Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 1
66. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. MARS 2002
UM 3.200 Afganir voru fluttir í gær
frá flóttamannabúðum við borgina
Mazar-e-Sharif til fyrri heimkynna
sinna annars staðar í landinu. Verða
aðrir 1.000 fluttir þaðan á laugar-
dag en að undanförnu hefur meira
en 7.000 manns, sem höfðust við í
gömlum bækistöðvum Sovétmanna í
Kabúl, verið hjálpað heim til sín.
Var fólkið búið út með matvæli, 150
kíló af hveiti á fjölskyldu, 10.000 kr.
ísl. og sáðkorn svo það gæti tekið til
við að erja jörðina. Afganir, sem
flúðu yfir til Pakistans, hafa einnig
verið að snúa heim.
Stúlkan á myndinni, með brauð-
körfu á höfði, ætlar að fara að halda
upp á afganska nýárið en áramóta-
heitið í Afganistan er „Tökum til við
lærdóminn“. Hefur fólk verið hvatt
til að senda börnin í skóla þegar
þeir verða formlega opnaðir 25.
mars eftir sex ára bann talibana við
menntun stúlkna.
Reuters
Flóttafólk
á heimleið
ZIMBABWE var rekið í gær úr öll-
um ráðum Breska samveldisins í
eitt ár vegna margvíslegs misferlis
og ofbeldis í kosningunum, sem
færðu Robert Mugabe aftur völdin í
hendur.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, greindi frá þessu í gær en
það var þriggja manna nefnd, sem
ákvörðunina tók. Auk John How-
ards voru í henni þeir Thabo Mbeki,
forseti Suður-Afríku, og Olusegun
Obasanjo, forseti Nígeríu. Í skýrslu
þeirra segir, að kosningarnar 9. til
11. mars hafi einkennst af ofbeldi,
ofsóknum og misferli, sem ætlað
hafi verið að gagnast Mugabe.
Þótt ekki sé um fullan brottrekst-
ur að ræða þá þýðir hann, að eng-
inn fulltrúi Zimbabwe mun sitja
fundi samveldisríkjanna 54 næsta
árið.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fagnaði í gær brott-
rekstrinum og stjórnvöld í Sviss til-
kynntu, að þau hygðust grípa til
refsiaðgerða gegn Zimbabwe. Með-
al annars verða hugsanlegir banka-
reikningar ráðamanna í landinu
frystir.
Landsmenn að
komast á vonarvöl
John Robertson, hagfræðingur í
Zimbabwe, sagði í gær, að efna-
hagslífið í landinu væri hrunið, svo
væri Mugabe fyrir að þakka. Það
væri ekki lengur á færi íbúanna
sjálfra að reisa það úr rústum og
litlar líkur væru á erlendri aðstoð.
Zimbabwe
rekið úr sam-
veldisráðum
London. AFP.
BINYAMIN Ben Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, sagði í gær, að
yfirlýsingar um vopnahlé milli Ísr-
aela og Palestínumanna væri að
vænta á næstu tveimur sólarhring-
um og ónefndur, palestínskur emb-
ættismaður sagði, að búast mætti við
því í dag. Palestínumenn vilja hins
vegar ekki una þeirri yfirlýsingu
Dick Cheneys, varaforseta Banda-
ríkjanna, að hugsanlegt vopnahlé sé
eingöngu komið undir Yasser Ara-
fat, leiðtoga þeirra.
Ben Eliezer kvaðst vona, að um
vopnahléið semdist á fundi ísraelsk-
palestínskrar öryggisnefndar í dag
og tilkynnti jafnframt, að allt ísr-
aelskt herlið hefði verið flutt frá yf-
irráðasvæði Palestínumanna á Vest-
urbakkanum og á Gaza. Palestínu-
menn segja hins vegar, að ísraelskur
her sé enn í tveimur bæjum nyrst á
Gaza og þangað hafi jafnvel verið
sendur meiri herbúnaður.
Cheney sagði í Ísrael í gær, að
hann væri fús til að hitta Arafat ein-
hvern tíma eftir að vopnahléi hefði
verið komið á og
hafa Palestínu-
menn fagnað
því. Þeir saka
hann hins vegar
um að draga
taum Ísraela í
einu og öllu.
Ariel Sharon,
forsætisráð-
herra Ísraels,
sagði í gær, að
Arafat fengi
ferðafrelsi ef
vopnahlé kæm-
ist á og gæti þá hugsanlega sótt leið-
togafund arabaríkjanna í Beirút þar
sem rætt verður um tillögur Sádi-
Araba um frið í Miðausturlöndum.
Hann gaf þó í skyn, að Arafat fengi
ekki að snúa heim, brytust út átök í
fjarveru hans eða ef hann segði eitt-
hvað á fundinum, sem Ísraelum mis-
líkaði.
