Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 53

Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 53 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Þýskar dragtir margir litir Jakkar frá 8.900 - Buxur frá 5.950 Pils frá 5.900. Gott verð Dragtir Jakkar, pils, buxur 15.00 Ræða formanns: Tryggvi Jónsson, formaður stjórnar SVÞ Ávarp: Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Erindi: Hinn virki starfsmaður í fyrirtæki morgundagsins The active person. Søren B.Henriksen, Managing Director, Dansk Handel & Service Menntun morgundagsins - starfsmaður í þekkingarsamfélagi Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst Virkjun mannauðs í verslun og þjónustu Steinþór Þórðarson, verkefnastjóri, Skref fyrir skref ehf 16.30 Veitingar 17.00 Hefðbundin aðalfundarstörf Aðalfundur SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu verður fimmtudaginn 21. mars 2002 í Ársal Hótels Sögu Samtök verslunar og þjónustu Samtök verslunar og þjónustu Þátttökutilkynningar í síma 511 3000 eða á svth@svth.is HÁGÆÐA UNDIRFÖT Ný sending Vor 2002 Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kappsamur, vand- virkur og átt auðvelt með mannleg samskipti. Kom- andi ár verður mjög kröft- ugt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur margar hugmyndir um það hvernig þú vilt verja peningum þínum. Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú ráðstafar tekjum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert kappsamur og kraft- mikill í dag. Þú hefur þörf fyrir að tala við aðra og það laðar að þér ólíklegasta fólk. Það vilja allir hlusta á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir komist að mikil- vægum upplýsingum í dag sem geta nýst þér vel í starfi. Skynsamlegast væri að segja fátt en taka þeim mun betur eftir því sem aðrir segja. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Trú þín á hugmyndir þínar og lífsgildi gera þig færan um að nýta þér þau tækifæri sem bjóðast í dag. Þér finnst þú hafa eitthvað mikilvægt fram að færa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef einhver reynir að telja þig á sitt mál í dag muntu verja afstöðu þína með kjafti og klóm. Þú hefur fulla trú á sjálfum þér og lætur ekki aðra telja þér hughvarf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst þú verða að telja einhvern á þitt mál í dag. Þetta gerir þig óvenju ræð- inn og viljugan til að koma fram á opinberum vettvangi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er líklegt að þú verðir óvenju upptekinn. Þú ert tilbúinn að leggja hart að þér til að ná árangri þegar hugð- arefni þín eru annars vegar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir haft gaman af góðri rökræðu í dag. Samkeppnin kitlar þig auk þess sem þú nýtur þess að finna að þú getur sannfært aðra um það sem þú hefur fram að færa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar vel til að safna upplýsingum sem geta nýst þér í vinnunni. Vel- gengni felst að stórum hluta í réttri tímasetningu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að láta hendur standa fram úr ermum því dagurinn býður upp á mörg tækifæri. Samræður, stutt ferðalög og viðskipti geta skilað þér árangri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð góðar hugmyndir varðandi fasteignaviðskipti eða leiðir til að bæta heim- ilisaðstæður þínar. Vertu óhræddur við að gera þær að veruleika. