Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 17
SANDRA D. Friðriksdóttir, nem-
andi í Myllubakkaskóla, sigraði í
Stóru upplestrarkeppninni meðal
sjöundu bekkinga á Suðurnesjum,
utan Grindavíkur, en lokahátíðin
fór fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju s.l.
mánudag. Hildur Haraldsdóttir úr
Holtaskóla hafnaði í 2. sæti og Mar-
grét Kara Sturludóttir úr Njarðvík-
urskóla í því þriðja. Skólarnir þrír
fengu einnig viðurkenningu.
Alls 13 nemendur tóku þátt í
lokahátíðinni frá 7 grunnskólum á
Suðurnesjum, 1 drengur og 12
stúlkur. Þau lásu fyrst brot úr
Heimsljósi eftir Halldór Laxness,
síðan ljóð eftir Ingibjörgu Haralds-
dóttur en í lokaumferð lásu þau ljóð
að eigin vali. Það var fróðlegt og
skemmtilegt að heyra hvaða ljóð
þau höfðu valið sér. Þar var Þór-
arinn Eldjárn hlutskarpasta ljóð-
skáldið en einnig höfðu orðið fyrir
valinu ljóð eftir Jónas Hall-
grímsson, Davíð Stefánsson, Jón úr
Vör og Matthías Johannessen.
Keppnin á mánudag var 29.
lokahátíðin sem haldin hefur verið
á landinu nú á vormánuðum og er
hringnum þar með lokað. Alls 4.400
nemendur í 7. bekkjum grunnskól-
anna tóku þátt í ár, en þetta er í 6.
sinn sem keppnin er haldin. Und-
irbúningur keppninnar hófst á degi
íslenkskrar tungu, 16. nóvember og
þegar Sandra var innt eftir því
hvort undirbúningurinn hafi verið
strembinn sagði hún svo ekki vera.
„Þetta er bara búið að vera mjög
skemmtilegt.“
Sigraði á lokahátíð Stóru
upplestrarkeppninnar
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Sigurvegarinn, Sandra Friðriksdóttir, er lengst til hægri á myndinni,
Hildur Haraldsdóttir, fyrir miðju, varð önnur og Margrét Klara Sturlu-
dóttir, sem varð í þriðja sæti, er til vinstri.
Búið að vera
mjög skemmtilegt
Suðurnes
TJALDAÐ hefur verið yfir Eyja-
bakka í Grindavík til að auðvelda
löndunarmönnum störfin.
Það var kalt en bjart í veðri þeg-
ar fréttaritara bar að garði á Eyja-
bakka en það er bryggja við
Grindavíkurhöfn en ekki hið um-
deilda svæði á hálendi landsins eða
gata í Breiðholti. Verið var að
landa úr Gnúpi GK-111 og mikill
kraftur í löndunarmönnum. Sú ný-
breytni er viðhöfð nú að búið er að
tjalda á hafnarbakkanum og ljóst
að þetta tjald mun nýtast vel ef það
fer ekki í einhverju veðrinu.
Hörður Guðbrandsson, verk-
stjóri hjá Þorbirni-Fiskanesi, segir
að tjaldið eigi að vera varanlegt
enda sé það boltað niður. „Það kom
maður sérstaklega frá Svíþjóð til
að reisa tjaldið og það ætti að nýt-
ast okkur vel,“ segir Hörður sem
var vel dúðaður úti á meðan strák-
arnir gátu unnið léttklæddir við að
umstafla fiskinum inni í tjaldinu.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Tjaldað
yfir
bryggjuna
Grindavík FERLIR, ferða- og útivistarhópur-
inn, hefur að undanförnu verið að
skoða og leita letursteina nálægt
Keflavík og vill fá upplýsingar um
fleiri.
Ferlisfélagar segja að vitað sé um
ýmsar áletranir og hægt að ganga að
þeim vísum. Nefna þeir sálmavers
sem er klappað á stein við Prestsvörð-
una (séra Sigurðar Sívertsen) ofan við
Leiru, stafi sem klappaðir eru í bergið
við Helguvík og á klöpp á Keflavík-
urbjargi, ártal og stafi á klöpp í Más-
búðarhólma, ártöl og stafi á klappar-
steini ofan við Þórshöfn, stafi á hellu
yfir fornmannagröf í Garði, rúnir á
steini við Kistugerði og ártal á steini í
Fuglavík sem og stafi sem eru á klöpp
þar í fjörunni og ártal og stafi undir
Stúlknavörðunni.
