfir sjötugt. Síðustu árin bjó Gunnar á Dvalarheim- ilinu Felli í Skipholti 21, Rvík. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Pabbi minn, í trausti trúarinnar og minnar sannfæringar, veit ég að þér líður vel núna. Þjáning í þínum veik- indum og þrautir á enda, og þú ert hamingjusamur á ný. Ég veit að þú varst stoltur af ríki- dæmi þínu þegar þú kvaddir. Það var ekki veraldlegur auður, heldur börnin þín öll, sem voru hjá þér síðustu stundirnar hér og veittu þér mikinn styrk. Það voru ástvinir sem kvöddu og ástvinir sem tóku á móti þér. Þú kvaddir sáttur og sofnaðir vært. Margs er að minnast, en líka margs að sakna. Þig geymi ég í hjarta mínu, og þar get ég alltaf fundið þig. Ég vil kveðja þig með þessum orð- um: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. Guð umvefji þig og blessi í kærleika og leiðbeini þér áfram í ljósið og skiln- inginn. Pabbi minn, þú verður áfram í bænum mínum. Kærleikskveðja Þín dóttir Ólína. Elsku pabbi, nú ertu farinn í ljósið mikla, og þrautagangan liðin hjá. Nú þegar ég sit hér og skrifa þessi fátæk- legu þakkarorð, rifjast upp fyrir mér lagið „Kokkurinn við kabyssuna stóð fallira“. Þetta lag söngstu alltaf þegar við fórum út að keyra þegar ég var barn. Alltaf varstu léttur og glaður og húmorinn í lagi alveg fram á síðustu stundu. Árin sem þú bjóst hjá mér í sveitinni, og fórst suður um helgar til að keyra, komstu alltaf með rósavönd handa mér og sagðir: „Það er svo gaman að gleðja þig með blómum.“ Öll þessi blóm eru en til hjá mér og skarta sínu fegursta. Það er svo margt sem ég gæti rifj- að upp, en ég mun varðveita þær minningar í hjarta mínu. Þakka þér, pabbi minn, fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín Anna. Nú er hann Gunnar afi dáinn. Það er erfitt að trúa því. Sárt munum við sakna þín, elsku afi. Við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér þegar þú áttir heima hjá okk- ur í nokkur ár. Það var sama hvað við gerðum af okkur, alltaf gast þú hlegið dátt og hafðir gaman af. Oft sátum við og spiluðum og ræddum málin. Þú varst ungur í anda, alltaf til í að fara með okkur eldri krökkunum, sama hvert við ætluðum að fara. Um helgar þegar þú fórst til Reykjavíkur að keyra taxa og komst aftur heim á sunnudagsmorgnum með nammi handa okkur krökkunum og blóm handa mömmu. Guð blessi þig, elsku afi. Nú líður þér vel þar sem þú ert í faðmi ástvina þinna sem farnir eru. Við vitum að þú vakir yfir okkur og börnunum okkar um ókomna tíð. Æ, minn Guð, lát ávallt skarta auðmýktina í brjósti mér, skapa í mér hreina hjarta, helgan bústað, vígðan þér. Lát mig úr fjötrum nauða, frelsa mig af synd og dauða. Hulda, Sigurður, Stefán og Sindri. Elsku afi, við viljum kveðja þig með þessum bænum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð blessi þig. Erna og Anna. Elsku afi, ég vil fá að kveðja þig með örfáum orðum. Það er margs að minnast er ég hugsa til baka, afi minn. Ég veit að þetta var erfiður tími. Ég man þegar þú fórst á sjúkrahúsið fyrst. Við komum að norðan og vorum yfir helgina. Þú varst nú meiri prakk- arinn þá, þú skaust öllum ref fyrir rass og komst hress heim. Ég man þegar þú komst á fornbílnum norður í sveitina. Þú hafðir rosalega gaman af þessu ferðalagi. Mamma sagði mér að þú elskaðir gamla bíla. Þú sagðir mér oft sögur. Eins og þegar mamma vildi elta ykkur ömmu hvert sem var. En þegar þú fórst á gamla bílnum þá lagðist mamma í sætið því það mátti ekki sjást til hennar. Ég kom oft til þín í Skipholtið, þú varst svo glaður, en út skyldum við fara og fá okkur kjúkling og ís í eft- irmat. Þetta fannst þér algjört æði. Það var rétt vika frá áttræðisafmæl- inu þínu sem þú veiktist. Við vorum búin að ákveða að fara út og borða næst þegar ég kæmi í bæinn og fara svo austur til Önnu frænku og Fann- ars til að sjá nýju viðbygginguna. Elsku afi, þú ert nú búinn að upp- lifa margt á þinni löngu ævi. Margar lífsreynslusögur sagðir þú mér. En margar minningar geymdir þú í huga þínum og hjarta. Elsku afi, nú ertu kominn til guðs og englanna og ég veit að þér líður vel núna. Megi afi hvíla í guðs friði. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður, vera betri en ég er. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig allsstaðar, þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Þín dótturdóttir Íris Dögg Ásmundsdóttir. GUNNAR BJARG ÓLAFSSON - .                +8 ,-:-      %   (  5    8         $   $ %0          8 9' !  +"$3   & *!"" : 2' +"$3  # "1 $   2 !"" *  (  +"$3  1 $   !""    +"$3  +"' * !""  +"$3 !"" ; &   #  #  % 9   +     +    :     +     0             8.   :- '   +        ;, 5    & 23 & ;    *   !! ; !""     1  ;   ! !!!""%           )              - : ) E *E ="$    " CC "1;   '    <          3 %            8 $     %        3 %     5    ) 1   !"" +"' %  !"" ' %    +% 4 !"" *("   1 !' $  !"" 2 ;!   !""           ( 2 !""      ;!  % ; !""  $ 1! % 9   +      0 +  :   %:%        0       0   0     -  3  "  #  "  C0 1$ 2'% '   +        %    ( )&   & 1     ( =!""     ( " !"" (   -  - !""  %   ,    !"" 2 # %  !"" E  1  ; %    " +"$3 !"" "    #$  & !"" & !!""  #  #  % =            4 F 84:- " 2 G0                   1$!""    *(" 9   ' !""  #$  ' !"" #  #   $ 1! % , , 6      *     & >         8 " ! ! % 9  +0  : %:%        0 -:8  4 E:-,   4% ;  3 1"  *#$  "  (   !""% ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.