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugur þinn er vakandi og hugmyndirnar streyma fram. Áhugi þinn og fram- takssemi eru mjög smitandi í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ef t i r Frances Drake 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. mars, er fimmtugur Þórólf- ur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Andrea Dögg Björnsdóttir, grunn- skólakennari. Í tilefni af af- mælinu verða þau með mót- töku í Félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði, á afmælisdaginn frá kl. 20. 95 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. mars, er 95 ára Ástríður Eyjólfsdóttir frá Laxárdal í Dalasýslu. Ástríður býr á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er að heiman í dag. EFTIR nokkuð glanna- legar sagnir endar suður sem sagnhafi í fjórum hjörtum: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1053 ♥ ÁG94 ♦ 52 ♣Á942 Vestur Austur ♠ 962 ♠ ÁD84 ♥ 62 ♥ 873 ♦ G984 ♦ KD10 ♣G863 ♣KD10 Suður ♠ KG7 ♥ KD105 ♦ Á763 ♣75 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf Dobl 2 lauf Dobl Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur kemur út með smátt lauf. Sér lesandinn leið að tíu slögum með bestu vörn? Teljum fyrst hina óhjá- kvæmilegu tapslagi: Einn á spaðaás, einn á tígul og einn á lauf. En tökuslag- irnir eru ekki þar með tíu, því ef vörnin trompar út við hvert tækifæri fást aðeins fimm slagir á hjarta til hliðar við ásana í láglitunum og KG í spaða. Það vantar því slag. En sjáum hvað gerist: Það er sjálfsagt að gefa fyrsta slaginn. Austur fær á drottninguna og skiptir yfir í tromp. Það er tekið í borði og spaða spilað á gosann. Síðan er tígli spilað í bláinn. Aust- ur fær slaginn og tromp- ar enn út. Aftur er tekið í borði til að spila spaða að kóngnum, en nú rýkur austur upp með ásinn og spilar þriðja trompinu, en vestur hendir spaða. Staðan er þá þessi: Norður ♠ 10 ♥ G ♦ 5 ♣Á94 Vestur Austur ♠ -- ♠ D8 ♥ -- ♥ -- ♦ G98 ♦ KD ♣G86 ♣K10 Suður ♠ K ♥ K ♦ Á76 ♣7 Þegar spaðakóngur er tekinn neyðist vestur til að henda frá öðrum lág- litnum, en þá trompar sagnhafi þann lit frían og fær þar úrslitaslaginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT STÖKUR Drangey sett í svalan mar sífelt mettar snauða. Báran létta ljóðar þar um líf og Grettis dauða. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum Byrinn þýður þenur voð, þönguls víða rýkur lá, bratta skríður boða gnoð, brjóstum sýður löður á. Þá er hægur bróðir báls, báran þæg og smávaxin, mörg um dægur meiðar stáls myrða nægan hákarlinn. Ásmundur Sigurðsson í Lundi 1. d4 e6 2. e4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. exd5 Dxd5 6. Bc4 Dd6 7. O-O Rf6 8. He1 Be7 9. Rb3 Rc6 10. Rbxd4 Rxd4 11. Rxd4 O-O 12. c3 e5 13. Rf3 Dc7 14. Db3 Bd6 15. h3 h6 16. Be3 Bd7 17. Had1 e4 18. Rd2 Bc6 19. Bb5 Bd5 20. Bc4 Bc6 21. Bd4 Bh2+ 22. Kh1 Be5 23. Rf1 b5 24. Be2 Had8 25. Re3 Bxd4 26. Hxd4 Hxd4 27. cxd4 Db7 28. Hc1 Hd8 29. Hc5 Rd7 30. Hf5 Rf6 Staðan kom upp á Reykja- víkurmótinu sem lauk fyrir skömmu. Sigur- vegari mótsins, Jaan Ehlvest (2589), hafði hvítt gegn Eric Lobron (2517). 31. Hxf6! gxf6 32. Rf5 Dc7 33. Dc3! Hótar 34. Dxc6. Í fram- haldinu nær svartur ekki að verjast með við- unandi hætti. 33...Hd7 34. Dc1 Hd5 35. Bg4 Hxf5 36. Bxf5 e3 37. Dxe3 Kg7 38. a3 Bd5 39. Bd3 a6 40. Kg1 Dd6 41. De2 Kf8 42. Dh5 og svartur gafst upp. Loka- staða efstu keppenda varð þessi: 1.-2. Jaan Ehlvest og Oleg Korneev 7 vinninga af 9 mögulegum. 3.-6. Helgi Áss Grétarsson, Valery Neverov, Jonathan Rowson og Mikhail Ivanov 6½ v. 7.- 12. Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Eric Lobron og Normunds Miezis 6 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Og hvernig finnst þér svo að vera kominn með eigin skrifstofu? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.