Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 16

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 16
300 manns á atvinnu- leysisskrá UM síðustu mánaðamót voru 300 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, 176 karlar og 124 konur, Þetta eru rúmlega 100 fleiri en voru á at- vinnuleysisskrá á sama tíma í fyrra en hins vegar fækkaði atvinnulausum um 12 frá því í lok janúar sl., sam- kvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun. Í Dalvíkurbyggð voru 16 manns á atvinnuleysisskrá í lok febrúar, 9 karlar og 7 konur. Atvinnulausum fækkaði um tvo frá mánuðinum á undan og um fimm frá sama tíma í fyrra. Í Hrísey voru þrjár konur á at- vinnuleysisskrá en enginn karl. Alls fækkaði um 7 á atvinnuleysisskránni milli mánaða og um 9 frá sama tíma í fyrra. Í Ólafsfirði voru 55 á atvinnuleys- isskrá, 22 karlar og 33 konur og fækk- aði um fjóra frá mánuðinum á undan. Þetta eru þó 8 fleiri á atvinnuleys- isskránni en á sama tíma í fyrra. Á Norðurlandi eystra voru um 460 manns á atvinnuleysisskrá í lok febr- úar sl., 241 karl og 218 konur. Þetta eru 60 færri á skrá en í mánuðinum á undan en 55 fleiri en á sama tíma í fyrra. Atvinnulausum fækkar milli mánaða á Norðurlandi eystra AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glerárskóli við Höfðahlíð Fjöldi nemenda er um 460 í 1.-10. bekk. Vegna veikinda vantar dönskukennara í 8.-10. bekk um óákveðinn tíma. Upplýsingar veita skólastjórnendur Vilberg Alexandersson í síma 461 2666 og 893 2253 og Halldór Gunnarsson í síma 461 2666 og 690 3575. Veffang: http://www.gler.akureyri.is/ SÍÐASTLIÐIÐ haust var lokið við að leggja ljósleiðara þvert yfir há- lendið, frá Vatnsfelli í Rangár- vallasýslu að Þormóðsstöðum í Sölvadal í Eyjafjarðarsveit og þaðan áfram í dælustöð Norðuorku við Þórunnarstræti á Akureyri. Í kjölfarið hafa Norðurorka og Fjarski, hlutafélag í eigu Lands- virkjunar, lagt grunnnet um bæinn, fyrst og fremst í eigin stofnanir en einnig í húsnæði Háskólans á Akureyri og Verk- menntaskólans á Akureyri. Í næsta mánuði er stefnt að stofnun hlutafélags í eigu Norður- orku og Fjarska um grunnþjón- ustu í gagnaflutningum á Akur- eyri. Franz Árnason forstjóri Norðurorku sagði það bíða vors að tengja fleiri við þessa þjónustu og að einnig væri hugsanlegt að fleiri aðilar í fjarskiptageiranum kæmu inn í væntanlegt hlutafélag. Franz sagði að ástæðan fyrir því að Norðurorka kæmi að þessu máli væri sú að fyrirtækið hefði átt nokkrar tilbúnar lagnaleiðir, fyrirtækið ætti spennistöðvar og hitaveitubrunna þar sem gæti ver- ið hentugt að koma fyrir tengibox- um. „Þannig að með þessu erum við að nýta þessar eignir okkar enn frekar.“ Ljósleiðaratenging er komin í þrjú hús Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti, Glerárgötu og á Sólborg, húsnæði VMA, húsnæði Norðurorku og Landsvirkjunar á Rangárvöllum, húsnæði Lands- virkjunar við Glerárgötu og fé- lagssviðs Akureyrarbæjar við sömu götu. Á morgun, fimmtudag, mun Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra opna ljósleiðarateng- inguna sem liggur frá Reykjavík til Akureyrar með formlegum hætti í húsnæði HA við Sólborg. Við það tækifæri verða einnig möguleikar gagnaflutnings um ljósleiðara kynntir. Ljósleiðarastrengur frá Reykjavík til Akureyrar tekinn í notkun Hlutafélag stofnað um grunn- þjónustu í gagnaflutningum Fyrirlestur um mannlega líðan SAMHYGÐ, sorgarsamtökin á Ak- ureyri, verða með fyrirlestur um mannlega líðan fimmtudaginn 21. mars kl. 20 í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Gylfi Jónsson flytur er- indi er hann nefnir: Líður þér svona? Umræða um tilfinningaleg viðbrögð við áföllum og missi. Hann ræðir einnig um hvernig fólk bregst við áföllum, bæði andlega og líkamlega. Fyrirlesturinn er einkum ætlaður þeim er orðið hafa fyrir áföllum og missi og vinum þeirra. Veitingar og umræður eftir fyrirlesturinn. Þór og ÍV end- urnýja sam- starfssamning KNATTSPYRNUDEILD Þórs og Íslensk verðbréf, ÍV, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning og verður ÍV því áfram helsti sam- starfsaðili knattspyrnudeildar í ár, líkt og undanfarin tvö. Á þessum ár- um hafa Þórsarar náð frábærum ár- angri á knattspyrnuvellinum og unn- ið tvær deildir, 2. deild árið 2000 og 1. deild á síðasta ári. Þórsarar mæta því til leiks í úrvalsdeild á sumri komanda, eftir nokkurt hlé. Árni Óðinsson formaður knatt- spyrnudeildar sagðist mjög ánægður með samstarfssamninginn, „og við erum stoltir af því að bera merki ak- ureyrsks fyrirtækis á keppnisbún- ingum okkar.