Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 12

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGVAR Jóhannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, lést á heimili sínu í Reykjavík mánudaginn 18. mars sl. Ingvar fæddist í Reykjavík 26. maí árið 1931. Hann var sonur hjónanna Jóhanns O. Jónssonar vélstjóra og Þuríðar D. Hallbjörns- dóttur. Ingvar ólst upp í Reykjavík og þar út- skrifaðist hann sem vélfræðingur frá Vél- skólanum í Reykjavík árið 1954 og vann ýmis störf til sjós og lands þar til hann tók þátt í stofnun Keflavíkur- verktaka hf. árið 1957. Þá varð hann framkvæmdastjóri J.P.K. til ársins 1999. Hann sat í hreppsnefnd Njarð- víkur um árabil og varð fyrsti forseti bæjarstjórnar Njarð- víkur. Ingvar var í stjórn Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur frá 1970, formaður fulltrúaráðs Gullbringusýslu 1965– 1969, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 1971–1978 og tók sæti á þingi 1971 og 1976. Ingvar var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarðvík- ur, átti sæti í stjórn Landssambands iðnað- armanna 1967–1973 og sat í stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins frá 1971. Hinn 16. júní 1953 kvæntist Ingvar eftirlifandi konu sinni, Sigríði Höllu Einarsdóttur hárgreiðslumeistara. Halla og Ingvar eignuðust fjórar dæt- ur. Andlát INGVAR JÓHANNSSON RAFORKUNOTKUN á Íslandi hef- ur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna eflingar orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig vaxið talsvert og nú er svo komið að Ís- lendingar eiga heimsmet í raforku- notkun á hvern íbúa. Hver Íslend- ingur notaði á síðasta ári 28.200 kílówattstundir af raforku. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt Orkuspárnefndar sem er sam- starfsvettvangur Fasteignamats rík- isins, Hagstofunnar, Hitaveitu Suð- urnesja, Landsvirkjunar, Orku- stofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Samorku og Þjóðhagsstofnunar. Orkuspárnefnd gefur á hverju ári út spá um raforkunotkun lands- manna og á um fimm ára fresti er spáin endurskoðuð frá grunni og birt í ítarlegu riti. Aukna notkun má helst rekja til uppbyggingar stóriðju Árið 2001 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 8.028 gígawatt- stundum (GWh) og hafði þá aukist um 4,5% frá árinu áður. Raforku- notkun stóriðjuveranna nam 4.955 GWh, en almenn notkun 2.825 GWh. Aukningu í raforkunotkun hér á landi síðustu árin má að stærstum hluta rekja til þeirrar uppbyggingar stóriðju sem átt hefur sér stað síð- ustu fimm ár. Þar kemur til stækkun álvers Ísals og járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga auk álvers Norðuráls sem byggt var í tveimur áföngum. Raforkunotkun stóriðj- unnar hefur þannig tvöfaldast und- anfarin fimm ár. Fyrir 1997 hafði hins vegar lítil aukning orðið í stór- iðjunni síðan rekstur Íslenska járn- blendifélagsins hófst á Grundar- tanga 1979. Á höfuðborgarsvæðinu hefur aukning almennrar raforkunotkunar síðustu fimm árin verið tvöfalt örari en á landinu í heild. Á höfuðborg- arsvæðinu hefur vöxturinn verið 4,7% á ári, en til samanburðar var aukningin á landinu í heild 2,4% á ári. Einungis á Vestfjörðum hefur notkunin minnkað á tímabilinu. Samantekt Orkuspárnefndar um orkunotkun árið 2001                                    Raforkunotkun lands- manna á uppleið F-LISTI frjálslyndra og óháðra kynnti í gær framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og lagði fram stefnuskrá. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi, leiðir listann og á blaðamannafundi í gær sagði hann framboðið leggja ríka áherslu á heilbrigðis- og velferðar- mál. Þannig væri sýndur stuðningur í verki við baráttu aldraðra og öryrkja og skýr tengsl mynduð við velferðar- þjónustuna, sem væri „afar rýrt hjá stóru framboðunum“. Vísaði hann þar til Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis- flokksins. Í stefnuskrá F-listans eru taldir upp fimm meginþættir. Í fyrsta lagi eru það velferðarmálin. Sérstaklega á að sinna málefnum sjúkra, aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna, m.a. með því að tryggja lægri