Morgunblaðið - 20.03.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 20.03.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝBYGGING Orkuveitu Reykja- víkur hefur risið undanfarna mán- uði milli Réttarháls og Bæjarháls í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Þar verða aðalstöðvar OR til húsa í tveimur byggingum sem alls eru um 14 þúsund fermetrar. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, tjáði Morg- unblaðinu að ráðgert væri að flytja inn í september. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í janúar 2001. Arkitektar eru Ingimundur Sveinsson og Hornsteinar. ÞG verktakar sjá um uppsteypu en Ís- lenskir aðalverktakar um innrétt- ingar. Húsið er borið uppi af stál- grindum, þ.e. súlum og gólfi og steypt í plöturnar í gólfum og veggir steyptir. Segir Guðmundur að uppsteypu hússins sé að ljúka og er vinna við innréttingar þegar hafin. Kostn- aður er áætlaður um 2,2 milljarðar króna. Guðmundur segir OR munu nýta svo til allt húsið en ráðgert er þó að leigja út kringum þúsund fermetra til að byrja með. Morgunblaðið/Ásdís Nýbygging Orkuveitunnar: Ráðgert er að leigja út um 1.000 m². Orkuveitan í nýjar höfuðstöðvar í haust Árbæjarhverfi DRÖG að samþykkt um hávaða í Reykjavík voru samþykkt á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í síðustu viku. Sam- þykktin tekur til hávaða sem stafar frá atvinnurekstri í borginni og verður þetta í fyrsta sinn sem slík heildstæð samþykkt um hávaða lítur dagsins ljós, komi hún til endanlegr- ar samþykktar í borgarkerfinu. Í samþykktinni segir að rekstrar- aðila beri að koma í veg fyrir heilsu- spillandi hávaða eða hljóð sem valda ónæði, bæði gagnvart viðskiptavin- um og umhverfinu. Er m.a. tilgreint hversu mikill hávaði má mælast inn- andyra í nærliggjandi og sambyggðu húsnæði við atvinnustarfsemina þannig að aðrir notendur hússins eða nágrannar þess verði ekki fyrir truflun, ónæði eða óþægindum. Er í þessu skyni m.a. óheimilt að loft- ræsa um opnanlega glugga, dyr eða lúgur í húsnæði sem hávaði stafar frá. Tilgreint er hversu mikill hávaði má vera innandyra á skemmtistöð- um og getur heilbrigðisnefnd krafist sérstaks útbúnaðar á veitinga- og samkomuhúsum til að fyrirbyggja að gestir verði fyrir óþægindum eða heyrnarskaða af völdum hávaða. Á sérstökum atburðum utan hefð- bundins skemmtanahalds, s.s. stórum rokktónleikum getur heil- brigðisnefnd skyldað tónleikahald- ara til að afhenda gestum eyrnar- tappa og hengja upp viðvörunar- skilti um hávaða. Þá er sérstaklega tilgreint hámarkshávaði á samkom- um sem ætlaðar eru börnum, svo sem kvikmynda-, leiksýningum og skemmtunum. Í samþykktinni kemur ennfremur fram að heilbrigðisnefnd getur bannað mjög hávaðasama starfsemi, s.s. umferð hávaðasamra flutninga- og farartækja um tilteknar götur í íbúðarhverfum og í nágrenni sjúkra- húsa og fleiri stofnana að kvöldlagi, um nætur eða allan sólarhringinn eftir atvikum. Allar reglur á einum stað Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigð- isfulltrúi hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur, leggur áherslu á að samþykktin sé ekki endanleg þar sem hún eigi eftir að koma til umfjöllunar hollustuháttar- áðs og borgarráðs. „Þetta miðar að því að koma í veg fyrir að hávaði af ónæðissamri starfsemi valdi óþæg- indum hjá nágrönnum. Þetta nær yf- ir alla hávaðasama starfsemi hver sem hún er, hvort sem um er að ræða dansstað eða fyrirtæki sem er með háværan vélbúnað eða annað slíkt.“ Hún segir þetta í fyrsta sinn sem slík heildstæð samþykkt er gerð en áður hafi verið fyrirliggjandi samþykkt umhverfis- og heilbrigð- isnefndar um hávaða innandyra á skemmtistöðum auk þess sem há- vaðareglugerð hafi verið til. „Þarna ertu hins vegar kominn með þetta allt á einn stað og reglurnar eru miklu heildstæðari. Þessi er mun ít- arlegri en fyrirliggjandi reglugerð og það hefur kannski vantað þægi- legra plagg að vísa í þar sem allt er á einum stað.“ Spurð um sektarákvæði sé sam- þykktinni ekki fylgt eftir segir Svava að þvingunarúrræði séu skilgreind í lögum um hollustuhætti og mengun- arvarnir. „Samkvæmt þeim er hægt að beita dagsektum í þeim tilfellum sem fólk fer ekki að fyrirmælum en þeim er reyndar afar sjaldan beitt.“ Samþykkt um hávaða komin í gegnum umhverfis- og heilbrigðisnefnd Nágrannar verði ekki fyrir ónæði vegna hávaða Reykjavík   !  "    FRAMKVÆMDIR við gerð tjarna í Fossvogsdalnum eru í fullum gangi en hlutverk þeirra er að safna yfirborðsvatni og miðla svokölluðum rennslis- flóðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki í júlí í sumar. Að sögn Haralds B. Alfreðs- sonar, verkfræðings hjá Gatna- málastjóra, er um samstarfs- verkefni Kópavogs og Reykjavíkurborgar að ræða. „Þetta eru þó nokkrar tjarnir niður eftir dalnum sem eru gerðar til að miðla rennsl- isflóðum með því að safna yf- irborðsvatni. Í leiðinni er þetta umhverfisaðgerð því það verða gerðar brýr yfir þetta og göngu- stígar í kring. Svo verður raðað grjóti í kring þannig að þetta á að verða svolítið huggulegt.“ Kostnaður við verkefnið er um 60 milljónir króna. Verkið var boðið út í desember og var byrj- að á þessu upp úr áramótunum en áætlað er að því ljúki í júlí í sumar. Hönnuðir svæðisins voru Landmótun landslagsarkitektar og VST verkfræðistofa en verk- taki er Fleygtak.       !"   #$ %  &  !$ '#  () "'#  *+"'#  ,-./0123/ /45126 7,     Unnið að gerð tjarna Fossvogur STRÆTÓSKÝLIN á höfuðborgar- svæðinu eru eitt af því sem verða fyr- ir barðinu á skemmdarvörgum. Hér má sjá skýli við Neshaga sem orðið er gluggalaust og búið að fjarlægja bekkinn. Talsmaður AFA JCDe- caux, sem sér um uppsetningu og rekstur skýlanna og auglýsinga í þeim, segir að eina helgina hafi 17 rúður verið brotnar í biðskýlum í vesturhluta borgarinnar. Segir hann að svo virðist sem gangstéttarhellur séu rifnar upp og notaðar til að stúta glerinu með. Nokkuð sé einnig um að börn og ung- lingar steli rúðuhömrum úr rútum og gangi á skýli eftir skýli og brjóti gler- in með þeim. Í skýlunum er öryggis- gler sem hann segir ekki auðvelt að brjóta og kostar gler í hvert skýli 200 til 300 þúsund krónur. Yfir 200 skýli eru á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Gunnar Lund Brotin gler í biðskýlum Vesturbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.