“ Sævar Helgason framkvæmdastjóri Íslenskra verð- bréfa lýsti einnig yfir ánægju með samninginn og sagði að samstarfið við bæði stjórn knattspyrnudeildar og leikmenn hefði gengið mjög vel. Jafnframt sagði Sævar að samstarfið hefði verið jákvætt fyrir fyrirtækið. Stjánasýning í Freyvangi FREYVANGSLEIKHÚSIÐ hefur sýnt leikritið Halló Akureyri eftir Hjörleif Hjartarson frá Tjörn, við mjög góðar undirtektir undanfarnar vikur. Sýnt verður næst á föstudags- og laugardagskvöld og er sýningin á föstudagskvöldið svokölluð Stjána- sýning. Allur ágóði hennar rennur í sérstakan sjóð til minningar um Kristján Jónasson frá Rifkelsstöðum sem var ötull liðsmaður leikhússins. Hann lést af slysförum fyrir nokkr- um árum. Efnilegir leikara- og leik- myndasmíðanemar hjá leikhúsinu geta sótt um styrki úr sjóðnum. Eyjafjarðarsveit Mekka selur dkRetis-hug- búnað MEKKA-tölvulausnir hafa tekið að sér sölu og þjónustu á viðskiptahug- búnaði frá dkRetis. Þetta er íslensk- ur hugbúnaður, hannaður frá grunni af starfsmönnum dkRetis og byggð- ur á áratuga reynslu í þjónustu við íslensk fyrirtæki. Mekka-tölvulausnir tók til starfa í september árið 2000 og tók þá við rekstri skrifstofu Hugar sem er stærsti eigandinn á móti EJS. Starfsmenn eru nú 12 talsins. NEMENDUR og kennarar í Gler- árskóla á Akureyri lögðu náms- bækurnar til hliðar í gær og skelltu sér á skíði í Hlíðarfjalli á sérstökum útivistardegi. Veðrið var með allra besta móti, glampandi sól en dálítið frost. Krakkarnir kunnu vel að meta það að komast undir bert loft og skemmtu sér konunglega í fjall- inu. Ekki voru þó allir á skíðum eða brettum, því stór hluti hópsins var með snjóþotur og sleða. Morgunblaðið/Kristján Í sól og blíðu í Hlíðarfjalli FULLTRÚAR meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Akureyrar sýndu mikil tilþrif þegar þeir kepptu sín á milli í hléi í hinni árlegu spurningakeppni sem kvenfélagið Baldursbrá efnir til í Glerárkirkju. Alls tóku þrjú lið þátt, lið meirihlutans með þau Krist- ján Þór Júlíusson, Þóru Ákadóttur og Ásgeir Magnússon innanborðs, lið minnihlutans sem skipað var Víði Benediktssyni, Ástu Sigurðardóttur og Jakobi Magnússyni og loks lið Vinstri grænna, sem í voru þau Jón Erlendsson, Valgerður Bjarnadóttir og Kristín Sigfúsdóttir. Atriði þetta með stjórnmála- mönnunum var kynnt sem skemmti- atriði og voru reglur frjálslegar, en spurningar gengu út á að kanna kunnáttu þeirra í málefnum kven- félaganna í bænum. Einnig var spurt um nafn bæjarstjóra á Ak- ureyri og mikið fát greip um sig í öllum liðum þegar borin var upp spurningin um hver yrði næsti bæj- arstjóri á Akureyri. Kristján Þór náði bjöllunni og nefndi nafn sitt en fulltrúar minnihlutans mótmæltu ákaft. Fjögur lið tóku þátt í undan- úrslitum nú, Morgunblaðið tapaði með einu stigi fyrir DV og Síðuskóli átti stórleik gegn prestum. Hinir kappsfullu kennarar komu ekki eins sterkir til leiks í úrslitin „þeir topp- uðu á vitlausum tíma,“ eins og einn drengjanna úr sigurliði DV orðaði það. Kvenfélagið Baldursbrá hefur um árabil staðið fyrir spurninga- keppni í Glerárkirkju á milli hinna ýmsu fyrirtækja eða félaga til að auðga mannlíf bæjarbúa, en ágóð- anum hafa konurnar varið til marg- víslegra góðra málefna. Nú stendur til að mynda yfir söfnun fyrir steind- um glugga í Glerárkirkju. Guðrún Sigurðardóttir er höf- undur spurninga, dómari og stiga- vörður, Kristín Þorsteinsdóttir er einnig stigavörður,spyrill er Snjó- laug Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Pétursson tímavörður. Hver verður næsti bæjarstjóri á Akureyri? Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson, Jón Erlendsson og Víðir Benediktsson berjast um bjölluna í keppni meirihluta og minnihluta í Glerárkirkju. Blásið í VMA LÚÐRASVEIT Akureyrar, Blás- arasveit Tónlistarskólans á Akureyri og Blokkó munu halda tónleika í Verkmenntaskólanum á Akureyri í kvöld, miðvikud. 20. mars kl 19.30. Á efnisskránni eru verkefni í létt- ari kantinum. Má þar nefna tónlist úr teiknimyndum Disney og önnur lög. Í hléinu verður boðið upp á kaffi- hlaðborð í umsjón foreldrafélagsins. Þá munu áheyrendur verða fræddir um ferð sveitanna á tónlistarhátíð í Gautaborg í Svíþjóð í júní. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.