þjónustu- gjald og aukið framboð á ódýru hús- næði. F-listinn vill að uppbyggingu heilsugæslunnar í borginni verði hraðað, einkum í Voga- og Heima- hverfi og úthverfum borgarinnar. Gera á átak í ferlimálum fatlaðra og verja merkt bílastæði þeirra. Ábyrgð hvers íbúa ein milljón vegna Kárahnjúkavirkjunar Í öðru lagi eru það umhverfismálin. Minnt er á að F-listinn sé eina fram- boðið sem sé andvígt þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- virkjun með 45% eignaraðild í Lands- virkjun. Bent er á að borgin skuldsetji sig umfram heildareignir og ábyrgð Reykvíkinga „í þessu fjárhættuævin- týri“ sé ein milljón kr. á hvern íbúa borgarinnar. Í þriðja lagi er áhersla lögð á skipu- lags- og samgöngumál og vill F-list- inn að sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verði flýtt eins og kostur er. Þar taki sveitarfélögin fullt tillit hvert til annars og heildar- hagsmuna, eins og t.d. á útivistar- svæðunum við Elliðavatn og Nes- stofu. Listinn leggur áherslu á flýtingu Sundabrautar og byggðar meðfram strandlengjunni og vill efla almenningssamgöngur. Þá vill F-list- inn þétta byggðina og byggja upp þekkingarsamfélag á svæðinu milli Landspítalans og Háskóla Íslands. Í fjórða lagi er sérstök áhersla lögð á umferðaröryggi og aukna löggæslu. Fjölgun göngubrúa yfir umferðaræð- ar og átak til að tryggja öruggar gönguleiðir í borginni hafi þar for- gang. Brýnt sé að fjölga mislægum gatnamótum með sérstakri áherslu á mót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Listinn vill að lögreglan verði sýnilegri í umferðinni og á göt- um borgarinnar. „Áhersla er lögð á breytta forgangsröðun í þágu þessara verkefna fremur en gæluverkefna stjórnmálamanna og hvers kyns bruðls hjá hinu opinbera eins og birt- ist með skýrum hætti í milljarðafjár- festingum í sendiráðum,“ segir m.a. í stefnuskránni. Vilja ábyrga fjármálastjórn Í fimmta lagi leggur framboðið áherslu á fjármál borgarinnar. Aukin yfirbygging sé skattgreiðendum dýr og hana þurfi að minnka. Fjárfesting- ar borgarinnar í Línu.net eru sagðar ámælisverðar. Þá leggst framboð frjálslyndra og óháðra gegn einka- væðingu Orkuveitu Reykjavíkur og varar við því að fleiri „auðlindir al- mennings“ komist í hendur fárra. Skuldasöfnun borgarinnar er sögð áhyggjuefni, listinn vill ábyrga fjár- málastjórn en viðurkennir þó að hluti af þessari söfnun skulda sé vegna arð- bærra fjárfestinga OR, t.d. á Nesja- völlum. Stefnuskrá F-lista frjálslyndra og óháðra vegna borgarstjórnarkosninganna Rík áhersla verður lögð á heil- brigðis- og velferðarmálin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Fimmtudaginn 14. mars s.l. gekk í Hæstarétti dómur sem heimilaði Öryrkjabandalagi Ís- lands aðgang að minnisblaði sem fjórir embættismenn sömdu fyrir ríkisstjórnina þann 22. desember 2000. Blaðið var lagt fyrir rík- isstjórnarfund þennan sama dag, er við undirritaðir vorum skipaðir í starfshóp með því verkefni að greina, hvernig bregðast ætti við dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli bandalagsins gegn ís- lenska ríkinu. Í þeim dómi hafði tiltekinn háttur á ákvörðun bóta til öryrkja í hjúskap verið talinn and- stæður stjórnarskránni. Eftir að Öryrkjabandalag Ís- lands fékk minnisblaðið í hendur hafa talsmenn þess farið mikinn á opinberum vettvangi og talið, að í blaðinu fælust fyrirmæli ríkis- stjórnarinnar til starfshópsins um, hver verða ætti niðurstaðan af at- hugun hans, að því er virðist í því skyni, að öryrkjar fengju ekki not- ið þess réttar, sem fólst í dómi Hæstaréttar. Þessi málatilbúnaður er að sjálfsögðu alveg út í hött. Starfs- hópurinn fékk það verkefni að greina hvað í dóminum fælist og hvernig bregðast bæri við honum með löggjöf og greiðslum til ör- yrkja til þess að mæta kröfum dómsins. Það er eins og talsmenn Öryrkjabandalagsins telji nú, að ríkisstjórnin hafi viljað fá niður- stöðu, sem áfram bryti í bága við stjórnarskrána, líklega þá til að tapa öðru dómsmáli sem höfðað yrði í framhaldinu. Þessi málflutn- ingur dæmir sig alveg sjálfur. Staðreyndir málsins eru þær, að minnisblaðið var samið fyrir ríkisstjórnarfund til að auðvelda ráðherrum að átta sig á meginefni dóms Hæstaréttar og úrræðum til að bregðast við honum. Í blaðinu fólust engin fyrirmæli um eitt eða neitt, eins og allir menn sjá sem lesa það. Verkefni starfshópsins var að greina hvað í dóminum fæl- ist og hvað þyrfti að gera til að uppfylla stjórnskipulegar kröfur til lagareglna á þessu sviði. Skýrsla hópsins greinir verkefnið og færir svo fram ítarlegan lög- fræðilegan rökstuðning fyrir nið- urstöðunum. Tilgangurinn með þessu starfi var vitaskuld að verða við öllum kröfum sem í dómnum fólust. Málið er ekki flóknara en þetta.