Þá eru nokkur dæmi um svonefnda
LM-steina (landamerkjasteina) og
leturhella er við hornið á Kotvogs-
kirkju.
Í fréttatilkynningu frá Ferli kemur
fram að auk þessara áletrana séu til
heimildir um letur á klöpp eða hellu
yfir smalagröf innan við forna tún-
hliðið á Hólmi, leturstein á Draughól
við Garð, en áletrunin á að vera tengd
handtöku manna Kristjáns skrifara á
Kirkjubóli, áletrun við eða á Dauðs-
mannsvörðu norðan Vegamótahóls
(við Sandgerðisveginn forna) og ártal
á steini í eða við Kolbeinsvörðuna á
mörkum Voga og Njarðvíkur. Ef ein-
hver getur upplýst hvar áletranir
þessar geta verið eða hefur séð þær
er viðkomandi beðinn um að láta Óm-
ar Smára Ármannsson vita, einnig
um annað það er málið varðar og
kann að þykja merkilegt.
Leita að
letur-
steinum
Reykjanesbær
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur mót-
mælir harðlega stjórnarfrumvarpi
til hafnalaga sem liggur fyrir Al-
þingi. Telur bæjarstjórnin að með
samþykkt þess verði rekstrargrund-
velli kippt undan Grindavíkurhöfn
eins og fleiri höfnum á landsbyggð-
inni.
Í ályktun sem bæjarstjórn sam-
þykkti samhljóða á síðasta bæjar-
stjórnarfundi kemur fram það álit
að nauðsynlegt sé að láta fara fram
ítarlega rannsókn á afleiðingum
frumvarpsins og lágmarkskrafa að
kynna mótvægisaðgerðir til að koma
í veg fyrir rekstrarþrot landsbyggð-
arhafna. Skorar bæjarstjórn á Al-
þingi og ríkisstjórn að afgreiða
frumvarpið ekki á yfirstandandi
þingi heldur gefa sér tíma til að
undirbúa betur breytingarnar.
„Stefni eigi að síður í að frum-
varpið verði afgreitt mun bæjar-
stjórn Grindavíkur beita öllum þeim
ráðum sem hún telur að gagni megi
koma til þess að ná fram nauðsyn-
legum breytingum á frumvarpinu,“
segir í ályktuninni.
Mótmæla harðlega
hafnalagafrumvarpi
Grindavík
STRÁKALIÐ Fjörheima í Reykja-
nesbæ vann Íslandsmót félagsmið-
stöðva í billjard sem fram fór á
dögunum.
Átta félagsmiðstöðvar tóku þátt
í drengjaflokki og fjórar í stúlkna-
flokki. Félagsmiðstöðin Vitinn í
Hafnarfirði sigraði í stúlknaflokki
og Þruman í Grindavík varð í öðru
sæti.
Drengirnir sem urðu í þremur
efstu sætunum í meistaramóti
Fjörheima skipuðu lið félagsmið-
stöðvarinnar en það eru þeir
Kristinn Björnsson, Óskar Sig-
þórsson og Ágúst Ágústsson. Þeir
hafa verið afar sigursælir, að því
er fram kemur á heimasíðu
Reykjanesbæjar, eru tvöfaldir
Suðurnesjameistarar og hlutu silf-
urverðlaun á Íslandsmótinu í
fyrra.
Sigruðu í
Íslandsmóti fé-
lagsmiðstöðva
Reykjanesbær
FÉLAG myndlistarmanna í Reykja-
nesbæ hefur fengið Einar Garibalda
Eiríksson myndlistarmann til að
flytja fyrirlestur á morgun, fimmtu-
dag, klukkan 20.
Fyrirlesturinn verður í Kjarna,
Hafnargötu 57 í Keflavík, og er yf-
irskrift hans: Búa hlutir yfir máli?
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki
um myndlist.
Fyrirlestur
um myndlist
TVÖ tilboð bárust í lagningu slit-
laga í Reykjanesbæ á þessu ári,
bæði yfir kostnaðaráætlun. Bæj-
arráð hefur ákveðið að taka tilboði
frá S.E.E.S. ehf. sem lægstbjóð-
anda.
Tilboð S.E.E.S. ehf. var 18,4
milljónir kr. sem er 6,6% yfir
kostnaðaráætlun ráðgjafa bæjar-
ins en hún hljóðaði upp á 17,3
milljónir. Hitt tilboðið var frá Mal-
bikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas hf.,
19,7 milljónir.
S.E.E.S. ehf.
malbikar
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