34 nýjar gyðingabyggðir
Ísraelsku samtökin „Friður nú“
skýrðu frá því í gær, að í valdatíð
Sharons hefði verið komið upp 34
nýjum byggðum gyðinga á palest-
ínsku landi. Væri það þvert gegn
þeim loforðum, sem hann hefði gefið
er hann komst til valda. Eru gyð-
ingabyggðirnar ólöglegar sam-
kvæmt alþjóðalögum og hafa valdið
mestri ólgu meðal Palestínumanna.
Nú búa um 200.000 Ísraelar á landi,
sem þeir hafa tekið frá Palestínu-
mönnum.
Búist við samkomu-
lagi um vopnahlé
Líklegt að Arafat fái að
fara á fund arabaleiðtoga
Jerúsalem. AP, AFP.
Reuters
Yasser Arafat og Anthony Zinni, sendimaður Banda-
ríkjastjórnar, á skrifstofu Arafats í Ramallah í gær.
RÁÐGJAFI atvinnumálaráð-
herra Ítalíu var skotinn fyrir ut-
an heimili sitt í Bologna í gær.
Hefur morðið vakið ugg um nýj-
an uppgang innlendra hryðju-
verkamanna.
Marco Biagi, ráðgjafi Robert-
os Maronis atvinnumálaráð-
herra, var einn af höfundum
nýrrar vinnulöggjafar, sem
margir ítalskir vinstrimenn for-
dæma harðlega og segja, að
verði hún samþykkt, muni hún
gefa vinnuveitendum of mikið
frelsi til að segja upp fólki. Í
gærkvöld var raunar ekkert vit-
að hver var að verki en morðið
minnir marga á ástandið á átt-
unda og níunda áratugnum þeg-
ar vinstri- og hægrisinnaðir
hryðjuverkamenn myrtu hundr-
uð manna.
Ráðgjafi
ráðherra
myrtur
Róm. AP.
STÓR íshella við suðurskautið, á
svæði sem hlýnar hraðar en með-
alhlýnunin er á jörðinni, hefur
brotnað upp með „undraverðum“
hraða, að því er breskir og banda-
rískir vísindamenn greindu frá í
gær. Íshellan er kölluð Larsen B,
er 200 metra þykk og er yfirborð
hennar 3.250 ferkílómetrar. Hef-
ur hún nú brotnað upp í litla ís-
jaka og hröngl.
Samkvæmt upplýsingum
bandarísku rannsóknarmiðstöðv-
arinnar National Snow and Ice
Data Center byrjaði hellan að
brotna upp fyrir rúmum mánuði.
Miðstöðin varar við því, að verði
sumurin áfram jafn heit sé hætta
á að aðrar íshellur hljóti sömu ör-
lög. Það gæti leitt til aukins haf-
ísreks frá Suðurskautslandinu og
hækkunar á yfirborði sjávar.
Á vefsíðu sinni (www.-
nsidc.org) segir miðstöðin, sem
starfrækt er við Háskólann í
Colorado, að los hafi komist á
Larsen B, 720 milljarða tonna ís-
hellu, 31. janúar sl. Ísinn í henni
kann að vera allt að 12 þúsund
ára gamall. Þetta sé stærsti ein-
staki atburðurinn í röð áfalla sem
íshellurnar við Suðurskautsskag-
ann hafi orðið fyrir undanfarin 30
ár. Ástæða þessara áfalla sé talin
vera mikil hækkun hitastigs á
svæðinu. Hitastigshækkunin
nemi um 0,5 gráðum á áratug, og
megi rekja þá þróun aftur til
fimmta áratugarins.
Suðurskautið
Risastór
íshella
brotnar
London, Auckland. AP, AFP.
ÍRAKAR hafa haft samband við al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökin og hafa
hugsanlega unnið með þeim. Kom
þetta fram í vitnisburði George Ten-
ets, yfirmanns CIA, bandarísku
leyniþjónustunnar, fyrir hermála-
nefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings í gær.
Bandaríkjastjórn hefur hingað til
ekki viljað slá neinu föstu um hugs-
anleg tengsl milli ríkisstjórnar Sadd-
ams Husseins Íraksforseta og al-
Qaeda og Tenet lagði ekki fram nein-
ar sannanir fyrir þeim. Hann sagði
hins vegar, að þótt Íraka og al-Qaeda
greindi á um margt, ættu þau saman
óslökkvandi hatur á Bandaríkja-
mönnum og konungsfjölskyldunni í
Sádi-Arabíu.
Yfirlýsing Tenets kemur á sama
tíma og Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, reynir að afla stuðn-
ings meðal arabaríkja við árás á
Írak. Líta því sumir á hana sem inn-
legg í þá umræðu og tilraun til að
réttlæta hugsanlegar hernaðarað-
gerðir. Bulent Ecevit, forsætisráð-
herra Tyrklands, sagði aftur á móti í
gær eftir viðræður við Cheney, að
Bandaríkjamenn hygðust ekki ráð-
ast á Írak í „náinni framtíð“.
Tengsl milli Íraka og al-Qaeda?
Washington. AFP.
Háttsettur/23