“ Reykjavík, 19. mars 2002. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Jón Sveinsson hrl. Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstj. Þórir Haraldsson lögfræðingur. Athugasemd FRAGTSKIP frá Tallin í Eistlandi sigldi tvisvar sinnum á löndunar- bryggju við Strandberg á Seyðisfirði á sunnudag og rauf 2–3 metra breiða geil í bryggjuna og sigldi auk þess inn í síldar- og loðnufrysti- hús Strandbergs og rauf gat á húsið. Talið er að tjónið í heild nemi um 5 milljónum króna. Drög að ábyrgðaryfir- lýsingu hafa komið fram af hálfu tryggingafélags skipsins. Bilun í bakkgír skips- ins er talin hafa orsakað óhappið en skipið var að leggjast bryggju þegar atvikið henti. Skemmdirnar á bryggjunni munu ekki hafa áhrif á starfsemi við hana enda er loðnu- og síldarfrystingu lokið. Hafist verður handa við við- gerðir fljótlega, bæði á bryggu og húsi. Skipið er 5–600 tonna fragtskip, um 55 metra langt og var að lesta frysta loðnu þegar óhappið varð. Sigldi inn í bryggju og frystihús á Seyðisfirði Ljósmynd/Helgi Einarsson Talið er að bilaður bakkgír hafi valdið því að skipið sigldi á bryggjuna og húsið. SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hafnaði í gær kröfu aðstandenda keppninnar Ungfrú Ísland.is um að sett verði lögbann á heimildarmynd- ina „Í skóm drekans“. Í henni er fjallað um þátttöku Hrannar Sveins- dóttur í keppninni árið 2000. Að sögn Ingvars Haraldssonar, fulltrúa hjá sýslumanni, þóttu ekki lagaskilyrði til lögbanns. Aðstandendur keppninnar hafa ákveðið að áfrýja úrskurði sýslu- manns til Héraðsdóms Reykjavíkur en framleiðendur myndarinnar fagna niðurstöðu sýslumanns. Ásta Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungfrú Ísland.is, sagði við Morgunblaðið að strax hefði verið tekin sú ákvörðun að skjóta ákvörðun sýslumanns til héraðsdóms. Greinar- gerð yrði skilað þangað innan viku. „Þetta mál er rétt að byrja. Báðir aðilar hefðu áfrýjað niðurstöðu sýslu- manns, á hvorn veginn sem hún hefði farið. Við ætlum ekkert að gefast upp,“ sagði Ásta og minnti á að ekki aðeins aðstandendur keppninnar væru ósáttir við heimildarmyndina, heldur keppendur einnig. Að hennar sögn snerist lögbannskrafan einkum um þrennt. Í fyrsta lagi hvort hver sem væri hefði heimild til að taka myndir án samþykkis, og það á vett- vangi sem annar aðili hefði einkarétt á, og í öðru lagi hvort heimilt væri að birta myndir af fólki án þess að það samþykkti myndbirtinguna. Sá hluti kæmi inn á friðhelgi einkalífsins. Hún sagði að í þriðja lagi væri um brot á höfundarrétti að ræða, þar sem Stöð 2 hefði einkarétt á sýningu frá keppn- inni. Ásta sagði að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefðu hvorki hún né aðrir í kringum Ungfrú Ísland.is fengið að sjá heimildarmyndina. Myndin sýnd fyrir kvikmyndafólk Böðvar Bjarki Pétursson, einn framleiðenda heimildarmyndarinnar, ásamt Hrönn og Árna Sveinsbörnum, sagði í samtali við blaðið fagna ákvörðun sýslumanns. Að sögn Böðvars Bjarka var vinnu- eintak af heimildarmyndinni sýnt á mánudag fyrir stjórnir samtaka kvik- myndagerðarmanna hér á landi. Þar hefðu menn m.a. lýst þeirri afstöðu sinni að fróðlegt yrði að málið færi fyrir dómstóla. „Við fengum góð við- brögð við myndinni og samtök kvik- myndagerðarmanna eru tilbúin að styðja okkur í yfirvofandi málaferl- um. Við erum með góða samvisku, enda ekki að gera nokkrum manni mein, hvorki keppendum né aðstand- endum,“ sagði Böðvar Bjarki. Lögbanni hafnað á sýningu myndar um Ungfrú Ísland.is Synjun sýslumanns áfrýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.