Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 15 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is 159.900,-, Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur stgr.* TOSHIBA DVD • 5 gerðir frá 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. 29“eða 33“ 100HZ DIGITAL SCAN *Staðgreiðsluafsláttur er 5% Heimabíó: Sjónvarp, skápur, magnari og hátalarar, allt í einum pakka! Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði: frá kr. • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar Margverðlaunuð tæki: Önnur TOSHIBA tæki fást frá 14“-61“ 34.900,- stgr.* SLEÐADAGAR Notaðir vélsleðar með ríflegum afslætti Sími: 594 6000 HUGMYNDIR um almenningssam- gangnamiðstöð neðanjarðar undir Miklubraut við Kringluna voru kynntar í skipulags- og bygginga- nefnd Reykjavíkur í síðustu viku. Forstjóri Strætó bs. segir slíka skiptistöð í miðju höfuðborgarsvæð- isins forsendu fyrir skilvirku leiða- kerfi. Byggðarsamlagið Strætó bs. var stofnað um mitt ár í fyrra og að sögn Ásgeirs Eiríkssonar forstjóra var eitt af meginverkefnunum í stofnsam- þykkt samlagsins að framkvæma heildarendurskoðun á leiðakerfinu þar sem litið væri á höfuðborgar- svæðið sem eina heild. „Í dag erum við í rauninni að keyra tvö gömul leiðakerfi sem hefur verið slegið sam- an, annars vegar gamla SVR-kerfið og hins vegar gamla AV-kerfið. Og við höfum komist að því að til þess að geta gert kerfið skilvirkt þurfum við koma okkur fyrir á einum miðlægum punkti og búa til eina aðalskiptistöð í kerfinu.“ Útreiknaður þyngdarpunktur höfuðborgarsvæðisins Hann segir eðlilegt að slík skipti- stöð kæmi sem næst þyngdarmiðju svæðisins, sem er á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. „Þetta er útreiknaður þyngdarpunkt- ur höfuðborgarsvæðisins hvort held- ur sem litið er til atvinnuskiptingar eða íbúaskiptingar. Þar að auki mæt- ast þarna tveir meginásarnir í gatna- kerfinu, austur-vestur ásinn og norð- ur-suður ásinn þannig að þarna liggja greiðar leiðir til allra átta,“ segir hann. Að sögn Ásgeirs leiddu athuganir í ljós að á þessum gatnamótum væri nánast ekkert laust pláss fyrir slíka samgöngumiðstöð. Í framhaldinu hafi verið farið í hugmyndavinnu og með aðstoð umferðarverkfræðings og arkitekts hafi verið gerð tillaga og uppkast að neðanjarðarstöð sem grafin yrði á um það bil sex metra dýpi. Stöðin kæmi undir Miklubraut- ina á móts við Kringluna eða nokkurn veginn milli tveggja bensínstöðva sem eru sitt hvorum megin við braut- ina. Það er Vinnustofan Þverá sem hefur unnið uppkastið að tillögunni. Ásgeir leggur áherslu á að neðan- jarðarstöðin yrði fyrir fleiri tegundir almenningssamgangna til að styrkja starfsemi hennar. „Þá erum við að tala um sérleyfisbíla, flugrútuna, leigubíla og annað slíkt. Þetta er gríð- arlega mikilvægur punktur í okkar huga því með þessu móti eru menn í raun og veru að koma sér úr öllum áttum og til allra átta á einum stað, hvort sem þeir eru að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins, út á land eða í flug innanlands eða utan.“ En væri með þessu kominn vísir að neðanjarðarsamgöngukerfi? „Við leikum okkur að því að kalla þetta svona Grand Sentral,“ segir Ásgeir og hlær. „Auðvitað horfum við líka til þess því möguleikar á sporbundnum samgöngum hafa verið í umræðunni hjá okkur alveg frá því í aðdraganda stofnunar Strætó bs. Við gerum því ráð fyrir að svona miðstöð yrði af þeirri stærðargráðu að hún myndi rúma brautarpall fyrir sporbundnar samgöngur líka.“ Spurður um kostnað við neðan- jarðarstöðina segir Ásgeir að ekki sé búið að gera áætlun þar að lútandi enda sé málið einungis á umræðu- og kynningarstigi enn sem komið er. Þó hafi verið giskað á að kostnaður gæti verið á bilinu 1,5–2 milljarðar króna en það sé án allrar ábyrgðar. Verið sé að varpa þessari hugmynd fram svo að ekki verði lokað fyrir þennan möguleika í framtíðinni. „Við viljum ekki að það verði hindrun í þessu þarfa verkefni vegna þess að við telj- um að það sé bráðnauðsynlegt í leið- arkerfi okkar að fá svona miðlæga stöð. Það er grundvallaratriði í því að koma upp leiðakerfi sem virkar vel.“ Mislægu gatnamótin, sem fyrir- huguð eru á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, segir hann ekki hafa áhrif á hugmyndir um neð- anjarðarstöðina. „Við erum það langt frá að þetta er alveg sjálfstætt. Hins vegar sjáum við fyrir okkur, ef þessi umræða fer inn í góðan og æskilegan farveg, að þá hljótum við að skoða mjög vandlega með borgaryfirvöld- um og Vegagerðinni hvort hugsan- lega mætti tengja þessar fram- kvæmdir saman.“       Samgöngumið- stöð neðanjarð- ar komi undir Miklubraut Kringla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.